Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 19

Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 19 INNLENDUR ANNÁLL ’ Sumarið var sólríkt, sérstaklega sunnanlands. Það var þvi engin ástæða til þess að fela of mikið af likamanum i sólinni. Í heild var veðurfar ársins nokkuð gott, ef frá eru skilin nokkur hret. September Smyglvarningur fyrir 30 milljónir króna fannst í Hofsjökli. Áfengissala á Bolungarvík og Flateyri kom upp um smyglið. Alls játuðu 11 af 23 skip- verjum að eiga smyglið. Fjör færðist í útvarpsmessu þegar dynjandi popptónlist yfirgnæfði guðs- orðið skyndilega. Ekki var þetta þó með vilja gjört, heldur hafði gleymzt að slökkva á stúdíói 1, þar sem poppið var. Messan hélt áfram eftir stutt hlé. Risaterta Dagblaðsins Allar pútur á Suðurnesjum voru fengnar á sérsamning er DB lét baka tertu fyrir 6000 manns í tilefni 5 ára af- mælis blaðsins. Tertan var skorin á heimilissýningunni í Laugardal og gestum gefið að smakka. í tertuna fóru 150 kg af eggjum, enda var tertan um 7 fermetrar á fjórum hæðum. Silfursjóður stór fannst við bæinn Miðhús í Egilsstaðahreppi. Silfrið vó 700 g og var til forna metið á tíu kýr- verð. Dagbiaðið færði lesendum sínum afmælisgjöf er það var stækkað um fjórar siður daglega í tilefni fimm ára afmælisins. Lesendur fá því meira fyrir peninga sína og aukna þjónustu. Flugleiðir sendu frá sér efnahags- skýrslu og taldi Ólafur Ragnar Gríms- son skýrsluna falskt og ómerkilegt auglýsingaplagg. „Raunsætt efnahags- uppgjör myndi að mínu mati sýna að fyrirtækið er „fallitt”,” sagði Ólafur. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða svaraði og sagði að hér væri um pólitískar ofsóknir að ræða gegn Flugleiðum. Óiafur Ragnar hefði hundelt fyrirtækið í tvö ár. Gervasoni Landflótta Frakki, Patrick Gerva- soni, bað um hæli hér sem pólitískur flóttamaður. Hann hafði neitað að gegna herþjónustu í Frakklandi og kom inn í landið á fölsuðum skilríkjum. Patrick Gervasoni er enn í landinu, en fer jafnvel utan í dag eftir endurtekna fresti á hérvist. Gervasonimáliö hefur vakið miklar deilur meðal landsmanna eins og lesendadálkar DB hafa borið með sér. Kaupfélagið í Varmahlið i Skagafirði stórskemmdist í eldi. Brann alit sem brunnið gat í húsinu og er tjónið metið á 300 milljónir króna. Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra fór til Luxemborgar til viðræðna við þarlend yfirvöld vegna Flugleiðamálsins. Samtímis fóru Flug- leiðatopparnir Sigurður Helgason og örn Ó. Johnson til Luxemborgar. Þaðan fréttist aftur á móti að British Airways vildi yfirtaka Luxemborgar- flug Flugleiða. Þegar upp var staðið taldi samgönguráðherra vanda Flug- leiða mun meiri en menn hefðu gert sér grein fyrir. Grindvíkingar rifust enn um skóla- mál. Foreldrar tóku börn sín úr timum eins kennarans og taldi kennarinn, Ragnar Ágústsson, sig verða fyrir barð- inu á sama valdahópnum og Friðbjörn Gunnlaugsson og Hjálmar Árnason á sínum tíma. Þeir voru skólastjórar en hröktust frá Grindavík vegna deilna. En fleiri áttust við í Grindavík en skólamenn. Svínabóndi þar í bæ hugð- ist hefna íkveikju í svínaskúr sínum og tók hann sig því til og henti rottu framan í heilbrigðisfulltrúa bæjarins, þannig að á honum sá. Svínabóndinn er bróðir kennarans sem foreldrar kröfðust að viki úr starfi. Það er því víst að fiskur er undir steini í Grinda- vík. Borgarstjórn Reykjavíkur úthlufaði Kattavinafélaginu lóð, en það varð til þess að Þrastavinafélagið mótmælti úthlutuninni fyrir jafnblóðþyrst dýr og kettir eru. Það var sungið og dansað í óbyggð- unum er veðurathugunarmenn á Hveravöllum gengu í það heilaga. Rúta flutti prest og gesti á staðinn og fór brúðkaupið vel fram. Þrír ungir menn fórust í flugslysi er flugvél Flugfélags Austurlands fórst í Smjörfjöllum. Vélin flaug inn í þver- hníptan klettavegginn og gekk mjög erfiðlega að komst að flakinu. Stjórnin nýtur stuðnings rúmlega 60 af hundraði kjósenda, að þvi er skoðanakönnun DB sýndi. Fram kom að fylgi ríkisstjórnarinnar hefur mikið minnkað síðan í febrúar. Þýzkur ofurhugi kom hingað til lands á nokkuð sérstakan hátt. Hann stóð ofan á flugvéi og vildi með þessum ferðamáta setja heimsmet. Það tókst er maðurinn náði eftir nokkra töf til Bandarikjannaá þennan hátt. Jóhannes Hiimisson sigraði í Hæfi- leikakeppni DB og Birgis Gunnlaugs- sonar. Jóhannes fiutti gamanvísur sem dugðu honum til sigurs. Október Samkvæmt skoðanakönnun DB hefur Sjálfstæðisfiokkurinn bætt miklu fylgi við sig frá því í síðustu þing- kosningum. Alþýðubandalagið stæði nokkuð í stað, en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur töpuðu miklu. Ný fullkomin þyrla, TF-Rán, bættist í fiugfiota Landhelgisgæzlunnar. Sá floti átti eftir að breytast nokkuð á árinu, því minni' þyrla gæzlunnar hrapaði og eyðilagðist og eldri Fokker- vélin var seld Flugleiðum. Mannbjörg varð er þyrlan hrapaði. íslenzk hjón, Sólveig Þórhailsdóttir og Gunnar Jóakimsson, lentu í óskemmtilegri reynslu í flugvél milli New York og Florida. Sessunautur þeirra reyndist vera flugræningi og sneri hann vélinni til Kúbu. Allt endaði þó vel og þau komust til sinna heima. Rannsókn beindist að 5—6 starfs- mönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Þeir voru grunaðir um að hafa staðið að smygli út úr fríhöfninni mánuðum saman. Dagblaðið birti enn skoðanakönnun, þar sem fram kom að sjálfstæðismenn tækju Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra fram yfir Geir Hallgrímsson formann Sjálfstæðisfiokksins. 63.3% studdu Gunnar en 36.7% Geir. Stórtjón varð á athafnasvæði Snar- fara í Elliðaárvogi í miklu roki. Bátar brotnuðu og 12 tonna snekkja sökk á læginu. Ef eitthvað er að veðri eru bát- arnir í stórhættu þarna. Stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðis- flokknum eru í naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnun DB. Fylgjandi stjórninni eru tæp 46% en á mótirúm54%. Fjölmennur hluthafafundur Flug- leiða hf. samþykkti að halda áfram N- Atlantshafsflugi, með fyrirvara um jákvæð svör ríkisstjórnarinnar um að- stoð. Yfir 63% landsmanna vilja hafa her- inn hér á landi, samkvæmt skoðana- könnun DB. Nýkjörinn forseti, Vigdís Finnboga- dóttir, setti Alþingi. Það bar helzt til tíðinda á upphafsdögum þingsins að sjáifstæðismenn náðu samstöðu um nefndakjörá Alþingi. Hagkaup sótti um bóksöluleyfi, en Félag íslenzkra bókaútgefenda neitaði. Málið var kært til samkeppnisnefndar og stóð í löngu þrefi, unz Hagkaup byrjaði að selja bækur nokkru fyrir jól. Fór svo að lokum að bókaútgefendur bökkuðu, enda taldi samkeppnisnefnd framferöi þeirra ólðglegt. Sundasamtökin börðust gegn bygg- ingu stórhýsis SlS inn við sund og fengu því framgengt að borgin út- hlutaði SfS lóð í nýja miðbænum. Enn gos við Kröflu Og enn gaus við Leirhnjúk. Umbrotahrinan fyrir gos var með þeim allra minnstu. Gosið var svipað júlí- gosinu, ákaft í byrjun en síðan dró úr þvi. Um tíma óttuðust menn kviku- hlaup til suðurs, en þá voru mann- virki í hættu. Af því varð þó ekki. Væringar nokkrar urðu með topp- krötum. Kjartan Jóhannsson varafor- maður Alþýðufiokksins bauð sig fram á móti Benedikt Gröndal formanni. Rétt fyrir flokksþing Alþýðuflokksins lýsd Benedikt þvi yfir að hann drægi sig í hlé. Kjartan var því einn í fram- boði og var kosinn formaður Alþýðu- flokksins. Átökin um varaformennsk- una héldu hins vegar áfram og kepptu þar aðallega Magnús Magnússon og Vilmundur Gylfason. „Gamli stæll- inn” vann að mati Vilmundar þvi Magnús var kosinn varaformaður. Jón Sólnes splæsti í Guðbrandsbiblíu á litlar 12 milljónir króna á uppboði og lét sig lítið um muna. Tveir rallkappar voru teknir fyrir of hraðan akstur. Mældist hraði þeirra 131 km á klukkustund. Rallararnir komu þó með frumlega skýringu á hraðanum. Jú, flugvél hafði komið inn í radargeislann. Þeir gengu út með ökuleyfin, en botn er ekki kominn í málið. Samningar tókust milli ASÍ og VSÍ eftir langt þóf. Kauphækkun lægstu taxta nam 11% og auk þess var félags- málapakkinn opnaður. Nóvember Gjöf aldarinnar eða allra alda sögðu menn þegar erfðaskrá hjónanna Sigur- liða Kristjánssonar (Silla) og Helgu Jónsdóttur var opinberuð.Gjöfin var á fjórða milljarð krónaog rann til Borg- arleikhúss, íslenzkrar óperu, Listasafns ríkisins og styrktar stúdentum. Friðrik Ólafsson stórmeistari og for- seti FIDE gerði sér lítið fyrir á stór- meistaraskákmótinu í Buenos Aires og sigraði heimsmeistarann í skák. Anatolí Karpov gafst upp eftir 40 leiki. Bandariskur sjóliði gekk berserks- gang á Keflavíkurvelli. Hann stakk konu sína og tvo sjóliða með hnífi í afbrýðiskasti. Bakarar töldu nýjar mjólkurum- búðir koma illa við sig, en á þeim var látið að því liggja að franskbrauð og snúðar væru óhollir. Umbúðirnar entust þó stutt, þannig að málið er úr sögunni. Lýsi og mjöl fóru langt með að kæfa Hafnfirðinga. Verksmiðjan puðraði mjöli yfir næsta nágrenni og auk þess var fýlan menn lifandi að drepa. „Ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á þetta,” sagði heilbrigðisfulltrúinn. Eftir bæjarstjórnarfundi var loks sam- þykkt að verksmiðjan fengi að starfa áfram með skilyrðum. Prentarar fóru í verkfall og stoppuðu blöðin um stund og seinkuðu útkomu bóka. Þá fór verkalýðsfélagið Rangæ- ingur í verkfall og stöðvaðist við það öll vinna við Hrauneyjafossvirkjun. Landsfundur Alþýðubandalagsins var haldinn og Svavar Gestsson kosinn formaður án mótframboðs. Kjartan Ólafsson var kosinn varaformaður eftir mótframboð Erlings Viggóssonar. Tveir menn fórust á Öxarfirði með rækjubátnum Trausta frá Kópaskeri. Veður var mjög slæmt. Háskólaforsetar ASÍ Sögulegt þing Alþýðusambandsins var haldið í lok nóvember. Þar gerðist það að tveir háskólamenn voru kosnir forsetar ASÍ og báðir úr Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Slíkt hefur ekki gerzt áður. Ásmundur Stefánsson var kosinn forseti og sigraði hann Karvel Pálmason og Guðmund Sæmundsson með umtalsverðum yfir- burðum. Björn Þórhallsson var kosinn varaforseti og sigraði hann Jón Helga- son með yfirburðum. Þinghald var allt í skugga plotta og þreifinga vegna for- setakjörs og voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Desember Stuðningsmenn Frakkans Gervasoni settust að í dómsmálaráðuneytinu og vildu ekki út fyrr en svör fengjust um afdrif Gervasonis. Lögeglan hafðist ekki að og þar kom að setuliðið varð þreytt á setunni og yfirgaf.ráðuneytið. Aftakaveður gekk yfir Austfirði og urðu miklar skemmdir víða. Lögreglu- stöðin á Seyðisfirði hvarf, raflínur slitnuðu, plötur fuku, rúður brotnuðu og bátar sukku í höfnum. Spurning vaknaði um það hvort sam- trygging váeri meðal lækna í ölvunar- akstri. Lögreglu var neitað um blóð- sýni meints lögbrjóts, læknis sem hafði verið tekinn grunaður um ölvun við akstur. Borgarlæknir var kvaddur á staðinn en vildi ekki taka fram fyrir hendur á vakthafandi lækni. Banka- verkfall Tvö þúsund og þrjú hundruð banka- menn fóru í fyrsta sinn í verkfall og lamaðist öll starfsemi peningastofnana í landinu. Verkfallið stóð í fjóra daga, þannig að það hafði ekki veruleg áhrif á þjóðlífið. Hefði það staðið lengur óttuðust menn vöruskort og ýmis vandræði. Það upplýstist á framhaldsaðalfundi Oliumalar hf., að tveir stjórnarfor- menn, núverandi og fyrrverandi, höfðu gengið persónulega i ábyrgð fyrir fyrir- tækið upp á rúmlega 100 milljónir króna. Heildarskuldir Oliumalar hf. nema nú 2.6 milljörðum króna. Lögreglumaður sem starfaði í afleys- ingum á Sauðárkróki var í fyrra sak- aður um gróft fikniefnabrot. Þrátt fyrir svo alvarlegar ásakanir var maðurinn ráðinn til lögregluþjóns- starfa í sumar hjá föður sínum, sýslumanninum á Sauðárkróki. Ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu lét hafa eftir sér að slík ráðstþfun væri hæpin. Ráðuneytið fór síðan fram á það að maðurinn léti þegar í stað af störfum. Hefur Alusuisse komið 5 milljörðum kr. undan skatti hérlendis? Standist töl- ur sem iðnaðarráðuneytið gaf upp, þá er sú raunin. Iðnaðarráðherra greindi frá því að innfiutningsverð álverk- smiðjunnar á súráli sé miklu hærra en útflutningsverð á þessu súráli frá Ástralíu. Ragnar Halldórsson, for- stjóri ísal taldi hins vegar að á bak við fullyrðingar ráðherrans væri pólitisk barátta. Þungar ásakanir komu fram á Al- ingi. Þar var rætt um fyrirhuguð togarakaup til Þórshafnar og sagt að þau væru mesta fjármálahneyksli síð- ari ára. Áhætta eigenda skipsins væri engin og fyrirséö væri 500 milljóna kr. tap á fyrsta ári. Hér væri um að ræða fé sem aldrei fengist aftur. Steingrimur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra ákvað að fara að ráðum fiskifræðinga og er miðað við að þorskafii næsta árs miðist við 400 þúsund lestir. Slæmt veöur setti svip sinn á jóla- hátlðina víða um land. Tveir ungir pilt- ar urðu úti rétt við Akureyri, en þrír komust lerkaðir til byggða. -JH. Dagblaðið varð fimm ára I september og fagnaði þvi að sjálfsögðu vel. 1 tilefni afmælisins var bökuð risastór terta, sem mett- aði á sjöunda þúsund manns i Laugardalshöll. Myndin var tekin af starfsfólki DB i sýningarbás blaðsins f Höllinni. DB-mynd tmynd, Guðmundur Ingólfsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.