Dagblaðið - 30.12.1980, Page 34
42
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
ÍÞRÓTTAANNÁLL1980
Janúar:
Hreinn kosinn
í þriðja sinn
íþróttir á árinu 1980 hafa verið
með allra blómlegasta móti. Mikil
gróska hefur verið í langflestum
greinum og ánægjulegt er að sjá hve
miklar framfarir hafa orðið í t.d.
frjálsum íþróttum, badminton, júdó,
sundi og fimleikum. Allt eru þetta
greinar sem hafa átt undir högg að
sækja á undanförnum árum, en
frjálsíþróttirnar virðast nú loks vera
að ná sér á strik á ný eftir gullöldina í
kringum 1950. Hér á eftir fer saman-
tekt yfir helztu atburði ársins, sem er
að líða. Hér er ekki um nákvæma
staðreyndatalningu að ræða heldur er
hér einungis stiklað á því mark-
verðasta.
Sá atburður, sem stendur líkast til
uppúr í þessum mánuði, er vafalítið
kjör iþróttamanns ársins, sem nú fór
fram í 24. sinn. Nokkuð á óvart hlaut
Hreinn Halldórsson útnefninguna
„íþróttamaður ársins”. Ekki ber að
skilja það svo að Hreinn hafi ekki
verið vel að nafnbótinni kominn, en
flestir höfðu e.t.v. hallast að þeim
Oddi Sigurðssyni spretthlaupara eða
Pétri Péturssyni knattspyrnumanni,
sem báðir voru mjög í sviðsljósinu.
Hreinn er þessari nafnbót ekki
ókunnugur því hann hefur tvivegis
áður verið kjörinn — árin 1976 og
1977. Skúli Óskarsson hlaut hnossið
1978.
Seint í mánuðinum ákvað íslenzka
ólympiunefndin að ísland tæki þátt í
OL í Moskvu hvað sem tautaði og
raulaði. Olli sú ákvörðun miklum
deilum á siðum dagblaðanna og voru
menn ekkí á eitt sáttir. Síðar gerði
DB skoðanakönnun á vilja fólks í
landinu í þessu tilliti og kom þá
ótvírætt í ljós að meginþorri lands-
manna var fylgjandi þátttöku í
leikunum. Ólympíunefndin gat því
sofið rólega.
Handknattleikurinn var mikið í
sviðsljósinu sem endranær í janúar-
mánuði. Eftir auðvelda sigra á
byrjendum Bandaríkjamanna i
desember þyngdist róðurinn verulega
í janúarbyrjun er Pólverjar komu
hingað til þriggja landsleikja. Þeir
unnu þá alla. Þann fyrsta 25—23, þá
24—21 og loks 20—15. Eftir þá leiki
var strax haldið til þátttöku í Baltic
Cup í V-Þýzkalandi. Fyrst beið land-
ans þar 15—25 tap fyrir A-Þjóðverj-
um, þá 12—18, gegn V-Þjóðverjum.
Norðmenn voru þá lagðir að velli
21 —15, en I lokaleiknum kom stórt
tap fyrir Dönum, 20—28. Landsliðs-
einvaldurinn, Jóhann Ingi Gunnars-
son, lét í ljósi efasemdir um það að
hann myndi verða með landsliðið
öllu lengur. Voru ýmsar ástæður
nefndar fyrir því en launamál þjálfar-
ans voru vafalítið þyngst á metunum.
Áfram með handboltann. Víkingur
hafði algera yfirburði í 1. deildinni og
um miðjan janúar lauk fyrri umferð
íslandsmótsins. Hafði Víkingur þá
enn ekki tapað stigi. Viggó
Sigurðsson fékk tilboð frá þýzkum
félögum eftir Baltic-keppnina, en
ekki var ákveðið neitt í þeim efnum í
mánuðinum.
Karl Þórðarson komst i fréttir er
það spurðist út að hann myndi e.t.v.
snúa heim á ný með vorinu eftir dvöl
hjá belgíska félaginu La Louviere. Á
sama tíma komst Elías Sveinsson,
frjálsíþróttamaðurinn kunni, í
sviðsljósið, er hann brá sér í túr á
togara til að komast til Kaliforníu í
sólina og sumarið til hinna íslenzku
frjálsíþróttamannanna, sem þar
höfðu dvalið um lengri tíma við
æfingar. Það sem menn leggja á sig
fyrir áhugamál sín.
Deilur á milli formanns SKÍ,
Sæmundar Óskarssonar, og aðila
víðs vegar af landinu héldu áfram.
M.a. blandaði DB sér I þær deilur.
Afleiðingin varð sú, að síðar á árinu
sagði Sæmundur af sér.
Af erlendum vettvangi var það
helzt títt að Björn Borg var kjörinn
tennisleikari ársins 1979, Liverpool
var áfram efst í Englandi, Lokeren
Arnórs Guðjohnsen leiddi enn í
Belgiu, en Pétur og lið hans,
Feyenoord, var í 3. sæti i Hollandi.
Febrúar:
Eric Heiden stjarna
vetrarólympíuieika
Vetrarólympíuleikarnir í Lake
Placid eru sá atburður er hæst rís í
febrúar. Ekki einungis vegna frá-
bærra afreka Eric Heiden og fleiri,
heldur og vegna fádæma lélegs
aðbúnaðar keppenda svo og klaufa-
skapar varðandi fréttaflutning og
upplýsingamiðlun til fjölmiðla. Þar
var mikill munur á, eða á leikunum í
Moskvu í sumar. Sem fyrr sagði var
það Bandaríkjamaðurinn Eric
Heiden, sem stal senunni gjör-
samlega. Hlaut 5 gullverðlaun í
skautahlaupi og setti bæði ólympíu-
og heimsmet. Þá kom ishokkílið
Bandaríkjamanna verulega á óvart
með því að vinna gullverðlaunin. Var
það í fyrsta sinn í tvo áratugi, sem
Bandaríkjamenn náðu gullinu í þess-
ari vinsælu íþróttagrein.
Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og
komust í undanúrslit Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik er þeir
unnu sænska liðið Drott í Laugar-
dalshöllinni með 18 mörkum gegn 16.
Fyrri leiknum lauk með 18—17 sigri
Drott. Sigur Vals í Höllinni var
ævintýri líkastur því Svíarnir leiddu
um tíma 10—4. Með fádæma seiglu
og keppnishörku tókst Valsmönnum
að jafna metin og siga framúr á loka-
mínútunum. Ekki þarf að taka það
fram að þetta var í fyrsta skipti, sem
íslenzkt lið komst svo langt i
Evrópukeppni.
Hörður Hilmarsson gekk til liðs
við sænska 2. deildarliðið AIK, sem
reyndar komst í 1. deildina í haust.
Jóhannes Eðvaldsson fékk sig loks
lausan frá Celtic og samdi við banda-
ríska félagið Tulsa Roughnecks. Sig-
urlás Þorleifsson gekk aftur til liðs
við fyrrum félaga sína í Eyjum eftir
ársdvöl hjá Víkingi.
Kevin Keegan, knattspyrnumaður
Evrópu 1978 og'1979, ákveður að
ganga til liðs við Southampton á
Englandi er samningi hans við
Hamburger SV lýkur. Hann hafði
áður gefið yfirlýsingar þess efnis að
hann myndi aldrei leika með liði á
Bretlandseyjum á ný, en samningur
Southampton freistaði.
íþróttasamband íslands efndi til
mikillar vetraríþróttahátíðar á
Akureyri um mánaðamótin
febrúar/marz. Af hálfu heimamanna
var geysilega mikil vinna lögð í undir-
búning en vegna veðurofsa fór há-
tíðin að miklu leyti fyrir ofan garð og
neðan.
í mánuðinum voru iþróttafélög og
einstaklingar heiðraðir af Reykja-
víkurborg. T.d. fékk Fram einnar
milljón króna gjöf vegna
frammistöðu meistaraflokks kvenna í
handknattleik. Valur og Vikingur
fengu kr. 500.000 fyrir handknatt-
leiksfélög sín, KR sömu upphæð fyrir
körfuknattleikslið sitt og svo og
nokkur önnur félög minni styrki
vegna einstaklinga. Þá voru 4 borgar-
ar heiðraðir fyrir góða ástundun í
almenningsiþróttum.
Brvnjar Harðarson reynir markskot i úrslitaleiknum gegn Grosswallstadt.
Marz:
Valur í úrslit Evrópu-
keppni meistaraliða
Marzmánuður tilheyrir Vals-
mönnum eins og hann leggur sig.
Meira að segja glæsilegur sigur
Víkings í 1. deildinni í handknattleik,
þar sem liðið tapaði ekki einu einasta
stigi í leikjunum 14, féll í skuggann.
Handknattleikslið Valsmanna var
mest í sviðsljósinu. í byrjun mánaðar
náðu Valsmenn að leggja Atletico
Madrid frá Spáni að velli í undanúr-
slitum Evrópukeppni meistaraliða.
Fyrri leiknum í Madrid lauk með
24—21 sigri Atletico en í mesta
stemmingarleik, sem sézt hefur á
fjölum Laugardalshallarinnar,
sigraði Valur 17—14 í síðari leiknum.
Áhorfendur troðfylltu Höllina og
hávaðinn var engu likur. Þoku-
lúðralager Ellingsen var fenginn að
láni og síðan var framkallaður eins
mikill hávaði og frekast var unnt.
Leikmenn Atletico, sem töldu sig öllu
vana, höfðu ekki kynnzt slíku. Þeir
hreinlega fóru á taugum þegar mestu
skipti og þar sem Valur skoraði fieiri
mörk á útivelli komst liðið áfram í
úrslitaleikinn.
Hann fór síðan fram í MUnchen í
lok mánaðarins. Mótherjarnir voru
Evrópumeistarar Grosswallstadt og
þrefaldir Þýzkalandsmeistarar árin á
undan. Það kom strax í ljós að Valur
átti ekki möguleika. Grosswallstadt
komst í 6—1 og lokatölurnar urðu
21 —12 þeim í vil. Enginn Valsmanna
náði sér nokkru sinni á strik í leikn-
um og því varð leikurinn dapur á að
horfa. Með eðlilegum leik hefði Val-
ur sloppið með 2—4 marka tap.
Aðrir Valsmenn, körfuknattleiks-
lið félagsins, tryggðu sér bæði
íslandsmeistaratitilinn og sigur í
bikarkeppninni í þessum mánuði.
Áður hafði Valur unnið Reykjavíkur-
mótið um haustið þannig að uppsker-
an varð þreföld. Glæsilegur sigur
Víkings í 1. deildinni— þar sem liðið
sigraði í öllum leikjum sinum, hvarf í
skuggann af afreki Valsmanna, sem
höfnuðu aðeins í 3. sæti í 1. deildinni
að þessu sinni. Árangur Víkings er
einstakur. Liðið hafði algera yfir-
burði og aðeins Valur náði að fylgja
liðinu eftir framan af en síðan varð
ekki um neina keppni að ræða.
Eftir miklar erjur sagði formaður
KKÍ, Stefán Ingólfsson, af sér, eftir
ummæli manna í dómstól KKÍ. Eftir
mikil læti, blaðaskrif (m.a. mjög
ítarleg í DB) fékkst Stefán til að taka
formannsstarfið að sér aftur —
flestum til mikillar ánægju. . .
Ungir piltar frá Akranesi, Ingi
Þór Jónsson og Ingólfur Gissurar-
son, stálu algerlega senunni á
innanhússmeistaramótinu í sundi i
Sundhöllinni og sigurganga þeirra
átti eftir að verða mikil á árinu —
einkum þó Inga Þórs, sem er mesta
sundefni hérlendis í áratug.
Af erlendum vettvangi var það
helzt að Viggó Sigurðsson varð
spænskur meistari í handknattleik
með Barcelona og að sjálfsögðu
fyrsti íslendingurinn, sem hefur náð
þeim áfanga. Borussia Dortmund
falast eftir Atla Eðvaldssyni og þykja
likur á samningum umtalsverðar.
Úlfarnir sigruðu Nottingham Forest,
1—0, í úrslitum enska deildabikarsins
en Forest lék til úrslita þriðja árið í
röð. í ensku 1. deildinni var aðalbar-
áttan á milli Liverpool og Manchester
United og í Þýzkalandi var
slagurinn á milli Hamburger og
Bayern. Þá má geta þess i lokin, að
Valur varð íslandsmeistari í innan-
hússknattspyrnu í marzmánuði.