Dagblaðið - 05.01.1981, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981
Tt/boðs-
verðákinda-
bjúgum
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍD - SÍMI35645
I ndurskin á
bílhuróum eykur
örv&»i i umferðinni
Loðfóðruð
leður
kuldastígvél
ÖDÝRI samdægurs
SKÚKJALLARINN
Barónstíg 18 Sími 23566
BLOSSOM
Frábært shampoo
BLOSSOM shampoo Ireyöir vel, og er láanlegt
i 4 geröum.
Hver og einn getur lengiö shampoo viö sitt hæli.
Reyndu BLOSSOM shampoo, og þer mun vol lika.
Heildiðlubirgölr.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingótt*str*ti 12. sirnar: 12800 - 14878
l.ikan af kirkjubvi'ttini'unm samkvæmt verAlaunatillöcu Inuirnundar uu Gylfa. Kirkjan á að rísa í austur af Keilufelli í Brtiöholli. DB-myndir:-ARII.
íbúar í Fella- og Hólasókn í Breið-
holti eiga enga kirkju og þurfa að
þjóna Drottni sínum í bráðabirgða-
guðshúsi. En nú hyggjast þeir ráðast i
kirkjubyggingu og um helgina voru birt
úrslit i lokaöri samkeppni arkitekta um
tillögur að nýrri kirkju. Andlegir og
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON
veraldlegir forystumenn borgar og ríkis
voru viðstaddir þá athöfn f Fellaskóla í
Breiðholti, þar á meðal biskupinn yfir
fslandi, forseti borgarstjómar, dóm-
prófastur, prestar, sóknarnefndar-
menn, alþingismaður, borgarfulltrúi og
fleiri.
Eftirtöldum arkitektum var boðið að
taka þátt í samkeppninni: Hilmari
Ólafssyni og Hrafnkeli Thorlacius,
Ingimundi Sveinssyni og Gylfa
Guðjónssyni, Þorvaldi S. Þorvaldssyni
og Manfreð Vilhjálmssyni.
Dómnefnd lauk störfum um ára-
mótin og komst að þeirri niöurstöðu að
tillaga Ingimundar Sveinssonar og
Gylfa Guðjónssonar uppfyllti þær
kröfur bezt sem gerðar voru samkvæmt
keppnislýsingu. Dómnefnd mælti með
að höfundum hennar verði falin frekari
útfærslaverksins.
Dómnefnd þótti sem þeim félögum
hefði „tekist mjög vel að tengja saman
kirkjuskip, safnaðarheimili og annað
húsnæði, er þykir tilheyra safnaðar-
starfi í dag. Byggingin fellur vel að
landslagi og aðliggjandi byggð og
tengsl við útivistarsvæði mjög góð.”
Dómnefndina skipuðu séra Hreinn
Hjartarson, Jón Hannesson byggingar-
meistari, Óli Jóhann Ásmundsson arki-
tekt, en af hálfu Arkitektafélagsins þau
Albína Thordarson og Þórarinn
Þórarinsson arkitektar. Trúnaðar-
maður dómnefndar var Dagný Helga-
dóttir arkitekt.
Kirkjubyggingunni hefur verið val-
inn góður staður í Breiðholtshverfi þar
sem víðsýnt er um nágrennið.
Kostnaðaráætlanir eru engar fyrirliggj-
andi en einhver nefndi einn milljarð
úreltra króna sem ekki ólíklega
viðmiðunartölu.
-ARH.
Sigurvegararnir i samkeppninni: Ingi-
mundur Sveinssun t.v. ok Gylfi Guðjóns-
sun. Aftan við Gylfa stendur Hrafnkell
Thorlacius sem ásamt Hilmari Ólafssyni
átti aðra tillögu í samkeppninni. 0|>
aftan við Hrafnkel er Manlreð
Vilhjálmsson sem ásamt Þorvaldi S.
Þorvaldssyni átti þriðju tillöi>una.
— Ingimundur
Sveinsson
ogGylfiGuðjónsson
hrepptu hnossið
Gervasoni fýsir til Islands á ný
—þegar um hægist og hann hefur fengið tiiskilda pappíra
„Okkur fannst maðurinn kunnug-
legur og áttuðum okkur fljótlega á því
að þarna var kominn Patrick
Gervasoni,” sagöi Ólafur Geirsson
fyrrverandi blaðamaður Dagblaðsins.
Ólafur dvelst nú i Kaupmannahöfn og
á laugardag brá hann sér á kaffihús
með Eiríki Jónssyni, sem áður var
blaðamaður á Vikunni, en er nú við
nám í Danmörku.
Svo sem fram hefur komið er
Gervasoni nú laus úr Vestrefangelsinu
í Kaupmannahöfn, en þangað var hann
fluttur eftir komuna út frá tslandi.
„Eiríkur er ágætur frönskumaður
og hann ræddi við Gervasoni,” sagði
Ólafur. „Gervasoni kvaðst vera að at-
huga sln mál hér I Danmörku og myndi
hann fljótlega halda fund með frétta-
mönnum.
Hann sagðist ekki vilja vera til lang-
frama í Danmörku, heldur koma aftur
til fslands, þegar um hægðist og hann
hefði fengið vegabréf, þannig að hann
kæmist á milli landa.”
-JH.
Heklubyggð algerlega einangruð
—dffært að bæjunum og þeir símasambandslausir
,,Hér er feiknamikill snjór og
umferðaröngþveiti,” sagði Haraldur
Teitsson fréttaritari Dagblaösins á
Hellu. „Skaflar eru miklir við hús og
frostið var um 10 stig.
Fimm bæir upp undir Heklu, svo-
kölluð Heklubyggð, hafa verið alger-
lega einangraðir i viku. Þangað hefur
ekki verið fært landleiðina og símasam-
bandslaust hefur verið við bæina frá
þvi að simalínur slitnuðu í óveðri milli
jóla og nýárs. Fólk á þessum bæjum
hefur þvi ekki haft nein tök á því að
koma boðum frá sér. í gær var unnið
að því að koma símanum í lag, en óvíst
er hvort það tækist fyrir kvöldið.”
Þá er talsverður vindur og að öllum
líkindum skafrenningur á Rangár-
völlum. Fréttaritarinn ræddi við mann
í Gunnarsholti i gær og þá var frostið
þar 15 stig. -HT/JH.
Patrick Gervasoni vlll koma aftur tU
islands.
Arkitektar kepptust við að teikna:
NÝn GUÐSHÚS FYR-
IR BREIÐHYLTINGA