Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 24
Ragnar Amalds fjármálaráðherra: Nýtt fyrirtæki stofn- að í stað Olíuma/ar hf. — með eignaraðild ríkissjóðs, Útvegsbanka og Framkvæmdasjóðs. Oiítmöl hf. geið upp og nýja fyrirtækið mun ekki bera ábyrgð á fortíðiimi frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981. „Það sem hefur gerzt er að ákveð- ið hefur verið að nýta heimild í fjár- lögum til að breyta skuldum Olíu- malar hf. til ríkisins í hlutafé. En það verður ekki hlutafé í Olíumöl hf. heldur nýju fyrirtæki á nýjum grunni, sem fær það verkefni að kaupa efni Olíumalar hf. Olíumöl hf. verður gerð upp,” sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í gær. Dagblaðið greindi frá því í gær, að fjárveitinganefnd Alþingis hefði milli jóla og nýárs samþykkt á fundi sinum, að fjármálaráðherra gæti nýtt heimildarákvæðið í fjárlögum siðasta árs og breytt kröfum ríkis- sjóðs í hlutafé. Þar kom fram að hlutaféð yrði í Olíumöl hf. en að sögn ráðherrans verður svo ekki. „Það er bráðabirgðaráðstöfun að ríkið nýti eignir Olíumalar hf., þann- ig að þær lendi ekki á tvist og bast,” sagði ráðherrann. En það er fjarri því að gömlum syndum Oliumalar hf. verði velt yfir á ríkið. í hið nýja fyrir- tæki leggur ríkið fram þær kröfur sem það á í Olíumöl hf. Staðið er í samningum við fleiri aðila sem kæmu inn í hið nýja fyrirtæki og ekki er víst að það verði rekið af ríkinu. Þetta er okkar aðferð til þess að bjarga þessum eignum. Þeir aðilar sem hugsanlega koma inn í dæmið eru Framkvæmdasjóður og Útvegsbank- inn. Með þessu er endanlega ákveðið að Olíumöl hf. verður gerð upp, hvort sem hún verður gerð gjaldþrota eða ekki. Hið nýja fyrirtæki verður með nýju nafni og mun ekki bera neina ábyrgð á fortíðinni. Það verður byggt upp í nútíðinni og horfir til framtíðarinnar. Ég hef aldrei sam- þykkt og fjárveitinganefnd ekki heldur að breyta söluskattsskuldum Olíumalar hf. í hlutafé í þessu gjald- þrota fyrirtæki,” sagði Ragnar Arnalds. -JH. „Grefurund- antraustiá stjómvöldum” segir Kristján Thortacius um dnahagsaðgerðimar „Þetta skapar geysilega vantrú á samningsrétt og samninga við stjómvöldrað engir samningar haldi, sem geröir eru. Þetta grefur undan trausti almennings á stjórnvöldum,” sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um efnahagsaðgeröir rikis- stjórnarinnar í viðtali við DB. „Það hlýtur að vekja mesta athygli launþegasamtaka, að enn einu sinni er rift kjarasamningum með lögum, meira að segja bráða- birgðalögum.” „Ég kem ekki auga á, að for- sendur séu breyttar frá því að samningar við okkur voru gerðir i ágúst.” „Ég vil undirstrika þetta megin- sjónarmið um samninga. Auk þess er enn einu sinni verið að gera ráðstafanir, er menn gera ráð fyrir, að séu bráðabirgðaráðstafanir og enn verðióvissa eftir nokkra mánuði.” Kemur til greina, að BSRB gripi til gagnráðstafana? „Það verður stjórnarfundur á mánudaginn, þar sem þessi mál verða rædd,” svaraði Kristján Thorlacius. -HH. Nafn piltsins semiézt Pilturinn sem lézt í Hnífsdal á nýársnótt hét Jósep Heimir Óskars- son, til heimilis að Aðalstræti 11, ísa- firði. Hann var fæddur 20. maí 1964. Rannsókn á láti hans stendur enn yfir hjá lögreglunni á Isafirði. Bað lög- reglan blaöið að geta þess að ef ein- hver vitni sem ekki hafa ennþá komið fram eru til, þá vinsamlega hafi þau samband við lögregluna. -ELA. Ökumenn þessara bíla voru ekki að bíða eftir grænu Ijósi i Lækjargötunni i gær heldur að komast að bensindælunni hjá BSR. Á meðan þeir biðu gátu þeir stytt sér stundir við að skoða auglýsingu um daglega ánægju milljóna manna um allan heim. Á minni myndinni mé sjá langa bilaröð við bensínafgreiðslu sendibilastöðvar í Síðumúlanum. Sú bilaröð var samfetld mestan hluta gærdagsins og trufíaði mjög umférð um götuna. DB-myndir: S/Sig. Þorri. Ríkissáttasemjari: Enginn f undur með bensínafgreiðslumönnum — langar biðraðir eftir bensíni í gær „Það hefur ekkert gerzt í málum bensinafgreiðslumanna i dag, utan að menn hafa talað mikið saman,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari er blaðamaður DB náði tali af honum í gærkvöld. „Það hefur ekki verið boðaður nýr fundur,” sagði sáttasemjari enn- fremur, „og ég reikna ekki með að það verði gert fyrr en eftir helgi. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að það breytist.” í gær var víða selt bensín í Reykja- vík og mynduðust langar raðir bila við bensíndælur. Urðu margir að bíða allt upp í tvær klukkustundir til að fá af- greiðslu. Á Bæjarleiðum var selt bensín frá þvi snemma um morguninn til klukkan tvö. Þá hófst sala einnig að nýju hjá BSR og urðu nokkrar umferðartafir í miðborginni af þeim sökum. -ÁT- VERKFALL f RÍKISVERK- SMIÐJUNUM12. JANÚAR — takist samningar ekki stöðvast Áburðarverk- smiðjan, Sementsverk- smiðjanog Kísiliðjan Starfsmenn í rikisverksmiðjunum hafa boðað verkfall frá og með 12. janúar nk. Hér er um að ræða starfs- menn þriggja ríkisverksmiðja, Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og Kísiliðjunnar við Mývatn. Samningaviðræður hafa staðið yfir í talsverðan tima. Á föstudag var starfsrriönnunum gert tilboð sem hljóðaði upp á 11,2% kauphækkun. Því tilboði var hafnað og þá slitnaði upp úr samningaviðræðum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði síðdegis í gær, að það bæri í grundvallaratriðum á milli starfsmannanna og ríkisverksmiðj- ► Kísiliðjan við Mývatn: starfsmenn ríkisverksmiðjanna höfnuðu 11,2% kauphækkunartilboði. DB-mynd: Hörður. iltju sams anna, að starfs. konar samnii blendiverk tanga., sagt t að r£8M eni öðruvlSníðuF Rikissáttasemjari sagði í gær að verið væri að ræða málin og reiknaði hann með því að fundur í deilunni yrði boðaður strax eftir helgina, að öllum líkindum á mánudag. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.