Dagblaðið - 05.01.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 iI Erlent Erlent Erlent Erlent I Horowitz Serkln Sutherland Bemstein Rostropovich Caballé Watts Menuhin r æ. Þetta góða listafólk sem er á myndunum hér að ofan er tekið sem dæmi um það hvernig hlutföllin í greiðslum til ýmissa heimsfrægra listamanna hafa raskazt og himinhá- ar upphæðir þessar stjörnur taka fyrir að koma fram eitt kvöld. í efsta flokki tróna söngvarinn Pavarotti og píanóleikarinn Horowitz, en þeir taka 40 þúsund dollara eða 250 þúsund nýkrónur fyrir hverja skemmtun. í næsta flokki eru þau píanóleikarinn Rudolf Serkin og söngkonan Joan Suther- land, en þau taka 25 þúsund dollara eða rúmlega 150 þúsund nýkrónur fyrir að koma fram. í þriðja flokki koma svo Mstislav Rostropovic sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn frægi, Leonard Bernstein sem bæði bregður fyrir sig píanóinu og tónsprota og hljómsveitarstjórinn Georg Solti. Þeirra taxti er 15 þúsund dollarar eða nærri eitt hundrað þúsund nýkrónur. Neðst koma þau píanóleikarinn Watts, fiðlusnillingurinn Menuhin og söngkonan Caballé, en þau fá, sem nemur 10 þúsund dollurum, eða 62.500 nýkrónum fyrir hverja skemmtun. . Pavarotti Bo Derek engin leikkona Hjónin John og Bo Derek eru sammála um eitt. . . sem leikkona er Bo ekki atvinnumanneskja. Þau telja þetta vera henni til framdráttar á sviði kvikmyndanna. Bo, hin 24 ára stjarna úr myndinni ,,10” segir í viðtali. ,,Ég held að vegna þess að ég hef enga þjálfun hlotið i leiklist, sé ég ekki taugaóstyrk á hvíta tjaldinu. Fyrir mér er að leika bara að látast. Maður hennar, sem er 54 ára, segir að Bo sé „áhugamanneskja” í leiklistinni, en segir að „áhugafólk hafi eitthvað sér- BO DEREK „Mknr” Jaae 1 nýrri mynd um Tarzan apabróður. stakt afl”. Hann bætti við, „ef Bo færi að leika, yrði útkoman hræðileg.” Síðasta mynd hennar er „Tarzan”. Hún leikur Jane, en maður hennar stjórnar. Kennedyar á hálum ís — tvö afsprengi Kennedyœttarinnar flœkt í eiturlyfjamál Christopher Lawford, frændi Edwards Kennedys öldungadeildar- þingmanns í Bandaríkjunum var hand- tekinn í Boston fyrir meinta sölu á heróíni. Christopher Lawford er 25 ára að aldri og er sonur leikarans Peter Lawford og Patriciu Kennedy, systur þeirra Kennedybræðra. Lögreglumenn sögðust hafa séð Christopher í heróínviðskiptum og var hann gripinn. Hann hélt hins vegar fram sakleysi sínu og var skömmu síðar látinn laus. Hann á hins vegar að mæta til yfirheyrslu 30. janúar nk. Refsing fyrir heróínsölu í Boston er frá eins til tíu ára fangelsi og sekt allt að tíu þúsund dollarar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta afsprengi Kennedyættarinnar kemst i kast við Iögin vegna eiturlyfjamisferlis. Fleiri Kennedyar hafa farið inn á Brezka rithöfundinum Graham Greene hafa verið veitt hin svonefndu „Jerúsalem verðlaun” fyrir árið 1981. Þessi verðlaun eru veitt annað hvert ár rithöfundum, sem þykja í þessar brautir. David Kennedy, sem einnig er 25 ára gamall, sonur Roberts Kennedys, flæktist í eiturlyfjamál árið 1979. Hann var skömmu síðar fluttur á sjúkrahús vegna eitrunar sem algeng er meðal eiturlyfjaneytenda. verkum sínum hafa unnið mann- réttindamálum vel. Verðlaunin verða veitt á alþjóðlegri bókaviku í Jerúsalemíaprílnk. Graham Greene verðlaunaöur UMBOÐSMENN SÍBS ÍREYKJAVÍK OG NÁGRENNI Leynlst meiia í veskinuenbia grímar? Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26,sími 13665. Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632. Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. S. I. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720. Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð, Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. HAPPDRÆTTI SÍBS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.