Dagblaðið - 30.12.1980, Side 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
14,
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónason.
Aflstoöarrítstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannos ReykdaL
íþróttír Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atíi Rúnar Halldörsson, Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttír, ENn Albertsdóttír, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson.
Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleífsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. DroHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttír.
Ritstjóm: Siðumúla 12. AfgreUSsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskríftaryerð á mónuði kr. 7.000. Verð I lausasölu kr. 350.
Mennársins
Pólski verkalýðsleiðtoginn Lech Wa-
lesa verðskuldar að verða talinn
„maður ársins” 1980. Honum og sam-
herjum hans tókst að vinna merka sigra
í baráttunni við kommúnistíska harð-
stjórn þar í landi. Spurningin um fram-
haldið verður einna efst á baugi á
komandi ári. Tekst pólsku frelsishetjunum að losa enn
um hlekkina eða verður Pólland að nýju hneppt í
algera fjötra, kannski með rússneskri innrás?
Við minnumst frelsisbaráttu Pólverja og Afgana á
því ári, sem nú kveður, en við minnumst einnig þeirrar
smánar, að mörg lýðræðisríki tóku þátt í gervi-ól-
ympíuleikum i Moskvu og studdu með því hið sovézka
einræði.
Annar ,,maður ársins” úti í heimi er Ronald
Reagan, sem vann yfirburðasigur í forsetakosningun-
um í Bandaríkjunum og tekur við embætti eftir nokkra
daga. Kjör Reagans vekur ugg. Alls óvíst er, hvernig
stefna hans verður, jafnt í utanríkis- sem í innanlands-
málum, en ástæða er til að ætla, að valdataka hans
verði vatn á myllu fasista í rómönsku Ameríku og
annars staðar.
Lát Titós Júgóslavíuforseta, eftir 35 ára valdaskeið,
skapar óvissu um stöðu landsins og veikir það gagnyart
Sovétríkjunum, sem jafnan bíða færis að ná tökum á
því að nýju.
Styrjöld írans og íraks setti svip á fréttir ársins, og
olíuverðshækkanir ollu samdrætti og atvinnuleysi víða
umlönd.
Á innlendum vettvangi ber hæst kjör Vigdísar Finn-
bogadóttur, sem Dagblaðið hefur kosið ,,mann
ársins”, og stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen.
Hvorrtveggja kom nokkuð á óvart.
Allt bendir til, að hinn nýi forseti geti orðið sam-
einingartákn á sama veg og fyrirrennarar hennar,
Kristján Eldjárn og Ásgeir Ásgeirsson. ísland var í
heimsfréttunum fyrir það að verða fyrst ríkja til að
kjósa konu í forsetaembætti í lýðræðislegum kosning-
um. Að því leyti er þetta býsna merkilegt ár í sögu
þjóðarinnar.
í tengslum við forsetakosningarnar náði Dagblaðið
þeim árangri í skoðanakönnun að geta sagt nærri hár-
nákvæmt fyrir um úrslit kosninganna. í ljósi þess er
ekki að efa, að skoðanakannanir blaðsins gefa einnig
rétta mynd af breytingum á fylgi ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen.
Við stjórnarmyndunina klofnaði Sjálfstæðisflokk-
urinn, og eru brotin enn sundruð í árslok. Ríkisstjórnin
hafði í upphafi eindæma mikið fylgi með þjóðinni.
Þegar á leið árið dvínaði fylgi stjórnarinnar talsvert,
þótt hún nyti enn meirihlutafylgis.
Margir tóku að efast um ágæti ríkisstjórnarinnar,
þegar óðaverðbólgan hélt sínu skeiði, án þess að ríkis-
stjórnin sýndi nein úrræði. Nú í árslok spyrja menn
enn, hvort áhrifamikilla aðgerða í efnahagsmálum sé
að vænta af þessari ríkisstjórn.
Ógerlegt er að spá nú um áramótin, hvort
klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum muni leiða til al-
gerrar sundrungar eða einhver leið finnst til sátta. Eftir
öllum sólarmerkjum að dæma, mun bardagi and-
stæðra fylkinga í Sjálfstæðisflokknum setja mjög svip
ákomandiár.
Nýir formenn tóku við í Alþýðubandalagi og
Alþýðuflokki á árinu og nýr forseti Álþýðusambands-
ins var kjörinn. Komandi ár mun leiða í ljós, hvort þær
mannabreytingar breyta einhverju um inntak þjóð-
mála.
Kvikmyndin Hoiocaust hefur á nýjan leik vakið athygli manna á glæpum nasista gegn gyðingum.
að drepa það. Af gömlu mönnunum
má nefna „Bing Bang” eins og hann
var nefndur í útrýmingarbúðunum
vegna þess að hann sló fangana í
höfuðið með töng þar sem þeir stóðu
í röð, eins og vitni dagsins, Tadeusz
Ogrodowsky, greinir frá.
„Þekkið þér hann aftur hér í saln-
um?” spyr dómarinn Gtlnter Bogen
og biður mennina að standa upp.
Vitnið Ogrodowsky horfir vandlega á
þá en s varar síðan neitandi.
Og hvernig ætti hann iíka að
þekkja þetta fólk aftur eftir 37 ár. Þá
var „Bing-Bang” ungur maður,
klæddur i SS-einkennisbúning og
Ogrodowsky sá hann oftast frá
botninum á tveggja meta djúpri gröf
sem hann vann í.
Minnir á helvíti
Það er einmitt þetta sem mest
hefur verið gagnrýnt, þ.e. hve réttar-
höldin hafa tekið langan tíma og hve
seint var byrjað á þeim. Vitni, sem
hefðu getað orðið að liði fyrir tíu til
fimmtán árum, eru nú látin og önnur
hafa gleymt þvi sem máli skiptir.
Mörg vitnin hafa brotnað saman í
réttarsalnum er þau hafa átt aö rifja
Lengstu og mest gagnrýndu r'éttar-
höld vegna stríðsglæpa, hin svo-
nefndu Majdanek-réttarhöld, hafa
nú staðið í fimm ár. Af þeim sextán
sem ákærðir hafa verið eru nú aðeins
niu á lífi. Hinir ákærðu eru taldir
bera ábyrgð á útrýmingarbúðunum
Majdanek i Lublin í Póllandi.
Réttarhöld þessi eru um margt
ákaflega sérstæð. Skólabörn fá
kennslu í sögu meö því að vera við-
stödd réttarhöldin. Mitt á meðal lög-
fræðinga, dómara og saksóknara eru
níu gamlir menn. Einn kemur i hjóla-
stól, niðursokkinn i samtal við lög-
regluþjón sem keyrir hann. Annar
leggur frá sér hækjurnar áður en
hann sezt niður og konurnar tvær
leggja handtöskur sínar á borðið.
„Blóðuga Brigida"
Þetta virðist ósköp venjulegt fólk
og vel hefði mátt ímynda sér, að
önnur konan væri amma skólabarn-
anna. I útrýmingarbúðunum var hún
kölluö „Blóðuga Brigida”.
Það var undir geðþótta hennar
komið, hverjir lifðu og hverjir dóu.
Það fór mest eftir því í hvernig skapi
hún var.
Hin konan var kölluð „Slæga
merin”, vegna þess að hún var vön
að sparka í fólkiö eða nota svipu við
SS-foringinn Kurt Asche segist hafa haldið að flytja ætti Gyðingana i vinnubúðir.
Hann hafi ekki vitað, að vagnarnir fluttu þá I útrýmingarbúðir.
Majdanek-réttarhöldin hafa nú staðið ífimm ár:
Bjargar minnisleysi
og hár aldur vitnanna
SS-foringjunum?
— Mörgvitnanna eru látin ogömur þekkja sakbomingana
ekki lengur, sem taldir em bera ábyrgð á dauða 100
þúsund pólskra gyðinga
»