Dagblaðið - 05.01.1981, Page 8
OPIÐ í KVÖLD
FRÁ KL. 18-01
HalldórÁrni
í diskótekinu
SPAKMÆLI DAGSINS:
„ Oft er í holti heyrandi naer."
SJÁUMST HEIL
Óða/
STILL Esslingen lyftarar
uppgerðir frá verksm. Til afgreiflslu nú þegar. Rafmagns: 1,51,21,
2,51 og 3, tonna. Dísil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiflslukjör.
STILL einkaumboð á íslandi
J^K JÓNSSON &CO. HF.
Hverfigötu 72,
simi 12452 og 26455.
VANTA5.ft FRAMRUÐU?
TT
Ath. hvort viö getum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
bílrúðan rrM
Verksmiðjustörf
í plastiðnaði
Hampiðjan óskar að ráða fólk
til eftirtaíinna starfa:
Vaktformenn og aðstoðarfólk i plastvinnsludeild. Unnið er
á þrískiptum vöktum fimm daga vikunnar. Menn þurfa að
vera undir það búnir að taka á sig aukavaktir þegar þörf
krefur. Hafíð samband við Davíð eða Gylfa.
Starfsfólk I flétti og spunadeildir fyrirtækisins. Unnið er á
tvískiptum vöktum fímm daga vikunnar. Uppl. veita Davið
eða Hektor.
Til ýmissa annarra starfa svo sem vélgæzlu á kaðlavélum,
við blývinnslu o.fl. Tvískiptar vaktir. Uppl. hjá Hektori.
Hafíð samband við ofangreinda menn milli kl. 10 og 12
næstu daga, ekki í síma.
Hampiðjan h/f.
Dregið var í hausthapp-
drætti Blindrafélagsins
22. desember 1980, vinningar komu á eftir-
talin númer:
Myndsegulband.......
Vöruúttekt gkr. 500.000.-
Reiðhjól gkr. 300.000.- ..
nr. 12002
- 11715
- 18820
- 18039
- 13738
- 28932
- 12634
- 7041
- 7251
- 5532
- 24461
- 8860
_ 9337
- 13451
- 23811
- 5559
Þökkum landsmönnum veittan
stuðning á liðnu áru #
Blindrafélagið Hamrahlíð 17.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981
Erlent
Erlenf
Erlent
I
Jiang Qing fyrir rétti f Beijing.
Jiang Qing ótt-
aðist fortíðina
—og þess vegna lét húntil skarar skríða gegn þeim, sem
minntust hennar frá Sanghai
Athygli umheimsins hefur mjög
beinzt að Kína og Beijing undan-
farnar vikur. Ástæðan er fyrst og
fremst réttarhöldin yfir fjór-
menningaklíkunni svonefndu og það
valdatafl, sem samhliða réttarhöld-
unum virðist hafa átt sér stað meðal
,forystumanna þjóðarinnar. Hluta
réttarhaldanna hefur verið sjón-
varpað og hefur það að sjálfsögðu
ekki orðið til að draga úr athyglinni.
Milljónir sjónvarpsáhorfenda í
Kína og víðar um heiminn fylgdust
með þeim þætti réttarhaldanna er
Jiang Qing, ekkja Maós var með
valdi flutt út úr réttarsalnum f Beijing
eftir að hún hafði hrópað ókvæðis-
orðum að vitninu Liao Mosha, sem á
tímum menningarbyltingarinnar var
stimplaður sem útlendur njósnari og
mátti af þeim sökum þola átta ára
fangelsisvist. Ókvæðisorðin sem
Jiang Qing hrópaði nú að Liao
Mosha voru meðal annarra flokks-
svikari, endurskoðunarsinni og fífl.
En hver var hinn grátandi og 73 ára
gamli Liao Mosha og hvers vegna
hataði Jiang Qing hann svo mjög?
Til þess að komast að því verðum við
að hverfa nokkra áratugi aftur í
tímann eða aftur til fjórða áratugar
aldarinnar í Shanghai, til þeirrar for-
tíðar sem Jiang Qing, sem þá var
kvikmyndaleikkona, hefur gert allt
sem í hennar valdi hefur staðið til að
dylja.
Það hversu Jiang Qing hefur verið
umhugað að fortíð hennar yrði ekki
grafin upp sézt meðal annars af því,
að í júnímánuði 1%6 bað hún félaga
sinn í fjórmenningaklíkunni, Zhang
Chunqiao í Shanghai um að ræða við
kvikmyndaframleiðandann Zheng
Junli, sem þekkti talsvert til lífs
hennar á fjórða áratugnum.
Zheng var skipað að láta af hendi
þau bréf sem Jiang Qing hafði sent
honum. Við því gat hann ekki orðið
þar sem hann hafði ekki geymt bréfin
og átti aðeins fáeinar myndir frá
þessum tíma. En Jiang Qing grunaði
hann um græsku og lét nokkra her-
menn úr flughernumí sem voru dul-
búnir, sem rauðir varðliðar, fram-
kvæma húsleit hjá fimm listamönn-
um. Afraksturinn varð tveir fullir
pokar og innihaldi þeirra var brennt i
janúarmánuði 1967.
í byrjun októbermánaðar 1%6 var
lögregluforingi einn frá Shanghai,
Jiang Tengjiao að nafni, kallaður til
Beijing þar sem eiginkona Lin Biaos
gaf honum skipun um að finna bréf
eitt, sem Jiang Qing hafði skrifað á
fjórða áratugnum. Honum var
skipað að hafa upp á öllum bréfum,
dagbókum, minnisbókum og þvíum-
líku þetta á að gerast með mikilli
leynd. Bréf þessi vörðuðu fortíð
Jiang Qings og hún var hrædd um að
vissir hlutir yrðu afhjúpaðir.
Liao Mosha, sem nú sat grátandi
sem vitni í Beijing-réttarhöldunum
var á fjórða áratugnum félagi í
vinstrisinnuðum samtökum lista-
manna og mjög fátækur maður.
Hann bjó við bágbornar aðstæður
ásamt ófrískri konu sinni í einu þak-
herbergi en samt sem áður skaut
hann skjólshúsi yftr Jiang Qing þegar
hún átti í erfiðleikum.
Þegar Jiang Qing flutti úr þakher-
berginu lánaði hún velgjörðarmanni
sinum tuttugu yuan og árið 1%2
sagði frú Maó bandariska sagn-
fræðingnum Roxane Witke frá því,
að Liao Mosha hefði aldrei greitt
einn einasta eyri af þessari upphæð
til baka. Frú Witke segist hins vegar
hafa fengið það á tilfinninguna, að
Jinag Qing væri að reyna að dylja
það, að hún hefði verið að kaupa
þögn Liao Mosha.
Þegar menningarbyitingin byrjaði
árið 1966 hugðist Jiang Qing hefna
sín á Liao, sem nú var framkvæmda-
stjóri einingardeildar flokksins i
Beijing. Hann var einn hinna fyrstu,
sem var handtekinn og ákærður fyrir
grein, sem hann hafði skrifað í júli
1934 um hinn mikla rithöfund Lu
Xun í blaðið Da Wan Bao.
En aðalákæran var vegna rit-
gerðarsafns sem hann skrifaði
„Minningar frá þriggja fjölskyldna
sveitabænum” ásamt rithöfundunum
Wu Han og Deng To í blaðið
Qianxian á tímabilinu 1%1 til 1964,
þar sem sögulegir atburðir voru settir
fram í formi háðssögu.
Ein þessara greina, sem birtist árið
1962 fjallaði um mann, sem þjáðist
af minnisleysi, sem kom fram i
óskynsamlegri hegðun hans.
Maðurinn var Maó formaður. í
greininni sagði meðal annars:
,,Fólk, sem þjáist af minnisleysi
stendur ekki við orð sín. Það leiðir til
óeðlilegrar sjálfsánægju eða reiði-
kasta og að lokum til geðveiki. Sá
semþjáistuf þessum sjúkdómi verður
þegar í stað að fá fullkomna hvíld. Ef
hann krefst þess að tala eða aðhafast
eitthvað skapar hann hina mestu
erfiðleika. í gamla daga var læknis-
aðferðin fólgin í því að hella hunda-
blóði yfir höfuð hins þjáða. ”
Maó sjálfur aðhafðist aldrei neitt
gegn rithöfundunum þremur en jafn-
skjótt og Jiang Qing fékk tækifæri til
lét hún til skarar skríða gegn Liao og
hinum rithöfundunum, sem þekktu
hana frá Shanghai. Liao Mosha sætti
mjðg illri meðferð í fangelsinu og
meðal annars slógu fangaverðirnir
tennurnar úr honum. I dag á hann
sæti í ritnefnd kvöldblaðs Beijing.
(Politiken).
Jiang Qing, ekkja Maós formanns.