Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDÁGUR 3. JANÚAR 1981 5 „LATUM VONLEYSISHJAL OG ÚR- TÖLUR EKKIVILLA UM FYRIR OKKUR” —sagði Vigdís Finnbogadóttirforseti íslands íáramótaávarpi sínu „Veiztu að vonin er til. . . ” Þessi orð kvaðst Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands vilja gera að einkunnar- orðum landsmanna um þessi áramót í ávarpi því, er hún flutti þjóðinni á nýársdag. í lok ávarps forseta sagði hún: „Þegar litið er um öxl virðist svo sem verstu ár íslenzkrar þjóðar hafi verið þegar hún lét vonleysi ná tökum á sér. Við búum í landi, sem einatt hefur verið okkur erfitt. Það er oft ekki á færi okkar að afstýra margs konar vanda, sem að okkur steðjar. En við getum brugðizt við vandanum. Okkur er geflð vit. Okkur er gefinn styrkur. Hagsýni er okkur í blóð borin. Allt þetta og miklu fleira býr í okkur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum vonleysishjal og úrtðlur ekki villa um fyrir okkur. Glamur og skarkala bar hér áður á góma og misnotkun orða í á- róðursskyni. Við skulum ekki láta telja okkur trú um það að íslenzkt þjóð- félag sé á vonarvöl. Dægurþras og karp um keisarans skegg breyta ekki Ur áramótaávarpi forsætisráðherra: „VIUIER ALLT SEM „Landsmenn góðir. Það veltur á ykkur öllum, skilningi ykkar á þessum aðgerðum, vilja ykkar til þess að draga úr verðbólgunni, hvort þessi tilraun tekst. Ég held, að enn séu í góðu gildi orðin hans Einars Benediktssonar, vilji er allt sem þarf,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í ára- mótaávarpi sínu, þar sem hann kynnti nýju efnahagsaðgerðirnar. „Síðanþetta var ort hafa stórstígar framfarir orðið á íslandi á flestum sviðum. f þessari ævintýralegu fram- farasókn hafa tslendingar reist i verki ÞARP’ viljans merki.” „Öll okkar mál höfum við tekið í eigin hendur, endurreist þjóðveldi og endurheimt umráð'. allra fiskimiða um- hverfis landið. f öUu þessu umróti og gegnum átök við erlend öfl hefur viljinn og hin viljasterka eining is- lenzku þjóðarinnar verið það óstöðv- andi afl, sem áfram knúði og hlaut að sigra, aftur og aftur. ” „Oft og áþreifanlega hefur þjóðin sýnt og sannað í verki, að viljinn er allt sem þarf,” sagði forsætisráðherra. „En í einum þætti þjóðmála hefur íslendingum illa gengið að sýna þá einingu viljans, sem í öðrum stórmálum hefur borið hana á örmum sér til frækUegra sigra. Jafnvægi, stöðugleiki í efnahagsmálum hefur þar orðið útundan. Hvassir sviptivindar óstöðugleikans, verðbólgunnar, hafa geisaðumgrund.” „Óviðráðanlegar orsakir utan að hafa valdið hér nokkru um, olíu- hækkun, sölutregða, verðlækkun á út- fluttum afurðum, en höfuðorsökin er okkar eigin smíð, Kröfugerð án heild- arsýnar, metingur án tillits til annarra, skUningsskortur á þjóðar- þörf, vöntun á samstilltum þjóðar- vilja.” -HH. Féll í stiga og beið bana Hálfníræð kona í Njarðvík, Guðlaug Stefánsdóttir, féll í stiga á heimili sínu á nýársdagsmorgun og lézt skömmu síðar af áverkum, sem hún hlaut i faUinu. Það var um hálf áttaleytið í fyrramorgun, að maður nokkur hringdi dyrabjöUunni heima hjá Guðlaugu, en hún bjó á annarri hæð hússins. Hafði maður þessi fest bU sinn i snjóskafli og þurfti að komast í síma. Á leið niður stigann til að svara hringinguini féll Guðlaug heitin með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn úti fyrir heyrði eitthvað falla og opnaði til að sjá hvers kyns var. Hringdi hann þegar á sjúkrabU en Guðlaug lézt á leiðinni á sjúkrahús. -ÓV/emm. Kertin hennar Grýlu Ætliþau gerist mikið stœrri, grýlukertin? Þeim þótti að minnsta kosti orðið nóg um ifiskbúðinni Sœbjörgu slðdegis lgœr og brutu þau niður — og kústurinn hajði betur. -DB-mynd: S. þeirri staðreynd, að þrátt fyrir úrlausn- arefni daglegs Ufs. erum við ekki að syngja okkar síðustu vers. Sannanir þessa blasa hvarvetna við. Landið okkar og það afl, sem í sjálfum okkur býr, veitir okkur svo ríkulegt viður- væri, að áþreifanleg velmegun er hér miklu meiri en víðast gerist og svo mikil, að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okkar virðingu. En velmegun, talin i krónum og aurum, er annað en velmegun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf. Það er velmegun andans, og tU að öðlast þá velmegun þurfum við þessa von, sem svo fallega hefur verið ort um. Megi það verða kjörorð okkar Íslendinga, að vonin sem stundum er veikbyggð eins og vetrarblóm, dafni og verði að sóleyjum sumarsins 1981 — vonin um batnandi tíð og góðæri til sjós og lands og í hugum okkar mannanna. Með sam- stððu og sjálfstæðishugsjón, tillits- semi og skilningi, hófsemi, sannleiksást og ræktun lýðræðisins mun okkur vel vegna. Þá munum við kunna fótum okkar forráð, og þá eigum við verð- mæti að gefa, ekki aðeins okkur sjálf- um heldur einnig öðrum þjóðum. GJeðilegt ár og megi allt gott, sem hugsað er í heiminum og nefnt sínum réttu nöfnum, friður, vísindi og manngæzka, fylgja okkur á árinu sem fer í hönd og alla tíma,” sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands að lokum. Hjóliðundan ogútísjó! Þeir voru að fœra þennan hvíta bil til skoðunar i gœr þegar kom i Ijós, að hann var kominn langt fram yfir skoðunartima. Það mátti enda ekki seinna vera — þegar komið var niður I Sœtún af Kringlumýrarbrautinni heyrðist allt í einu smellur og annað framhjólið fauk undan bílnum og alla leið út I sjó. Þar vaggaði það kurteislega I k veðjuskyni og rak til hgfs. Fordinn var fluttur af staðnum aftan I kranabll. DB-mynd: S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.