Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 3 Fyrir neðan allar hellur —að olíuf élögin skuli ekki gera sæmilega við bensínaf greiðslumenn sína ATH. TAKMÖRKUM í HVERN TÍMA. Bjarni hringdi: Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að olíufélögin skuli ekki gera sæmilega við bensínafgreiðslumenn sína, þeir eru jú fjandakornið andlit fyrirtækjanna og að mestu undir þeim komið hvar kúnninn velur að verzla. Nú karpa þessir vellríku einokunarhringar um fimm prósent uppbót vegna aukinnar menntunar afgreiðslumanna eftir að hafa sótt námskeið tengt starfinu. Olíufélögin hafa komið sér upp þægindum einokunar, þau kaupa olíu á verði sem enginn veit í raun um hvernig er fundið og selja okkur landsmönnum, nauðugum viljugum, því ekki er í önnur hús að venda. Félögin vita nokkuð nákvæmlega um markaðinn og því reynir ekki mjög á stjórnvizku helztu ráðamanna. Sjálfir afgreiðslu- mennirnir eru því þeir starfsmenn sem máli skiptir að hafi góða fram- komu á vinnustað því kúnninn á þann eina valkost i bensínkaupum að velja á milli útsölustaða, a.m.k. hér í þéttbýlinu sunnanlands. Olíu- furstarnir verða að hafa þetta í huga þegar þeir skipta á milli sín launum. Bensínverkfallið: DRÁTTURÁ BODUN SAMN- INGAFUNDA Láki skrifar: Einkennilegt er það með verkfall bensínafgreiðslumannanna. Svo virt- ist sem ekki væri vilji til þess að reyna að leysa það fyrir áramótin. Þegar upp úr slitnaði leið langur tími þar til fundur var boðaður. Nú vita allir að bíllinn er öllum landsmönnum mikið nauðsynjatæki, en hann fer ekki langt, ef ekkert er eldsneytið. Engin afstaða skal tekin til efnis- atriða málsins, hvort bensínmenn eru Bíllinn fer ekki langt ef ekkert er elds- neytið. Því er nauðsynlegt að samningar takist fljótt,” segir Láki. -DB-mynd: Ragnar Th. að fara fram á meira en aðrir eða hvort kröfur þeirra eru réttlátar. En það verður að leggja alla áherzlu á að •leysa mál sem þessi sem fyrst. Samningsaðila verður að boða á fund, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Séu menn að tregðast til samninga verður að halda þeim við efnið. Það er gömul og ný reynsla að menn halda ekki út maraþonfundi. Við viljum bensín á bílana. Valdi skrifar: Ég sá í einhverjum blöðum áður en útvarpið hóf útsendingar í stereo að þetta yrði einhver hallæris- búskapur og kannski bara plat-stereo með suði og gargi. Það var þvi með nokkrum fyrirvara að ég settist niður til að hlusta á stereo-útsendingar í á- gætu tæki sem ég á til slíkra nota. Og ég verð að segja eins og er að gæðin komu mér mikið á óvart — satt bezt að segja hef ég ekki heyrt öllu betra útvarps-stereo en það sem gamla góða Ríkisútvarpið býður upp á. Sömu sögu hafa fjölmargir kunningjar mínir að segja og fæstir eru með nokkur meiri háttar loftnet. Sjálfur er ég t.d. aðeins með stuttan virbút. Ekki veit ég hvernig útkoman er utan Reykjavíkur en sé hún eins góð og hér í höfuðborginni á útvarpið ekki aðeins skilið hundraðfaldar þakkir, heldur þúsundfaldar. Nú loksins er hægt að njóta tónlistar- flutnings í útvarpi — og það er meira að segja orðið gaman að klassískri músík. Það var enda ekki vonum seinna, að útsendingar hæfust i stereo. Stór hluti þjóðarinnar býr yfir rándýrum og vönduðum útvarpstækjum, sem hingað til hafa mátt notast við gamla radíóið eitt, nema þá þeir, sem eru svo lánsamir að vera með góðan loft- netsútbúnað og geta notið erlendra stöðva þegar kvöld er komið. Aftur og enn á ný: til hamingju, Ríkisútvarp, með gott stereo og afmælið! Bensfnafgreiðslumenn eru andlit olfufélaganna, segir Bjarni. Ekki heyrt betri stereo- útsendingar Hringiö Í sima kl. 13 lS' ___silS lcl Gleðilegt nýár KENINISLA HEFST MÁNUDAG 5. JAN. í HAFNARFIRÐI 8. JAN. í REYKJAVÍK. GETUM BÆTT VIÐ TAKMÖRKUÐUM NEMENDAFJÖLDA í SAFNAÐARHEIMILI LANGHOLTSKIRKJU Á FIMMTUDÖGUM OG í HAFNARFIRÐI. Nýi- dansskólinn SÍMI52996 KENNUM: Gömludansa, samk vœmisdansa barnadansa diskódansa Hvað olli þór mestum vonbrigðum á síðasta ári? Erna Marteinsdóttir húsmóðir: Ég veit það ekki. Ég varð ekki fyrir neinum sérstökum vonbrigðum. Árið var ágætt fyrir mig. t.ísli Jónsson nemi: Það að Irar skyldi ekki verða Íslandsmeistari i fót- bolta. Egill Kristbjörnsson fulltrúi: Þaö var nú eiginlega ekkert. Ég er bara ánægður meðárið. Jón Magnússon, hættur aö vlnna: Ég veit það ekki, kannski ríkisstjórnin og úrlausn Friðjóns á Gervasonimálinu. Grita Birgisdóttir starfsstúlka: Það er svo margt. Ég heid að ég geti ekki tekið neitt útúr. Sverrir Karisson blfreiflarstjóri: Ætli það hafi ekki verið það að efnahags- málin skuli vera i sama horfinu og þau voru í byrjun ársins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.