Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Kania flokksleiðtogi hefur sagt
þjððinni að búa sig undir áframhald-
andi erfiðleika.
ingur hefur fengið að heyra þann
boðskap frá stjórnvöldum að búast
megi við áframhaldandi vöruskorti
og samdrætti í fjárfestingu.
IMiðurskurður
nauðsynlegur
Stanislaw Kania, leiðtogi pólska
kommúnistaflokksins, hefur lýst því
yfir, að niðurskurður sé nauðsyn-
legur til að tryggja lífsgæði þjóðar-
innar. Hann spáði minnkandi tekjum
þjóðarinnar þriðja árið í röð.
Bohan Kosinski, aðstoðarmaður
pólska fjármálaráðherrans, lýsti
efnahagsvanda pólsku þjóðarinnar á
nýársdag, er hann vakti athygli á því
að þjóðin þarf að greiða tíu milljón
dollara í afborganir og vexti á þessu
ári af 23 milljarða dollara skuld
landsinsvið útlönd.
Henryk Jablonski forsætisráð-
herra sagði í nýársávarpi að hið bág-
borna efnahagsástand landsins kynni
að auka á spennu milli ýmissa hags-
munahópa þjóðfélagsins.
Hann sagði að Pólverjum væru
Ijósir þeir erfiðleikar sem framundan
væru og sagði að þjóðareining væri
nauðsynleg ef takast ætti að sigrast á
þeim.
Margháttaðir
erfiðleikar
Pólska stjórnin horfist nú í augu
við margháttaða erfiðleika, sem hún
hefði með réttu átt að glíma við á
síðastliðnu ári en þeir voru þá látnir
víkja fyrir öðrum þýðingarmeiri
viðfangsefnum.
Meðal þessara viðfangsefna má
nefna lög um að ritskoðun skuli af-
létt, lög um ný verkalýðsfélög, kröfur
um styttri vinnuviku, aukna mat-
vælaframleiðslu og lög um ný verka-
lýðsfélög sjálfseignabænda.
Hæstiréttur Póllands frestaði fyrir
áramótin ákvörðun um hvort leyfa
skyldi hin nýju og sjálfstæðu verka-
lýðsfélög bænda og kváðust talsmenn
réttarins þurfa tíma til að ganga frá
þýðingarmiklu alþjóðlegu samkomu-
lagi.
Spennan
eykstá ný
Eftir að kyrrt hafði verið í landinu
um hríð juku kröfur sjálfseigna-
bænda á spennuna i landinu að nýju
er þeir fjölmenntu til Varsjár og fóru
þar í mikla kröfugöngu að húsakynn-
Kjallarinn
Þorbjörn Broddason
finna á 1,2 millj. bandarískra heimila
(1,5%). Þetta er vissulega lágt hlut-
fall, en þá er vert að hafa í huga, að
myndsegulbönd og tæki til að nota
þau hafa verið á almennum markaði í
tiltölulega fá ár og þar að auki berjast
nokkur ólík kerfi um yfirráðin og því
tæki örsmátt, sem getur þó leyst af
hendi fjölda ólíkra verkefna. Dverg-
rásir hafa því valdið byltingu á allri
sjálfvirkni. Vélmenni eru komin til
sögunnar. Til dæmis um hæfni og af-
köst þessara nýju tækja sem þegar
eru farin að hasla sér völl má nefna
að hjá Citroén bílaverksmiðjunum í
Frakklandi sjóða vélmenni saman
grindur í bifreiðir með þrítugföldum
hraða iðnaðarmanns og hjá IBM
setur blint og tilfinningalaust vél-
menni átta hluti í ritvélar á 45
sekúndum.
Tölvur má nota til margvíslegra
verkefna. Eitt tölvukerfið getur leyst
af hendi útreikninga, annað aflað
tæknilegra upplýsinga og hið þriðja
stjórnað vélum og tekið tillit til marg-
víslegra aðstæðna. Fjölhæfnin er svo
mikil að úr sömu tölvuvæddu verk-
smiðjunni væri tæknilega hægt að fá
annaðhvort flugvél eða niður-
suðudósir, allt frá því, á hvaða
upplýsingum tölvan væri mötuð. Það
er talið að í framtíðinni geri tölvur og
hinar ýmsu tölvuvélar framleiðslu í
litlum verksmiðjum raunhæfari en
áður. Það ætti að geta rennt stoðum
undir okkar smáa og óburðuga iðnað
í framtíðinni.
Þróunin mun þó að öllum
líkindum ganga fyrst yfir í skrif-
eölilegt að kaupendur haldi að sér
höndum á meðan ei er ljóst hvaða
kerfi verður ofan á. Þess er þó að
vænta að fljótlega skýrist hvaða kerfi
er lífvænlegast. Samtímis er ekki
ólíklegt að verð á þessum varningi
lækki og þá verður þess ekki langt að
bíða að myndsegulbönd verði talin til
algengari brúkshluta á heimilum. Þá
er svo komið að menn geta keypl
snældur með alls kyns afþreyingar-
efni og spilað þær á sjónvarpstæki
sín þegar eitthvert það efni er á
skjánum sem lítill fengur þykir í.
Líklegt má telja að þessi tæki verði
tiltölulega vinsælli hér á landi en
viðast annars staðar, þar sem hér er
einungis um eina sjónvarpsrás að
velja, borið saman við 2—3 víðast á
Norðurlðndum, og þaðan af fleiri i
sumum Evrópulöndum, svo ekki sé
minnst á Bandaríkin.
Einhverjum kann að þykja
fulldjúpt í árinni tekið að kalla þessa
væntanlegu viðburði áföll fyrir
íslenska sjónvarpið, en hvaða nafn
sem menn vilja gefa þeim þá er ljóst
að þeir munu hafa í för með sér
breyttar kringumstæður og gera
breyttar kröfur til þeirra, sem starfa
að sjónvarpsmálum á íslandi. Sú
spurning kann að vakna hvort ekki
Kjallarinn
JöhamGuðbjartsson
finnskugreinunum. Tölvurnar munu
leysa af hólmi fjölda skriffinna. Þær
munu taka að sér hönnun og teiknun
nýrra tækja. Þær munu seilast inn"á
öll verksvið framleiðsluiðnaðar, þó
enn sem komið er sé það aðallega á
sviði stóriðnaðar.
Tölvuvæðingin er þegar farin að
Pólskar húsmæður fengu kærkomna hvíld um áramótin eftir að hafa staðiö i allt að átta klukkustunda biðriiðum á dag við
matvöruverzlanir.
um hæstaréttar landsins. Áður hafði
Eining, samband hinna sjálfstæðu
verkalýðsfélaga landsins, lofað
stjórnvöldum að ekki kæmi til verk-
falla þeirra um hríð þannig að stjórn-
völdum gæfist timi til að koma lagi á
hlutina.
Verkfallshótun sjálfseignabænda
yrði vafalaust til þess að auka mjög á
erfiðleika pólskra stjórnvalda, sem
eru þó ærnir fyrir. Bændum virðast
erfiðleikarnir (jósir og segjast ekki
fúsir til að grípa til verkfallsvopnsins.
Sovétmenn
minna á sig
Hótun þeirra virðist hins vegar
hafa nægt til þess að Sovétmenn hafa
tekið við sér á ný eftir að hafa um
hríð látið vera að gefa yfirlýsingar
ingar sem gagnrýna þróun mála i Pól-
landi.
Á nýársdag sagði i frétt hinnar
opinberu sovézku fréttastofu Tass,
að andsósíölsk öfl innan hinna sjálf-
stæðu verkalýðsfélaga í Póllandi
reyndu að nota sér þessi nýju samtök
til þess að auka á efnahagslega erfið-
leika þjóðarinnar.
Menn hafa litið á þetta sem áminn-
ingu Sovétmanna til Pólverja um að
þeir fylgist vel með gangi mála í land-
inu og hefur það síðan orðið til þess
að auka nú á vangaveltur manna um
að þar kunni að koma að Sovétmenn
telji sig tilneydda til að gripa inn i
gang mála með hervaldi.
Páfinn til
Póllands?
Víst er þó að Sovétmönnum eru
ljósar hættur slíkra aðgerða enda
hafa vesturveldin hótað öllu illu, og
þó það skipti að sjálfsögðu ekki eins
miklu máli, þá hefur Jóhannes Páll
annar páfi, sem er Pólverji eins og
allir vita, látið á sér skilja að hann
muni halda til Póllands komi til inn-
rásar í landið. Ekki er vafi á því að
það yrði til að þjappa pólsku þjóð-
inni saman og hermálasérfræðingar á
Vesturvöldum telja fullvíst, aðSovét-
menn mættu reikna með öflugri,
vopnaðri andspyrnu Pólverja.
N
megi hafa hemil á þeirri þróun, sem
hér hefur verið lýst. Það er
tvímælalaust hægt, og er raunar þeg-
ar gert gagnvart sjónvarps-
gervihnöttum, þar sem markaðsöflin
eru ekki alveg ein um hituna, heldur
kemur pólitískt mat einnig við sögu.
Nordsat hefur t.d. verið frestað oftar
en einu sinni og síðast nú á liðnu
hausti. Útbreiðsla myndsegulbanda
má hins vegar heita alveg háð fram-
boði og eftirspurn.
Dauður
bókstafur
Ríkisútvarpið fékk byggingar-
leyfi í afmælisgjöf. Það veit
vonandi á gott því að einu gildir
hversu gott starfsliðið er ef alveg
skortir hin ytri skilyrði til að það
njóti sín. Og ekki mun veita af að
tjalda því sem til er í samkeppninni
við alþjóðlegt gervihnattasjónvarp og
niðursoðna múgmenningu segul-
bandaiðnaðarins.
Eitt er það þó sem háir Ríkisút-
varpinu ekki síður en húsnæðishrak.
Það eru hin nánu tengsli þess við eig-
anda sinn og yfirvald, þ.e. ríkisstjórn
og Alþingi. í útvarpslögum segir að
Rikisútvarpið sé sjálfstæð stofnun.
Mjög var vandað til þessarar laga-
setningar, sem nú er um það bil ára-
tugargömul. Ein mikilvægasta grein
laganna fjallar um kosningu útvarps-
ráðs. Þar var svo kveðið á að ráðið
skyldi kosið á Alþingi til 4 ára í senn.
í fyrsta sinn sem reyndi á fram-
kvæmd þessarar greinar, sem var árið
1974, heyktist Alþingi á henni og
breytti henni í núverandi mynd sina,
þar sem svo er kveðið á að útvarpsráð
skuli kosið af hverju nýkjörnu þingi.
Sumum kann að þykja þessi breyting
smávægileg, svo er þó ekki og
táknrænt gildi hennar er jafnvel enn
meira en gildi inntaks hennar. Með
þessari lagabreytingu haustið 1974
var Alþingi í raun að lýsa því yfir að
1. grein útvarpslaganna („Ríkisút-
varpið er sjálfstæð stofnun. . . ”) sé
dauður bókstafur.
Það hefur vakið nokkra furðu
mína á 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins
að enginn þingmaður (en mér telst til
við mjög fljótlega athugun að allt að
því 5. hver þingmaður hafi haft bein
tengsl við Ríkisútvarpið, annað hvorl
sem fastur starfsmaður eða sem út-
varpsráðsmaður eða menntamála-
ráðherra), skuli hafa flutt frumvarp
til breytinga á útvarpslögum í þá átt
að festakjörútvarpsráðsað nýju við
4 ár. Slík lagabreyting hefði verið
höfðingleg afmælisgjöf. Jafnframt
hefði hún orðið mikilvægur áfangi á
þeirri leið að styrkja Ríkisútvarpið í
jreirri viðleitni að vera sjálfstætt
menningarafl.
Þorbjörn Broddason.
A „Niöurstaöan getur því orðið sú, að
íslenska sjónvarpið verði fyrir verulegum
áhorfendaflótta... ”
halda innreið sína í frystihúsin, þar er
farið að nota tölvur til að fylgjast
með hráefnisnýtingu og vart mun líða
á löngu uns þær hasla sér enn frekar
völl í þessari undirstöðuatvinnugrein
okkar. Telja má vist að vélmenni eigi
eftir að leysa af hólmi mikinn fjölda
stúlkna, sem vinnur við snyrtingu og
pökkun. Slíkt mundi hafa afdrifa-
ríkar afleiðingar og gífurlegt at-
vinnuleysi yrði hjá því fólki sem við
þessi störf vinnur.
En það er ekki bara i
frystihúsunum, sem þessi nýja tækni
er farin að halda innreið sína. Hún er
þegar farin að hafa áhrif í prent-
iðnaði. Félögin í þeirri grein hafa
hafið baráttu fyrir atvinnuöryggi
félagsmanna sinna.
Þessar byltingarkenndu stað-
reyndir blasa nú við okkur á næstu
áratugum. Því vaknar sú spurning
hvernig eigi að skipta afrakstri þess-
arar nýju tækni og hverjir eigi að
ráðayfir henni.
Verkalýðshreyfingin þarf að fylgj-
ast vel með
komandi árum og hafa forgöngu um
athuganir og tilraunir með breytt
rekstrarform, sem brúað gæti bilið
milli launavinnu og atvinnurekstrar á
sem lýðræðislegastan hátt, með
hagsmuni heildarinnar f huga. í þeim
efnum á verkalýðshreyfingin mikið
verk fyrir höndum, og því fyrr sem
tekið er á þessum málum þeim mun
liklegra er að áföllum þessarar tækni-
byltingar verði afstýrt.
Verkalýðs-
hreyfingin
Á 34. þingi ASÍ bar þessi
tæknimál mjög á góma. Þar var
samþykkt að fela miðstjórn að skipa
5 manna nefnd sem undirbúi tveggja
daga ráðstefnu um tölvumál á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Vonandi
leysir nefndin verkefni sitt vel af
hendi og aflar sem gleggstra
upplýsinga erlendis frá, þar sem þessi
tækni er þegar farin að hafa áhrif,
því enn virðist svo margt óljóst i
þessum efnum og sú litla kynning,
sem fram hefur farið hér á landi aðal-
lega beinst að skrif-
finnskugreinunum, en nær ekkert
verið minnst á þau áhrif sem þessi
okkar verkafólks.
Á þinginu starfaði nefnd sem
fjallaði um atvinnulýðræði og
tölvumál. í ályktun sem frá
nefndinni kom og samþykkt var á
þinginu segir meðal annars:
„Alþýðusamband Islands mun
berjast fyrir þvi að með samningum
eða löggjöf verði eftirtalin atriði
tryggð með viðunandi hætti:
1. Meðákvörðunarréttur og neit-
unarvald starfsfólks og verkalýðs-
félaga þess uin eftirtalin mál er lúta
að nýrri tækni:
Hvaða tækni nota skuli.
Á hvaða hátt þeirri tækni skuli beitt.
Hve hratt hin nýja tækni skuli tekin f
notkun.
Hvaða áhrif hin nýja tækni hafi á
vinnutíma starfsfólks og starfs-
mannafjölda fyrirtækjanna.
2. Tölvukerfi sem notuð eru við
stjórnun og eftirlit. Verkalýðs-
félögunum á hverjum stað verði
tryggður réttur til þess að hafa áhrif á
tölvukerfi sem hafa með stjórnun og
eftirlit að gera þannig að félögin geti
hafnað breytingum á kerfum, sem
þegar eru i gangi eða krafist
breytinga, sem þau telja nauðsynleg-
ar.”
Það er ljóst að að mörgu er að
málum í náinni
framtið og brýnt er fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að hafa vakandi auga
með þróun atvinnumála í fram-
tíðinni.
Jóhann Guðbjartsson