Dagblaðið - 30.12.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
13
Erlent
Erlent
Eríent
Erlent
I
Jóhannes PáU annar páfi vlð komuna
til Póllands I fyrra.
Páf inn til Pól-
landseftil
innrásar kemur
Bandaríska tímaritið Newsweek
hefur greint frá því, að Jóhannes Páll
annar páfí hafi gefið það í skyn að
hann muni fara til Póllands og vera
með löndum sínum, komi til innrásar
Sovétmanna í landið. Blaðið segir að
páfinn hafi látið þetta á sér skilja í
einkasamtölum að undanförnu.
Hiibner hef-
urbeturgegn
Kortsnoj
Sovézki útlaginn og stórmeistarinn
Viktor Kortsnoj stendur óvænt höllum
fæti í einvígi sínu við vestur-þýzka stór-
meistarann Robert Htibner. Að loknum
sex skákum þeirra hefur Htibner
forystuna með 3,5 vinninga gegn 2,5.
Hiibner hefur unnið tvær skákir,
Kortsnoj eina og þremur hefur lokið
með jafntefli. Sjöttu skák þeirra lauk
með jafntefli eftir 88 leiki. Sigurveg-
arinn í einvíginu, sem verður sextán
skákir, mun skora á heimsmeistarann í
skák, Anatoly Karpov.
Gíslamálið endanlega siglt í strand?
Bandaríkjamenn höfhuðu
„lokaskilyrðum” írana
íranir hóta nú að refsa gfslunum
Bandaríkjastjórn hefur hafnað
kröfum írana um að stjórnin leggi
fram 24 milljarða dollara tryggingu í
banka í Alsir fyrir því að staðið verði
við loforð um að verða við ýmsum
kröfum írana, þar á meðal þeim að
auðæfum franskeisara fyrrverandi
verði skilað.
Carter forseti hafði gefið írönum
skriflegt loforð um að inneignum
írana í bandarískum bönkum verði
skilað, svo og að greitt verði fyrir því
að unnt verði aö skila auðæfum
franskeisara. franir höfðu krafizt
áðurnefndrar tryggingar og sagt það
sín „lokaskilyrði” í deilunni.
John Trattner, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagöi í
gær að orð Bandaríkjaforseta væru
öruggasta trygging sem hægt væri að
bjóða og ekki væri ástæða til að
leggja fram aðrar tryggingar.
franir hafa brugðizt illa við þessum
svörum Bandaríkjastjórnar og hótað
að refsa gíslunum. Hafa franir lýst
þvi yfir, að óhjákvæmilegt sé að
a.m.k. einhverjir gíslanná verði nú
leiddir fyrir rétt.
Khomelnl.
Carter.
í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands, hefur hópur afganskra flóttamanna staðið fýrír mótmælaaðgerðum að undanförnu fyrir
utan sovézka sendiráðið i borginni vegna innrásar Sovétmanna i Afganistan. t gær kom til óeirða I Kabúl, höfuðborg
Afganistan, og sagði sovézka fréttastofan Tass að „hópur glæpsamlegra málaliða og undirróðursöfl hefði staðið fyrir glæp-
samlegri starfsemi í borginni.” Ráðherra úr stjórn Afganistan reyndi að gera litið úr mótmælunum, sem beint var gegn
sovézka herliðinu, og sagði að „litlir drengir” hefðu staðið fyrir þeim.
Bandaríkin:
Rússnesk
rúlletta
banaði 15
Fimmtán bandarísk ungmenni
hafa á þessu ári látið lífið i ,,rúss-
neskri rúllettu” eftir að hafa horft
á kvikmyndina Hjartarbanann
(The Deer Hunter) í sjónvarpi.
Nefndarmenn er kannað hafa
áhrif ofbeldis í sjónvarpi á ung-
linga sögðu, að ekki hefði átt að
leyfa sýningar á myndinni í sjón-
varpi. Nefndin lagði fram lista
með nöfnum fimmtán unglinga,
sem hefðu látið lífið í rússneskri
rúllettu eftir að hafa horft á
Hjartarbanann, sem fjallar sem
kunnugt er um Vietnamstríðið og
í myndinni er atriði þar sem fang-
ar eru látnir leika rússneska rúll-
ettu og þannig í mörgum tilfellum
taka sjálfa sig af lífi.
Sjónvarpsstöðvar er sýnt hafa
myndina hafa varað áhorfendur
við að rússnesk rúlletta sé lífs-
hættulegur leikur.
FLll Gt t
/ miklu úrvali
25% AFSLÁTTUR
AF FJÖLSKYLDUPOKUM
ÚTSÚLUSTAÐIR:
Borgarbí/asaian
B/ómava/, Sigtúni Skeifunni fhúsi Má/arans)
HVERGI
EINS
ÓDÝRT!
Ath. Verö á fjölskyldupokum:
Kr. 6.000.- Kr. 10.000.- Kr. 20.000.- Kr. 25.000.- Kr. 30.000.-
Sparið aurana — ÁRMANN