Dagblaðið - 30.12.1980, Page 22
ERLENDUR ANNALL ’
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
Janúar
Jarðskjálftar hafa sett mikinn svip á
árið sem er að líða og valdið ómældum
hörmungum víða um heim. Fyrsti
meiriháttar skjálftinn kom þegar
fyrsta dag ársins og leiddi til dauða
fimmtíu manna á Azoreyjum. Sami
fjöldi lézt á áramótahátíð í Kanada.
íhlutun Sovétmanna í Afganistan var
mjög til umfjöllunar hjá Sameinuðu
þjóðunum í upphafi árs og var tekin tii
umræðu i öryggisráðinu 6. janúar þar
sem Sovétmenn beittu enn einu sinni
neitunarvaldi.
Erfiðleikar í flug-
rekstri
IATA spáði erfiðleikum í flugrekstri
á árinu 1980. Sú spá hefur sannarlega
rætzt og er okkur íslendingum það
einkum ljóst af taprekstri Flugleiða.
Mörg af stærstu flugfélögum heimsins
hafa sýnt taprekstur á árinu.
í E1 Salvador féllu þrjátíu bændur í
átökum við stjórnarhermenn og þetta
litla Mið-Arfteríkuríki átti eftir að
verða meira i fréttum síðar á árinu og
ætíð var tilefnið sama; morð og aftur
morð.
Á Indlandi vann Indira Gandhi
óvæntan stórsigur i þingkosningum og
hlaut flokkur hennar nærri tvo þriöju
hluta greiddra atkvæða.
Bíræfnir bankaræningjar í Dan-
mörku höfðu hvorki meira né minna en
55 milljónir upp úr krafsinu er þeir létu
til skarar skriða i einum banka lands-
ins. 52 ára gamall Las Vegas búi hafði
ekki jafnmikla ástæðu til að gleðjast er
hann var dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir kynsvall.
Dauðastríð
Títós hefst
Tító Júgóslavíuforseti var sagður á
batavegi hinn 14. janúar eftir að hafa
verið skorinn upp við blóðtappa í fæti.
Heimsbyggðin fékk síðan ýtarlegar og
nær daglegar fréttir af dauðastríði
þessarar 87 ára gömlu kempu. Um likt
leyti bárust fréttir af því að krabbi af
sígarettureykingum væri orðinn svo
algengur að hann nálgaðist farsótt.
Um miðjan janúarmánuð biðu
Sovétríkin einn sinn stærsta ósigur á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
fram að þvi er tillaga um brottflutning
herliðs þeirra frá Afganistan var sam-
þykkt með 104 atkvæðum gegn 18.
McCartney handtek-
inn í Tokyo
Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney
var handtekinn í Tokyo þar sem marij-
uana fannst i fórum hans og íranskeis-
ari, Reza Pahlavi sakaði andstæöinga
sína um aö kunna ekki að telja er þeir
héldu því frani að hann hefði látið
myrða hundrað þúsund manns í
stjórnartíð sinni.
Forkosningar fyrir forsetakosning-
arnar fóru fram i flokki demókrata I
Iowa og þar gjörsigraði Carter forseti
andstæðinga sina þá Kennedy og
Browne. Var sigurinn forsmekkur af
því sem á eftir fór. Er sigurinn var i
höfn bauð Carter trönum samvinnu
um varnarmál ef þeir skiluöu banda-
rísku gislunum úr sendiráðinu í Teher-
an. Þessi yfírlýsing Carters er dæmi um
stöðugar tilraunir Bandarikjastjómar
til að ná gíslunum úr haldi en allt hefur
komið fyrir ekki.
Átta manns létu lifið er brú hrundi i
Svíþjóð og á sama tíma bárust enn á ný
fréttir af morðum í E1 Salvador.
Bölbænir íbúa
Afganistan
{ frétt i Dagblaðinu 24. janúar sagði:
„íbúar Afganistan þylja bölbænir um
Sovétmenn uppi á þaki.” Fréttin er ef
til vill dæmigerð fyrir þann ójafna leik
sem fram hefur farið í Afganistan milli
sovézkra vígvéla og illa vopnaðra
bænda.
Chryslerfyrirtækið ákvað að gefa
hverjum þeim aðila sem keypti bifreið
frá fyrirtækinu 50 dollara og er það til
marks um þá miklu örvæntingu sem
hlaupin er Lbifreiðaframleiðendur. Öll
stærstu bifreiðaframleiðslufyrirtæki
Bandaríkjanna eru enda talin munu
skila tapi á árinu og ekkert þó eins og
Chrysler.
í lok janúarmánaðar var lesendum
DB flutt það heilræði á erlendu frétta-
síðunum að til þess að eignast svein-
börn skyldu menn éta skelfisk. Eftir er
að sjá hvort heilræði þetta muni hafa
áhrif áskiptingu kynja hér á landi.
Febrúar
Skæruliðar í Guatemala, er hertekið
höfðu sendiráð Spánar, sprengdu það í
loft upp með þeim afleiðingum að 35
manns féllu. Aðeins sendiherrann
komst lífs af. Þær fréttir sem bárust úr
þessum heimshluta voru yfirleitt mjög
á þessa leið. Amnesty International
hafði til dæmis það að segja um
stjórnarhermenn í Argentinu að þeir
myrtu og rændu þúsundum vinstri
sinna.
Kóka Kóla
íbann
Fangar í Santa Fe fangelsinu í Nýju-
Mexíkó gerðu uppreisn og var aðkom-
an hörmuleg er lögreglan réðst til inn-
göngu. Fangarnir höfðu barizt inn-
byrðis og höfðu þrjátíu þeirra fallið.
Sumir höfðu verið hálshöggnir með
skóflum.
Guatemala var enn á ný í fréttum og
nú vegna banns sem verkalýðsfélög
vildu setja á sölu Kóka Kóla vegna
mannréttindabrota í Kóka Kóla-verk-
smiðjunni í landinu.
Fjöldamorð voru framin á tvö þús-
und borgurum í Kabúl, höfuðborg
Afganistan, undir leiðsögn sovézkra
Friðarbiskupinn
myrtur við altarið
Friðarbiskupinn Oscar Arnalto
Romero í E1 Salvador var skotinn til
bana við altarið i kirkju sinni og segir
það meira en mörg orð um ástandið í
landinu. Þrjátíu manns féllu og hundr-
að særðust við útför hans. Ekki var
ástandið mikið betra í nágrannarikinu
Guatemala. Þar voru tveir prófessorar
og þrír stúdentar myrtír um líkt leyti.
Lýst var yfir þjóðarsorg í Noregi er
undirstaða á olíuborpalUnum Alex-
ander Kielland gaf sig með þeim afleið-
ingum að 123 létu lifið. Þar á meðal var
einn fslendingur.
Misheppnuð björg-
un gíslanna
Bandaríkjamenn gerðu óvænt og öll-
um á óvart tilraun til að bjarga gíslun-
um úr sendiráðsbyggingunni í Teheran.
Leiðangurinn sem farinn var í þessum
tilgangi fékk skjótan endi, er þyrla og
flugvél rákust saman með þeim
afleiðingum að átta leiðangursmanna
fórust.
Cyrus Vance, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, sagði af sér vegna
þessa máls enda haföi hann staðið gegn
þvi að i leiðangur þennan yrði ráðizt.
tranar þóttu setja nýtt met í siðleysi er
þeir höfðu lik bandarisku fiugmann-
anna til sýnis á opinberum vettvangi.
Mikiir og mannskæðir jarðskjálftar hafa sett mjög svip sinn á árið sem er að Ifða. Myndin er tekin i bænum Balvano á
Suður-ltaliu, sem jafnaðist við jörðu i jarðskjálfta og stór hluti íbúanna lét lifið.
Háværar kröfur voru settar fram um aukið öryggi á oliuborpöllunum i Norðursjó eftir að oliuborpallurinn Alexander
Kielland sökk.
hernaðarráðgjafa.
Bandaríkjastjórn ákvað að hætta við
efnahagsþvinganir gegn íran ef það
mætti verða til þess að greiða fyrir
lausn gíslamálsins.
Flugfélagið SAS ákvað að draga
saman seglin á Atlantshafsflugleið-
inni en engu að síður mun hafa orðið
umtalsvert tap á rekstri fyrirtækisins í
ár.
Carter sigraði Kennedy i forkosning-
unum í Maine og notaði tækifærið til
að boða lausn gisladeilunnar. Ennþá á
sú lausn eftir að sjá dagsins ljós.
Mikil flóð urðu í Kaliforníu þar sem
400 hús eyðilögðust og tuttugu manns
drukknuðu. Á sama tíma urðu mikil
flóð í íran þar sem hundruð manna
fórust. ,
Pierre Trudeau vann mikinn sigur1 í
þingkosningum í Kanada og varð for-
sætisráðherra á nýjan leik.
E1 Salvador rambaði á barmi
borgarastyrjaldar og Oscar Arnalto
Romero erkibiskup sagði að hægri
bylting væri yfirvofandi.
Marz
Marxistinn og fyrrum skæruliða-
foringinn Robert Mugabe vann mikinn
sigur í þingkosningum í Zimbabwe.
Kennedy sigraði með mikium yfirburð-
um i forkosningum í heimariki sínu
Massachusetts. Sá sigur dugði þó
skammt. Reagan vann stórsigur í S-
Kaliforníu og keppinautur hans John
Conally dró sig i hlé.
Afganistanmálið olli fiskiskorti í
Sovétríkjunum þar sem Bandaríkja-
menn meinuðu Sovétmönnum fisk-
veiðar við strendur N-Ameríku vegna
íhlutunar þeirra í Afganistan.
Ástandið í E1 Salvador fór stöðugt
versnandi og vinstri menn lýstu yfir
hernaðarástandi i landinu.
„Kærastan kemst en kærastinn
ekki”, sagði í frétt DB 11. marz og var
þar greint frá mikilli gagnrýni á ný inn-
flytjendalög Thatcher í Bretlandi þar
sem mismunað var eftir kynjum.
Það þótti fréttnæmt að sovézki skák-
maðurinn Tigran Petrosjan ávarpaði
fyrrum landa sinn, útlagann Viktor
Kortsnoj, við skákborðið. Kortsnoj
sigraði í þessu „einvígi hatursins” eins
og það var nefnt og ruddi þar með úr
veginum mikilvægri hindrun á leiðinni
að heimsmeistaratitli í skák.
Carter og Reagan unnu stórsigra í
forkosningum í Flórída, Alabama og
Georgíu og var þá orðið nokkuð ljóst
að þeir hlytu útnefningu fiokka sinna.
Hjúkrunarfólkið
veðjaði um dauða-
stund sjúklinganna
Borgin Las Vegas er sem kunnugt er
þekktust fyrir spilaviti og fjárhættu-
spil. Mönnum þótti þó fulllangt gengið
er fréttist að hjúkrunarfólk í sjúkrahúsi
einu I borginni hefði veðjað um dauða-
stund sjúklinganna. Ekki þótti heldur
til fyrirmyndar er fréttíst frá Panama
að þar hefði orðið að fresta uppskurði
á transkeisara fyrrverandi vegna deilna
milli læknanna.
Olíuforstjóri einn var handtekinn
með marijuana í Noregi og er það
kannski dæmigert fyrir þann fíkniefna-
vanda sem Norðurlöndin standa nú
frammi fyrir.
Atvinnuleysi jókst stöðugt í Bret-
landi og fylgið hrundi af Margaret
Thatcher forsætisráðherra landsins.
Aprfl
Þær fréttir bárust frá Havana á
Kúbu í upphafi mánaðarins að þar
héngi fólk í trjám inni á lóð sendiráðs
Perú. Alls söfnuðust tíu þúsund manns
inn á lóðina eftir að lögreglumenn
hættu gæzlu við sendiráðið. Krafðist
fólkið þess að komast úr landi. Banda-
ríkjamenn ákváðu fijótlega að veita
hluta þessa fólks landvistarleyfi.
Carter Bandaríkjaforseti sleit stjórn-
málasambandi við -íran og setti
viðskiptabann á landið vegna gísla-
málsins. Sambúð írans og íraks fór
hríðversnandi og skærur hófust á
landamærum þjóðanna.
Glœpum fækkaði í
verkfallinu
Strætisvagna- og jámbrautastjórar
fóm í verkfall í New York og brá þá
svo við að glæpum i borginni fækkaði
mjög, hvort heldur það vom nauðg-
anir, bankarán eða líkamsárásir.
„Burt með hrakmennin, lifi félagi
Castro”, hrópuðu fiugvallarstarfs-
menn í Havana að löndum sínum sem
fóru úr landi sem flóttamenn á leið til
Costa Rica. Miklir erfiðleikar sköpuð-
ust samfara flótta fólksins frá Kúbu og
hundruð fióttamanna drukknuðu á
sundinu milli Kúbu og Flórída. Lýst
var y fir neyðarástandi á Kúbu.
íbúar í Salisbury, höfuðborgar hins
nýja ríkis Zimbabwe, dönsuðu á göt-
um úti til að fagna sjálfstæði landsins.
Titó Júgóslavíuforseti var enn í'tölu
lifenda þegar hér var komið sögu en var
sagður orðinn lítið annað en líffæra-
safn.
Frímerki var slegið á 374 milljónir
isl. króna í New York og hafði slik upp-
hæð ekki áður verið greidd fyrir frí-
merki.
John Anderson ákvað að bjóða sig
fram til forseta utan flokka í Banda-
ríkjunum. Fyrstu skoðanakannanir
spáðu honum 18 prósent fylgi.
■t*