Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
9
Fyrstu bílamir koma til Islands
BILAR
Svart púströr
Eitt einkenni um vantsillta
bensínvél er ef púströrsendinn að
innan er svartur að lit. Á vel stilltri
vél, sem ekið er á réttan hátt. er púst-
rörsendinn Ijósgrár.
Þessu er rétt að huga að eftir lengri
akstur. t.d. 50 km þjóðvegaakstur á
léttum hraða.
1 stuttum innanbæjarferðum eða
þegar bil er ekið of hægt i gírum. getur
púströrsendinn orðið svartur án þess
að vél sé vanstillt.
Keðjur
Þó að þægilenra sé að setja keðjur á
bllinn þegarhann erkominn á hvolf þá
er mönnum eindrenið ráðlagt að setja
þtxr á dekkin þettar híllinn snýr rétt.
I framhaldi af ofanritaðri klausu má
segja frá borgfirska bóndanum, sem
velti jeppanum sínum op er að var
komið var hann I óðaönn að smyrja
bllinn.
„Þá ert bara að smyrja, ” varð
einhverjum að orði,
„Já, hann lá svo helviri vel við,"
svaraði bóndi.
ThomsensbíNinn,
fyrsti bíllinn
Með 2000 kr. framlagi frá Alþingi
keypti Dethlev Thomsen kaupmaður
fyrsta bilinn hingað til lands. Bíll
þessi er talinn hafa verið af gerðinni
Cudell, 6 til 7 hestöfl, var keyptur
gamall en kom hingað til landsins 20.
júní 1904. Hann reyndist illa en var
þó ekið af og til í tvö ár og komst
m.a. austur að Eyrarbakka og
Stokkseyri en hjálp þurfti hann í
erfiðum brekkum. Þetta var fólks-
bíll, trúlega 5 manna þótt 7 manns
hafi verið troðið í hann í ökuferðum
innanbæjar.
Grundarbíllinn,
annar bíllinn
Magnús Sigurðsson trésmiður,
bóndi og kaupmaður að Grund í
Eyjafirði, flutti hann til landsins í
nóv. árið 1907. Þetta var notaður
vörubíll, þýskur, af gerðinni N.A.G.,
tveggja strokka, 8 til 9 hestöfl, 3,9
tonn að þyngd tómur og hámarks-
hraði 20 km á klst. Þessi bíll reyndist
bæði of þungur fyrir vegina og of
kraftlítill og var hann notaður af og
til i tvö ár en síðan lagt. Hann var
Ioks sendur til Kaupmannahafnar
1912 og seldur þar 1913.
Bookless bíllinn,
þriðji bíllinn
Þennan bíl fluttu skoskir útgerðar-
menn, Bookless bræður, til landsins
snemma árs 1913. Þeir höfðu bæki-
stöð í Hafnarfirði og fer ekki miklum
sögum af bíl þessum sem mun hafa
verið af gerðinni Austin. Ekki er
kunnugt um árgerð bílsins en hann
mun hafa reynst vel og veriðl ferðum
milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
sumarið 1913.
Fyrsti Fordinn
var fjórði bíHinn
Fyrir tilviljun kom fyrsti Fordinn
til landsins á afmælisdegi bílanna á
Islandi eða 20. júní 1913 eða sama
dag og Thomsensbíllinn. Með
Fordinum fór ökuhraði vaxandi enda
Rögnvaldur heitinn Þórðarson við fyrsta leigubil sinn sem var Chrysler árg. '31
(?). Rögnvaldur var fyrst á Aðalstöðinni eri sést til vinstri á myndinni, í baksýn við
bilinn er Heildverslun Halldórs Eirikssonar sem verslaði með Volvo bifreiðar.
Húsið mun hafa verið kallað smjörhúsið. Þessar byggingar stóðu austast á lóð
þeirri milli Hafnarstrætis og Lækjartorgs, sem m.a. Hótel Hekla stóð á. Húsið tii
hægri stóð norðanvert við Hafnarstræti. Billinn nær húsinu er 7 manna Dodge.
Ílággír
Akstursæfingar á ís
Mörg ráð eru gefin varðandi
hálkuakstur, en vegna þess hve bílar
eru ólíkir, er vandasamt að gefa slík
ráð. Tvimælalaust er öruggasta ráðið
einfaldlega það að ráða hverjum
ökumanni til þess að æfa sig á sinum
eigin bil i hálku til þess að kynnast
viðbrögðum hans.
Leirtjörn sem er við.veginn upp að
Hafravatni frá Úlfarsá við Keldnaholt
er tilvalinn æfingarstaður. Tjörnin er
örgrunn og botnfrýs á stuttum tima i
sæmilegu frosti. Þangað ættu menn að
skjótast á bílum sem þeir eru óvanir í
hálku og æfa sig með hægð og gætni.
Það gæti komið í veg fyrir slys við
óvæntar hálkuaðstæður i umférðinni.
Úti á landi má lika víða finna heppi-
lega staði til æfinga. Mikill hraði er
bæði hættulegur og ónauðsynlegur við
æfingar.
Á Hlemmi
Hreyfill hafði lengi aðsetur á Hlemmi þar sem nú er bækistnð strætisvagnanna. Á
mvndinni er Chevrolet '47, en þeir voru afar algengir og vinsælir igubilar, vél 6
strokka linumótor og einn sá fyrsti með toppventlum. Bilstjórarnir veir framan
við bilinn eru Benedikt Hjartarson sem enn ekur R 1635 á llreyfli og Páll
Eyjólfsson, sem er látinn. Halli og Laddi hafa sést á Chevrolet cabriolct '47, sem
er opinn og sérlega fallegur bfll.
Kristinn Snæland
í september 1913 kom svo annar
Ford til landsins og loks kom fyrsti
Overlandinn 6. des. 1913. Þó Over-
landbílarnir séu horfnir hefur sama
verksmiðja enn trausta fótfestu hér á
landi, en frá henni eru Willys jepp-
arnir góðkunnu.
Willys nafnið þekktist raunar
löngu á undan jeppunum, því fyrir
1920 voru komnir hingað bílar frá
Overland sem hétu Willys Knight.
Þróunin varð mjög hröð og á bif-
reiðaskrá í Reykjavik 1918 voru 29
Overlandbílar og 22 Fordar. Þá voru
og komnir til sögunnar Chevrolet
bilar þó þeir væru ekki á skrá í
Reykjavík.
17 mótorhjól voru á skrá í Reykja-
vík 1918 en þau elstu höfðu verið í
umferð allt frá 19. júní 1905. Til
marks um það hve Overland, Ford og
Chevrolet hafa notið trausts lands-
manna má geta þess að 1955 voru
þessar tegundir langalgengastar hér á
landi.
Hann spólar á öllum
Bretar framleiða marga sérkennilega,
fallega og Ijóta sportbila. Á myndinni
er Jensen C-V8 FF árg. '66, cn þar er
danskættaður framkvæmdastjóri sem
gcfur nafnið, C er fyrir Chryslcr vél og
FF er Ferguson Four Wheel Drive, en
dráttarvélaframleiðandinn Ferguson
stóð að gerð þessa bíls, sem átti að
vera heimsins öruggasti bíll og til þess
a.m.k. fjögurra hjóla drif. Ekki verður
hann talinn með torfærubilum enda 1,7
tonn að þyngd og hæð undir lægsta
punkti 15 cm. Þessi bil mun
framleiddur enn, en horfið mun frá
framhjóladrifinu. Hámarkshraði 205
. km og viðbragð á 100 km 8 sek.
Steindórs-flotinn 1920:
Bifreiðastöð Steindórs er öllum landsmönnum kunn, en útgerð Steindórs hófst 1915 er hann keypti sér nær nýja Ford bif-
reið. Steindór Helgi Einarsson fæddist í Ráðagerði í Reykjavik 25. júli 1888 og áður en hann gerðist bifreiðarstjóri hafði
hann stundað þá atvinnu að flytja fólk og varning milli skipa og lands við Reykjavík.
Grímur J. Sigurðsson sem var með ökuskirteini nr. 12 í Rc.vkjavfk ók fyrst fvrir Steindór sem var mágur hans. Steindór
tók fljótlegá próf og var með skirteini nr. 23.
Bifreiðarekstur Steindórs varð svo umfangsmikill að árið 1938 er því haldið fram í timaritinu Samtiðinni að enginn
maður i viðri veröld geri út jafnmarga bila í einkaeign
Á þessari mynd sem tekin er 1920 sést bílaflotinn, alls 10 bilar, en samkvæmt Bifreiðaskrá Reykjavikur þetta ár hefur
Steindór átt 11 bila. t bilnum sem næstur er á mvndinni er Grimur en i bilnum fjærst er Steindór. Grímur er á Willys Knight
en Steindór á Overland gerð 85.1918 átti Steindór fjóra Ford og fjóra Overland en 1920 eru allir bílarnir frá Overland verk-
smiðjunum. En fyrstu bifreiðainnflytjendur á tslandi voru Jónatan Þorsteinsson kaupmaður með Overlandinn og Páll
Bjarnason i Bandaríkjunum með Fordinn en hann hafði fengið tslandsumboð hjá verksmiðjunum. t upphafi árs 1915 fékk
svo Páll Stefánsson kaupmaður Ford-umboðið heim og var með það áratugum saman.
náði hann þeim ógnarhraða 40 km á
klst. Með komu Fordsins hélt bif-
reiðaöld innreið sina að fullu á
íslandi, enda fór Fordinn vítt og
breitt um Suðurland og nágrenni
Reykjavíkur.
8. júlí birtist I Vísi grein sem jafn-
framt er talin fyrsta auglýsing á
íslandi um fólksfiutninga með bif-
reiðum. Þar auglýsir Sveinn Oddsson
ferðir með Fordinum og hin fyrsta
leigubílastöð landsins hefur aðsetur í
Iðnaðarmannahúsinu simi 81.
Fyrstu fargjöldin til nokkurra
staða eru þessi fyrir manninn, miðað
við að fjórir ferðist saman:
Til Þingvalla kr. 10,00
Til Hafnarfjarðar kr. 2,00
lnn að Elliðaám kr. 1,25
Austurað Ölfusá kr. 12,00
— Þjórsárbrú kr. 16,00
— Eyrarbakka kr. 15.00
— Ægissíðu kr. 19,00