Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 HELMINGUR AF GÖMIJUM SEDLUM ÚRUMFERD ÍGÆR — miklu fleiri komu í bankana en von var á „Við áætlum að helmingur af gömlu seðlunum verði kominn úr umferð í kvöld. Á gamlárskvöld voru útistandandi 23 milljarðar og 800 milljónir gamalla króna, sem er um 238 milljónir nýkróna. Það lítur út fyrir að á þessari stundu sé búið að afgreiða um 5 milljónir nýkrónabaraí Reykjavík,” sagði Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri á fundi með fréttamönnum í gær- dag, i tilefni af myntbreytingunni. „Það hafa ekki komiö upp nein vandamál. Að vísu hefur það komið einstaka mönnum á óvart, að þeir hafa fengið seðla til að fylla út í bönkunum, en þessir miðar eru einungis til að flýta afgreiöslu. í rauninni átti enginn von á að fólk kæmi svona fljótt að skipta,” sagöi seðlabankastjóri. Hann sagði að ekki væri hægt að meta það ennþá hvort nýja krónan ætti eftir að hafa áhrif á verðbólguna. Þá sagði Jóhannes að siðustu fjóra til fimm dagana fyrir áramótin hefði gengissig verið heldur hratt á dollar eða um 5%. Meðalgengissig frá 30. nóvember til 30 desember var 6,9%. DB ræddi við starfsfólk og viðskiptavini bankanna í gær og aðra vegfarendur og spurði þá álits á hinum nýja gjaldmiðli. -ELA Björn TrvRgvason, Jóhannes Nordal og Guðmundur Hjartarson á fundi með blaðamnnnum I gærdag. DB-m.vndir F.inar Ólason. Jóhanna Stefánsdóttir húsmóðir: Verstfyrir bömog unglingana „Ég hef fylgzt með umræðum um þessa nýju mynt og lesið bæklinginn. Það hefur auðvitað verið talað mikið um þetta á mannamótum. Ég kvíði nú ekki fyrir að nota þessa peninga, enda man ég eftir aurunum. Ég á meira að segja gamlan 25 króna seðil heima. Annars er ég hrædd um að þetta vefjist eitthvað fyrir börnum og unglingum,” sagði Jóhanna Stefánsdóttir húsmóðir sem nýbúin var að skipta gömlum krónum í nýjar í Búnaðarbankanum. -ELA. Fólkveithvað þaðáaðfá — segirJóharm Jóhannsson gjaldkerí „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég er alveg hissa hve lítil vandræði hafa verið. Jú, það hefur verið töluvert að gera í allan dag, ekkert stopp hjá okkur. Afgreiðslan hefur gengið fljótt og vel fyrir sig. Fólk hefur greinilega hugsað vel og vandlega áður en það fór að heiman hversu mikið af nýkrónum það ætti að fá fyrir þær gömlu. Ég á von á því að fólk verði fljótt að komast inn í þessa nýju mynt,” sagði Jóhann Jóhannsson gjaldkeri í Útvegsbank- anum. -ELA. Gengur baravel — að gefa nýju krónuna tilbaka Flestar verzlanir i miðbænum voru lokaðar í gærdag vegna vörutalningar. Kökuhúsið í Austurstræti var þó opið og afgreiðslustúlkurnar Laufey Jóns- dóttir, Margrét Sigurðardóttir og Mandý ívarsdóttir höfðu í nógu að snúast. „Það koma allir með nýjar krónur. Fólk skoðar peningana mjög vel áður en það afhendir þá og ég held að þetta eigi bara eftir að ganga vel. Annars finnst fólki skrýtið að fá svona lítið til baka,” sögðu þær stöllur í Kökuhúsinu. -ELA. Kvíði ekki fyrir aðnota nýju myntina — segir Rannveig Eyjólfsdóttir húsmóðir „Nei, ég kvíði ekki fyrir að nota þessa nýju mynt. Ég man vel eftir því þegar aurarnir voru hér í notkun. Svo hefur maður lesiö um þessa nýju mynt og fylgzt með umræðum um hana. Ég var ekki í vafa hversu mikið ég ætti að fá fyrir gömlu seðlana, ég vissi það alveg,” sagði Rannveig Eyjólfsdóttir húsmóðir, sem við hittum í Útvegs- bankanum þar sem hún var nýbúin að skipa gömlum seðlum. -ELA. Steinunn Norðf jörð afgreiðslustúlka: Maður verður að hugsa mjög vel , ,Eins og þú sérð þá er maður alveg á kafi í kassanum að athuga þessa nýju seðla. Maður verður auðvitað að hugsa vel og vandlega áður en maður gefur til baka,” sagði Steinunn Norðfjörð, afgreiðslustúlka í sælgætisverzlun i Austurstræti. Hún sagði að flestir sem kæmu að verzla væru með nýjar krónur. „Fólk er mjög þolinmótt og maður sér það virða vel fyrir sér peningana áður en það réttir þá,” sagði Steinunn. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.