Dagblaðið - 05.01.1981, Qupperneq 16
16
i
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1981
róttir
Iþróttir
D
Jafntef liskóngamir frá
Old Trafford sluppu
fyrir horn gegn Brighton!
—tókst þó ekki að krækja í nema annað stigið á heimavelli sínum. Ipswich vann
stórleik umferðarínnar og Allison f ékk háðulega útreið á Maine Road. Bikarmeistarar
West Ham náðu aðeins jöf nu á Upton Park en annars fátt um óvænt úrslit
Óvenju litið var um óvænt úrslit i 3.
umferð ensku bikarkeppninnar, sem
fram fór á laugardag. Flest eftir bók-
inni en þó ekki alveg laust við fráhvörf.
Einna mest kom á óvart að Bolton
skyldi ná jöfnu f Nottingham — gegn
Forest svo og óvæntur stórskellur
Swansea á heimavelli sinum, Vetch
Field, fyrir Middlesbrough, sem til
þessa hefur ekkl talizt sterkt á útivelli.
En aðalvlðurelgn dagsins var þó i
Ipswich þar sem heimamenn mættu
Aston Villa. Ipswlch hafði algera yfir-
burði f fyrri hálfleiknum en tókst þó
aðeins að skora eitt mark. Paul
Mariner sendi knöttinn með þrumu-
skoti i netið á 14. minútu eftir fallegan
undirbúning. Tvfvegis varð Jimmy
Rimmer að taka á öllu sinu til að verja.
í síðari hálfleiknum sótti Villa mjög í
sig veðrið undir forystu Dennis
Mortimer, sem stjórnaði spili liðsins
glæsilega á miðjunni. Framherjunum
gekk þó illa aö finna göt á vörn
Angliu-liðsins og Terry Butcher hafði
hinn hávaxna Peter Withe „í
vasanum” ef hægt er að nota þá sam-
líkingu í þessu tilviki. Það næsta sem
Villa komst því að skora var undir lok
leiksins er Paul Cooper varði meistara-
lega aukaspyrnu frá Gordon Cowans.
Eftir mikið þóf og stapp, þar sem
Mortimer reyndi hvað hann gat til að
draga úr athygli varnarmanna Ipswich,
renndi hann knettinum til Cowans, sem
sendi þrumufleyg að markinu. Leik-
menn Villa voru margir hverjir búnir
að lyfta höndunum i fögnuði er
Cooper sveif á eftir knettinum og varði
glæsilega. Liðin voru þannig skipuð.
Ipswich: Cooper, Burley, Osman,
Butcher, Mills, Thijssen, Wark,
Mllhren, Gates, Brasil og Mariner.
Villa: Rimmer, Swain, Evans,
McNaught, Williams, Mortimer,
Paul Mariner skoraðl eina markið i
toppviðureign Ipswich og Aston Villa.
Bremner, Cowans, Morley, Shaw og
Withe.
Áður en við höldum lengra er rétt að
fara yfir úrslitin í leikjunum 32.
Enski bikarinn
— 3. umferð
Barnsley—Torquay 2—1
Birmingham—Sunderland 1—1
Bury—Fulham 1—1
Colchester—Bradford 0—1
Derby—Bristol City 0—0
Everton—Arsenal 2—0
Huddersfield—Shrewsbury 0—3
Hull—Doncaster 1—0
Ipswich—Aston Villa 1—0
Leeds—Coventry 1—1
Leicester—Cardfiff 3—0
Liverpool—Altrincham 4—1
Manchester City—C. Palace 4—0
ManchesterU.—Brighton 2—2
Mansfleld—Carlisle 2—2
Maidstone—Exeter 2—4
Newcastle—Sheffield Wed. 2—1
Norwich—Cambridge 1—0
Nottm. Forest—Bolton 3—3
NottsCounty—Blackburn 2—1
Orient—Luton 1 —3
Peterborugh-Chesterf., 1—1
Plymouth—Charlton 1—2
PortVale—Enfield 1—1
Preston—Bristol Rovers 3—4
•QPR—Tottenham 0—0
Southampton—Chelsea 3—1
Stoke—Wolves 2—2
Swansea—Middlesbrough 0—5
WBA—Grimsby 3—0
WestHam—Wrexham 1—1
Wimbledon—Oldham 1 —0
Bikarmeistarar West Ham voru
einum of rólegir í tíðinni gegn
Wrexham. West Ham hafði yfirburði
lengst af en tókst ekki að komast á
blað í fyrri hálfleiknum. Það var loks
að Paul Goddard var brugðið innan
vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ray
Stewart skoraði fyrir Hammers á 59.
mínútu. Wrexham virtist ekki eiga
neina möguleika á að jafna metin því
heimaliðið hafði tögl og hagldir. En of
miklir yfirburðir geta einnig verið
hættulegir. Smám saman sofnuðu leik-
menn West Ham á verðinum og þegar 3
mínútur voru til leiksloka tókst Gareth
Davies að jafna óvænt og ákaflega
óverðskuldað fyrir Wrexham. Það gæti
því hæglega farið svo að bikarmeistar-
arnir féllu út á fyrstu hindrun því
leikurinn í Wrexham á morgun verður
ekki auðveldur. Áhorfendur á Upton
Park voru 30.000.
Hitt úrslitaliðið frá í fyrra, Arsenal,
féll út fyrir Everton á Goddison Park
að viðstöddum 34.000 áhorfendum.
Ekkert mark hafði verið gert fyrstu 85
mínútur leiksins og Arsenal varðist
með kjafti og klóm. Þá hins vegar kom
föst sending fyrir markið. Jennings
náði ekki til knattarins og í tilraun sinni
til að hreinsa frá markinu sendi Kenny
Sansom knöttinn rakleiðis í eigið net.
Leikmenn Arsenal féllu alveg saman og
á lokamínútunni bætti Mick Lyons
öðru marki við. Stóð lengst af í deilum
um hvort knötturinn hefði farið yfir
marklinuna eður ei en það sást greini-
lega í sjónvarpi að knötturinn fór yfir
línuna.
Forest lenti í hinu mesta basli með
Bolton og það þó leikið væri á heima-
velli Forest, City Ground. Trevor
Francis er nú allt í öllu hjá Forest eftir
að hann náði sér eftir meiðslin og hann
skoraði fyrsta mark leiksins á 33.
mínútu. Paul Jones varnarmaður hjá
Bolton varð að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla á 18. mfnútu og á 30. mínútu
meiddist Brian Kidd og var vart nema
hálfur maður það sem eftir lifði. En
Bolton neitaði að gefast upp. Hoggan
jafnaði metin á 36. mínútu og kom
Bolton síðan yfir á 55. minútu öllum til
mikillar undrunar. Trevor Francis jafn-
aði fyrir Forest 10 mínútum síðar en
vart var minúta liðin er Neil Whatmore
hafði sent knöttinn í net Forest í þriðja
sinn. Eftir þetta mark lagði Bolton
ofurkapp á vörnina. Sókn Forest var
þung lokakaflann og loks á 85. minútu
Ándy Rltchie skoraði gegn sinum
gömlu félögum, en murk hans dugði þó
ekld til sigurs.
tókst Raimond o Ponte að jafna metin
á ný fyrir Forest. Þar við sat en undir
eðlilegum kringumstæðum ætti Forest
að vinna Bolton nokkuð örugglega á
Burnden Park á morgun.
Malcolm Allison var hálf sneyptur er
hann gekk með leikmönnum Crystal
Palace inn i búningsherbergin á Maine
Road. Enda ekki nema von. Karlinn
yfirgaf City nýlega og hélt á fornar
slóðir í SA-Lundúnum. Og árangurinn
lætur ekki á sér standa. City blómstrar
nú undir stjórn John Bond en Palace er
á hraðri leið niður í 2. deild með Alii-
son hinn heilaskerta við stjórnvölinn.
Palace varðist grimmilega á laugardag
og tókst að halda hreinu þar til á 54.
mínútu er Kevin Reeves skoraöi úr víta-
spyrnu. City hafði átt leikinn frá upp-
hafi en þarna var tónninn gefinn. Paul
Power skoraði heppnismark á 60.
minútu og lokakaflann bætti City
tveimur mörkum við. Fyrst Phil Boyer
og síðan Reeves.
Kevin Keegan hefur gerbreytt liði
Southampton til hins betra eftir að
hann hóf að leika með á ný eftir slæm
meiðsl. Dýrlingarnir höfðu tögl og
hagldir gegn Chelsea og undrabarnið
Steve Moran skoraði á 6. mínútu. Það
var hans 13. mark í 14 leikjum. Sann-
kallaður spútnik drengurinn sá.
Keegan bætti siðan öðru marki við á
29. mínútu en varð síðar að yfirgefa
völlinn vegna meiðsla er hann hlaut.
Það kom þó ekki í veg fyrir að Graham
Baker bætti þriðja marki Dýrlinganna
við áður en Colin Lee tókst að svara
fyrir þá bláklæddu í Lundúnum. Það
var fyrsta mark Chelsea í 6 leikjum.
Áhorfendur í Southampton voru
23.694.
Liverpool átti ekki í neinum
vandræðum með litla liðið Altrincham
undir stjórn Antony Snaders, sem hér á
árum áður þjálfaði Víking. Liverpool
tókst þó ekki að rjúfa varnarmúr smár
liðsins fyrr en á 29. mínútu er Terry
McDermott skoraði. Kenny Dalglish
bætti síðan öðru marki við á 44.
mínútu og því þriðja á 50. mínútu.
Altrincham sem hafði legið í vörn
framan af átti margar hættulegar
skyndisóknir og t.d. varð Richard
Money að bjarga á línu til að forða
marki. Ray Clemence átti ekki annað
tiltækt ráð eftir á 71. mínútu en að
bregða einum sóknarmanna Altrinc-
ham, sem kominn var í upplagt færi.
Heathcoat skoraði örugglega úr vítinu
Ray Kennedy átti lokaorðið fyrir Liver-
pool er hann skoraði fjórða mark
liðsins undir lokin. Áhorfendur voru
tæplega 37.000 á Anfield og þeir klöpp-
uðu leikmönnum Altrincham lof í lófa
er þeir gengu af velli í leikslok.
Minnstu munaði að Manchester
United hlyti óvæntan skell á Old Traf-
ford fyrir Brighton. Þótt Gary Birtles
léki með á ný var enga breytingu að sjá
til batnaðar hjá United-liðinu, jafn-
tefliskóngum Bretlandseyja. Það var
Brighton, sem gaf tóninn og á 12.
minútu skoraði Horton fyrsta mark
leiksins. Andy Ritchie, fyrrum leik-
maður United, skoraði síðan annað
mark liðs síns á 20. mínútu og þannig
var staðan þar til 20 minútur voru til
leiksloka. Dave Sexton og Tommy
Cavanagh sáu þá að nauðsynlegt var að
gera róttæka breytingu ef einhverju átti
að bjarga. Sexton tók það til bragðs að
kippa Sammy Mcllroy, sem hafði átt
slakan leik, útaf og setti Mike Duxbury
í hans stað. Gífurleg breyting varð á
leik United. Duxbury skoraði á 72.
mínútu og á 85. minútu tókst Micky
Thomas að jafna metin. Þrátt fyrir
gegndarlausa sókn United lokakaflann,
tókst ekki að knýja fram sigur en liðið
má þó vel við una eftir allt saman.
Liðin mætast að nýju á Goldstone
Ground í Hove á miðvikudag og má
búast við hörkuleik.
Pat Patridge, dómari, var aðalmað-
urinn á Elland Road í Leeds er heima-
Kenny Sansom varð fyrir þvi óhappi að
senda knöttlnn I eigið net.
Mick Lyons tryggði sigur Everton með
umdeildu marki i lokin gegn Arsenal.
liðið mætti þar Coventry. Það var bak-
vörðurinn Thomas sem kom Coventry
yflr með heppnismarki. John Lukic
hafði hendur á knettinum en missti
hann siðan og tuðran skreið innfyrir
linuna. Voru mikil áhöld um hvort
boltinn hefði farið yfir en Partridge
taldi svo vera. Leeds sótti talsvert í s.h.
en tókst, sem fyrr, ekki að finna gat á
vörn Coventry. Loks tók Alex Sabella á
rás og var klossbrugðið rétt fyrir fram-
an nefið á dómaranum. Atvikið átti sér
stað innan vítateigs. Ekkert var dæmt
en þegar Sabella var aftur brugðið á
svipuðum stað nokkru síðar var
Partridge ekki í vafa og dæmdi víta-
spyrnu og það þó hann stæði rúma 40
metra frá atvikinu. Kevin Hird jafnaði
úr vítinu, sem loks var dæmt en liðin
verða samt að mætast á nýjan leik.
Birmingham tókst ekki að leggja
Sunderland að velli þó á St. Andrews
væri Ieikið. Keith Berthohin skoraði
fyrir heimaliðið á 43. mínútu en Gary
Chisholm jafnaði fyrir gestina á 80.
minútu. Gary Lineker skoraði fyrsta
mark Leicester gegn Cardiff og 1.
deildarliðið fór létt með mótherja sína
úr 2. deildinni. Downes skoraði sigur-
mark Norwich gegn Cambridge, sem
tókst ekki eins vel upp i bikarnum og í
deildabikarnum.
Ekki munaði miklu að áhuga-
mannaliðinu Enfleld tækist að leggja
Port Vale að velli. Bishop kom Enfield
yfir á 39. mínútu en Beech jafnaði fyrir
Port Vale á þeirri 70. Enfield var mun
sterkari aðilinn og má fast eins búast
við því að það verði eina áhugamanna-
liðið í 4. umferðinni. Maidstone átti
aldrei möguleika gegn Exeter og varð
að sætta sig við 2—4 tap. Luton
skoraði öll sín mörk á 15 mínútna kafla
og það varð Orient um megn. Robson
skoraði fyrsta mark WBA gegn
Brighton og eins og í Leicester hafði 1.
deildin betur gegn þeirri annarri.
Malcolm Poskett skoraði sigurmark
Watford gegn Colchester og Derek
Hales tryggði Charlton sigur gegn
Plymouth eftir að heimaliðið hafði
komizt yfir.
Stoke og Úlfarnir skildu jöfn á
Victoria Ground. Þar var sóknar-
leikurinn í hávegum hafður — óvana-
legt þegar þessi lið eiga í hlut. Mel Eves
kom Úlfunum yfir á 28. mínútu en Lee
Chapman jafnaði fyrir Stoke tveimur
mínútum síðar. Kenny Hibbitt skoraði
siðan annað mark Úlfanna á 40.
mínútu og þannig var staðan í leikhléi.
Chapman jafnaði síðan aftur fyrir
Stoke í síðari hálfleiknum og þar við
sat.
Þá var því lýst yfir í herbúðum
Crystal Palace að Clive Allen getur
yfirgefið félagið þegar hann vill svo
fremi eitthvet félag vilji borga tilsetta
upphæð fyrir hann. Verði hann seldur
gengur hann til liðs við fjórða félagið á
aðeins rúmlega hálfu ári og hlýtur það
að teljast met af einhverju tagi.
Leikmenn Preston vöknuðu upp við
vondan draum í hálfleik gegn Bristol
Rovers. Staðan var orðin 4—0 gest-
unum í vil og fram til laugardags höfðu
þeir ekki unnið leik á útivelli. Þó leik-
menn Nobby Stiles reyndu allt hvað
þeir gátu tókst þeim ekki að svara nema
þrisvar fyrir sig og það dugði ekki til.
-SSv.