Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Febrúar Stytzti mánuður ársins bar með sér mikil tiðindi i íslenzku þjóðlifi. Dag- blaðið upplýsti hinn 1. febrúar að Vig- dís Finnbogadótir leikhússtjóri gæfi kost á sér til forsetaframboðs. Þar var kominn fyrsti kvenframbjóðandinn til forsetaframboðs á íslandi. Forseta- frambjóðendurnir voru þar með orðnir fjórir. Fljótlega varð ljóst að framboð Vigdísar átti miklu fylgi að fagna og jafnaðist það helzt á við fylgi Guðlaugs Þorvaldssonar. Bomba dr. Gunnars Þá er óhætt að segja að dr. Gunnar Thoroddsen hafi gert allt vitlaust í póli- tíkinni. Flokksformennirnir höfðu gefizt upp við stjórnarmyndun og háværar raddir voru um utanþings- stjórn. Þá spurðist það, að Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, ætti í viðræðum við forystu- menn Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins um myndun ríkisstjórnar. Strax fyrstu daga mánaðarins þótti sýnt að stjórnarmyndun dr. Gunnars væri að takast. ,,Meirihluti þingmanna fylgir mér að málum”, hafði DB eftir Gunnari 4. febrúar. Ljóst var að Sjálf- stæðisflokkurinn klofnaði um stjórnar- myndunartilraunina. Meirihluti þingflokksins fylgdi for- manni sínum, Geir Hallgrimssyni, sem ekkert vildi hafa saman að sælda við varaformanninn. Hins vegar lá fyrir að nokkrir sjálfstæðismenn myndu styðja stjórnina, eða a.m.k. verja hana van- trausti. Það voru Friðjón Þórðarson, Eggert Haukdal, Albert Guðmundsson og Pálmi Jónsson. Friðjón og Pálmi reyndu sættir og lögðu til að Sjálf- stæðisflokkurinn gengi i heilu lagi til stjómarmyndunarviðræðna. Hug- myndin mætti mikilli andstöðu Geirs og náði ekki fram að ganga. Rætt var um brottrekstur Gunnars úr flokki og þingflokki ef af stjórnar- myndun yrði og að hið sama gilti um þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem tækju sæti í stjórninni. En hvað sem öllum slíkum átökum leið innan Sjálf- stæðisflokksins, þá veitti forseti ís- lands dr. Gunnari umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Ríkisstjórnin mynduð Hlutirnir gengu nú hratt fyrir sig og þegar fyrir lá að Friðjón og Pálmi studdu stjórnina, var hún í höfn. Dr. Gunnar tilkynnti skipan ráðherra í stjórninni 8. febrúar. Framsóknar- flokkurinn fékk fjóra, Alþýðubanda- lagið þrjá og sjálfstæðismenn þrjá. Gunnar Thoroddsen fór með forsætis- ráðuneytið og Hagstofuna, Friðjón Þórðarson varð dóms- og kirkjumála- ráðherra og Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra. Framsóknarmenn- irnir voru Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- og samgönguráðherra, Gunnar bakaði Geir Dagblaðið efndi til skoðanakönnun- ar um stuðning manna við Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson. Fram kom að 76% sjálfstæðismanna tóku Gunnar fram yfir Geir. Þá var Gunnar einnig með miklu meira fylgi óháðra og stuðningsmanna annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokks- ins. Þá efndi blaðið einnig til skoðana- könnunar um fylgi flokkanna og kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var í sókn en Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag á niðurleið. Framsókn bætti heldur við Janúar „Hallarekstur Flugleiða hf. lendir á rikinu á næsta ári”, sagði i forsíðu- fyrirsögn Dagblaðsins á síðasta tölu- blaði ársins 1979. Þar sagði blaðið nokkuð fyrir um eitt aðalmál ársins, sem nú er að líða, Flugleiðamálið. Mál- efni Flugleiða hafa verið stöðugt í sviðsljósinu og færast milli ára ef að líkum lætur. Forsetaslagur og stjórnarmynd- unartilraunir En í upphafi árs var þó annað ofar í hugum manna. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, tilkynnti i nýársá- varpi sínu, að hann gæfi ekki kost á sér til forsetakjörs þegar kjörtímabil hans rynni út á miðju sumri. Þar með var boltinn endanleg gefinn upp og slagur- inn um forsetatignina hófst. Boltinn var að vísu áður kominn á loft, því það lá í loftinu að dr. Kristján færi ekki fram þegar á miðju ári 1979. Knatt- spyrnuhetjan Afbert Guðmundsson var með boltann, því að hann hafði þegar lýst því yfir að hann færi fram, hvað sem dr. Kristján gerði. Albert ítrekaði í fyrsta tölublaði DB, að ákvörðunin um framboð stæði óhögguð. í sama blaði var rætt við annan líklegan frambjóðanda, Pétur Thorsteinsson sendiherra. Hann ætlaði að athuga málið, ef fram kæmu ákveðnar áskoranir um framboð. En fleira sótti á eyþjóðina í upphafi árs en væntanlegar forsetakosningar. Ekki hafði enn tekizt að mynda ríkis- stjórn, þótt mánuður væri liðinn frá desemberkosningunum. Um áramót fór Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins með stjórnarmynd- unarviðræðurnar og komu helzt til greina möguleikar á nýsköpunarstjórn og þjóðstjórn. Ekki gekk saman hjá formanninum, þannig að formaður Sjálfstæðisflokksins varð ekki for- sætisráðherra. Tæplega hefur for- manninn grunað á þessari stundu, hvernig fara myndi með myndun stjórnar á því herrans ári 1980, og þvi síður þjóðina sjálfa. En þótt mikið væri að gerast í þjóð- málunum og stórmálin kæmu á færi- bandi, voru þó ýmis önnur mál sem vöktu athygli. Enn var framið póstrán í Sandgerði 2. janúar, nákvæmlega ári eftir annað sams konar. Póstmeistar- inn, Unnur Þorsteinsdóttir, fannst slas- aður á gólfi pósthússins að morgni dags. Hvorugt þessara póstrána hefur verið upplýst. Vænta má þess að Sand- gerðingar hafi augun hjá sér upp úr Dr. Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokksins m.vndaði ríkisstjórn með stuðningi Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins og nokkurra sjálfstæðismanna. Óhætt er að segja að þessi stjórnarmyndun kom eins og sprengja I islenzka pólitlk. Staða Sjálfstæðisflokksins á þingi er nú mjög sérstök, þar sem varaformaðurinn er oddviti rikisstjórnar- innar en formaðurinn oddviti stjórnarandstöðunnar. Mvndin var tekin er Gunnar tók við lyklum stjórnarráðsins úr höndum fráfarandi forsætisráðherra, Benedikts Gröndal. DB-m,vnd Ragnar Th. sig. Væringar voru nokkrar með æðstu mönnum á Neskaupstað og kærði fógeti bæjarstjóra fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum til fógeta- embættisins. Bæjarstjóri svaraði fyrir sig og sagði að fógeti sjálfur væri í van- skilum við bæjarsjóð. Bæjarstjóri neit- aði því að borga dráttarvexti með rök- um fógeta. Enn birti DB úrslit skoðanakönn- unar og kom þar í ljós, að hin nýja rikisstjórn naut yfirgnæfandi fylgis þjóðarinnar. Yfir 70% þjóðarinnar studdu ríkisstjórnina. áramótum ef þar sjást á ferð úlpu- klæddir menn, lyktandi af Old Spice. Snemma árs kom i ljós að enn höfðu íslendingar sett persónulegt met. Verð- bólga ársins 1979 hafði verið nær 59%. Met ársins 1978 var bætt verulega, en þá var verðbólgan „aðeins” 38%. Eftir er að vita hvort nýtt met verður sett á þessu ári, en flestir eru á því að við höfum staðið okkur vel í verðbólgu- kapphlaupinu á árinu og fáir séu þar jafnokar okkar. Verst er að milljóna- mæringum landsins fækkar nokkuð nú um áramótin með nýkrónunni, en ef að líkum lætur verða landsmenn ekki lengi að ná aftur fyrra stigi hinnar elli- dauðu krónu. Mikill harmleikur gerðist um borð í varðskipinu Tý þar sem skipið var statt norðan Grímseyjar. Þriðji vélstjóri banaði tveimur skipsfélögum sinum með hnífi og varpaði sér síðan útbyrðis og hvarfíhafið. Dagblaðið alltaf á vaktinni Dagblaðið upplýsti nokkra sérkenni- lega stuldi á árinu og þann fyrsta í janúar. Hringt var til blaðsins og til- kynnt að þjóðfundarskjöldurinn af MR væri á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum. Spæjarar DB fóru á staðinn og fundu skjöldinn og komu honum í hendur réttra eigenda með aðstoð lögreglu. Þegar Geir Hallgrímsson gafst upp við stjórnarmyndun, var röðin komin að Alþýðubandalaginu að reyna. Sam- kvæmt hefð var komið að Lúðvík Jósepssyni en hann vildi ekki reyna. Forseti fól því Svavari Gestssyni til- raunir til stjórnarmyndunar. Ekki gekk saman hjá Svavari og fór þvi hjá honum líkt og Geir, að hann gafst upp. En tilraunir Svavars voru undanfari að þvi er síðar gerðist i Alþýðubanda- laginu cr hann tók við formennsku af Lúðvik. Áfram hélt forsetarallið og um miðjan janúar greindi DB frá því að þrír menn væru í viðbragðsstöðu að Bessastöðum, Albert, Pétur og Guð- laugur Þorvaldsson ríkisáttasemjari. Umfangsmestu sakamál aldarinnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálin voru til lykta leidd af Hæstarétti. Mál- flutningur og varnir stóðu i langan tíma, enda málskjöl í mörgum bókum. Hæstirétttur breytti þyngstu dómum, ævilöngu fangelsi í 16 og 17 ára fang- elsi. Íslendingar tóku að nota kreditkort, en ekki gekk það átakalaust fyrir sig. Enn vantar mikið upp á að notkun slíkra korta sé orðin almenn hérlendis. Sérkennilegt mál spannst um sjón- varpstæki sem fannst eitt og y firgefið á Hellisheiðinni. Tækið var flutt í bæinn, en síðan var DB tilkynnt að tækið Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti tslands fyrst kvenna. Vigdís er raunar fyrsta konan, sem kosin er þjóðhöfðingi i lýðræðislegum kosningum i heiminum. Kosning Vigdisar vakti mikla athygli viða um heim. Myndin er tekin við heimili Vigdísar er úrslit lágu fyrir, morguninn eftir kjördag. DB-mynd Ragnar Th. væri þarna af trúarlegum ástæðum, rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þetta varð til þess að sjónvarpstækið var aftur flutt upp á heiðina, þar sem menn vildu trauðla trufla framgang trúar- innar. Benedikt Gröndal tók til við að mynda ríkisstjórn og reyndi fyrst við „Stefaniu”. Stefanía vildi ekki þýðast krataformanninn og eftir ýmsar þreif- ingar og þukl fór fyrir honum sem öðrum. Enginn vildi í bólið með honum. íslenzkar kvikmyndir unnu mikinn sigur á árinu. Land og synir, Óðal feðr- anna og Veiðiferðin fengu mikla og góða aðsókn og góða krítík, bæði hér heima og einnig erlendis. Unglingar tóku upp á því að brúka mentóltóbak nokkuð ótæpilega. For- ráðamenn barna og skólamenn lýstu áhyggjum sínum, en æðið stóð ekki lengi. Bjórmúrinn brast að nokkru leyti er Sighvatur Björgvinsson fjármálaráð- herra tók sig til og gaf út nýja reglugerð um áfengisinnflutning ferðamanna. Nú geta menn haft með sér bjór inn í landið og er bjór nú sötraður í öðru hverju húsi. Þeir sem ekki koma með bjórinn með sér brugga hann heima. Enn gildir þó hið steinrunna og ein- stæða fyrirkomulag hérlendis, að ekki má brugga eða selja almenningi bjór. Hann er aðeins fyrir þá, sem hafa tök á að ferðast. íslendingar tóku þá ákvörðun að fara á ólympíuleikana í Moskvu, þrátt fyrir talsverða andstöðu. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra og Tómas Árnason viðskiptaráðherra. Alþýðubandalagsmennirnir voru Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og Svavar Gestsson félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. ,,Ég tel fráleitt að kenna málefna- samninginn sérstaklega við vinstri stefnu,” sagði Gunnar Thoroddsen um málefnasamning stjórnarinnar. Geir Hallgrímsson sagði hins vegar um þennan sama samning, að hann væri dæmigerður loforða- og óskalisti vinstri stjórnar. Átökin innan Sjálf- stæðisflokksins minnkuðu ekki eftir stjórnarmyndunina. Skipzt var á þungum skotum á báða bóga og sættu bæði Gunnar og Geir harðri gagnrýni. Enginn var þó rekinn úr flokki eða þingflokki en sambúð stirð. En ekki var allt svona erfitt i febrúar. Dagblaðið hélt árlega Stjörnumessu sína 14. mánaðarins með pomp og prakt. Súlnasalur Hótel Sögu var þétt- setinn og skemmtikraftar náðu upp ríf- andi stemmningu. Haukur Morthens hélt upp á 35 ára söngafmæli sitt, en sigurvegarar urðu þau Nina og Geiri, eða öllu heldur Diddú og Bjöggi. En svo fer með Ninu og Geira sem aðrar dægurflugur, það sem söng stöðugt i eyrum landsmanna i upphafi árs heyrist varla í árslok. Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar Alþingis greip í tómt þegar hann hugðist setja fund í deildinni. Bjalla neðri deildar og sameinaðs þings var horfin. Einhverjir óprúttnir höfðu brotizt inn í Alþingishúsið og haft á braut bjölluna. Bjalla þessi fannst ekki lengi vel. En hér er komið að öðrum kafla í hinum sérkennilegu stuldum, sem DB upplýsti að nokkru. Hringt var til blaðsins og sagt að bjallan væri á styttu Jónasar Hallgrímssonar í Hljóm- skálagarðinum. Það reyndist rétt vera og tóku þingmenn þágleði sína á ný. INNLENDUR ANNÁLL'

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.