Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 4
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Stefánsdóttir
Éghata húsverk:
Leiðir tilþess að
minnka þau og
gera auðveldarí
ÞaA er auðvitað sjálfsagt að gera hreint fyrir sínum dyrum eins og það var kallað f >
gamla daga. En útivinna fólks er mikil og mörg verk hægt að létta. Eða þá að
sleppa þeim alveg.
Okkur barst fyrir skömmu í hend-[
ur bók sem hlotið hefur metsölu;
vestur í Bandaríkjunum. Nefnist híin!
The I Hate to Housekeep book. Á
islenzku mætti kalla hana bókina um
það Hvað ég hata húsverk. Þessi bók
var gefin út vestra á síðasta áratug og
víst er um það að margt hefur breytzt
siðan og margt hefur alla tíð verið
öðruvísi hér en í Bandaríkjunum. Þó
má læra ýmis þjóðþrifaráð af bók-
inni þeirri arna. Höfundurinn, Peg
Brachen, kennir þeim sem eins hugsa
og hún sjálf ýmis ráð til þess að
sleppa við húsverk, til þess að
minnka þau að mun og til þess að fá
einhvern annan til þess að vinna þau
fyrir sig. Bókin er miðuð við það að
húsverk séu fullt starf konu. Víðast á
íslandi eru þau hins vegar unnin með
annarri vinnu og oft af bæði körlum
og konum, jafnvel börnunum lika.
Þvi er kannski enn meiri ástæða til
þess að birta nokkrar af
ráðleggingum Peg.
Niðurbrot á
gömlum hefðum
Eitt gott ráð er að gleyma þvi þegar
i stað að allt sem sé þess virði að gera
það sé þess virði að gera það vel.
Þvert á móti er miklu betra að gera
það illa en að sleppa því alveg. Það er
betra að ryksjúga miðjuna á stofu-
gólfinu en að ryksjúga alls ekki neitt.
Skitt meö kuskið undir rúminu, það
má taka seinna.
Annað ráð er að breiða aldrei yfir
neitt. Hvort heldur það er gólfflötur
eða húsgagn. Sé s>:tt laust teppi á eld-
húsgólfið þýðir það aðeins að fyrst
þarf að hreinsa teppið og síðan gólfið
einnig. Sama gildir um aðra hluti.
Þá er ekki verra að geyma potta og
pönnur inni í skápum. Fallegari
myndir af fallegum, vel pússuðum,
pottum hangandi uppi á vegg eða
standandi á borði eru svo sem nógu
góðar þegar þær eru teknar á
heimilum fólks sem hefur nægan
: tíma til þess að pússa potta. Hjá þeim
sem hafa minni tima eða vilja nota
hann til annars er betra að spara
pússuverkið og eiga góða skápa.
Þegar byrjað er að taka til er ágætt
' ráð að byrja hvert sinn í öðru her-
bergi en síðast. Það þýðir að þó gefist
sé upp og hætt i miðju verki verður
ekki sama herbergið alltaf útundan.
f einu þessara herbergja er gott að
koma upp einhvers konar ruslakistu.
Helzt þarf hver fjölskyldumaður að
hafa sína kistu eða að minnsta kosti
sitt hólf þar sem hægt er að henda í
flýti lausu dóti sem annars er á fiakki
um alla ibúð. Þegar eitthvað vantar
næst er líklegt að það sé í ruslakist-
unni góðu.
Sfðasta ráðið i þessum kafla er svo
að bregöa hart við strax og mönnum
dettur í hug að vinna eitthvert hús-
verk. Aldrei skyldu menn geyma til
morguns það sem þeir eru i skapi til
að gera í dag þvi á morgun kann
skapið að verða allt annað.
Blettir og slettur
Þegar blettir og slettur koma í föt
eða aðra vefnaðarvöru er bezt að
hugsa fyrst um það hvort ekki er
hægt að ná þeim af með venjulegum
þvotti. Sé það ekki eru ýmis ráð til að
þess að ná úr blettum. Það bezta að
dómi Peg Brechen er að fara með
fötin í hreinsun. Það er hreint ótrú-
legt hverju þeir ná úr fötum sem hafa
atvinnu af að hreinsaþau. Og verðið
er ekki svo voðalegt miðað við allt
annað.
En fyrir þá sem ekki tíma að sjááf
því fé eða hafa ekki efni á því eru hér
nokkur af ráðum Peg. Kertavaxi er
hægt að ná úr t.d. borðdúkum meðí'
þvf aö skafa það mesta úr með hnífi.
Dúkurinn er siðan lagður á milli dag-1
blaða og heitt strokjárn ofan á.
Pappírinn á að drekka f sig vaxið.
Geri hann það ekki og dúkurinn er
hvort eð er ekki merkilegur má skella
HeLmiIisbákhaM vikuna: til
■n ir' j a i i ■ • í j • ••v
Mat- ofí* drwkiarvomr. hreiiilætLSvoriir oer b.n.:
1 ' Oi
Sunnud Mánud Þridjud Miövikud FLmmtud Föstud Laugard
'
V- |
•1Ce>
SamL Samt Samt SamL Sairrt SamL SamL ,
Önnur útgjöld:
Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud Fimnitud Föstud Laugard
*■ -*«
\ * ,
Samt SamL SamL SamL SamL SemL RamL.
honum f þvottavélina, setja á mikinn
hita og örlftið af bökunarsóta saman
við þvottaduftið. Sé dúkurinn hins
vegar góður er hreinsunin aftur betra
ráðið.
; Ryðblettum á að vera hægt að ná
úr með sítrónusafa og vatni. Sé ryðið
á málmhlutum má reyna borðsalt og
terpentfnu.
Blek er erfitt viðfangs. Gömul
kenning bauð að dýfa blekblettinum í
tómatsafa og láta liggja f 10 mínútur.
En með nýtízku blektegundum dugir
þetta ráð ekki lengur. Sé flíkin þvott-
ekta má reyna að leggja hana í bleyti í
kalt vatn og þvo síðan í vel heitu og
setja f klór. Sé hún það ekki má reyna
að kaupa blekeyði en oft virkar hann
ekki, blek er svo mismunandi. Þá er
það aftur hreinsunin. Fari blekið i
húsgögn er ráðlagt að kalla á fag-
menn til að hreinsa það.
Því sem börn sulla í fötin sín, is,
leðju, sultu og súkkulaði, er yfirleitt
hægt að ná úr í venjulegum þvotti.
Peg Brachen hefur tröllatrú á þvi eins
og margir Bandaríkjamenn að setja
ögn af bökunarsóta í vélina, það
auðveldi þvottinn.
Tyggigúmmi telst þó ekki til þess
flokks. Þvi er stundum hægt að ná úr
með því að frysta flfkina og mylja
það úr. Oft næst það þó ekki alveg og
þá er eina ráðið að minna á það sem
tannlæknirinn sagði, tyggjó er óhollt
og það eiga börn ekki að fá.
Sinnep er sama eðlis, það er erfitt
að ná því úr. Pylsur með engu sinnepi
eins og krakkarnir segja eru líka
alveg ágætar. Hægt á að vera að ná
sinnepi úr með glyseríni og klór. En
hver á glyserín heima hjá sér?
Vatn, heitt og kalt
Heitt og kalt hreint vatn er þó það
sem byrja skal á við hreinsun. Byrja
skal á köldu vatni og hita það svo
smám saman eftir því sem hluturinn
sem hreinsa á þolir. Kaffi og te er
bezt að ná úr með heitu vatni. Þá er
flfkin eða dúkurinn lagður á milli
tyeggja vel blautra handkiæða og
dumpað svo á það með einhverju tré-
kyns svona sirka þar sem bletturinn
er. Ef það dugar ekki má reyna klór.
• Ef hætta reynist á að flíkin láti lit
við þessa meðferð má komast að hinu
sanna með því að klippa örlítinn bút
innan úr faldi eða saum og prófa
það á honum. Láti búturinn lit er
hreinsunin enn bezta ráðið.
Bezta ráðið við hreinsun á baðkeri
er að hreinsa það alls ekki. Noti fjöl-
skyldan einhverja af þeim mörgu
tegundum af freyðibaði sem fæst á
markaðnum þarf ekki nema rétt að
skola yfir baðið og það er alltaf eins
og nýtt. ,
Bökunarsóti f vatni er hreint töfra-
lyf til að hreinsa nánast aö segja hvað
sem er, fyrir nú utan að það lækkar
magasýrumar. Gott er að sjóða
bökunarsótann saman við dálitla
slettu af vatni og bæta svo i vatni
þégar soðið hefur. Þá blandast allt
saman. Nota má vökvann til þess að
þvo jafnt húsgögn sem bletti úr
fötum. Blandan er vita meinlaus og
gerir engum til en getur oft hjálpað.
Siðasta og bezta ráðið í öllum
þessum hreingerningum er svo að
minnka öll ljós ögn þegar von er á
gestum , hafa jafnvel bara kertaljós,
þá mega vera mikil óhreinindi til að
'sjást.
-DS.