Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 23

Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Nýnasistar og Ku Klux Klan menn í Bandaríkjunum héldu fæðingardag Hitlers 20. apríl hátiðlegan með pomp og prakt. Hægrisinnaðar öfgahreyf- ingar í Bandaríkjunum létu að sér kveða í auknum mæli í Bandarikjun- um á árinu. Maí Til óeirða kom í Kaupmannahöfn er borgaryfirvöld hugðust láta reisa há- hýsi á auðum lóðum í Nörrebrohverfi þar sem íbúarnir höfðu gert barnaleik- velli. íbúarnir urðu að láta sinn hlut og var leikvöllurinn ruddur en harkaleg framgangá lögreglunnar gagnvart íbúunum vakti mikla athygli. Um milljón Svíar úr röðum opinberra starfsmanna fóru í verkfall og lögðust samgöngur í landinu að mestu niður í eina viku, en þá tókust samningar og var samið um 6,8 prósent launahækkun. Tító fellur í valinn Loks 4. mai lézt hinn tæplega 88 ára gamli Júgóslavíuforseti, Tító. Þjóðar- sorg ríkti í landinu við fráfall hans enda hafði hann ríkt í 35 ár samfleytt. Tító hafði staðið uppi í hárinu á Stalín á sin- um tíma og allar götur síðan hafa Júgóslavar verið langsjálfstæðastir af þjóðum Austur-Evrópu. Óttuðust menn mjög, að Sovétmenn myndu nota tækifærið og reyna að auka áhrif sín á stjórn og stefnu landsins. Enn sem komið er að minnsta kosti sjást þess ekki mikil merki. Níu manna fórsætis- ráð tók við völdum Titó. Skyndikonur í stað f lóttamanna Flóttamannastraumurinn frá Kúbu hélt áfram að valda vandræðum í Bandarikjunum og íhuguðu Banda- ríkjamenn að koma á loftbrú milli landanna til að koma í veg fyrir, að neyðarástand skapaðist á sundinu milli Kúbu og Flórída. Kúbumenn notuðu tækifærið til að losa sig við ýmsa óæskilega aðila í þeirri ringulreið, sem skapaðist í kringum flóttamanna- strauminn og meðai annars kom fullur skipsfarmur af vændiskonum til Flórída. Höfðu kúbanskir hermenn neytt skipverja til að taka skyndi- konurnar með er þeir komu til að sækja fólk, sem greitt hafði verið fyrir frá Bandaríkjunum. Flórída var áfram i sviðsljósinu er sextán manns féllu í óeirðum, sem brutust þar út og a.mk. 200 særðust. Óeirðirnar brutust út vegna sýknunar hvítra lögregluþjóna, sem sakaðir voru um að hafa barið svertingja til bana með kylfum sínum. Svipaðar dóms- niðurstöður ollu aftur óeirðum síðar á árinu í Bandaríkjunum. Mikið sprengigos varð í eldfjallinu St. Helenu í Washingtonfylki í Banda- ríkjunum. Nokkrir tugir manna fórust í gosinu, sem var á við tíu megatonna vetnissprengju. Lesbíur tœkar í herinn Dómari í Wisconsin í Banda- ríkjunum úrskurðaði, að ekki væri hægt að reka kvenhermenn úr Banda- ríkjaher á þeim forsendum, að þeir væru lesbíur. Frá Jamaica bárust þau óhugnanlegu tiðindi, að þar hefðu 150 gamalmenni farizt I eldsvoða er kveikt var í elliheimili því er þau dvöldu á. Auknar rannsóknir á botni Norður- sjávar sýndu að Danir geta vænzt þess að fá þaðan allt að fjörutíu prósent af þeirri olíu, sem þeir þurfa á að halda á næstu árum. Síðar á árinu hækkaði þessi tala upp í fimmtíu prósent. Afganskir skæruliðar hafa barizt hetjulegri baráttu gegn sovézkum innrásarherjum allt slðastliðið ár og gert þeim margar skráveifur þrátt fyrir ófullkominn búnað. Bandaríkjanna í sumar og í Texas þar sem hitinn var lengi rúmlega 40 stig á Celcius létust nærri 200 manns af völdum hitans. Alvarlegur og áður óþekktur sjúkdómur herjaði á fæðing- arheimili í Portúgal og létust þar 25 nýfædd börri á skömmum tíma. Fjórtán flóttamenn frá EI Salvador er reyndu að komazt á ólöglegan hátt inn í Bandarikin létu lífið i Arizona- eyðimörkinni. Þrettán félagar þeirra er komust lífs af voru sendir til baka til sinna fyrri heimkynna. Einn bandarísku gíslanna í Teheran var látinn laus þar sem hann þjáðist af andlegum sjúkdómi. Ronald Reagan valdi keppinaut sinn George Bush sem varaforsetaefni eftir að Ford fyrrum forseti hafði neitað að gefa kost á sér. Kynþáttaóeirðir blossuðu upp á nýjan leik á Flórida og slösuðust tugir manna. Herinn tók öll völd í Bólivíu og ekkert lát varð á manndrápum í E1 Salvador. Um miðjan mánuðinn sagði lögreglan í San Salvador, höfuðborg landsins, að 45 manns hefðu verið myrtiráeinum sólarhring. 26. maí ákvað Bush að hætta bar- áttu fyrir því að verða útnefndur for- setaframbjóðandi Repúblikana- flokksins og var þá endanlega orðið ljóst, að enginn mundi ógna sigri Ronalds Reagan. Edward Kennedy var hins vegar ekki á þvi að leggja árar i bát í baráttu sinni við Carter forseta í flokki demókrata og skoraði á Carter að mæta sér í kappræðum. Carter varð ekki við áskoruninni. Miklar óeirðir urðu bæði í S-Kóreu og S-Afríku í lok mánaðarins og náðu uppreisnmmenn i S-Kóreu borginni Kwangju á sitt vald um hríð. Júní Óeirðirnar í S-Afríku héldu áfram og sprengdu skæruliðar upp mikla olíutanka. Var 'sú aðgerð talin vera liður i skipulagðri baráttu þeirra gegn stjórn landsins. í annað skiptið á fimm mánuðum sýndu Indverjar Indiru Gandhi traust sitt í kosningum, nú i fylkis- kosningum, þar sem Kongress- flokkurinn, flokkur Indiru Gandhi, vann sigur í átta af níu fylkjum. Kennedy vann sigur í Kaliforníu og New Jersey en það var ekki talið breyta neinu um það, að Carter'yrði útnefnd- ur frambjóðandi Demókrataflokksins. Tölvan boðaði kjarnorkustyrjöld Tölvuskekkja í varnarkerfi Banda- ríkjahers boðaði að kjarnorkustyrjöld væri skollin á. Orustuþotur voru send- ar á loft og hættuástandi lýst yfir i þrjár mínútur eða þar til skekkjan uppgötvaðist. Hundum, kylfum og táragasi var beitt gegn mannfjölda, sem safnazt hafði saman í Soweto i S-Afríku til að minnast þess, að fjögur ár voru liðin frá fjöldamorðunum í landinu þar sem 600 manns létu lífið. Afmælissamkoma þessi kostaði 42 manns lifið. Pólska stjórnin ákvað að hækka verð á neyzluvörum vegna bágborins efnahagsástands landsins. Sú ákvörðun átti eftir að valda mikilli ólgu í landinu og það sem eftir var ársins var Pólland nær daglega í heimsfréttunum. í skoðanakönnun Gallups um miðjan mánuðinn var Reagan spáð sigri yfir Carter i forsetakosningunum með 40 prósentum gegn 36. Reagan sagði, að aukinn vígbúnaður Banda- rikjanna væri einaleiðin til að fá Sovét- ríkin til raunverulegra afvopnunar- samninga. Kennari einn í Texas í Banda- ríkjunum trylltist, réðst inn í kirkju og skaut þar fjóra menn til bana og særði tíu. Mikil mótmælaalda gekk yfir Spán eftir að verkalýðsleiðtogi einn var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að gagnrýna konunginn. Morðalda hefur gengið yfir Mið-Ameríkuríkið El Salvador og er talið að ekki færri en níu þúsundir manna hafi fallið þar fvrir bvssukúlum á síðastliðnu ári. Jóhannes Páll páfi annar hefur verið mjög á faraldsfæti á árinu. Myndin er tekin er hann kom i heimsókn til V-Þýzkalands, en sú heimsókn er talin geta markað timamót i samskiptum lútersku og kaþólsku kirknanna. Júlí Kjarnorkuslys varð á Þriggja mílna eyju í Pennsylvaníu. Á annað hundrað manns, aðallega konur og börn, flúði heimili sín vegna slyssins. Fjórar milljónir manna fögnuðu Jóhannesi Páli öðrum páfa, er hann kom í heimsókn til Brasilíu. Páfi hvatti kaþólsku kirkjuna í landinu til að berj- ast ávallt gegn óréttlæti, fátækt og harðstjórn. Jafnframt bannaði hann biskupum afskipti af stjórnmálum. Ýmsir kirkjunnar menn í S-Ameríku hafa á árinu lýst því yfir, að ekki verði hjá þvi komizt fyrir kirkjuna að taka þátt í vopnaðri baráttu hinna snauðu og kúguðu í þessum heimshluta. Fyrsta kirkjan var vígð í Sovét- rikjunum síðan 1917. Var hún ætluð keppendum á ólympíuleikunum til afnota. Fjölmargar þjóðir, þar á meðal Bandaríkin og V-Þýzkaland, ákváðu að taka ekki þátt í ólympíuleikunum i Moskvu til þess að mótmæla hernaðar- legri íhlutun Sovétmanna í Afganistan. 200 manns deyja Íhitabylgju Mikil hitabylgja gekk yfir miðríki Grfurlegt atvinnuleysi í Bretlandi Atvinnuleysi jókst stöðugt í Bretlandi og þegar hér var komið sögu voru 1,9 milljónir manna atvinnulausar í landinu, eða 7,8 prósent vinnufærra manna. Hefur atvinnuleysi í landinu ekki verið jafnmikið síðan í kreppunni fyrir síðari heimsstyrjöldina. Billy bróðir Carters Bandaríkjafor- seta olli bróður sínum miklum vand- ræðum er fréttist að hann hefði tekið að sér verkefni fyrir stjórn Líbýu og þegið laun fyrir. Forsetinn lýsti því yfir, að hann teldi slíkt ekki sæmandi og þingið tók málið til rannsóknar. Var málið kallað Billygate í fjölmiðlum þar sem ýmsir vildu líkja því við Water- gatehneykslið fræga, sem kostaði Nixon forsetaembættið ásínum tima. Hinn heimsþekkti kvikmyndaleikari Peter Sellers lézt úr hjartabilun, 54 ára að aldri og Reza Pahlavi fyrrum írans- keisari lézt um svipað leyti eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Tenniskappinn heimsþekkti Björn Borg gekk að eiga rúmensku stúlkuna Simionescu og voru þau gefin saman tvívegis, bæði á borgaralega og kirkjulega vísu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.