Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 2
 Sjómenn mega kallast fyrirvinnur þjóðfélagsins, segir bréfritari. —V—V V tutt og skýr bréf Enn einu sinni minna lesemladálkar DB alla þá. er hynniast senda þœttinum linu. a<) látu fylyja fullt nufn. heimilisfany. simanúmer tef um þa<) er a<) rœda) oy * nafnnúmer. Þetta er litil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar <>H til mikilla þœyinda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á a<) hréfeiya a<) reru stutt og skýr. Áskilinn erfullur réttur til a<) ' stytta hréfof! umorða til að spara rúm op koma efni hetur til skila. Bréf œttu hel-t ekki að rera lenpri en 200—300 orð. Símatimi lesendadálka DB er milli kl. L 13 op 15 frá mánudöpum til föstudaya. •**- * 52.14 Bankar og sparisjóðir sjá um umskráningu innlánsreikninga og verðbréfa í þeirra vörslu úr gömlum krónum í nýjar. Eigendur sparisjóðsbóka geta sem fyrr komið hvenær sem er efdr áramótin til þess að sjá vaxta- færslu og innistæðu þeirra í nýkrónum. Reikningsyfirlit verða send í pósti eins og hingað til. Þú þarf ekki að hlaupa til, bankinn sér um breytinguna óbeðinn. minni upphæðir-meira verðgildi DAGBLADID. MÁNUDAGUR S. JANÚAR 1981 Auðlindaskattur dræpi alla sjálfs- bjargarviðleitni —sjávarútvegurinn síðasta tækifæri hins dugmikla ogframsækna 1800—7258 skrifar: Ég beini máli minu til ungra og framsækinna sjómanna vítt um sjávarpláss iandsins. Leyfum aldrei hugmyndafræöing- um stjórnmálanna aö setja auðlinda- skatt á þá einu auðlind sem getur lyft okkur upp! f sjávarútveginum er sið- asta tækifæri hins dugmikla og fram- sækna, það síðasta sem ekki hefur horfið inn í hið misvitra stjórnsýslu- kerfi sem ekki hefur reynzt landsins börnum of vel. Undanfarið hafa margir harðdug- legir ungir menn haslað sér völl við sjávarsíðuna og ekki sparað handtök- in né sóknina á miðin í vályndum veðrum. Þeir hafa sótt okkar lifi- brauð í greipar Ægis er tekur toll af okkar sjómönnum, oft á tíðum svo mikinn að halda mætti að styrjöld væri hér. Sjómaður er sjómaður, lukkuriddari sem tekur áhættuna af fúsum og frjálsum vilja, þessu þjóð- félagi til lifs og sjálfum sér. Sjómenn mega kallast fyrirvinnur þjóðfélags- ins. Komist auðlindaskattur á munu þeir sem hafa greiðastan aðgang til hrossakaupa við stjórnsýsluna tröll- ríða sjávarplássum þessa lands. Dug- miklu sjómenn! Standið dyggan vörð gegn þessari lúmsku og banvænu atlögu er nú ógnar ykkur á sjálf- stæðisbraut. Leyfum aldrei máls- vörum slikrar stefnu að komast inn í raðir þeirra er vald hafa til ákvörðunar um málið. Því þá verður Utið gaman fyrir sjómannssoninn að vaxa úr grasi sem sonur þræls eig- anda fiskimiöanna. Auðlindaskattur myndi kyrkja alla sjálfsbjargarvið- leitni líkt og gerist þar sem stjórnvöld ráða lífi fólks. Sekta ætti bflstjóra —semfestast ísnjósköflum Æfur ökumaður hringdi: Þegar ekið er um í ófærðinni verður maður illilega var við allt of marga bíla sem standa eins og illa gerðir hlutir fastir í snjósköflum. Eru þeir flestir fyrir annarri umferð, um- ferð þeirra ökumanna sem ekki eru fyrirhyggjulausir. Þvl það er jú ekkert nema fyrirhyggjuleysi að aka í ófærð á vanbúnum bílum. Er það mín skoðun að réttast sé að sekta þá bifreiðarstjóra sem neyðast til að skilja bila sina eftir í einhverjum snjóskafli sem var þeim ófær, bara vegna fyrirhyggjuleysis þeirra sjálfra. Það er fyrirhyggjuleysi að aka i ófærð á vanbúnum biium, segir einn lesandi. Sannkölluð ánægjutilfínning fylgdi þvi að komast inn i hlýjan lögreglubilinn, segir Áramótaglaður. DB-mynd: RagnarTh. Þakkir til logreglu Áramótaglaður hringdi: Ég má til að koma á framfæri þökkum til iögreglunnar í Reykjavík . fyrir hjálpsemi. Þannig var að ég og .stúlka sem ég var með vorum búin að ganga um götur i ieit að ieigubii í a.m.k. klukkustund að morgni nýárs- dags. Var okkur báðum orðið mjög kalt þegar allt i einu birtist okkur lögreglubíll. En í stað þess að strunsa fram hjá okkur stöðvaði lögreglubfll- inn og okkur var boðið far. Það fylgdi því sannkölluð ánægjutilfinn- ing að komast inn í hlýjan lögreglu- bílinn. Við vorum reyndar ekki þau einu sem nutum þessarar drengilegu hjálpsemi þvi að á ieiöinni voru fleiri farþegar teknir upp í sem voru í sömu sporum og við.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.