Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 indi þín, um meðhöndlunina og um batavonir þínar á máli sem þú getur skilið. Þú hefur ennfremur rétt á að þekkja nafn læknis þíns sem ber höfuðábyrgð á meðhöndlun þinni, nöfn annarra lækna sem skoða þig og starfs- tengsl þeirra. 3. Þú hefur rétt til þess að fá upplýsingar um alla þá meðhöndl- un sem stungið er upp á svo þú getir samþykkt eða neitað að undirgangast ákveðna meðhöndlun. Eina undantekn- ingin er í neyðartilfellum en annars ættu þessar upplýingar að A „Sjúklingur, sem á aö fara í smáaðgerö, vaknar upp með 40% af maga sínum. Hvert á hann aö sækja meö kvörtun?” mí einnar málstofu fleiri en þrjár. Auk þessa má á það benda að önnur þing en þjóðþing hafa ekki séð ástæðu til slíkrar tvískiptingar. í hinni fornu lögréttu sátu 36 goðar og var síðar fjölgað í 48. Ætla má að talan 36 sé ekki valin af handahófi. Ljóst er að fjölmenn þjóðþing eru óþarfa stofnanir, þannig að fari þing- mannafjöldinn upp fyrir ákveðið hámark verða margir þeirra óvirkir. Þar sem fulltrúarnir skipta hundr- uðum, er hinn almenni fulltrúi aðeins verkfæri til handauppréttingar — eins mætti notast við númer í tölvu sem flokkarnir hefðu til umráða. Séu fulltrúarnir hins vegar of fáir er hin hættan fyrir hendi að alltof fáar hug- myndir og sjónarmið komi fram, talsmenn of fárrra hagsmuna séu til staðar. Einnig að of mörg störf deilist á of fáar hendur. Hvar er hinn gullni meðalvegur? Hver er sú tala sem fer bil beggja, þannig að hver fulltrúi sé virkur, en samt skorti ekki starfskrafta? Svarið hlýtur að nokkru að vera matsatriði — en reynslan vísar einnig á rétta lausn. Þá verður að hafa hugfast að hvert þingsæti er kostnaðarsamt svo fámennri þjóð sem íslendingum. Miðað skal við eina málstofu og að sem flesdr þingmanna gegni ein- hverju embætti innan þings eða sinni nefndarstörfum, en mörg störf hlaðist jafnframt ekki á einn og sama þingmanninn. Þegar tekið er tillit til framan- greindra forsendna, hygg ég að forn- menn hafi ekki farið villir vegar þegar þeir völdu 36 goðum setu í Iög- réttu. Ég hygg og að hún eigi enn við, enda gilda sams konar félagslögmál nú og til forna. Þingmenn verði kjörnir í 12 kjördæmum, þrír í hverju. Engir uppbótarmenn að sjálf- sögðu. Kosningin verði persónubundnari en nú er, þannig að kjósendur raði mönnum á listunum og geti einnig Kjallarinn Skúli Magnússon kosið af fleiri listum en einum. Fyrir- komulag þetta yrði sams konar og viðhaft er í írlandi. Menn hafa kynnt sér þaö og orðið sammála um kosti þess, þótt ekki hafi orðið af fram- kvæmdum. Með þessu móti myndi margt vinnast: Prófkjara yrði síður þörf. Persónulegt samband myndi aftur skapast milli þingmanna og kjósenda eins og var í gömlu einmenningskjör- dæmunum. Fyrirkomulagið er og miklum mun lýðræðislegra. „Jafnvægi" flokkanna Fyrirkomulagið myndi hins vegar ekki tryggja jafnvægi milli flokka, þannig að hver flokkur hefði ævin- lega þingmannafjölda í réttu hlutfalli við heildarfylgi meðal þjóðarinnar. Þessi breyting myndi því ef að líkum lætur mæta andstöðu minni fiokk- anna. Ef þetta verður fært sem rök- semd gegn breytingu, er þessu til að svara: Tilgangur kosninga er ekki sá að gera flokkunum jafnhátt undir höfði, heldur hitt að velja landi og þegnum sem bezta fulltrúa. Þjóðin er ekki til fyrir fiokkana, (þótt við- stöðulaust sé reynt að læða því inn hjá fólki) heldur hið gagnstæða. Vald fiokkanna sem slíkra er þegar alltof mikið í þjóðfélaginu. Eins og þegar hefur verið að vikið er æskilegt að á þingi sitji fulltrúar sem allra flestra sjónarmiða; hins vegar er ógerningur að þau verði nokkru sinni „representeruð” í nákvæmlega réttu hlutfalli miðað við þjóðarfylgi. Fyrr tæki nú steinninn úr. Og fiokkum á ekki að gera neitt hærra undir höfði I því efni en öðrum. Það er smáleikur í rökfræði að leiða f ljós hversu krafan um jafn- vægi flokkanna er fjarstæð. Spyrja mætti: Fyrst tryggja skal formæl- endum hinna ýmsu sjónar- miða/hagsmuna fulltrúa í nákvæm- lega réttu hlutfalli, skal þá ekki einnig tryggja öllum þessum sjónar- miðum/hagsmunum hlutfallslega jafnan framgang? Erfitt væri að svara neitandi. Maður hlyti að svara á móti: Hvaða tilgangi gegndi þá hárnákvæm „representering” ef ekki til að koma málum fram? Augljós- lega fjarstæða. Setjum samt svo að slíkt væri mögulegt: Hversu þungt yrði það í vöfum og hversu marga fulltrúa myndi það útheimta? Ef hins vegar væri svarað játandi, yrði and- svarið þetta: í fyrsta lagi tryggir jöfn „representering” ekki hlutfalls- lega jafnan eða réttan framgang mála. öll hlutföll myndu raskast í þrátefli flokkanna. í öðru lagi gerum samt sem áður ráð fyrir að svo yrði. Hvers konar bræðingur yrði slíkt samkrull? Yrði það gott og æskilegt stjórnarfar? Þess konar allsherjar málamiðlun allra sjónartniða yrði hinn versti óburður. Í lýðræðisríki ætti fremur að keppa að „kláru” stjórnarfari sem meirihluti þjóðar- innar vill styðja. Ekki að sambreisk- ingi allra sjónarmiða, sem enginn þykist bera ábyrgð á, enginn er ánægður með og aldrei leiðir í ljós kost einnar aðferðar fram yfir aðrar. Meginatriðið, skilgreining sjálfs lýðræðisins vill gleymast: að meiri- hlutinn ráði, en jafnframt sé minni- hlutanum gefinn kostur á að vinna sér meirihluta-fylgi. Alltof margir standa í þeirri meiningu að lýðræði sé málamiölun. Þróun í þá átt táknar þvert á móti kreppu lýðræðisríkj- anna. Það yrði kostur þessa fyrirkomu- lags að það myndi stuðla að fækkun fiokka og þar með styrkara stjórnar- fari. „í vaxandi mæli býr þjóðin viö flokka- ræöi í staö lýðræöis. Fyrst kemur þingræði í stað lýöræðis, síðan flokkaræði í stað þingræðis. Loks mynda þessir flokkar með sér samtryggingu (eins og olíufélögin) gegn kjósendum sínum.” 13 —.......................... ná til lýsingar á meðferðinni, hin læknisfræðilega áhætta sem með- ferðin felur í sér og lýsa skal val- kostum hvort heldur til greina kæmi engin meðferð eða aðrar tegundir meðferðar. 4. Þú hefur rétt til þess að taka virkan þátt í ákvörðun um læknis- fræðilega meðhöndlunina þar á meðal hefurðu rétt til að neita meðferð og fá upplýsingar um hugsanlegar afleiðingar þess. 5. Þú átt rétt á því að einkalíf þitt sé verndað og umræður um tilfelli þitt, samráð við aðra lækna rann- sóknir og meðferð eiga að vera trúnaðarmál þar sem fyllstu þag- mælsku er gætt. Allir sem ekki eru beint tengdir meðferðinni verða að fá þitt leyfi til að vera viðstaddir. 6. Þú átt rétt á því að allar upplýs- ingar og skráðar heimiláir sem tengjast meðhöndluninni séu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Þú verður að gefa þitt skrifiega samþykki áður en skráðar upplýs- ingar komast í hendur nokkurs aðilja sem ekki er beinn þátttak- andi i meðferðinni. 7. Þú átt rétt á því að búast við að sjúkrastofnun reyni eftir fremsta rnegni að veita þér þá þjónustu sem þú biður um. 8. Þú átt rétt á því að fá allar upplýs- ingar um tengsl sjúkrastofnunar- innar við aðrar heilbrigðis- eða menntastofnanir sem kunna að vera blandaðar í meðferðina. Þér ber engin skylda til þess að taka þátt í neinum vísindarannsóknum í tengslum við meðhöndlun þina eða umönnun og þú hefur rétt til að neita beiðnum um slíkt. 10. Þú átt rétt á að búast við eðlilegu framhaldi meðferðarinnar og fá að vita fyrirfram á hvaða tímum og hvar læknar þínir eru viðlátnir. 11. Þú átt rétt á því að fá að athuga reikning þinn og fá útskýringu á öllum kostnaði ásamt vitneskju um það hver ber þann kostnað, þú,, tryggingafélag þitt eða aðrir aðiljar. 12. Þú hefur rétt á því að fá vitneskju um hverjar reglur og reglugerðir sjúkrastofnunarinnar snerta hegðun þína sem sjúklings. Byggt á bókinni Holistic Health Handbook). Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur. ........ * Flokkaræðið í vaxandi mæli býr þjóðin við flokkaræði í stað lýðræðis. Fyrst kemur þingræði í stað lýðræðis, síðan fiokkaræði í stað þingræðis. Loks mynda þessir flokkar með sér samtryggingu (eins og olíufélögin) gegn kjósendum sínum. Snúa þarf þessari þróun við. Sá viðsnúningur verður aldrei nema til komi gagnger breyting á þjóðfélags- skipan og stjórnarskrá. Og til að svo geti orðið verða menn að beina at- hyglinni frá lítilsverðum dægurmál- um að megin-spurningum um stöðu rikisvaldsins og þegnanna, skilgrein- ingu hugtaka og vandamálum er varða tilgang, markmið og leiðir. Þörf er á almennri umræðu um þessi mál öll. Sú langa bið sem orðið hefur á breytingum á stjórnarskránni er afar óheppileg. Núverandi skipan er orðin alltof föst í sessi. Það er nefnilega ekki nægilegt að ákveðið skipulag sé gott eða heppilegt i sjálfu sér. Einnig er þörf ákveðinnar aðlögunar. Starfs- aðferðir, stofnanir, hugsunarháttur etc. verður að falla að skipulaginu. íslenzkt þjóðfélag er of lengi búið að laga sig að stjórnarskránni sem Danir skildu eftir. Gegn þeim breytingum sem mælt hefur verið fyrir, munu færð þau rök (með réttu) að þær verði of hastar- legar. Þjóðfélagið sé ekki fært um að laga sig að hinni nýju skipan. En aðra ályktun má einnig draga af þessari sömu forsendu. Þá að einmitt þess vegna sé þörf að hefjast þegar handa um smástígar breytingar sem stefni að því marki sem bent hefur verið á. Eitt enn: Meðan verið er að móta nýja stjórnarskrá, verður að afnema það ákvæði núverandi stjómarskrár að rjúfa verðiþing hvert skipti sem smávægilegasta breyting er gerð. Slíkt ákvæði er auðvitað til þess gert að bregða fæti fyrir allar breytingar. Skúli Magnússon.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.