Dagblaðið - 30.12.1980, Page 12

Dagblaðið - 30.12.1980, Page 12
12 Þjóðhátíðarsjóður | auglýsir vW eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1981. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núver- andi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótar- framlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.” Stefnt er að úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 1981. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 20500. Þjóðhátíðarsjóður 'SWfriní " MCK BENSON ASTRID LARSON Ádultt Only Absolutely No One Under 18 Admitted EASTMANCOLOR® ^/★★★★★★★★★★★★★k^ ■ir UÚF LEVNDARMÁL Ný amerisk lauflétt gamansöm mynd af djarfara taginu. Mar- teinn er nýsloppinn úr fangelsi og er kvennaþurfl. Hann ræöur sig i vinnu 1 antikbúð. Yflrboðari hans er kona á miðjum aldri og þar sem Marteinn er mikið upp á kvenhöndina lendir hann í ástarævintýrum. Leikarar: Jack Benson Astrid Larson Joey Civera Sýnd kl. 5,7,9 og 11. STRANGLEGA BÖNNUÐINNAN 16 ára % AÐVÖRUN: Fólki sem likar illa kynlifssenur eða erótik er eindregið ráðið frá þvi að sjá myndina. ★★★★★★★★★★★ ★ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Bændur í kröfugöngu að hæstarétti Póllands: Pólskir bændur hóta verkföllum —krefjast viðurkenningar á samtökum sínum Pólskir bændur munu í dag fara kröfugöngu aö hæstarétti landsins í Varsjá til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um að sjálfstæð verka- lýðsfélög þeirra verði viðurkennd. Áður hefur héraðsdómstóllinn i Varsjá hafnað þessari kröfu bænda á þeirri forsendu, að þeir séu ekki laun- þegar. Mörg þúsund félagar í „sveita- deild Einingar” eru komnir til Var- sjár til þess að taka þátt í mót- mælunum. Taliö er að innan vébanda deildarinnar séu ein milljón bænda eða tæpur þriðjungur bænda i landinu. Sveitadeildin hefur hótað að neita að afhenda landbúnaöarafurðir til borganna en það mundi enn auka á þann matvælaskort, sem er í borgum Póllands. Talsmaður deild- arinnar sagði þó í gær, að í ljósi bág- borins efnahagsástands landsins væru bændur ákaflega tregir til að grípa til slíkra aðgerða. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, átti í gær fund með Jozef Czyrek, utanrikisráðherra Póllands, sem var nýkominn heim frá Sovétríkjunum. Munu þeir meðal annars hafa rætt um væntanlega heimsókn Walesa í páfagarð í næsta mánuði. Biðraðir fólks við matvöruverzlanir i Póllandi er mjög algeng sjón og hætt er við að framboð á matvælum f landinu minnki enn ef til verkfalls bænda kemur. Erlent Erlent Erlent Óhugnanlegt morðmál í Kaupmannahöfn: Nauðgaði og myrti 83 ára gamla konu er hann heimsótti föður sinn á elliheimilið „Meðan ég nauðgaði þeirri gömlu þá byrjaði hún að ranka við sér svo ég ákvað að drepa hana,” sagði Erik Börge Jeppesen, 26 ára gamall ibúi í Næstved í Danmörku, fyrir rétti í Næstved þremurdögum fyrir jól. Morð þetta hefur vakið mikinn óhug í Danmörku, ekki sízt vegna þess að morðinginn skýrði frá gerðum sínum án minnstu blygðunar, að þvi er virtist. Fórnarlamb hans var 83 ára gömul kona sem dvaldi á elliheimili í bænum. Jeppesen fór á elliheimili skömmu fyrir jól til að heimsækja aldraðan föður sinn. 1 heimleiðinni réðst hann inn í íbúð gömlu konunnar, sem var við hlið íbúðar föður hans, og svívirti hina 83 ára gömlu Marie Henriksen og myrti hana. Morðinginn komst inn í íbúðina á þeim forsendum að hann þyrfti á sal- erni og er gamla konan bauð honum upp á kaffi og kökur réðst hann á hana. Það var faðir morðingjans, sem kom lögreglunni á sporið en í fyrstu leit út fyrir að ekki tækist að upplýsa morðmál þetta sem vakti svo mikinn óhughjáDönum. Morðinginn Erik Börge Jeppesen. Útgjöld til hermála aukast stöðugt Utgjöld til hermála námu 480 milljörðum doilara á árinu 1978 og hafa haldió áfram að aukast siðan. Útgjöld til hermála námu í heim- inum árið 1978 alls 480 milljörðum dollara, að því er bandarísk afvopnunar- og eftirlitsstofnun með vígbúnaði hefur upplýst og hefur síðan haldið áfram aö aukast. Þessi tala var 1,7 prósent hærri en árið áður. Talsmenn stofnunarinnar segja að frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar hafi alls verið eytt 10 þúsund milljöröum dollara tii víg- búnaðar i heiminum. í stofnun þess- ari er því haldið fram, að á árinu 1978 hafi Sovétmenn eytt 154 milljörðum doilara til vígbúnaðar, eða meira en nokkur önnur þjóð. Bandaríkin haft eytt 108,4 milljörðum dollara.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.