Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 KÚREKATÍZKAN VARD EKKITIL Á ÍSLANDI — Atvinnurekendur eru ekki skrímsli sem stela peningum frásaklausufólki Colin Porter skrifar: Nýlega las ég lesendabréf í DB frá 4391-9180 þar sem látið er að því liggja að „kúrekaæðið” sé eitthvað sem búið var til hér á íslandi. Ég get ekki neitað því að ég vildi gjarnan að við sem vinnum við tízkuiðnað í Reykjavík hefðum þetta vald. En staðreyndin er sú að þetta vald höfum við ekki og munum aldrei hafa. Kúrekatízkan upphófst i Bandaríkjunum og hefur breiðzt þaðan yfir Evrópu. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki það að hver einasti maður i Ameríku og Evrópu gangi um í kúrekafötum. Þó að bréfritari hafi ekki orðið var við kúrekatizkuna i einhverri borg í Bandaríkjunum þýðir það ekki að hún sé ekki til. Þeir sem bjuggu í London við upphaf bítlaæðisins trúðu því ekki en hefðu þeir verið á sama tíma á Norður- Englandi, sérstaklega í Liverpool, hefðu þeir upplifað það. í Bandarikjunum búa yfir 200 milljónir manna, i New Vork, stærstu borginni, um 7 1/2 milljón, þannig að ef við drögum frá íbúa þeirrar borgar, sem 4391-9180 dvaldi i er samt ncg pláss fyrir fjölda kúreka. Colin Porter seglst ekkl gela riðlð llzkunni á tslandi. Þó vlldl hann gjarnan hafa það vald. Ég hef hvergi séð þvi haldið fram í íslenzkum fjölmiðlum að hver einasti Bandaríkjamaður gangi nú um í kúrekafötum og jafnvel þó ein- hver héldi því fram held ég að íslendingar séu of vel upplýstir til að trúa því, rétt eins og þeir trúa því ekki að helmingur Bandarikjamanna gangi með fjólublátt og grænt hár, með nælur í gegnum kinnar og kalli sig „pönkara” eins og bréfritari vill vera láta. Sú tízka varð til í Evrópu (Englandi til að vera nákvæmur) en ekki í Bandaríkjunum og var vinsæl í Reykjavík í smátíma fyrir tveim árum. Bandarikin eru stórt land og þar geta rúmazt allskyns tízkur, bæði í tónlist og klæðaburði. Kúreka- fatnaður var upphaflega hannaður til sérstakra hluta, sem vinnufatnaður fyrir kúreka. Út frá því hefur þróazt atvinnuvegur sem á sér miklu lengri sögu en kvikmyndin Urban cowboy. Ég er viss um að 4391-9180 á galla- buxur. Ég get fullyrt að enginn í Reykjavík fann þær upp, þó vissulega sé möguleiki á að þær hafi verið framleiddar hérlendis. Bréfritari segir frá því að vinur sinn hafi haldið misheppnað kúrekakvöld á skemmtistað sínum. Virtist enginn grundvöllur vera fyrir því en mér verður á að spyrja: hvers vegna var það þá upphaflega haldið? Það sem sló mig mest var spurningin um hvaða innlendir aðilar hagnist á kúrekaæði. Mér virðist sem það að hagnast á einhverju (nema kannski á fiski) sé talinn glæpur á íslandi. Sá sem er kallaður góður „bissnissmaður” eða góður sölumaður í Bandaríkjunum og annars staðar er svindlari á íslandi. Ekki veit ég hvers vegna svo er en það hlýtur að vera augljóst að þeir sem setja á stofn fyrirtæki gera slíkt í þeim tilgangi að skapa verðmæti. En þau verðmæti eru ekki öll hans ágóði því stór hluti fer í launagreiðslur til starfsmanna, til dreifingaraðila, jafnvel blöðin fá hluta (í gegnum auglýsingar), svo ég minnist ekki á heilbrigðiskerfið. Hið opinbera fær sitt í formi tolla og skatta, sem síðan eru notaðir í þágu allra (eða ætti a.m.k. að vera). Þannig að það ætti að hrósa þeim, sem reka fyrirtæki sín með hagnaði en ekki að líta á þá sem eins konar skrímsli sem stela peningum frá saklausu fólki. P.S. Ég get örugglega sagt fyrir um næsta „æði”. Ég hef góðar heimildir fyrir því að í Bandaríkjunum og Evrópu sé fólk farið að safna hvítu síðu skeggi og klæði sig i rauða búninga og svört stígvél. Ég er viss um að við erum þegar farin að verða vör við þetta fólk hér á íslandi og eigum eftir að sjá það um alla næstu framtíð. Ég er líka viss um að þetta „æði” varð ekki til á íslandi frekar en „kúrekaæðið” heldur megi rekja það til gyðings nokkurs, sem nefndur er Jesús Kristur. Gleðileg jól. v»n^iv» tutt ogskýr bréf; Enn cinu sinni minna lcscndadálkar l)B alla þá. cr hynnjast senda þættinum línu. aó láta lylfiia fullt nafn. heimilisfann. simanúmer lefum þad cr aó rœða) oy nafnnúmer. Þetta er lltil fyrirhöfn J'yrir hréfritara okkar oy til mikilla þæyinda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á at) brcf eiya at) veru stutt tty skýr. Áskilinn erfullur réttur til at) stytta hréfoy umorða til að spara rúm oy koma efni hetur til skila. Bréf ættu helzt ekki að vera lenftrí en 200—300 orð. Simutimi lesendadálka DB er milli kl. 13 ttfi 15 frá mánudöyum tilföstudaya. A Frá upptöku á Paradísarheimt. PARADISARHEIMT 0F LANGDREGIN þ jóðin hefði tryllzt ef þetta hefði verið rússnesk mynd 7899-4592 hringdi: Sjaldan hefur eins langdregin mynd og Paradísarheimt verið sýnd í íslenzka sjónvarpinu og er þá mikið sagt. Ef þessi mynd væri ekki að nokkru leyti íslenzk hefði þjóðin tryllzt. Ef hér hefði t.d. verið um rússneska mynd að ræða, þá hefðu margt haft mikið að segja. Satt að segja á ég bágt með að skilja það lof sem sagt er að myndin hafi fengið erlendis. Ég á erfitt með að ímynda mér að venjulegir sjón- varpsáhorfendur í Evrópu hafi haft þolinmæði til að sitja undir allri myndinni, svo langdregin var hún. Það er greinilegt að leikstjórinn Rolf Hádrich hefur verið hræddur við að gera atburðarásina hraðari, eins og þarf oftast að gera þegar skáldverk eru kvikmynduð. Þá er ekki hægt að halda öllum samtölum óbreyttum. Það hefði verið nauðsynlegt að skera þau rækilega niður í þessari mynd. Að öðru leyti hef ég ekkert nema gott um myndina að segja. Að visu verður að segjast að allnokkur byrjendabragur var á leik sumra í myndinni, sérstaklega ungu stúlkunnar. i ; ■'! Er ÁTVR stætt á samkvæmt lögum að neita að taka við ávísunum? Reiður hringdi: Mig langar að beina þeirri spurningu til lögfróðra manna, hvort afgreiðslumönnum hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins sé virkilega stætt á því að neita að taka við á- vísunum frá viðskiptavinum. Ég hefði talið að ávísanir væru ekki síðri gjaldmiðill en seðlar. Gætu „ríkis- menn” til dæmis neitað að taka við hundraðköllum? f bankaverkfallinu urðu ávísanir skyndilega aftur gjaldgeng mynt í út- sölum ÁTVR, en verkfallið var ekki Raddir lesenda fyrr leyst en þær voru setlar í bann aftur. Érstofnuninnivirkilega stætt á að neita að taka við einni tegund gjaldmiðils en viðurkenna aðra? Ef svo er ekki skora ég á einhvern, sem meira má sin 1 þjóðfélaginu (Davíð Scheving væri til dæmis upplagður í starfið) til að höfða prófmál á hendur ÁTVR, svo að þetta leiðindamál verði endanlega úr sögunni. Hvers vegna eru ávisanir ekki gildur gjaldmlðlll I áfenglsverzlunum eins og annars staðar?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.