Dagblaðið - 05.01.1981, Síða 7

Dagblaðið - 05.01.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. JANUAR 1981 I Erlent Erlent Erlent Erlent S) Mohammed All Rajal, forsætisráflherra írans. Ræðu Ali Rajais beðið með spennu Mohammad Ali Rajai, forsætis- ráðherra írans, mun í dag ávarpa trúarsamkomu í Teheran og er búizt við að í ávarpi hans þar komi fram afstaða íransstjórnar til síðasta tilboðs Bandaríkjastjórnar til lausnar. gísiadeilunni. Búizt er við að þúsundir írana hlýöi á ræðu forsætisráðherrans sem haldin verður á minningarhátíð spá- mannsins Mohammad And Of Hass- an, annars leiðtoga Shiíta en það er sá hópur Múhameðstrúarmanna, sem flestir íranar tilheyra. Ráðamenn í Washington lýstu í gær áhyggjum sínum vegna þess að þrír gislanna hafa nú verið fluttir úr utanríkisráðuneyti Irans og á ókunnan stað. Ráðamenn í Washing- ton sögðu að Bandaríkjamenn mundu ekki sitja auðum höndum ef gíslarnir 52 yrðu leiddir fyrir rétt. Pólland: Ráðamenníhuga aðvörun Rússa Leiðtogar Póllands hafa nú til íhugunar síðustu aðvörun Sovétmanna vegna ástandsins í landinu. Á sama tíma hvatti hiö hálfopinbera málgagn Zycie Warszawy stjórnvöld tU þess að láta ekki af umbótastefnu sinni, og hvatti jafnframt til opnari stjórnunar á kommúnistaflokki landsins. Tass fréttastofan sagði í síðustu viku að andósíölsk öfl innan hinna sjálf- stæðu verkalýðsfélaga í Póllandi stefndu að því að skapa efnahagslegan glundroða í landinu. Var þessi frétt hinnar opinberu sovézku fréttastofu álitin aðvörun tii pólskra stjórnvaida. Skuldir Póllands við útlönd nema nú 25 milljörðum dollara og er efnahags- ástand landsins mjög bágborið. Kenya: Brennuvargur flúðiland Maður, sem grunaður er um aðild að íkveikju í hóteli í Nairobi í Kenya er flúinn til Saudi-Arabíu að því er heimildir frá Nairobi greina. Tala látinna hækkaði i fimmtán í gær þegar einn hótelgestanna lézt á sjúkrahúsi vegna brunasára er hann hafði hlotið. Erfiðákvörðun ftölsku stjórnarínnar Italska stjórnin stendur nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort verða skuli við kröfu Rauðu herdeUd- anna að fangelsaðir skæruUðar fái að lýsa skoðun sinni á hvort dómarinn Giovanni d’Urso, sem er I haldi Rauðu herdeildanna, skuli tekinn af lífi. Rauðu herdeildirnar segjast þegar hafa kveðið upp dauðadóm yfir dómaranum en segjast tilbúnar að endurskoða hann ef skæruliðar I tveimur helztu öryggisfangelsum Ítalíu fái að segja hug sinn um málið i útvarpi, sjónvarpi og helztu dag- blöðum landsins. Stjórnin hefur enn ekki svarað þessari kröfu Rauðu herdeildanna. Áður hefur það aldrei gerzt aö skæruUðum hafi verið veitt rúm í opinberum fjölmiðlum landsins. írakarsegjast hafafellt áttaþúsund írkkar segjast hafa fellt meira en átta þús. íranska hermenn og skotið niður 558 iranskar flugvélar á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því að styrjöld þessara tveggja olíuvelda við Persaflóa hófst. Bandarískirlög- fræðingarmyrtir Ekkert lát virðist ætla að verða á morðöldunni í Mið-Ameríkuríkinu E1 Salvador og um helgina voru tveir bandariskir lögfræðingar og forseti Jarðyrkjuumbótastofnunarinnar í E1 Salvador skotnir til bana. Bandaríska ríkisstjórnin hefur lýst yfír áhyggjum sínum og hneykslun vegna morðanna. Talsmaður banda- riska utanríkisráðuneytisins sagði að Bandaríkjamennirnir tveir hefðu unnið fyrir samtökum er berjast fyrir starfi frjálsra verkalýðshreyfinga. Forseti E1 Salvador, Jose Napoleon Duarte, hefur heitið Bandaríkjastjórn fyllstu samvinnu við rannsókn málsins og handtöku og refsingu morðingj- anna. __________26908_ • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 12. janúar. • Innritun aöeins í eina viku. Útlendir farandverkamenn eru talsvert fjölmcnnir í Danmörku þrátt fyrir það mikla atvinnuleysi sem ríkir þar. Hafa margir þessara verkamanna oúið I Danmörku 110—15 ár og finnst þeim nú timi til kominn að þeir öðlist aukin réttindi i landinu. Sjö samtök innflytjenda i Danmörku hafa nú sent stjórn Ankers Jörgensen itarlega skýslu þar sem fjallað er um aðstæður innflytjendanna og settar eru fram kröfur um úrbætur. Skýrslan er lögð fram undir yflrskriftinni: Tillögur innflytjendanna að lausn vandamála þeirra i Danmörku. Skýrslan er 91 blaðsiða að lengd og þar er meðal annars sett fram sú krafa að ekki verði unnt að senda farandverkamennina úr landi eftir geðþótta stjórnvalda, eins og þeir segja að gert hafi verið. -MÁLASKÓLI L26908__________HALLDÓRSJ Styrkið og fegríö fíkamann ! Dömur og herrarl Ný 4ra vikna námskeið hefjast 7. jan. Leikfimi fyrir konur á öiium aidri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem em slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúia 32 Víðtækasta lögreglurannsókn síðarí ára í Bretlandi: Jack the Ripper” loksins fundinn? —Lögregla hef ur handtekið kvæntan mann á fertugsaldrí, sem hún hef ur grunaðan um morð á 13 konum síðastliðin fimm ár Brezka lögreglan hefur handtekið mann sem hún hefur grunaðan um að vera fjöldamorðinginn sem í daglegu tali hefur verið kallaður „Yorkshire Ripper” eða Jack the Ripper”, eftir morðingja, sem myrti sex vændis- konur í London á 19. öld, án þess að nokkurn tima hefðist upp á honum. Leitin að „Yorkshire Ripper” er sennilega sú víðtækasta sem nokkru sinni hefur farið fram í Bretlandi og hafa 300 lögreglumenn unnið að rannsókn málsins að staðaldri. Yorkshire-morðinginn er talinn bera ábyrgð á þrettán moröum á síðast- liðnum ftmm árum. Fórnarlömb hans hafa eingöngu verið konur og í flestum tilfellum vændiskonur. Lögregluforinginn Ronald Gregory, sem stjórnað hefur rannsókn þessa máls, sagði við frétta- menn að maðurinn sem handtekinn hefði verið sé á fertugsaldri og kvæntur. Hann var handtekinn í vændiskvennahverft í útjaðri Sheffield á föstudagskvöld, grunaður um að hafa stolið bilnúmerum. „Við erum mjög ánægðir með þróun mála,” sagði lögregluforinginn Ronald Gregory á fundi með frétta- mönnum. Kvennamorðin í Yorkshire síðast- 'liðin fimm ár hafa vakið mikinn óhug meðal almennings í Bretlandi og hefur frammistaða iögregiunnar í málinu sætt vaxandi gagnrýni. Yorkshire-morðinginn hefur sjálfur hæðzt að lögregiunni, bæði í bréfum og með símhringingum. Síðasta morðið framdi morðingi þessi i Leeds í nóvembermánuði síðastliðnum og eftir það morð játaði lögreglan að hún væri raunverulega engu nær en fyrir fimm árum, þegar fyrsta morðið var framið. Lögreglan hefur ekki fengizt til að upplýsa hvernig morðin hafa verið framin, en talið er að morðinginn > hafl í öllum tilfellum ráðizt aftan að fórnarlömbum sinum, barið þau í höfuðið með hamri og síðan stungið þau margsinnis. Hinn handtekni kemur fyrir rétt ídag.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.