Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 15
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR5. JANÚAR 1981 (S gþróftir Iþróttir Iþróftir B-lið KR-inga sigraði Þórsara Það er ekki ofsögum sagt af B-liði KR-inga f körf- unni. Liðið hefur á undanförnum árum valdð mikla athygli fyrir glæsilega takta og lét sig ekki muna um að ryðja 1. deildarliði Þórs á Akureyri úr vegi um helgina i bikarkeppni KKÍ. KR sigraðf örugglega 80- 70 þó svo enginn útlendlngur léki með þeim en Þórs- arar tjölduðu að sjálfsögðu Gary sinum Schwarz en dugði skammt. Heimsmet í1500 m skautahlaupi kvenna Sovézka stúlkan Natalia Petruseva setti um helgina nýtt heimsmet f 1500 metra skautahlaupi kvenna f Medeo. Petruseva, sem vann gullverð- launin i 1000 metra hlaupina á ólympiuleikunum f Lake Placid kom i mark á 2 min. 6,01 sek. en gamla metið sem iandi hennar Vorobyova átti var 2 mín. 7,18 sek. Leikið ílægri deildum Englands Nokkrir leikir fóru fram i lægri Englandi um helgina. Úrslit urðu þessi: deildunum i 3. deild Brentford—Burnley 0—0 Gillingham—Rotherham 0—0 Newport—Sheffield Utd. 4—0 Walsall—Millwall 0—0 4. dcild Aldershot—Northampton 0—0 Bournemouth—Stockport 0—1 Darlington—York 0—0 Rochdale—Crewe 2—0 Wigan—Southend 0—1 Skipað í störf hjá KSÍ Á laugardag var stjórnarfundur i Knattspymu- sambandi tslands. Þar skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Ellert B. Schram var kjörinn formaður á ársþingi KSÍ. Friðjón Friðjónsson verður áfram gjaldkeri og Jens Sumarliðason varaformaður. Helgi Danfelsson verður áfrám formaður landsliðs- nefndar. Árai Þ. Þorgrimsson verður formaður dómaranefndar, Helgl Þorvaidsson formaður móta- nefndar og Hilmar Svavarsson, formaður aganefnd- ar. Celtic nú stigi á eftir Aberdeen Celtic vann góðan sigur á Morton, 3—0, á heima- velli f skozku úrvalsdeildinni á laugardag, og er nú aðeins einu stigi á eftir efsta liðinu, Aberdeen. Mörk Celtic gegn Morton skoruðu Frank McGarvey og Dave Provan — Provan tvivegis með skalla. Á sama tima gerði Aberdeen jafntefli 1—1 við St. Mirren i Paisley. Jim Bone skoraðl fyrir St. Mirren en rétt undir iok leiksins, jafnaði Ian Scanlon fyrir Aber- deen úr vftaspyrau. Aberdeen hefur leikið einum leik minna en Celtlc. Þá vann Dundee Utd. stórsigur á neðsta liðinu i úrvalsdeildinni, Kilmarnock. 7—0 i Dundee en Aidrie og Rangers gerðu jafntefli, 1—1. Jason úr Þrótti Blakmaðurinn góðkunni Jason ívarsson, hefur tilkynnti félagaskipti úr Þrótti i UMF Samhyggð i Gaulverjabæjarhreppi. Samhyggð leikur i 2. deild blaksins (suðvesturlandsriðli) en Jason hefur einmitt þjálfað llðið f vetur. Jason á að bald 12 landsleiki. Samúel öra Erllngsson, leikmaður UMFL og fyrrum landsliðsmaður hefur einnig tilkynnt félags- skipti, hann gengur til liðs við Hveragerði. -KMU. Kemst Kína áHMáSpáni? Kina sigraði Norður-Kóreu 4-2 eftir framlengdan leik og sigraði þar með { sínum riðli i Asiu-keppni heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu. Með sigrinum er Kina komið i úrslit i Asiu-riðlunum. Þrjú lönd til viðbótar munu leika þar. Ennþá er ekki vitað hver þau verða. Tvö efstu löndin i úrslitariðlin- um munu leika i úrslitum heimsmeistarakeppninnar áSpáni1982. Leikur Kina og Norður-Kóreu var háður i Hong Kong. í hálfleik var staðanl-1 og 2-2 eftir venjulegan leiktima. Þá var framlengt. Leikmenn Kina voru út- haldsbetri og sigruðu verðskuldað 4-2. Siðustu mörk leiksins voru skoruðu á 110. min. af Xiangdong og á 112. min. af Guo Guangming. Norður-Kórea, sem komst f úrslit heimsmeistarakeppninnar 1966, sem háð var á Englandl, náði forustu eftir aðeins tvær minútur i leiknum f Hong Kong. Kina jafnaði i 1-1 með siðustu spymunni f fyrri hálfleik. Sigurvcgarar Vikings i 2. flokki karla ásanit þjálfara sinum. Pctri Bjarnarsyni. DB-mynd S. Innanhússmótinu íknattspymu lokið: Fylkir vann í kvennaflokki —Víkingur í2. flokki karla Reykjavikurmótinu f innanhúss- I Þróttur varð þvf i öðru sæti — Fylkir f knattspymu lauk á laugard. i Laugar- þriðja og Valur f fjórða. dalshöllinni með úrslltaleiknum f 2. Þá voru úrslit í kvennaflokki á laug- flokki karla. Þar léku Vfklngur og ardag og fimmta fiokki drengja. Þróttur til úrslita og sigraði Vfklngur. | Fylkir sigraði Val 2—1 i úrslitaleiknum í kvennaflokki. Leiknir sigraði Fram I meistaraflokki karla. 6—4 í úrslitum í fimmta flokki. Þar f 4. flokki sigraði Fram. Valur varð í varð Valur i þriðja sæti og KR í fjórða. öðru sæti, ÍR í þriðja og Fylkir í fjórða Úrslit í öðrum flokkum voru fyrir sæti. f 3. flokki karla sigraði Fram. áramót. Valur sigraði sem kunnugt er í | Valur varð i öðru sæti, KR í þriðja. „Ætla ekki að leika á Akranesi næsta sumar” —sagði Sigurður Björgvinsson, en hann og Bnar Ásbjöm, líta Fram nú hým auga ,,Nei, það verður ekkert úr þvi að ég leiki með Skagamönnum,” sagði Sig- urður Björgvinsson,” þeir höfðu haft samband við mig og Elnar Ásbjöra Ólafsson. Við fengum frest fram að áramótum, en við nánari athugun höfðum við ekld áhuga á þvi að flytja Austurrikismaðurinn Christian Orlainsky vann sinn fyrsta sigur i heimsbika'mum i alpagreinum f Ebnat- Knappel f Sviss i gær. Þá var keppt f stórsvigi og melstaranum mikia, Inge- mar Stenmark, Sviþjóð, mlstókst. Lenti á stöngunum á einu hliðinu. Féll og varð að hætta keppni. Það var i fyrri umferðinni. I fyrsta skipti, sem Stenmark iýkur ekld keppni i stórsvigi siðan 1977 og má það teljast furðulegt öryggi. Margir af kunnustu skíðamönnun- um luku heidur ekki keppni í gær og upp á Skaga, svo að ÍA er út úr mynd- innl.” Þeir félagarnir, Sigurður og Einar, sem báðir léku með sænskum liðum í sumar, ætla að fylgjast að næsta tíma- bil og aðspurður sagði Sigurður, að nú kæmu tvö lið til greina hér á landi, ÍBK það nýtti Orlainsky sér vel. f sex fyrstu sætunum urðu þessir kappar. 1. Ch. Orlainsky, Austurr. 2:41,41 2. Hans Enn, Áusturr. 2:41.50 3. J.L. Foumier, Frakkl. 2:41.58 4. Phil Mahre, USA, 2:42.18 5. Hannes Spiess, Austurr. 2:42.32 6. Jac. Lýthy, Sviss 2:42.46 Keppnin var óvenjujöfn að þessu sinni. Eftir fyrri umferðina hafði Hans Enn góða forustu 1:21.05 mín. en hinn 18 ára Orlainsky náði langbeztum tíma í síðari umferðinni. og Fram. Gæti fBK útvegað þeim sæmilegt starf, væru allar líkur að þeir herjuðu á heimaslóðum, — að öðrum kosti myndu þeir leika með Fram, undir stjórn Holmberts Friðjónssonar. Ekki er heidur útilokað að Sigurður fari aftur út fyrir landsteinana. Aðstæður til keppni voru slæmar og Stenmark hafði náð beztum tima eftir fyrri helminginn í fyrri umferðinni. Aðeins síðar féll hann. Þess má geta, að Stenmark hefur sigrað í 17 af 19 stórsvigskeppnum í heimsbikarnum síðustu árin. Eftir þessa keppni er Peter Miiller, Sviss, efstur i stigakeppninni með 80 stig. Hans Enn hefur 63 stig. Steve Podborski, Kanada, er með 61 stig. Andreas Wenzel, Lichtenstein, 57 stig. Stenhiark er í áttunda sæti með 50 stig. örgryte vill helzt ekki sleppa honum, en Sigurður verður að gefa þeim ákveðið svar fyrir 1. marz. Varðandi samskipti hans og þjálfarans hjá örgryte, sem sagt var frá hér í blaðinu, vill Sigurður taka fram að ástæðan fyrir misklíðinni á milli þeirra var sú að þjálfarinn lét Sigurð spila meiddan — píndi hann marga leiki unz Sigurður varð að leggjast í rúmið í heilan mánuð vegna beinhimnubóigu. Þannig missti hann af seinustu 10 leikjunum í deild- inni og einum bikarleik. Samtals lék Sigurður 26 leiki með aðalliðinu, auk margra í varaliðinu, sem var ekkert annað en aukaálag, til að koma honum isembeztaþjálfun. ,,Mér líkaöi í alla staði mjög vel hjá örgryte. Það er mjög fjársterkt félag og ætlar sér mikið í Allsvenskan, sem þeir unnu sig upp í í sumar. Þar hef ég átt mína beztu daga sem knattspyrnu- maður — hafði góða atvinnu hjá Volvo og aðstæður hjá félaginu eins og bezt gerist í Svíþjóð. Af hverju ég skoða hug minn um að fara út til þeirra aftur? Ég er ekki viss um að ég geti gengið beint inn í aðalliðiö og það er mikið stríð að vinna þar sess. Mér finnst ég vera of ungur til að standa í slíku. Vil heldur reyna að vinna mér sæti í íslenzka landsliðinu — þá er eftirleikurinn auðveldari fyrir þá, sem ætla að halda út í atvinnumennskuna.” -emm. Stenmark féll í stór- svigi heimsbikarsins —og 18 ára Austumkismaður sigraði. í fyrsta sinn síðan 1977 að Stenmark lýkur ekki keppni í stórsvigi DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Islandsmeistaratitillinn blasir nú við Víkingum —eftir stórsigur á Haukum, 28-16, í Laugardalshöll f gærkvöld. Víkingur þarf aðeins tvö stig í þremur leikjum sem liðið á eftir til að sigra í mótinu ,,Nei, íslandsmeistaratitillinn er ekki enn kominn i höfn, þó likurnar séu góðar,” sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði Vikings, eftir að lið hans hafði unnið stórsigur á bikarmeisturum Hauka i 1. deild handknattleiksins i Laugardalshöll i gærkvöld. Lokatölur 28—16 eða tólf marka sigur íslands- meistaranna. Þó var Gunnar Einarsson markvörður Hauka, langbezti leik- maður Hafnarfjarðarliðsins. Sigur Vikings i gærkvöld var hinn tfundi i ellefu umferðum — 21 stig, aðeins eitt jafntefli i öðrum leik mótsins. Liðiö þarf nú aðeins tvö stig i þeim þremur leikjum, sem það á eftir, til að halda íslandsbikarnum á Hæðargarði. 25. leikur Vfkings i röð á íslandsmótinu án taps. Víkingar byrjuðu Ieikinn með mikl- um krafti og höfðu náð yfirburðastöðu um miðjan fyrri hálfleikinn, 8—2. Haukar áttu ekkert svar við sterkri vörn Víkinga og góðri markvörzlu Kristjáns Sigmundssonar. Eftir leikinn hefur þjálfari Hauka, Viðar Símonar- son, ekki beint verið sáttur við þá yfir- lýsingu, sem hann gaf fyrir Evrópuleikina, að Víkingar væru ekki það yfirburðalið sem stigatala þeirra á Íslandsmótinu gæfi til kynna. Nú fékk hann að fmna" fyrir styrkleika þeirra. Haukar voru yfirspilaðir á ölium sviðum og sigur Víkings hefði efiaust getað orðið enn stærri hefðu leikmenn liðsins beitt sér allan tímann. Þeir þurftu þess ekki í gær. Nokkur áramótabragur var á leikn- um eftir að Víkingar höfðu náð yfir- burðastöðu. Ýmislegt sást, sem ekki hefði komið fyrir nema vegna þess hvernig staðan var orðin. Haukaliðið náði sér hins vegar. aldrei á strik — og faiihættan er enn mikil. Aðeins sjö stig eftir 11 leiki. Víkingar komust í byrjun í 3—0 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark eftir fimm mín. Skoruðu varla nema úr vítum í fyrri hálfleiknum. Eftir 17. mín. stóð 8—2, síðan 11—3 og staðan í hálfleik var 15—7. Framan af síðari hálfleiknum breyttist staðan lítið hvað mörkin snerti. Enn átta marka munur um miðjan hálfleikinn, 20—12. Síðan komst Víkingur í 24—13 og stór- sigurinn var í höfn. Eggert Guðmunds- son stóð í Víkingsmarkinu allan síðari hálfleikinn og varði með miklum glæsibrag. Áhorfendur klöppuðu honum mjög lof í lófa, svo og Gunnari i Haukamarkinu. í sókninni réðu Haukar ekkert við Þorberg Aðalsteins- son, sem skoraði mörg glæsileg mörk. Þá voru þeir Páll og Steinar Birgisson sterkir, einkum í fyrri hálfleik. Árni Indriðason stjórnaði vörninni eins og herforingi. Um tíma leit út fyrir, að Ólafur Jónsson gæti ekki leikið vegna meiðsla, sem hann hlaut á iands- iiðsæfingu um áramótin — en hann gat verið með. Um frammistöðu Hauka er bezt að hafa sem fæst orð nema markvörzlu Gunnars. Mörk Víkings skoruðu Þorbergur Staðaníl.deild Elleftu umferðinni á íslandsmótinu í handknattleik lauk I gærkvöld með leik Vfkings og Hauka. Staðan er nú þannig: 11 10 1 11 8 0 6 1 5 2 3 3 3 1 Víkingur Þróttur Valur FH KR Haukar Fram Fylkir 11 11 11 11 11 11 0 223—183 21 3 250—224 16 4 252—199 13 4 239—243 12 5 227—250 9 7 216—234 7 2 1 8 231—255 5 2 1 8 208—258 5 Tólfta umferðin hefst á miðvikudag 7. janúar með leik KR og Hauka í Laugardalshöll kl. 20.00. Daginn eftir leika Valur og Fram. Laugardaginn 12. janúar leika Þróttur-FH í Laugardals- höll kl. 14.00 og umferðinni lýkur með leik Víkings og Fylkis á sunnudag kl. 20.00 í Laugardalshöll. 10/1, Páll 6/1, Steinar 4, Árni 3, Guð- mundur Guðmundsson 2, Ólafur -1, Stefán Halldórsson 1 og Heimir Karlsson 1. Mörk Hauka skoruðu Hörður Hárðarson 4/3, Sigurgeir Mar- teinsson 3, Lárus Karl Ingason 2, Árni Sverrisson 2, Júlíus Pálsson 2, Stefán Jónsson, 1, Árni Hermannsson 1 og Viðar1/1. Dómarar Gunnar Kjartansson og Karl Jóhannsson. Vikingar fengu 4 víti — nýttu tvö. Haukar fengu 6 víti — nýttu 'fjögur. Einum leikmanni var vikið af velli, Steinari Birgissyni, Víking. Áhorfendur heldur fáir. -hsim. Árni Indriðason hefur hér rifid sig lausan frá vörn Hauka og skorar örugglega framhjá Ólafi Guðjónssyni. Jafntefli Argentínu og Brasilíu í gær: Möguleikar V-Þjóðverja ekiu lengur fyrir hendi — úrslitin nær örugglega á milli Uruguay og Argentínu Argentinumenn og Brasilíumenn skildu jafnir i bezta leiknum i gull- bikarnum í Montevideo til þessa. Loka- tölur urðu 1-1 f stórkostlegum leik i gærkvöld. Með þessum úrslitum eru vonir V-Þjóðverja um sigur i keppninni orðnar að engu en Uruguaymenn mæta að öllum likindum heimsmeisturum Argentfnu i úrslitaleiknum, þó svo að Brasilfa gæti e.t.v. unnið V-Þjóðverja með 2-0 og tryggt sér úrslitasætið i leiknum gegn Uruguay. Brasilfumenn hófu leikinn í gær- kvöld með miklum látum og sóttu linnulítið og fengu góð tækifæri til að skora. Ubaldo Fillol í marki Argentínu var hins vegar ekki á þeim buxunum að láta þá skora hjá sér og síðan skoraði Diego Maradona á 31. mínútu. Hann tók á rás upp i hægra horn vallarins en sneri síðan skyndilega við og á móts við hálfbogann utan víta- teigsins lét hann skot ríða af með vinstri fætinum. Þrátt fyrir góð tilþrif tókst Carlos í marki Brasiliumanna aðeins að koma hönd á knöttinn en megnaði ekki að halda skotinu. Ekki voru hins vegar liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleiknum er Brasilíumenn jöfnuðu metin. Paoio Isi- doro hafði komið inn á fyrir Renaldo í hálfleik og hann skoraði næstum með sínu fyrsta skoti. Boltinn skall í brjósti Fillol og þaðan út til Edevaldo, sem sendi boltann í netið með bylmings- skoti. Eftir þetta brutust út slagsmál meðal Ieikmanna og urðu leikmenn jafnt sem forráðamenn liðanna að hafa sig alla við að skilja félaga sína. Lokakafli ieiksins var hins vegar ein allsherjar knattspyrnusýning. Bæði liðin léku á fullri ferð og lögðu ofurkapp á að tryggja sér sigurinn. Hvoru liði um sig tókst að skora eitt mark fyrir leikslok en þau voru bæði dæmd af fyrir brot. Framherjar beggja liða syntu í dauða- færum en mörkin létu ekki sjásig. Liðin. Argentína: Fillol, Galvan, Tarantini, Olguin, Gallego, Passareila, Bertoni (Valencia í hálfleik), Ardiles, Diaz, Maradona, Barbas (Luque á 86. mín.) Brasilía: Carlos (Joao Leite á 68. mín.), Edevaldo, Oscar, Luishino, Batista, Junior, Tita, Cerezo, Socrates, Renato (Isidoro í hálfleik), Ze Sergio. Margtskiýtið íkýrhausnum Sumir menn eru hræðilega ánægðir með aig og Argentinu- maðurínn Danlel Bertoni er einn þeirra. Gildir þá einu hvort f einkalifi er eða i viðtali við þekkt blöð og tfmarit. í viðtali við frægt italskt blað sagði Bertoni eftirfarandi: ,,Við erum helviti góðir þaraa frammi ég og Antognoni. Við leikum mjög skemmtilega sam- an oft á tiðum og skorum gull- falleg mörk og andstæðingarnir eiga iðulega mjög erfitt með að stöðva okkur. Það er bara vörn- in hjá okkur (Fiorentina) sem er að gera út af við okkur. Það er sama hvað við skorum, ég og Antognoni, vörain hefur ekki undan lekanum. Um leið og við getum komið henni i lag verðum við sterkir.” Ekld sakar að geta þess að þegar þetta viðtal var tekið hafði Fiorentina leikið 6 leiki — skorað 5 mörk og fengið 3 á sigiIII Það geríst margt skrýtið i knattspyrnunni úti i heimi og eitt kyndugt atvik átti sér stað hjá smáliðinu Dorfspielen í Austurriki. Þar leikur i marki maður að nafni Kurt Grutsch. Það er i sjálfsögðu ekki i frá- sögur færandi en fyrír skömmu, eftir að Dorfsplelen hafði tapað 0-8 fyrír Niederfuss, komst það upp að Kurt stóð alls ekki í markinu eins og leikmennirnir höfðu allan timann haldið. Kurt var þá á þeysireið með brúði sina i brúðkaupsreisu ein- hvers staðar i landinu en tii þess að tryggja að einhver stæði i markinu á meðan ferð hans stæði fékk hann tviburabróður sinn til að verja marldð. Erích heitir sá og fer ekld miklum sög- um af getu hans i marldnu. Hann sótti hins vegar um stöðu markvarðar hjá Dorfspielen eftir frumraun sina, en fékk þvert nei. Að auki var brúð- guminn Kurt rekinn frá félaginu og þeir bræður sitja nú eftir með sárt ennið. Gullbikarínn í Montevideo: Uruguay í úrslitin eftir sigur á Ítalíu —Uruguay sigraði 2-0 á laugardag. Þrír leikmenn reknir af velli Lið Uruguay átti f litlum erfiðleikum að tryggja sér sæti i úrslitum ,,gull- bikarsins” eða litlu heimsmeistara- keppninnar f knattspyrau, sem nú stendur yfir i Montevideo f Uruguay. Á Iaugardagskvöld léku Uruguay og fitalia. Uruguay sigraði 2-0 i leik, sem mjög einkenndist af grófleik. Þremur leikmönnum var vísaö af velli af dómaranum. Eftir þessi úrslit er Uru- guay komið f úrslit. Sigraði Holland með sömu markatölu i fyrsta leik keppninnar. Hefur þvi lokið báðum leikjum sinum i A-riðlinum með þeim árangri, sem margir reiknuðu með fyrírfram. Uruguay mun þvi leika til úrslita við sigurvegara B-riðilsins næst- komandi laugardag. Fyrra mark leiksins á laugardag var skorað úr vítaspyrnu á 66. mín. eftir að Venancio Ramos var felldur innan víta- teigs. Julio Morales skoraði en síðara mark Uruguay skoraði Waldemar Victorino á 82. min. Áhorfendasvæðin á leikvanginum í Montevideo voru þétt- skipuð — eða sjötíu þúsund áhorf- endur — og var mikill fögnuður meðal heimamanna eftir sigurinn. Á. 70. mín. voru tveir leikmenn reknir af velli. Jose Moreira, bak- vörður Uruguay, og ftaiinn Antonio Cabrini eftir að þeir höfðu slegizt inn- byrðis. Rétt fyrir leiksiok vék dómar- inn svo ítalanum Marco Tardelli af velli fyrir brot á Ruben Paz. Mikið var um brot og meiðsii. Fimm leikmenn bókaðir. Mikili hraði var í fyrri háifieik en ekkert mark skorað. Sáralitil uppbygg- ing en spenna. Knötturinn gekk mark- anna á milli og hraði allt of mikill. Hvorugt markið komst í verulega hættu. Sérstakiega var lokahnúturinn i sókn ítala bitlaus. Hinn. tvítugi leik- maður Uruguay, sem vakti svo mikla athygli í leik Uruguay og Hollands fyrir frábæra leikni, fékk nú lítil tækifæri til að leika listir sinar. ftalski varnar- maðurinn Tardelii fylgdi honum sem skuggi allan ieikinn og ef eitthvað fór úrskeiðis hjá honum var þegar annar varnarmaður til taks. Eftir hornspyrnu á 66. min. lék Agile Morales i átt að ítalska markinu og var felldur. Spánski dómarinn Emilio Guruceta dæmdi þegar vítaspyrnu. Allir ellefu leikmenn Ítalíu mótmæltu mjög en allt kom fyrir ekki. Morales skoraði örugglega. Ivano Borden, italski markvörðurinn, átti ekki mögu- leika aðverja. Fram að þessu atviki hafði leikurinn verið jafn en nú náðu leikmenn Uru- guay frumkvæðinu, ákaft hvattir af áhorfendum. Síðan komu slagsmálin á 70. min. en ftalir áttu iitia möguleika að jafna. Hraði hinna ungu leikmanna Uruguay var meiri en þeir réðu við. Victorio gulitryggði svo sigurinn á 82. mín. eftir snjalla sendingu Ramos. Eftir leikinn sagði Iandsliðseinvaldur Uruguay, Roque Maspoli, sem var markvörður Uruguay, þegar lið Uru- guay sigraði í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu 1950, að vörn ítala hefði verið sterk í leiknum. Þó ekki nógu sterk fyrir eldfljóta leikmenn sína. Liðin voru þannig skipuð: — Urug- uay. Rodrigues, Olivera, Leon, Mor- eira, Krasowsky, Martinez, Ramos, La Pena, Victorio, Paz, Morales og Diogo kom inn sem varamaður. Ítalía. Bordon, Oriali, Scirea, Cabrini, Gentile, Tardelii, Marini, Antognoni, Conti, Graziani, Altobeili og Pruzzo kom í hans stað eftir leikhléið. Af þessari upptalningu má sjá að ýmsa þekkta leikmenn vantaði í lið Ítalíu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.