Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 24

Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 24
32 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 Athygli manna hefur beinzt mjög að Póllandi síðari hluta ársins og baráttu hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga fyrir auknum réttindum verkafólks. Á myndinni er leiðtogi verkamanna, Lech Walesa, sem hiklaust má telja mann ársins. Meö honum á myndinni er kaþólskur prestur en kaþólska kirkjan hefur komið mjög við sögu i þeirri þróun mála sem orðið hefur i Póllandi. Ágúst Mikil sprenging á aðaljárnbrauta- stöðinni í Bologna.á ítaliu kostaði 76 manns lífið og fjölmargir særðust alvarlega. Fyrstí stað lýstu fasistar því yftr, að þeir þefðu staðið fyrir sprengingunni en drógu þá yfirlýsingu til baka, þegar ljóst var, hversu margir höfðu farizt. Edgar Tekere, atvinnumálaráðherra naumlega við 80 vandarhögg sem hún átti yfir höfði sér fyrir að veita áfenga drykki í samkvæmi i Saudi-Arabíu þar sem bæði kynin komu saman. Konungur landsins náðaði hana og mann hennar. Verkföll breiðast út í Póllandi Verkföll breiddust út í Póllandi og lögðu sextán þúsund verkamenn niður vinnu í Lenínskipasmíðastöðinni í Gdansk. Kröfðust þeir hærri launa,. leiðinni að heimsmeistaratitli í skák. Gierek rak hálfa stjórn sína og lofaði frjálsum kosningum í verkalýðs- félögunum til þess að freista þess að binda enda á verkföllin í landinu. Jafn- framt var símasambandi komið á að nýju við Gdansk en það hafði verið rofið til þess að einangra verkfalls- menn. Jafnframt lýstu stjórnvöld því yfir, að samkomulag hefði náðst um launahækkanir og félagslegar umbætur. Járnbrautaslys voru mjög tíð í Sví- þjóð á árinu og var skipuð nefnd til að kanna orsakir þeirra og gera tillögur um úrbætur. rómversk-kaþólsku kirkjunnar verði útvarpað. Sovótmenn áhyggjufullir vegna þróunar mála f Póllandi Sovétmenn höfðu vaxandi áhyggjur vegna þróunar mála i Póllandi og fór Jagielski varaforsætisráðherra Pól- Póllands til Moskvu að ræða ástandið við ráðamenn þar. Skyndileg aðför var gerð að tékkneskum andófsmönnum og þótti mönnum hún sýna, að aðrar A-Evrópuþjóðir væru staðráðnar í að láta ókyrrðina í Póllandi ekki breiðast út til annarra kommúnistalanda. Stjórnvöld í Póllandi féllust á kröfur verkfallsmanna um, að útvarpað yrði messu á hverjum sunnudegi og var það i fyrsta skipti í 36 ár, sem kaþólska kirkjan í landinu fékk afnot af fjöl- miðlum. Skoðanakannanir i Bandaríkjunum sýndu, að þar hefði Carter forseti tekið forystuna í baráttunni gegn þeim Reagan og Anderson um forseta- embættið. Anastasio Somoza, fyrrum einræðisherra Nicaragua, var myrtur á götuíParaguay. ísraelsmenn náðu umtalsverðum árangri í að rækta plöntur án jarðvegs eða vatns. Lýst var yfir heilögu stríði á milli írans og íraks og Ronald Reagan notaði tækifærið og sakaði Carter for- seta um, að hann ætti með utanríkis- stefnu sinni sök á þessari styrjöld. Allur oliuflutningur frá löndunum stöðvaðist og óttast menn, að ef styrjöldin dregst mjög á langinn verði enn á ný gífurlegar olíuverðhækkanir í heiminum. Lech Walesa, leiðtogi pólskra verkamanna, hótaði allsherjarverkfalli í landinu og varaði stjórnvöld við að leggja stein í götu hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga. Október Khomeini trúarleiðtogi írana neitaði öllum sáttaboðum vegna styrjaldar írans og íraks. írökum vegnaði mun betur framan af í styrjöldinni og voru herir þeirra komnir langt inn í fran. Fimm olíuríki með Saudi-Arabíu ákváðu að auka olíuframleiðslu sína vegna styrjaldar írans og Iraks. Ríkisstjórn Helmut Schmidt í V- Þýzkalandi hélt velli í þingkosningum. Frjálsir demókratar, sem eiga aðild að ríkisstjórninni, voru sigurvegarar kosninganna og juku fylgi sitt úr 7,9 prósentum í 10,6 prósent. Kristilegir demókratar töpuðu fylgi. Nýnasistar á ferð Nýnasistar sprengdu sprengju við bænahús gyðinga i París og létu fjórir gyðingari' llfið í sprengingunni. Atburður þessi er dæmi um aukna at- hafnasemi nýnasista og annarra öfga- sinnaðra hægrihreyfinga bæði í Evrópu September „Sigur verkfallsmanna. Vinna hófst í morgun.” Þannig sagði í frétt DB 1. september um vinnudeiluna í Póllandi. Stjórnvöld féllust á að greiða hærri laun og bætt yrði úr skorti á kjöt- vörum og öðrum matvælum. Þau voru tregari til að fallast á kröfur verkfalls- manna um frjáls og óháð verka- lýðsfélög, verkfallsrétt og að ritskoðun yrði aflétt. Að lokum var þó gengið að þessum kröfum og þær samþykktar formlega af kommúnistaflokki landsins og ríkisstjórninni. Walesa þjóflhetja f Póllandi tran hélt áfram að vera I fréttunum allt árið, sem nú er að liða. Hér er götumynd frá Teheran. Leiðtogi verkfallsmanna I Póllandi, Lech Walesa, var skyndilega orðinn þjóðhetja og nafn hans á hvers manns vörum. Hlutur hans átti enn eftir að aukast og verður tvímælalaust að telj- astmaður ársins. Fyrsti górilluapinn sem getinn er með aðstoð tækninnar fæddist í dýra- garðinum í Memphis í Tennessee og verður hann að teljast fyrsti glasagórilluapinn. Bifreiðasala þriggja stærstu bif- reiðaframleiðslufyrirtækja Banda- ríkjanna minnkaði um 30 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma seldu Japanir 22 prósent allra bif- reiða sem seldar voru i Bandarikjunum á móti 9,3 prósent árið áður. Stanislav Kania tók við embætti pólska kommúnistaflokksins af Edward Girek, sem dró sig í hlé vegna hjartaveilu, Kania lét það verða sitt fyrsta verk að vara við verkföllunum í landinu. Enn voru verkföll í tiu borgum landsins og var þar meðal annars farið fram á kristinfræöi- kennslu í skólum og að messum Sovézkir herir hafa verið I viðbragðsstöðu á landamærum Póllands og hafa leiðtogar á Vesturlöndum óttazt mjög að til innrásar þeirra kæmi i landið. Helmut Schmidt hélt örugglega velli f þingkosningum i V-Þýzkalandi 8. október. í stjórn Zimbabwe, átti þátt í morði á hvítum bónda í landinu. Síðar á árinu var Tekere sýknaður þrátt fyrir, að hann hefði játað á sig verknaðinn og sagzt stoltur af honum. Sýknunin var byggð á lögum er sett voru til verndar ráðherrum landsins þegar hvítir menn réðu þar lögum og lofum. í E1 Salvador voru um svipað leyti myrtir 28 bændur er þeir neituðu samvinnu við vinstri sinnaða skæruliöa. Boeing 737 þotu, sem var í innan- landsflugi í Bandaríkjunum, var rænt, og flugmaðurinn neyddur til að fljúga til Kúbu. Síðar kom í ljós, að flugvélar- ræninginn hafði aðeins verið vopnaður sápu. Edward Kennedy hætti loks við for- setaframboð sitt þegar sýnt var, að Carter var öruggur um sigur á flokks- þingi demókrata. Lýsti Kennedy yfir stuðningi við Carter. Brezk tveggja barna móðir slapp lægra verðs á llfsnauösynjum og betri vinnuskilyrða. Um leið og verkföllin í Gdansk breiddust stöðugt út breyttust kröfur verkfallsmanna og nú var einnig krafizt málfrelsis, frelsunar fanga og frjálsra verkalýðsfélaga. Ýmsir þeirra fjölmörgu flótta- manna er flúið höfðu frá Kúbu til Bandarikjanna fengu bakþanka er þeir voru komnir til Flórída og neyddu þeir þrjár flugvélar til að fljúga til Havana. 265 farþegar fórust er farþegaþota af Trident-gerð hrapaði í Saudi-Arabíu. Gierek, formaður pólska komm- únistaflokksins, lofaði verkfalls- mönnum úrbótum. Á sama tima voru ýmsir andófsmenn í landinu handteknir og áróðursstríð hafið gegn verkfalls- mönnum. Viktor Kortsnoj sigraði Sovét- manninn Lev Polugaevskí í einvígi og ruddi þar enn úr vegi stórri hindrun á ERLENDUR ANNÁLL ’8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.