Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980
ÍÞRÓTTAANNÁLL1980
Októben
Steinunn kosin íþrótta-
maður Reykjavíkurborgar
Öktóbermánuður er skjótaf-
greiddur. Sannast sagna átti sárafátt
merkilegtsérstað. Knattspyrnulands-
liðið kom niður á rassinn með dynk
eftir glæsilega frammistöðu í
Tyrklandi. Rússneski björninn lék sér
að íslenzku strákunum eins og köttur
að mús. Lokatölur urðu 5—0
Rússum í vil eftir að staðan hafði
verið 2—0 í hálfleik.
Handknattleikslandsliðið krækti í
bronsverðlaun á Norðurlandamótinu
í handknattleik. Silfrið var ekki fjarri
lagi en grátlega klaufalegt tap gegn
Dönum, þar sem leikið var klukkan 9
að morgni, gerði út um allar vonir.
Norðmenn voru auðsigraðir og
Finnar og Færeyingar bókstaflega
malaðir. Sviar unnu landann hins
vegar fyrirhafnarlítið. f heild voru
Svíar, Danir og íslendingar alls ekki i
ósvipuðum klassa.
Valsmenn urðu Reykjavíkurmeist-
arar í körfuknattleik eftir
framlengdan úrslitaleik gegn KR.
Lokatölur 79—78 og Valur hélt þar
með titlinum frá í fyrra. Áður hafði
Valur unnið KR í sjálfu mótinu til
þess að tryggja sér aukaleik við
vesturbæjarveldið.
Þó KR-ingar hafi gefið eftir gerðu
júgóslavnesku mótherjar Valsmanna
í Evrópukeppninni það ekki. Þeir
unnu Val auðveldlega í báðum
leikjunum, en Valsmenn geta borið
höfuðið hátt. Þeir léku vel en áttu
einfaldlega við ofurefli að etja. Sjö af
10 leikmönnum Cibona voru yfir 2
metrar á hæð.
Steinunn Sæmundsdóttir var
kjörin íþróttamaður Reykjavíkur af
hálfu ÍBR og fékk fyrir vikið vegleg-
an verðlaunagrip, sem afhentur var
við hát í ðlega athöfn að Höfða.
í Bretlandi kom Watford aftur
stórlega á óvart og sigraði nú
Evrópumeistara Nottingham Forest
4—1 í deildabikarnum.
Nóvember:
Skúli Óskarsson
setti heimsmet
Þorbergur Aðalsteinsson skoraði markið, sem kom VikJngum áfram, beint úr
aukakasti eftir að leiktima var lokið.
Stórafrek Víkinga í Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik stendur
algerlega upp úr í afrekum
desembermánaðar. Vart á að þurfa
að rifja upp leikina gegn Tatabanya
fyrir lesendum. Víkingur sigraði 21—
20 i fyrri leiknum hér heima og
enginn gerði sér vonir um að þeir
næðu að komast áfram. Þeir léku þó
afar vel úti og stóðu í heimaliðinu allt
þar til í lokin. Er blásið var til merkis
um leikslok benti fátt til að
Víkingarnir kæmust áfram. Staðan
var 23—21 Tatabanya í vil og aðeins
aukakast, sem eftir átti að fram-
kvæma. En viti menn. Þorbergur
Aðalsteinsson gerði sér lítið fyrir og
skoraði beint úr aukakastinu og
Víkingar voru komnir áfram.
Sigurinn var sætur og e.t.v. enn
sætari fyrir þá staðreynd að fyrir
tveimur árum höfðu Víkingar lagt
Ystad að velli f Evrópukeppni bikar-
hafa. Drógust þeir þá gegn
Tatabanya en voru síðan dæmdir úr
leik eins og allir muna eftir.
Hauk'ar úr Hafnarfirði tóku
einnig þðtt í Evrópukeppni að þessu
sinni — keppni bikarhafa. Þátttaka
þeirra varð þó ekki eins glæsileg og
Víkinganna. Þýzka liðiö Tus
Nettelstedt sigraði 21—18 hér heima
og síðan 17—12 úti. í raun útkoma
sem Haukar geta vel við unað.
Frakkar voru tvívegis lagðir að
velli 1 landsleik 1 körfuknattleik nú
um helgina. fsland sigraði fyrst 79—
75 og svo 69—65, og komu þeir
sigrar geysilega á óvart því Frakkar
leika í A-riðli Evrópukeppni lands-
liða en íslendingar i C-riðli. Sýndi
lleikurinn það glögglega, að körfu-
boltinn er að skjóta almennilega
rótum hérlendis.
Landsliðið í handknattleik lék tvo
landsleiki gegn Belgum. Sá fyrri varð
alger einstefna — 33—10 sigur en í
þeim síðari náöu Belgar mikið að
rétta sig við og töpuðu aðeins 17—
25 í leik þar sem kæruleysið var alls-
ráðandi. Skömmu áöur hafði lands-
liðið borið lægri hlut í viðureign sinni
við pressuliðið.
Ingi Þór Jónsson bætti 8 ára
gamalt met Finns Garðarssonar í 100
metra skriðsundi og þessi ungi Skaga-
maður er langmesta sundmannsefni
hérlendis í háa herranstíð.
Ásgeir Sigurvinsson skoraði
þrennu í Evrópuleik Standard Liege
gegn Dyriamo Dresden og það á úti-
velli í 4—1 sigri Standard. Fyrri leik
liðanna lauk með 1 — 1 jafntefli en
Ásgeir var svo sannarlega hetja
Standard. öll mörk hans með
þrumufleygum — glæsimörk, sem
íslenzkir sjónvarpsáhorfendur fengu
aðsjá.
Metvinningur vannst í Reykjavik
fyrir jólin er þrítugur Reykvíkingur
fékk 8,8 milljónir i vinning. Þátttaka
í Getraunum hefur aukizt geysilega
mikið á árinu og í árslok var
potturinn kominn i 13 milljónir en
var á biliriu 2—3 milljónir i byrjun
árs.
Skúli Óskarsson gerði sér lítið
fyrir og bætti heimsmet Banda-
ríkjamanns í réttstöðulyftu í 75 kg
flokki og snaraði upp 315,5 kílóum.
Á svipuðum tíma var íslenzkt
júdófólk í brennideplinum. Fyrst
sigraði Margrét Þráinsdóttir afar
glæsilega í sínum flokki á Norður-
landameistaramóti kvenna í júdó og
síðar i mánuðinum gerði Bjarni
Friðriksson sér litið fyrir og sigraði á
opna skandinavíska meistaramótinu í
júdó í sínum flokki. Voru þar þátt-
takendur frá einum 10 þjóðum, og
þ.á m. fríður flokkur manna frá
Japan.
Magnús Bergs vakti .mikla
athygli er hann gerði atvinnumanna-
samning við Borussia Dortmund —
sona alveg ,,upp úr þurru” eins og
menn segja gjarnan. Hafði enginn átt
von á þessu. Teitur Þórðarson var
hins vegar meira í umræðum manna
á milli og lengst af stefndi í að hann
færi til enska 2. deildarliðsins Bristol
City. DB skýrði hins vegar frá því
fyrst allra fjölmiðla hér
heima að franska 1. deildarliðið Lens
hefði gert honum tilboð. Fór svo að
lokum að samningar tókust á milli
Öster, liðs Teits, og Frakkanna en
ekki fyrr en um áramótin.
Kristinn Björnsson komst í
fréttirnar og vakti reyndar mikla
athygli í norsku pressunni er hann
gekk til liðs við norska liðið
Vaalerenga. Lýstu norskir sig heppna
mjög að fá Kristin í sínar raðir.
Handknattleikslandsliðið beið
tvisvar ósigur gegn heimsmeisturum
V-Þjóðverja í landsleikjum í Laugar-
dalshöllinni. Fyrst 9—16 og síðan
17—191 mun betri leik af hálfu okkar
manna. Jóhann Ingi Gunnarsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari, gekk til
liðs við Valsmenn og gerðist
aðstoðarþálfari hjá hinum sovézka
Boris Akbashov.
Erlendis frá vakti það mesta
athygli að Lasse Viren sagði
endanlega skilið við hlaupabrautirnar
eftir að hafa hlaupið sig inn í hjörtu
manna á tvennum ólympíuleikum.
Þá tapaði Liverpool, 1—4 fyrir
Úlfunum, og var hér um að ræða
stærsta tap meistaranna sl. 4 ár.
Skúli fagnar glæsilegu heimsmeti sfnu.
Desember:
VIKINGARNIR
SLÓGU TATA-
BANYAÚT!!!