Dagblaðið - 30.12.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
9
ALBERT LEYS-
IR INNAN-
HUSSVANDA
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKS í VOR
—segir „Völva Vikunnar”
Óróinn í Sjálfstæðisflokknum fellur
niður „með óvæntum úrslitum á lands-
fundi flokksins, þar sem Albert
Guðmundsson kemur með málamiðl-
un,” segir „Völva Vikunnar” i
blaðinu, sem kemur út á nýársdag, 1.
janúar 1981.
Völvan segir ennfremur að hún telji
óhætt að fullyrða ,,að kona af yngri
kynslóðinni muni láta mikið til sín taka
í íslenskum stjórnmálum og hafa áhrif
innanallrastjórnmálaflokka. . . ”
Þá segir „völvan” að í byrjun næsta
árs fái landsmenn að sjá „óvæntar
efnahagsaðgerðir. Það er þó svo
einkennilegt, að ég sé ekki betur en að
almenningur muni tjá sig fylgjandi
þeim og sætta sig við flest það, sem gert
verður þar að lútandi. Sennilega er fólk
orðið langþreytt á aðgerðarleysi stjórn-
málamanna á undanförnum árum,”
segir völvan.
„Eftir margra ára niðurlægingu og
einangrun í gjaldeyrismálum geta
landsmenn nú notað sinn eigin gjald-
miðil hvar sem er í nálægum löndum án
þess að þurf að kaupa ávísanir áður og
ferðatékka á erlenda gjaldmiðla.”
Völvan, sem undanfarin ár hefur oft
verið furðu sannspá, telur einnig að
önnur flugfélög muni koma fram á
sjónarsviðið og taka upp samkeppni
við Flugleiöir með þeim afleiðingum
m.a. að hægt verði að fljúga beint frá
Akureyri til útlanda. Hún spáir því
einnig að forseti íslands muni fá til liðs
við sig eins konar „varaforseta” eða
aðstoðarmann, líkt og ráðherrar haft,
enda verði það talið nauðsynlegt vegna
óvenju mikilla anna forsetans.
-ÓV.
HAFNFIRDINGAR!
Hauka-flugeldar ímiklu úrvali
Bæjarbúar, styrkið Haukana
með því að kaupa
Hauka-flugelda fyrir áramótin
Þeir eru einungis seldir
á Reykjavíkurvegi 45
Gleðilegt nýtt ár og þökkum
samstarf ið á árinu sem er aö líða
Handknattleiksdeild Haufca
GleðHeg jól á Eskrffirði:
Rjóminn reyndist
allsstaðargóður
— og allir togarar heim
úrviðgerðum
fyrirhátíðar
Allir Eskifjarðartogararnir komu til
heimahafnar úr viðgerðum fyrir jólin.
Jón Kjartansson kom frá Danmörku
19. desember og hafði þá verið i Dan-
mörku siðan í byrjun maí. Hólmanesið
kom frá Akureyri á Þorláksmessu og
Hólmatindur fór (tvær veiðiferðir fyrir
jól og fiskaði ágætlega en hann var
búinn að vera í slipp á Akureyri frá i
byrjun september. Þess skal þó getið,
að Hólmatindur var keyptur frá Frakk-
landi sl. haust — þetta er tæplega 500
tonna skip. Hólmanes og Hólmatindur
fara á veiðar aftur 2. janúar.
Bærinn var mikið skreyttur um jóla-
hátíðina og jók það á hátíðablæinn.
Veðrið var sæmilegt, nema á jóladag,
þá gerði þreifandi byl um það leyti sem
messa átti að hefjast, klukkan tvö, og
var því ekki jafnfjölmennt við messu
og vant er á jóladag. Mikið var um fjöl-
skylduboð og mikið etið og drukkið.
Rjóminn reyndist alls staðar góður —
hvort hann var frá Egilsstöðum, Húsa-
vík eða Litla Rússlandi (Neskaupstað).
Terturnar voru því vel skreyttar eins og
jafnan er þegar rjóminn er góður.
Ekki veit ég annað en að allir hafí átt
gleðilegjól. -Regína, Eskifirði.
cVcrá A98A
Q
A00-0Q9.
50.000
20.000
A0.000
5-000
A.000
500
Mý*r-
900.0°0
A50000
A 80 000
• e bús.11.
• Yvae\&a t r « vintY'
w