Dagblaðið - 30.12.1980, Page 28
Isaac Baahavla Slngar:
f FÖDURQARDI
Mlnningar
Hjörtur Pálsaon þýddi
Sattrarg 1880.272 bla.
Man nokkur lengur eftir
Fiðlaranum á þakinu, nafntoguðu
músíkali fyrir nokkrum árum?
Allténd held ég að ennþá heyrist
öðruhverju í óskalagaþáttunum og
kannski víðar söngur og kveðandi úr
leiknum. Nema frásagnarefnið í
Fiðlaranum var eins og einatt endra-
nær í slíkum leikjum sótt til annarra
verka og listgreina, bókmennta og
myndlistar, sagnamannsins Sholem
Aleichems og málarans Marc
Chagaiis, sprottið aö endingu úr
fornri gyðinglegri menningu og hinu
jiddíska menningarsvæði í Rússa-
veldi keisaratímans. Sú menning og
samfélag leið um síðir undir lok í
eldslogum stríðsins og nasismans.
Ætli sé ekki einna helst tangur eða
tötur eftir af henni fyrir vestan haf,
þar sem Isaac Bashevis Singer hefur
búið og skrifað meira en hálfa ævina.
Og skrifar á jiddísku þótt hann hafi
að vísu sjálfur hönd í bagga um
þýðingar á sögum sínum.
Og þar hefur um síðir sópast
heimsfrægð að höfundinum, form-
lega innsigluð fyrir tveimur árum
með nóbelsverðlaunum í bók-
menntum. Ekki veit ég hvort það er
þess vegna eða hvers vegna það er,
en svo mikið er vist, að hljómgrunnur
virðist vera hér á landi fyrir sögum
Singers, þrjár bækur eftir hann út-
gefnar á íslensku, tvær í ár, og í fyrra
og báöar í þýðingu Hjartar Páls-
sonar.
I.B. Singer skrifar sem fyrr var
sagt á jiddísku og mun hafa birt allan
þorrann af verkum sínum í blöðum
gyðinga í New York, bæði skáld-
sögur og smásögur. Án þess að
þekkja mikið til rita hans held ég að
smásögur hans séu í mestum metum
hafðar, þótt skáldsögurnar þyki líka
mikilsháttar verk. Þessi bók, í föður-
Bók
menntir
RETTTJRINN
garði, er vel að merkja hvorugt —
nema hún sé þá hvortveggja. Hún er
minningar höfundarins frá bernsku
og æsku hans í Póllandi, einkum
Varsjá, árin fram yfir fyrri heims-
styrjöld og þar með lýsing hins eld-
forna samfélags gyðinga þar sem
hann ólst upp, sjálfur af prestum
kominn. En minningarnar eru sífellt
að snúast upp í sögur, svipmyndir og
sagnaefni, frásagnir af kynlegum at-
vikum, eftirminnilegu fólki fyrri
tíðar. Og væntanlega er það sjálft
þetta framandlega frásagnarefni sem
einkum laðar lesanda að bókinni og
sögunum.
Að visu er allt hið sama efni einnig
undir í sögum Singers og hverju einu
söguefni kannski gerð ýtarlegri skil í
formlegum skáldskap. Þess vegna
væri allt eins vert að þýða einhverjar
bestu smásögur hans. En reyndar er t
föðurgarði eða vill vera annað og
meir en raunréttar endurminningar
um einkennilegan uppvöxt. Hún er
minningasaga, þroskasaga drengsins
sem söguna segir og vex þar upp til
þess mannfélags, sem sagan lýsir og
tjáir. Vex þar upp og vex burt frá þvi
og elur í skáldskap sinum allan aldur
sinn þar síðan.
Á einum stað er drengnum lýst í
sögunni:
„Ég stóð á svölunum í satín-
skikkjunni minni og með flauels-
hattinn og horfði í kringum mig.
Feiknalega var hann stór þessi heim-
ur, og fullur af allskonar fólki og
undarlegum atburðum! Og hve
& f.
S/VS
OLAFUR
JÓNSSON
OGNAÐIN
himinninn var hár yfir húsþökunum! heima? Ég var furðu lostinn, glaður,
Og hvers vegna elskuðu karlar og sem í leiðslu. Ég fann að ég varð að
konur hvert annað? Og hvar var Guð 'leysa þessa gátu, ég einn, með mínum
sem var sifellt verið að tala um skilningi.”
Isaac Bashevis Singer.
Yrkisefnið er þá heimurinn, lífið,
maðurinn — eins og allt þetta
speglast og birtist í gyðingdómnum
sjálfum, einangruðu samfélagi hinna
rétttrúuðu og réttlátu sem sagan
birtir. í sögulokin er það farið að
gisna og liðast í sundur í kringum
sögumann — af einni saman framrás
tímanna. Járnbrautin og vélbyssan
ryðja múrunum niður og blöðin og
bókmenntirnar og æskan sjálf.
í sögulok er piltur frumvaxta —
þótt frelsið sem honum er að
hlotnast sé að endingu heimafengið:
„Ég var uppi í skýjunum; allt virt-
ist gott. Það var enginn munur á
himni og jörð, hinni fjarlægustu
stjörnu og rauða hárinu á mér.
Hugsanaflækjur mínar voru guðlegr-
ar ættar. Flugan, sem tyllti sér á
siðuna í bókinni minni varð að vera
þar, rétt eins og úthafsalda eða reiki-
stjarna varð að vera þar sem hún var
á ákveðnum tíma. Hið heimskuleg-
asta sem mér datt í hug hafði Guð
hugsað fyrir mig. . . . Himinn og
jörð runnu saman i eitt. Náttúrulög-
málin voru af hinu guðlega;
sannkölluð vísindi guðs voru
stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.
Égbrenn af löngun til að læra.”
Þýðing Hjartar Pálssonar virðist
allvel af hendi leyst, alla tíð mjög svo
læsileg. Þeir hnökrar sem á henni eru
stafa líkast til sumpart af þvi hve
örðugt er að orða ýms hin langsóttu
frásagnarefni á okkar máli, en
sumpart líka af fylgispekt við enska
textann sem þýðandHtefur fyrir sér.
Sumt er að vísu skrýtið svo sem að
nota svo atkvæðalaust smáorð sem
„hinir” í merkingunni ,,allir aðrir en
gyðingar” sem hér er væntanlega
einatt sama sem „pólverjar”. Ekki
hefði veitt af að útbúa með bókinni
orðskýringar um ýms gyðingleg
fræði sem við söguna koma. Og
nafnið á bókinni — strangt tekið
heitir hún Fyrir rétti föður míns,
Föðurréttur, 1 föðurrétti eða þvílíkt.
Rabbínarétturinn er líka sá rauði
þráður, sem heldur saman frásögum
og svipmyndum minninganna. Hann
er að vísu meira, skv. formála
höfundarins — hvorki meira né
minna en mannleg ímynd ,,hins
æðsta dóms, dómstóls Guðs, sem
gyðingar kenna við skilyrðislausa
náð.”
FOÐURLANDSKONSERT
Kór Langholtskirkju.
Jólatónleikar Kórs Langholtakirkju ( Lang-
holtskirkju 19. dasamber.
Stjómandi: Jón Stafánsson.
Á efnisskré: Jólalög og jólasálmar.
Þau vöruðu væntanlega áheyr-
endur við kulda, en lofuðu í staðinn
frábærum hljómi, i kynningu jóla-
tónleikanna. Ekki svo að skilja að
þau hafi ætlað gagnrýnandanum að
sitja i kuldanum. Sei, sei, nei, honum
var boðið í hlýja Bústaðakirkju. Það
var því alfarið af eigin hvötum, að ég
valdi að hlýða frekar á miðnætur-
tónleikana í Langholtskirkju, tæpast
fokheldri. Eins og aðrir tónleika-
gestir snaraði ég mér bara í föður-
landið, lopapeysu og úlpu og lokaði
kuldabola úti.
Dunandi glófatak
Það þarf ekki að orðlengja að Kói
Langholtskirkju söng fagurt í
kirkjunni sinni þessa kvöldstund.
Efnisskráin, næsta hefðbundin og
keimlík þeim frá fyrri jólatónleikum
kórsins. Þannig eiga jólakonsertar
líka að vera. f Langholtskirkju
heyrði ég nýjan kór. Nei, auðvitað
var það ekki nýr kór, aðeins nýr
staður. En — á þessum nýja stað var
eins og bassarnir hefðu fengið víta-
mínsprautu. Raddirnar aðgreinast
tærar og hreinar en samhljómurinn
helst jafnþéttur og gegnumheill og
fyrr. Ég gæti trúað að kórfélögum
finnist dálítið skrýtið að syngja í svo
Tónlist
EYJÓLFUR
MELSTED
VÉLAVERKSTÆÐI
Egils Vilhjálmssonar H/F
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI 44445|
• Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slltfleti m/ryðfriu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMl! 44445
heyrðargóðu húsi, þar sem
söngvarinn heyrir jafnvel i sjálfum
sér í bassanum og hverjum einstökum
sópran í hinum enda liðsins. Þannig
'fengu jólalögin nýjan hljóm hjá
þessum frábæra kór, hljóðfærinu,
sem hann Jón hefur stillt svo vel. Rétt
til að sýna styrkinn var Ragnheiði
Fjeldsted kippt út úr sópraninum til
að syngja einsöng í In dulci jubilo.
Hún gerði það vel með sinni
kröftugu, fallegu rödd. — Og jafnan
var söngnum fagnað með dunandi
glófataki.
Verið nú
handfljótir
í hléi var gestum boðið upp á
rjúkandi kakó. Yfir kakóbollanum
varð mönnum tíðrætt um hina
makalausu heyrð kirkjuskipsins.
Hún er án efa sú allra besta hér á
landi í tilbúnum tónleikasal. — Við
öpum líkast til seint eftir Almannagjá
og Ásbyrgi til hlítar. En einn einlæg-
asti aðdáandi og stuðningsmaður
kórsins, séra Sigurður Haukur
Guðjónsson tjáði mér, að þeir sem
réðu byggingunni væru staðráðnir í
að skemma í engu þann ágæta hljóm
— heldur að bæta hann ef unnt væri.
Mikið vildi ég að þeir gætu drifið í að
klára þessa kirkju þama uppi i Lang-
holti. -EM.
J
/
FULLKOIVIIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI