Dagblaðið - 30.12.1980, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
4 j
ÍÞRÓTTAANNÁLL1980
Atli skrifar hér undir samninginn og viö hlið hans er forráðamaður Dort-
mund-liðsins.
Apríl:
Atli atvinnumaður!
Það sem líkast til er minnisstæðast
úr aprílmánuði er samningur Atla
Eðvaldssonar við v-þýzka stórliðið
Borussia Dortmund. Þar með gerðist
Atli, fyrsti fslendingurinn, leikmaður
í v-þýzku Bundesligunni, sem af
mörgum er talin erfiðasta knatt-
spyrnukeppni I heimi.
Annars er apríl sá mánuður er
flestum innanhússmótunum lýkur og
knattspyrnan tekur að rúlla af stað.
Apríl í ár var engin undantekning í
þvi tilliti. Ennfremur er skíðalands-
mótið haldið I kringum páskana og
að þessu sinni var það á Akureyri.
Þar má nefna að Haukur Jóhannsson
varð íslandsmeistari í 18. sinn en i
heildina var miklu meira spunnið í
Skíðaþing, sem haldið var i tengslum
við landsmótið. ,,Ég keppi ekki aftur
fyrir íslands hönd á meðan núver-
andi formaður situr,” lét bezti
skiðamaður landsins, Sigurður Jóns-
son, hafa eftir sér IDB. Vakti sú frétt
geysilega mikla athygli. Þá lýsti
Skíðaráð ísafjarðar því yfir að
áhyggjuefni væri að hafa núverandi
formann, Sæmund Öskarsson, við
stjórnvöl sambandsins. Héldu deilur
um formanninn áfram á íþrótta-
síðum DB og létu margir I sér heyra.
Lyftingamenn fóru hamförum á
fslandsmóti sínu og litu þar 7 ný met
dagsins ljós. Ekki neinir venjulegir
kraftakarlar, sem ala manninn hér-
lendis. Laugdælir blökuðu tveimur
titlum I safnið sitt — urðu bæði
bikar- og íslandsmeistarar. Kvenna-
lið Víkings afrekaði slíkt hið sama.
Framstúlkurnar unnu að vanda
liggur manni við að segja — bæði
bikar og deild í kvennahandbolt-
anum. Reisnin yfír bikarúrslitaleikn-
um var þó ekki mikil. Var hann
háður á Akureyri en í fátinu
gleymdist að taka bikarinn með
norður. Varð því að fá lánaðan bikar
fyrir norðan til að afhenda
Framdömunum til bráðabirgða. Lið
Þróttar vann sér sæti I 1. deild í hand-
bolta eftir erfiða úrslitaleiki.
Körfuboltalandsliðið hafnaði í 3.
sæti á Polar Cup og vann stórsigur á
Norðmönnum og Dönum, en tapaði
stórt fyrir Finnum og Svíum.
Landsliðið i sundi hafnaði neðst I
Kalott keppninni, sem fram fór i
mánuöinum og olli það nokkrum
vonbrigðum eftir þá grósku sem
menn töldu vera komna í sundið.
Kristin Magnúsdóttir, TBR — Lena
Köppen okkar fslendinga — náði
þeim merka áfanga að komast í 3.
umferð á Evrópumeistaramótinu í
badminton, sem fram fór í Hollandi.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr Borgar-
firðinum — reyndar frá Leirá, varð
fimmfaldur fslandsmeistari i
borðtennis.
Haukar úr Hafnarfirði urðu
bikarmeistarar í handknattleik eftir
tvo úrslitaleiki gegn KR. Þeim fyrri
lauk 18—18, en Haukar unnu þann
síðari 22—20. Var sigurinn sá fyrsti í
sögu félagsins.
Af erlendum vettvangi er e.t.v.
eðlilegast að telja fyrstan óvæntan
sigur spænska liðsins Calpisa á
Gummersbach I Evrópukeppni bikar-
hafa. Calpisa vann fyrri leikinn 20—
15 á Spáni en tapaði svo 16—18. Það
sakaði ekki því liöið sigraði
samanlagt. Keppni i knattspyrnunni
víðast hvar í Evrópu var komin á
lokastig. f Englandi vantaði
Liverpool aðeins 2 stig til að hljóta
titilinn enn eina ferðina. Inter Mílanó
sigraði á ftalíu, Real Madrid og Real
Sociedad börðust grimmilega á Spáni
og lauk slagnum með sigri Madrid-
liðsins. FC Brugge sigraði í Belgíu og
Ajax í Hollandi. íslendingaliðin i
þessum löndum stóðu sig vel.
Feyenoord varð í 2. sæti í Hollandi
og Standard Liege í 2. sæti i Belgíu og
Lokeren I 5. sæti þar eftir að hafa
leitt lengst af. f Þýzkalandi börðust
Hamborg og Bayern grimmilega og
svo fór að lokum að Bayern sigraði.
West Ham og Arsenal tryggðu sér
sæti í úrslitum enska bikarsins —
Arsenal eftir 4 leiki við Liverpool.
Pétur Pétursson og Petrina kona hans virða hér stolt fyrir sér ungu dótturina.
Maía
STOR VIKA HJÁ PÉTRI
Pétur Pétursson gerði sér lítið
fyrir og skoraði tvö mörk í glæsileg-
um sigri liðs hans, Feyenoord, yfir
erkifjendunum Ajax í úrslitum
hollenzku bikarkeppninnar. Feyen-
oord sigraði 3—1. f næstu viku á eft-
ilr eignaðist hann litla dóttur, svo í
nógu var að snúast.
Lyftingamenn voru I sviðsljósinu.
Tveir, Jón Páll Sigmarsson og Skúli
_Óskarsson, hjutu silfurverðlaun á
EM I kraftlyftingum, þar sem
rúmlega 100 keppendur spreyttu sig.
Á sama tíma setti Arthúr Bogason —
Norðurhjaratröllið — Evrópumet í
réttstöðulyftu á Akureyri.
Gísli Halldórsson, sem gegnt
hafði stöðu forseta íþróttasambands
fslands svo lengi sem elztu menn
mundu, ákvað að segja af sér. Sveinn
Björnsson, sem verið hafði varafor-
seti sambandsins, tók við embættinu.
Það vakti mikla athygli að
Samband islenzkra samvinnufélaga
— SÍS — veitti Körfuknattleikssam-
bandi fslands 5 milljón króna styrk.
í ávarpi sem flutt var við afhendingu
fjársins gat fulltrúi SfS þess að mikLú
eðlilegra væri að styrkja eitt sér-
samband rausnarlega heldur en að
drita smápeningum niður hér og þar.
Munu vafalítið mörg sérsam-
bandanna líta SÍS hýru auga næsta
árið.
Erlendis frá þótti það helzt frétt-
næmt að Liverpool vann enska
meistaratitilinn í 4. sinn á sl. 5 árum.
West Ham vann bikarinn nokkuð
óvænt eftir 1—0 sigur á Arsenal. f
Skotlandi vann Celtic bikarinn eftir
1—0 sigur á Rangers en Aberdeen
hirti meistaratitilinn I lokaum-
ferðinni. Frans Beckenbauer samdi
við Hamburgerr Frankfurt varð
UEFA-meistari eftir 1—0 sigur og
1—2 tap gegn Gladbach. Útimarkið
nægði þeim. Daley Thompson setti
nýtt glæsilegt heimsmet í tugþraut.
„Norðurhjara-
tröllið” setti
nýtt Evrópumet
Það var fátt um fína drætti í júni.
Helzt er að minnast glæsilegs nýs
Evrópumets hjá Arthúri Bogasyni
lyftingamanni frá Akureyri, er hann
snaraði upp 340 kg í réttstöðulyftu.
Þá gerði ung stúlka, Sigurrós Karls-
dóttir, sér lítið fyrir og sigraði í sínum
flokki i bringusundi á ólympíuleikum
fatlaðra, sem fram fóru í Hollandi.
Óskar Jakobsson náði þeim merka á-
fanga að varpa yfir 20 metra í
kúluvarpi á háskólameistaramóti
Bandarikjanna, sem fram fór í
Texas. Varpaði Óskar 20,2 metra.
Handknattleikssambandið komst
heldur betur I sviðsljósið í
mánuðinum er upp komst að Flug-
leiðir höfðu sett ferðabann á
sambandið nema það greiddi skuld
sína við fyrirtækiö eða setti a.m.k.
tryggingu fyrir henni Leystist málið
farsællega en ekki fyrr en Júlíus
Hafstein, formaður sambandsins,
hafði haft milligöngu og bjargað því í
höfn.
íþróttasamband íslands hélt mikla
skrautsýningu í mánaðarlokin undir
nafninu íþróttahátíð ÍSÍ. Var ætlunin
að reyna að halda svipaða hátíð og
gert var fyrir áratug. E.t.v. má segja
að svo hafi tekizt en heldur ekkert
meira, og var þó mikill byrjendablær
á 1970-hátíðinni.
Elías Sveinsson náði þeim merka
áfanga á sumrinu að verða fslands-
meistari í tugþraut í 8. sinn í röð, en
vertíð knattspyrnulandsliðsins
byrjaði ekki gæfulega. Fyrst 0—4
skellur gegn Wales og síðan 1—1
jafntefli gegn lélegu liöi Finna.
Arthúr Bogason setti glæsilegt nýtt Evrópumet í réttstööulvftu.