Dagblaðið - 05.01.1981, Síða 28

Dagblaðið - 05.01.1981, Síða 28
—„Átti að vera tryggt að við Kristinn Ólsen skyldum einskis í missa þegar félögin voru sameinuð,” segir Alf reð „Það var samþykkt á stjómar- fundi 19. desember að skrifstofan skyldi tekin af mér,” sagði Alfreð Elíasson fyrrum forstjóri bæði Loft- leiða og Flugleiða og núverandi stjórnarmaður Flugleiða er DB spurðist fyrir um orðróm þess efnis. „Þeir geta borið mig út hvenær sem er. En það er mín skoðun að það sé vafasamt að þeir geti gert það vegna baktryggingar sem ég og Kristinn Ölsen fengum og var for- senda sameiningarinnar. Það átti að vera tryggt að við skyldum einskis í missa þegar félögin vom sameinuð,” sagði hann. „Þeir segjast þurfa á húsnæðinu að halda,” sagði Alfreð er blm. spurðist fyrir um ástæðu þess að hann er beðinn um að yfirgefa skrif- stofuna. ,,Ég átti að vera kominn út fyrir áramót en ég er ekki enn farinn. Þeir geta komið og borið mig út en ég ætla að sitja sem fastast.” „Halldór H. Jónsson stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins bar upp til- lögu þess efnis að að ég skyldi rýma skrifstofu mína en fengi í staðinn ásamt Kristni Ólsen herbergi einhvers staðar í skrifstofubyggingu eða hótel- byggingu Flugleiða. Ég hef haft þessa skrifstofu frá því að þessi bygging var byggð. Ég var þá forstjóri Loft- leiða,” sagði Alfreð. „Halldór H. Jónson er formaður nefndar sem fjallaði um eftirlauna- mál og bar hann einnig fram tillögu um það að ég, örn Ó. Johnson og Kristinn Ólsen skyldum fá eftirlaun frá 1. júní 1980 að telja. örn óskaði eftir því að við Kristinn fengjum eftirlaun frá sama tíma og hann en hann komst á eftirlaun 1. júní i fyrra,” sagði Alfreð Elíasson að lokum. -KMU. Gatið eftir byssukúlu? —svo fullyrðir bfleigandinn, en lögreglan telur að rúðan hafi f rostsprungið Jens Sigurðsson við bil sinn, sem hann fullyrðir að skotið hafi verið á. Eins og sjá má i I og er rétt að minna menn á að vara varlega með bensin á brúsum nú i bensinverk- gegnum brotna rúðuna er bensinbrúsi i aftursæti bilsins. Slikt er hið mesta hættuspil | fallinu. DB-mynd S. „Ég er alveg klár á því að þetta er eftir kúlu, þegar við komum út úr húsinu var kúlugat á afturrúðunni og sprungið út frá því. Þetta var eins og kóngulóarvefur,” sagði Jens Sigurðsson málari í samtali við DB. „Tveir menn heyrðu skothvell, annar býr hér í húsi við götuna, þannig að ég er alveg viss um hvað þarna hefur gerzt. Þetta er ekki eftir stein, þá hefði þetta brotnað á allt annanhátt.” Það var síðdegis á laugardag, sem þessi atburður átti sér stað. Jens Sigurðsson lagði bíl sinum við Ránar- götu, rétt austan Ægisgötu, á meðan hann náði í farþega í hús eitt. Þegar hann kom út blasti fyrrgreind sjón við honum. „Við ókum niður á miðbæjarstöð en á leiðinni hrundi úr rúðunni,” sagði Jens Sigurðsson að lokum. Við rannsókn fannst hvorki skot- far né byssukúla og taldi lögreglu- maður sem DB talaði við að rúðan hefði líklegast frostsprungið. -KMU. ............ ......... ' Verzlunarráð spáir í áramótakapal ríkisstjómarinnar: Skerðing verðbóta á kaup eyðir verðbólgu —„framsetningá áætlunum í lánamálum er villandi” „Athuganir Verzlunarráðsins benda til að skerðing verðbóta þann 1. marz nk. um nær 9% muni að mestu eyða verðbólguáhrifum kjara- samninganna frá síðasta ári og forða þeirri verðbólguholskeflu sem stefndi að. Verðlag mun hins vegar enn hækka á næsta ári um rúm 50%. Raunverulegur árangur í viðureign við það verðbólgustig næst hins vegar ekki nema með samræmdum aðgerðum i efnahagsmálum svipuðum þeim, sem Verzlunarráð hefur sett fram í stefnu sinni í efna- hags- og atvinnumálum.” Þannig lýkur Verzlunarráð íslands úttekt sinni á efnahagsmála- áætlunum ríkisstjórnarinnar sem fæddust við iilan leik á síðustu klukkustundum liðins árs. í heildina segir Verzlunarráð áætlanirnar vera „skammtímaaðgerðir ríkisstjórnar, sem enn veit ekki hvað hún vill,” en sér þó í þeim ljósa punkta: Að efna- hagsráðstafanu-nar „muni að mestu draga úr þeirri verðbólguholskeflu, sem séð var fram á, en ekki eyða þeirri verðbólgu, sem varásl. ári.” A hinn bóginn segist Verzlunar- ráðið „ekki geta tekið alvarlega” ráðagerðir ríkisstjórnarinnar að „innleiða á ný millifærslu- og uppbótakerfi haftaáranna”, það stefni að því að einangra íslenskt at- vinnulíf. Og ennfremur að tillögur um að setja verðhækkunum tímasett .hámörk- og ákveða álagningu í krónutölu séu „nánast ófram- kvæmanlegar og gagnslausar til að draga úr verðlagshækkunum eða auka hagkvæmni í verzlun. Þá talar Verzlunarráð um að „framsetning ríkisstjórnarinnar á áætlunum i lánamálum sé villandi. Á einum stað er sagt, að verðtrygging inn- og útlána skuli frestað, en á öðrum stað er lögð til víðtæk breyting i vaxtamálum.” -ARH. frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 5. JAN. 1981. Biðraðireftir dýrmætum bensín- dropanum leldsnemma ímorgun: Sáttafundur boðaðurídag — hjá bensmafgreiðslu- mönnum Bílstjórar á bensínlitlum farkostum | fóru eldsnemma í morgun að mynda | biðraðir við þá fáu afgreiðslustaði í ^ Reykjavik, Hafnarfirði og Keflavík þar i sem enn má fá dýrmætan bensíndrop- | ann. Verkfall afgreiðslumanna bensíns I heldur áfram en síðdegis í dag eru þeir . ásamt fulltrúum Vinnuveitendasam- bandsins boðaðir á fund hjá ríkissátta- semjara. Afgreiðslumenn krefjast samræmingar á kjörum sínum og kollega sinna innan samtaka verzlunar- manna. Aðaldeilumálið i samningun- um er þannig krafa þeirra um að fara á námskeið eftir 5 ára starf og flytjast upp í launaflokkastiganum að því loknu. Verkamannafélagið Dagsbrún, samningsaðili afgreiðslumanna, hefur boðað afgreiðslubann á bensíni og oliu- vörum á þá afgreiðslustaði sem opnir eru þrátt fyrir verkfallið. Bannið tekur gildi frá og með 10. janúar. -ARH. Verkfallsboð- un við Kefla- víkurhöfn — ogíríkisverk- smiðjunum Ríkissáttasemjari og menn hans hafa nóg að starfa í upphafi nýs árs. Víða er ófriðlegt um að litast á vinnumarkaðn- um eins og fundaskrá „Karphússins” í dag ber með sér. Auk fundar með bensínafgreiðslu- mönnum er á dagskrá fundur um kjaradeilu hafnarverkamanna í Kefla- vík. Þar er deilt um ákvæðisvinnu við útskipun á tunnum og boða verkamenn verkfall fimmtudaginn 8. janúar. Þá er fundur um samningamálin í ríkisverk- smiðjunum. Verkfall er boðað þar 12. janúar og komi það til framkvæmda stöðvast Áburðarverksmiðjan,' jSementsverksmiðjan og Kisiliðjan í jMývatnssveit. Ennfremur eru boðaðir fundir hjá byggingamönnum utan Sambands byggingamanna og Vörubifreiðastjóra- félaginu Sleipni. Verkfall hefur ekki verið boðað hjá þeim tveimur síðast- Itöldu. Skólum lokað vegna illviðris Vegna slæmrar veðurspár var gefið frí í öllum grunnskólum Reykjavíkur í dag. Framlengist jólafríið því um einn dag hjá börnunum. Sjálfsagt verða mörg þeirra því fegin, enda viðbrigði að þurfa að rífa sig á fætur fyrir allar aldir eftir þetta indæla jólafrí, þegar mörg hafa sofið fram yfir hádegi og snúið sólarhringnum gjörsamlega við. En á morgun er gert ráð fyrir fullri kertnslu, og getur ekkert breytt því nema veðurguðirnir. Börnin verða þá að mæta í skólanum, svo framarlega sem ekki koma auglýsingar um annað í morgunútvarpinu. -IHH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.