Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 33 og Bandanlcjunum. Miklar mótmæla- göngur voru farnar í París vegna sprengingarinnar. Hagur Ronalds Reagans forseta- frambjóðanda þótti vænkast talsvert er stærstu verkalýðssamtök Banda- ríkjanna ákváðu að styðja hann í kosningunum. Pólski útlaginn og ádeiluskáldið Czeslav Milosz hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels. Kvennamorðingi gengur laus Kvennamorðingi, sem gengið hefur undir nafninu „Jack the Ripper”, lét til skarar skríða eftir nokkurt hlé og myrti þrettánda fórnarlamb sitt. Morð þessi hafa vakið mikinn óhug í Bret- landi og má heita að öll brezka þjóðin leiti nú morðingjans. 25 þúsund fórust íjarðskjálfta Talið er, að 25 þúsund manns hafí farizt í mannskæðasta jarðskjálfta ársins, sem varð í Alsír um miðjan mánuðinn og jafnaðist borgin E1 Asham að mestu við jörðu. 48 börn og 3 fullorðnir fórust í gassprengingu í borginni Ortuella á Spáni. Spennan i Póllandi hélt áfram að aukast. Ríkisstjórn landsins réðst á nýju verkalýðssamtökin og sakaði þau um að hafa brotið gegn samkomulagi þeirra við stjórnvöld. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, samtaka sjálfstæðu verkalýðsfélaganna, sagði, að kjörin mundi stjórn samtakanna og starfsehii þeirra halda áfram ótrufluð þrátt fyrir, að dómstóll í Varsjá treysti sér ekki til að viðurkenna samtökin af lagalegum orsökum. „Þeir hafa hótað okkur eld- flaugum og skriðdrekum. Látum þá reyna,” sagði Walesa er fréttamenn spurðu hann um hvort hann áliti að hætta væri á hernaðarlegri íhlutun Sovétmanna í landinu. Bréfsnef forseti Sovétríkjanna ákvað eftir fimm klukkustunda langan fund með Kania leiðtoga pólska kommúnistafiokksins að styðja flokksformanninn og hættunni á innrás Sovétmanna í Póllandi var þar með talið bægt frá, a.ni.k. í bili. Nóvember Ronald Reagan vann óvæntan yfir- burðasigur gegn Carter forseta í bandarisku forsetakosningunum. Hlaut Reagan 51 prósent greiddra at- kvæða en Carter aðeins 42 prósent. Flestar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að mjög lítill munur yrði á Carter og Reagan og komu úrslitin mönnum því í opna skjöldu. Megn óánægja bandarískra kjósenda með efnahagsástandið í landinu eftir fjögurra ára stjórn Carters var talin höfuðástæðan fyrir sigri Reagans. Bitillinn John Lennon féll fyrir morðingjahendi. Einstæð mynd náðist af honum ásamt morðingjanum, Mark Chapman, er Lennon á- ritaði plötu sina fyrir Chapman aðeins nokkrum klukkustundum áður en Chapman skaut hann til bana. Atta manns fórust eftir að flutningaskip braut niður Almobrúna i Kungálv f Svfþjóð i b.vrjun ársins. Alls óku sjö bflar I sjóinn. Um það bil 300 metrar af brúnni brotnuðu. verið í viðbragðsstöðu við landamæri Póllands síðustu vikur ársins en vest- rænir leiðtogar hafa varað Sovétmenn mjög við afleiðingum innrásar þeirra í Pólland. Ófriðlegt á öryggismála- ráðstefnu Útlit var fyrir, að öryggismála- ráðstefna Evrópu í Madrid færi út um þúfur áður en hún byrjaði, þar sem þjóðunum gekk mjög illa að koma sér saman um dagskrá. Svíum o'g fleiri hlutlausum þjóðum tóks't á siðustu stundy að bjarga ráðstefnunni með málamiðlunartillögu. Miklar deilur hafa orðið á ráðstefnunni um mannréttindabrot í löndum A-Evrópu og hernaðaríhlutun Sovétrikjanna í Afganistan. Jóhannes Páll annar páfi sótti Þjóðverja heim og átti viðræður við leiðtoga lútersku kirkjunnar og talið er, að þær viðræður kunni að vera upphafið að mun nánara samstarfi þessara tveggja kirkjadeilda en verið hefur á undanförnum öldum. Réttarhöld í Beijing Réttarhöld hófust í Beijing yfir fjór- menningaklíkunni svonefndu og klíku Lin Biaos. Er sakborningum meðal annars gefið að sök að hafa látið drepa þúsundir manna á timum menningar- byltingarinnar. Margir sakborninga hafa játað á sig sakir en ekkja Maós formanns, Jiang Qing, kveðst einungis hafa gert vilja manns sins. Núverandi leiðtogar í Kína segja, að Maó hafi orðið á mistök en hann beri þó ekki ábyrgð á menningarbyltingunni Talið er, að Hua Guofeng, formaður kinverska kommúnistaflokksins, sé ekki lengur í hópi æðstu manna Kína og sé ástæðan sú, að sýnt þyki að hann hafi verið í of nánu sambandi við menningarbyltinguna. Miklir jarðskjálftar urðu á S-Ítalíu og kostuðu þeir a.m.k. þrjú þúsund mánns lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Meðal annars hrundi kirkjan í bænum Balvano til grunna og undir rústum hennar grófust á annað hundrað manns. Aðeins presturinn komst Iífs af. seta. Var Eanes forseti landins endur- kjörinn og vann öruggan sigur á fram- bjóðanda stjórnarflokkanna. Varð það til, að ríkisstjórn landsins sagði af sér. Lennon syrgður um allan heim Bítillinn John Lennon var myrtur í New York. Var hann-syrgður um allan heim og tónlist hans og Bítlanna leikin i útvarpsstöðvum víðs vegar um heiminn. Plötur þelrra seldust sem aldrei fyrr og nýtt Bítlaæði virtist í uppsiglingu. Sjö IRA-menn voru að dauða komnir eftir fimmtíu daga hungur- verkfall í fangelsi á N-írlandi, er þeir hættu verkfallinu. Vonir vöknuðu um, að bandarísku gíslunum í Teheran yrði skilað fyrir jól. Svo fór þó ekki því „lokaskilyrði” Irána fyrir lausn deilunnar voru að mati Bandaríkjastjórnar óaðgengileg með öllu. Krafðist stjórn írans þess meðal annars, að Bandaríkjamenn legðu fram 24 milljarða dollara tryggingu. Eyddu gíslarnir 52 því öðrumjólumí Iran. -GAJ. Desember Sovétmenn líktu ástandinu i Póllandi við ástandið í Tékkóslóvakíu árið 1968, áður en þeir réðust inn í landið. Kania flokksleiðtogi sagði, að kröfur verkamanna væru ógnun við friðsamlega skipan mála í Evrópu. Óttinn við innrás Sovétmanna í Póllandi jókst stöðugt og ýmsir telja, að hættan á innrás sé enn fyrir hendi. Mjög ófriðlegt var í Miðaustur- löndum. ísraelsmenn réðust oftar en einu sinni inn í Suður-Líbanon á búðir Palestínuskæruliða og litlu munaði að styrjöld brytist út milli Sýrlands og Jórdaníu. Forsætisráðherra Portúgals, Sa Carneiro, lézt í flugslysi aðeins þremur dögum áður en portúgalska stjórnin gekk að kjörboröinu og kaus sér for- Tveir af hverjum þremur kjós- endum, sem spurðir voru töldu efna- hagsvandann höfuðmál kosninganna. Átta milljónir manna voru atvinnulaus- ar i Bandaríkjunum, og verðbólgan var þrettán prósent er kosningarnar fóru fram. Hinn nýkjörni Bandaríkjafor- seti, Ronald Reagan, er 69 ára gamall og er hann elzti maður, sem sezt í for- setastól Bandaríkjanna. Þriðji fram- bjóðandinn John Anderson fékk aðeins 6 prósent atkvæða, sem var mun minna en honum hafði verið spáð. Michael Foot var kjörinn formaður brezka verkamannaflokksins eftir harða baráttu við Denis Healey. Hlaut Foot 139 atkvæði en Healey 129. Hæstiréttur Póllands viðurkenndi sjálfstæði hinna nýju verkalýðsfélaga í landinu og var það mikill sigur fyrir Lech Walesa og félaga. Spennan í landinu hélt áfram að magnast og hættan á innrás Sovétmanna að sama skapi að aukast. Hafa sovézkir herir Ronald Reagan vann óvæntan stórsigur ylir Jimm.v Carter I forsetakosamgunum I Bandarlkjunum. Efnahagsmálin felldu Carter i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.