Dagblaðið - 30.12.1980, Qupperneq 40
EM unglinga fskák:
JónLenná
sigurbraut
„Þetta var fjörug skák. And-
stæðingurinn lenti í tímahraki og hafði
auk þess erfiða stöðu. Hann gafst upp
eftir 41 leik en þá var ég kominn með
frípeð upp í borð,” sagði Jón L. Árna-
son í samtali við DB í morgun. Jón
vann HoIIendinginn Douven í 10. um-
ferð Evrópumeistaramóts unglinga í
skák og er í 3.—5. sæti með 7 vinninga.
Svíinn Akesson hélt áfram sigurgöngu
sinni og virðist nú fátt geta komið i veg
fyrir sigur hans. Hann hefur 8,5 vinn-
inga og hefur þegar mætt öllum sterk-
ustu keppendunum á mótinu. í gær
vann hann Skotann Motwani, sem
tefldi að sögn Jóns mjög illa og eyddi
nær öllum tíma sínum á 10 fyrstu leik-
ina. Þar vann Akesson mjög léttan
sigur.
Sovétmaðurinn Pigusov er í 2. sæti
með 7,5 vinninga, síðan kemur landi
hans Andrianov ásamt Jóni og Búlgar-
anum Danailov með 7 vinninga. Jón
mætir Danailov í dag. Þeir hafa einu
sinni mætzt áður og þá vann Búlgarinn
{en Jón kveðst í dag ætla að koma fram
jhefndum. -GAJ.
LETTSKYJAÐ SUNNAN-
LANDS EN ÉUAGANG-
UR Á NORDURLANDi
Það ætti að vera óhætt, a.m.k.
fyrir þá sem búa sunnanlands, að
fjárfesta í flugeldum fyrir gamlárs-
kvöld. Búizt er viö því að fljótlega
fari að ganga í norðanátt og við það
mun létta til sunnanlands. Fyrir
norðan er búizt við éljagangi um ára-
mótin. Lítillega mun kólna, 4—5
stiga frost og vindhraðinn verður
skaplegur, kannski strekkingur.
Færð er almennt góð, þó er viða
hálka á vegum. Seinna í dag er
reiknað með því að fært verði orðið
frá Reykiavík um Þrengsli allt austur
á Egilsstaði um Fagradal. Greiðfært
er norður í land allt til Húsavíkur, en
þó eru Vatnsskarð og Öxnadalur
ótrygg. Fært er á Siglufjörð en
sömuleiðis er ótryggt að það haldist.
Frá Akureyri er fært á Ólafsfjörð. í
gær var rutt með ströndinni frá
Húsavík austur tíl Vopnafjarðar og
úr Mývatnssveit er fært á Húsavík.
Sæmilega greiðfært er um Snæfells-
á landi og í
lofti ættu
aðganga
sæmilega
nes en litlar fregnir hafa borizt af
Vestfjörðum.
Flugið er að fara aftur í gang eftir
óveðurskaflann. ! morgun var búið
að fljúga tíl Akureyrar en óvíst var
með ísafjörð. Að öðru leyti má búast
við því að flugsamgöngur gangi
hnökralaust. .kmii
Srjálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 30. DES. 1980.
Snurðaá
bensínsamningum:
Samninga-
fundur
ekkiboðaður
Alvarieg snurða virðist vera hlaupin
á samningaviðræður bensínafgreiðslu-
manna á höfuðborgarsvæðinu og
viðsemjenda þeirra. Upp úr samninga-
fundi slitnaði á laugardaginn og hefur
ekki verið boðaður nýr fundur enn.
Verkfall bensínafgreiðslumanna hófsf
á miðnættí þriðja í jólum, og stendur
enn. Þó hefur verið hægt að fá bensín á
einum fjórum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu, einum í Kópavogi, tveim í
Garðabæ og einum í Mosfellssveit.
Forráðamenn Dagsbrúnar hyggjast
fara fram á það í dag að þessari sölu
verði hætt. -DS.
Gamla myntin kvödd _ nýju með varúð'
Þá er um það bil að vera kominn timi til að kveðja aiimlu krónurnar enda þœr orðnar
lasle/tar oj> ekki alls staðar teknar alvarlega. Afgreiðslustúlkan á myndinni heldur á
va>nu seðlabúnti, sem á fimmtudaginn verður jafnvirði eins fimm hundruð króna
seóils. Seðlabankastjórí hvetúrfólk til að J'ara gtetilega fyrst i stað og huysa sig um
TillögurTómasar
Ámasonar:
Skyndíaðgerðir
tiibjargar
Útvegsbanka
Tómas Árnason viðskipta-
ráðherra hefur boriö fram tiílögur
um veigainiklar aðgerðir til að bjarga
Útvegsbankanum, sem stendur tæpt.
Tómas vill, að felld verði niður um
1,5 milijarðs vaxtaskuld Útvegsbank-
ans við Seðlabankann. Auk þess leggi
rikissjóður á 10 árum fram 5 millj-
arða hlutafé i Útvegsbankann.
Tillögur Tómasar hafa enn ekki
hlotið samþykki rikisstjórnarinnar.
Stjórnvöld hafa um hrið leitað
leiða til að „bjarga Útvegs-
bankanum”.
Efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar
lagði i sumar til, að Útvegsbanki yrði
sameinaður annaðhvort Búnaðar-
banka eða Landsbanka.
-HH.
áður en stórar seðlafúlgur eru reiddar af hendi — ekki sízt í gleðskap, sem kann aö
vera Igangi annað kvöld. Á innfeUdu myndinni eru stórar upphœðir komnar ípeninga-
kassann — stórar, jafnvelþótt svo lítiðfarifyrirþeim.
-DB-mynd: Gunnar Örn.
Gervasoni sendur úr landi í morgun:
Guðrún játar hvorki
né neitar stuðningi
—við ríkisst jómina. Lýsti af stöðu sinni á þingf lokksf undi
ígær. Talin standa við fyrri ákvörðun
,,Ég get ekkert sagt að svo
stöddu, ég lofaði forsætisráðherra að
bíða með allar yfirlýsingar til há-
degis, gefa ríkisstjórninni frest
þangað til,” sagði Guðrún Helga-
dóttir alþingismaður í morgun, er DB
spurði hana hvort hún hefði hætt
stuðningi við ríkisstjórnina. Svo sem
kunnugt er hefur Guðrún oft lýst því
yfir að hún myndi ekki styðja ríkis-
stjórnina ef franski flóttamaðurinn
. Patrick Gervasoni yrði rekinn af
landi brott. Gervasoni var sendur tíl
Danmerkur í morgun, þannig að
dómsmálayfirvöld hafa staðið fast á
þeirri ákvörðun sinni, að hann fengi
ekki Iandvistarleyfi á fslandi.
Guðrún skýrði afstöðu sína á
þingflokksfundi Alþýðubandalagsins
í gærkvöldi. Hún vildi ekki greina frá
því í morgun hvað þar hefði komið
fram. Hún neitaði að svara þvi í
morgun, hvort hún styddi ríkis-
stjórnina eða ekki. Óstaðfestar
heimildir DB herma þó að hún standi
fast við fyrri ákvörðun um að hætta
stuðningi við ríkisstjórnina vegna
brottreksturs Gervasonis.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, sagði i morgun að Guðrún
hefði skýrt afstöðu sína á fundinum,
en hann sagðist ekki greina frá af-
stöðu einstakra þingmanna. Ólafur
sagði að þingflokkurinn sem sh’kur
hefði enga afstöðu tekið.
Ríkisstjórnin var á fundi í morg-
un, þar sem málið var m.a. rætt. Að
þeim fundi loknum mun Guðrún
opinbera afstöðu sína.
-JH.
BIAÐIÐ
Opið verður á auglýsingadeild og af-
greiðslu Dagblaðsins i dag með venju-
legum hætti. Á morgun, gamlársdag,
verður opið til hádegis. Lokað verður á
nýársdag en á föstudaginn 2. janúar
verður opið eins og venjulega. Starfs-
fólk auglýsingadeildar og afgreiðslu
sendir viðskiptavinum sínum beztu
nýársóskir með þakklæti fyrir liðið ár.
— Lokað verður á ritstjórn eftir hádegi
í dag og til kl. 14 á nýársdag.
30. DESEMBER 9317
Kodak Ektra 12 myndavél.
31. DESEMBER 27308
Skil 1552H verkfærasett.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.