Dagblaðið - 30.12.1980, Side 10

Dagblaðið - 30.12.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 10 £ Menning Menning Menning Menning D Ballett Úr BllBdifMk — Svelnbjörg Alexanders og Conrad Bukes dansa Ividans. Jóhannssonar er mikil gersemi í einfaldleika sínum: hægra megin liggur hallandi rampur niður á svið, vinstra meginbregðm fyrir stílfærðu landslagi, allt annað er gert með tjöldum og ljósum. Mikiö hefur mætt á ljósameistara aö þessu sinni, í hans höndum eru hinir mjúku, fölu litatónar, sem undirstrika hið draum- kennda andrúmsloft nokkurra atriða eins og í vatnslitamynd. En úrslitum réði samvinna þeirra Ulrich og Jóns Ásgeirssonar — fyrstur til að semja íslenska óperu, nú fyrstur til aö semja tónlist fyrir ballett upp á heilt kvöld. Ábyrgð manns gagn- vart umhverfi sfnu Af formála Jóns í leikskrá má ráða að hann hafi upphaflega haft tiltölulega einfaldar andstæður I huga við samningu tónlistarinnar. Sveitasælu er teflt gegn borgarfirr- ingu, hinu góða gegn hinu illa, blindu gegn sjón. í höndum Ulrichs þróast þessar Ballettinn Blindisleikur efftir Jón Ásgeirsson og Jochen Ulrich Blindisleikur, ballett f tveim þáttum og 24 at- riðum Tónlist og saga: Jón Ásgeirsson Dansahöfundur og stjómandi: Jochen Ulrich Aöstoðardanshöfundur: Svelnbjörg Aloxand- •rs. Leiktjökl og búningar: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Kristinn Danfateson Hljómsveit: Sinfóníuhijómsveit (slands Hljómsveitarstjóri: Ragnar Bjömsson Dansarar: Svainbjörg Alexanders, Conrad Bukes, Michael Molnar, (slenski dansflokk- urinn o. fl. Að undanförnu hefur Þjóöleikhús vort fengið slæma útreið fjölmiðla fyrir þau leikverk sem þar hafa verið sett upp I haust og kannski að vonum. Það er þvi gaman að geta tilkynnt það hér og nú að jólasýning Þjóðleikhússins, ballettinn Blindis- leikur, hefur heppnast með af- brigðum vel og ætti aö fara langt með að bjarga heiðri hússins á þessu leik- tímabili. Víst er meir en litil kald- hæðni fólgin í þeirri staðreynd að olnbogabarn Þjóðleikhússins og hornrekan i listalifi landsins, íslenski dansflokkurinn & Co, skuli reynast slikur bjargvættur i raun. Raunar segir staðreyndin sú minna um Þjóðleikhúsið en dansflokkinn, sem í fyrsta sinn, svo ég muni, meldar sig sem reglulega sterka listræna heild, þó svo meginþungi sýningarinnar hvíli á herðum eindansaranna þriggja, Sveinbjargar, Bukes og Molnars. í dramatískri játningu, næmi fyrir tónlistinni, músíkalíteti, og ekki síst í samstillingu, sérstaklega í hópatriöum, hafa oröið miklar framfarir i flokknum og Ijóst er að ballettmeistarinn, Jochen Ulrich, hefur komið auga á bestu hliðar hinna íslensku dansara og ræktað þær til hlítar. Sú ræktun hefur einnig komið hinum ýmsu leikmönnum í dansarahópnum til góða og standa þeir sig með hinum mestu ágætum. Löng dansverk vandrœðagripir En fleira þarf í dansinn en fagra skóna. Ulrich hefur ekki aðeins reynst strangur kroppatemjari heldur hefur honum tekist það sem þorra danshöfunda víða um heim hefur ekki lánast að gera, að skapa dans- verk til kvöldstundar, sem gengur upp hvernig sem á það er litið. Löng dansverk af þessu tagi hafa annars verið hálfgerðir vandræðagripir í ballettheiminum. Þótt margir haldi að þau séu af háklassiskum toga, þá er staðreyndin súað á 19. öld voru þau heldur fátíð og oft voru ballettar fluttir ásamt með óperu eða leikriti. Þannig sáu menn verk eins og Giselle, Coppelíu og Hnotubrjótinn. Konunglegi danski ballettinn stóð t.d. ekki fyrir heilu ballettkvöldi fyrr en 1925 og þá voru reyndar fluttir margir stuttir ballettar eftir Michel Fokine. Inntak meira en yf irvarp En margir hafa lagt metnað sinn í gerð langra dansverka — Sovétmenn sérhæfa sig í slikum stykkjum, en á- rangurinn hefur verið heldur slakur efá heildina er litið. Dansahöfundar hafa æ ofan í æ leitað til bókmennta- verka eða óperu að viðfangsefni og til eru óteljandi Þyrnirósuballettar, Rómeóar og Júlíusar í hrönnum, mýgrútur af Manon o.s.frv. Fæst þessara dansverka fela í sér nokkra skírskotun til nútimans, sjaldan er i þeim að finna tilraunir til nýsköpunar á formi eða inntaki. Innan I skrautlegri umgjörð sviðsins, íklæddir litríkum búningi, dansa dansararnir sömu sögurnar ár eftir ár. Nú mætti kannski segja: hvaða máli skipta þessar sögur, þessi þvældu plott, ef á þeim má byggja góðan dans? Hér held ég að sé á ferðinni misskilningur, því í góðu dansverki er inntak eða plott annað og meira en yfirvarp, það er sam- tvinnað hverri hreyfingu á sviðinu. Vel til samstarfsmanna Það er helst 1 verkum nútímadans- höfunda, þeirra sem brugðið hafa út af klassískum reglum, sem hin löngu dansverk hafa kviknað til lffs og þar hefur Martha Graham verið at- kvæðamikil. Hún sá manna best að nýtt dansverk þurfti nýjan sviðs- búnað, nýja tónlist. Jochen Ulrich hefur svo sannarlega orðið vel til samstarfs- manna. Sviðsmynd Sigurjóns i mynd og túlkun hugmyndir enn frekar og taka ýms- um breytingum. í túlkun sinni1 á sveitalffi, pastoralnum, leggur hann ekki einasta áherslu á flekkleysi þess, heldur virðist hann einnig ganga út frá vistfræðilegum ígrundunum um nær heilagt samband manns og náttúru, ábyrgð mannsins gagnvart umhverfi sínu. En í augum Ulrich eru hvorki maður né náttúra fullkomlega góð eða vond, heldur beggja blands, þótt í sviðsetningu virðist mest Iagt upp úr skörpum and- stæðum, lífsgleði gegn lífsfirringu. Þótt hugmyndir þeira Ulrich og Jóns fari því ekki alveg saman, stang- ast þær hvergi á, sem best sést á trúnaði danshöfundarins við tónlistina (sjá umsögn EM hér að neðan). Ulrich hefur einfaldlega gefið henni víðtækari skírskotun, fært hana i farveg, sem varðar ekki aðeins íslenskan veruleika, heldur alþjóðlegan. Frábœrir dansarar f dönsurum eins og Sveinbjörgu, Bukes og Molnar hefur Ulrich túlkendur sem eru eins og hugur hans, enda hafa þau öll unnið með honum áður. 1 fávisu og sakleysi, álögum og í ofsafenginni lokabaráttu við hinn djöfullega freistara, Kol (Michael Molnar) er Sveinbjörg frá- bær dansari, í senn finleg og fjaður- mögnuð í limaburði. Conrad Bukes, Búi, var I þessu tilfelli réttur mót- dansari hennar, traustur, sterkur, og laus við ýkjur í öllu fasi sínu og djöfsi, Kolur, hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda, allt frá þvi hann þaut yfir sviðið I svört- um frakka uns Freyja rak hann af höndum sér. Stígandi dansins fylgir stígandi tónlistar, sólódans leiðir út í tví- eða þrídansa, hópatriði, aðra sólódansa — hvergi bregst dramatísk uppbygging Ulrich. Innfluttir hæfileikar Sum atriði loða lengi við hugann: undursamlegur tvídans Freyju og Búa i upphafi, afkáraskapur hinna djöfulóðu, drottnunardans Kols í seinna þætti og notkun á skikkjum og jökkum, æöisgenginn tvtdans Kols og Freyju í lokin og .Joks friðsamlegur endirinn, sættir án sátta dans, — djarft dramatískt bragð frá hendi Ulrichs. Til að vinna þetta af- rek þurfti að flytja inn bæði sólódansara og ballettmeistara, — og það ágæta fólk verður á braut innan skamms. Nú er um að gera að hamra járnið, gera flokknum kleift að vinna áfram í anda þessarar sýningar — er ekki einhver í kerfinu sem leggur við hlustirnar eða sækir ballett? -AI. margshmgjn BUNIHSLEIKUR - TONUSTIN Blindisloikur — tónlist og saga Jóns Ásgeirs- sonar Sinfóniuhljómsveit (slands Stjórnandi; Ragnar Björnsson Frumflutningur í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla. „Eðlislæg þrjóska, margra ára meðganga hugmyndarinnar og ófor- sjál löngun villti mér leið, svo nú stend ég þar sem enginn annar kostur er fyrir hendi, en að taka því sem að höndum ber.” þannig kemst höfundurinn sjálfur að orði i leik- skrá. — Blindisleikur var uppfærður að kvöldi annars dags jóla og með því slegnar tvær flugur í einu höggi og skyldur Þjóðleikþússins gagnvart tveimur af aukagreinum starfsemi þess ræktar. Ég ætla að hlegið hefði verið upp í opið geðið á þeim draumóramanni, sem viðrað hefði hugmynd um íslenskan heils kvölds ballett allt fram undir þennan dag. Ástæður þess þarf tæpast að tíunda. En þegar Jón Ásgeirsson, maðurinn sem reið á vaðið með Þrymskviðu, á í hlut skyldi enginn bóka fyrirfram að eitt- hvað séekkihægt. 1 Einfaldleiki | í byrjun Uppruni ballettsögunnar er þjóð- ^ .................................— sagan af Gilitrutt, sem tekur endan- lega á sig mynd af sálnaveiðiskap Kölska. Tónmynd Jóns er heilsteypt, með síigandi sem nær hápunkti undir lokin. Framan af þótti mér hún í meinlausara lagi og bera fá merki þess kjarnyrta Jóns, sem alþjóð þekkir. Fyrir þessu þykja mér tvennar orsakir líklegar. f fyrsta lagi að Jón hafi viljað mála sakleysi sveitamannsins svo einföldum, en þó björtum litum. í öðru lagi að hljóm- sveit og hljómsveitarstjóri hafi ekki verið komin til fullnustu niður á túlkunarmátann, nema að hvort tveggja sé. Og heldur þótti mér Jón minn spar á fiðlurnar fram undir hlé. En undir lok fyrri hlutans mátti gjörla greina fyrstu spor þeirrar mögnuðu stígandi sem ágjörðist svo mjögeráverkiðleið. Stjörnuþemu Allir góðir ballettar eiga sér ákveðin stjörnuþemu, sem oft lifa sjálfstæð þótt verkin séu að öðru leyti gleymd, eða óþekkt. Blindis- leikur geymir einnig slík þemu. Ég nefni cellósólóna, tregadans Búa, þegar hann sér hvernig komið er fyrir Freyju, einkennisdans Kols og Ragtime. Skýrt tónmál Tónmál Jóns er afar skýrt í þessum ballett. Hann beitir einföldum línum til að túlka hreinleika og sakleysi sveitasælunnar og gömlum fábreytt- um dönsum til að tjá hreinleika og sakleysi sveitalífsins. Á hinn bóginn Jón Ásgeirsson — „takk fyrir þrjósk- una”, segir Eyjólfur Melsted i um- sögn sinni. taka við löggiltir samkvæmisdansar eins og tangó og vals á meðan spill- ingin er þolanleg en ragtime, eða mellumúsík eins og einn virtur fiðlu- leikari kallaði það eitt sinn, þegar sukkið kemst á hástig og hergöngulag til að sýna fullkomið undirlægjuþel hyskisins við Kol. Fyrir meira en kramarhús Ekki er minnsti vafi að Jón hefur haft í huga annað og meira en Þjóð- leikhúsið okkar, þetta blessaða kramarhús sem þó er svo viðkunnan- legt, þegar hann samdi Blindisleik. í hljómsveitarbúningnum hefur hann þó ekki getað forðast sína beisku þekkingu á aðbúnaði öllum i húsinu. Þótt Jón hafi tekið mið af niðurskor- inni hljómsveit í hljómsveitargerð sinni held ég að Ragnar hefði átt að geta fengið mun meira út úr henni. Hvort sem þar um olli samvinnu- tregða eða frumsýningarskrekkur, þá fannst mér það eini snöggi bletturinn á frábærri sýningu. Blindisleikur á væntanlega eftir að bera hróður höfundar síns víða, og vonandiverðurhannöðrum hvatning. — En við getum þakkað forsjóninni fyrir að planta þessari eðlislægu þrjósku inn í kollinn á Jóni. -EM. ---------------------- ^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.