Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 1
t
Flak DC—8 þotT^fíatÉ flugskyli Cargolux eftir
brunann mikia aðfaranótt 'fimmtudagsins. Búkur
'» þotunnar er brunninri en slókkvitiðsmenn unnu
mikið afrek með því að þjarga vængjum þotunnar,
þar gem voru 40 þúsund pund af eldsneyti. Litla
myndin sýnir stól vélarinnar en þegar eftir
brunann var málað yfir skjaldarmerki Saudi Araba,
sem hafa viljað halda þvi leyndu hvaðan vélin er.
DB-myndir Vafgeir Siqurðsson.
Bruni Cargolux-þotunnar í Luxemborg:
Slíkur bruni ætti
Suðureyri við Súgandafjörð:
BJARGAÐIST MEÐ
NAUMINDUMÚRÍS-
KÖLDUM SJÓNUM
Hafnarverkamaður á Suðureyri
við Súgandafjörð bjargaðist naum-
lega eftir að hann féll í höfnina í
fyrrakvöld. Unnið var víð uppskipun
úr skipi Skipaútgerðar rlkisins,
Coaster Emmy. Þegar maðurinn féll í
sjóinn var mjög kalt í veðri, 12—14
stiga frost og sjórinn ískaldur. Mikill
is var í höfninni. *
Bjarghringur fannst ekki á bryggj-
unni en bandi var kastað til manns-
ins. Bílstjóri, sem var á bryggjunni,
klifraði niður dekk sem hanga á
bryggjunni og náði að draga mann-
inn að. Þaðan var manninum bjargað
en hann var þá við að gefast upp
vegna kuldans.
Þykir hin mesta mildi að ekki fór
verr. Maðurinn var þegar fluttur
heim og er hann nú að hressast eftir
volkið.
-JH/ÞT, Flateyri.
ekki að geta orðið
—sé allrar eðlilegrar varkárni gætt
„Mér var hrint til og frá, öryggis-
verðir voru alveg vitlausir og vaktfor-
maður lét loka mig inni. Síðan var
hringt á lögreglu og mér hent út af
svæðinu,” sagði Valgeir T. Sigurðsson
fréttaritari Dagblaðsins í gærkvöldi.
Valgeir fór á vegum DB í gær og
myndaði flak DC-8 þotunnar., sem
brann í flugskýli Cargolux í Luxem-
borg , aðfaranótt fimmtudagsins. Eins
og lýsing Valgeirs ber með sér gekk það
ekki andskotalaust, en í myndirnar
náði hann.
„Það er verið að rannsaka upptök
^brunans,” sagði Valgeir. „Það hefur
ekkert nýtt verið látið uppi opinber-
lega, en meðal manna hér 1 Luxemborg
er mikið rætt um hvort um skemmdar-
verk hafi verið að ræða. Þær tilgátur
byggjast á því að þetta er þriðja þotan
frá Saudi-Arabian Airlines, sem
brennur á tiltölulega skömmum tíma.
Rætt er um að eitthvað hafi verið
fiktað við rafmagn vélarinnar, en ekk-
,ert liggur fyrir í þeim efnum.”
Þess h var getið í útvarpi í
Luxemborg í gær að allar líkur væru á
því að eldurinn hefði kviknað á salerni
vélarinnar fram við flugstjómarklefa.
Valgeir sagði að engir íslenzkir flug-
virkjar hefðu verið að vinna við vélina
er eldurinn kom upp. Luxemborgarar
og Bretar voru á vakt. Talið er að slikur
bruni eigi vart að geta átt sér stað ef
eðlileg varkárni er viðhöfð.
„Það er rosalegt að sjá skrifstofu
byggingu Cargolux. Þykkt sótlag er
innan á veggjum og lofti og allt starfs-
fólk er notað við þrifin. Þá er flug-
skýlið mikið skemmt og mikill burðar-
biti úr stáli, sem var yfir vélinni, er
kengboginn.
Slökkviliðið gekk mjög vasklega
fram en talið er að slökkviliðs-
mennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir
því hvílik hætta var á ferðum vegna
eldsneytisins í vængjum vélarinnar,”
sagði Valgeir. I -JH.
Leikaradeilan:
Samningar í sjónmáli
„Þetta virðist allt stefna í rétta
átt,” sagði Hörður Vilhjálmsson
fjármálastjóri Rikisútvarpsins
síðdegis i gær er DB spurði hvernig
samningar útvarpsins við leikarai
gengju.
„Við vorum á löngum fundi í dag
og síðan verður haldið áfram aftur á
miðvikudaginn. Málin eru óðum að
skýrast og útlinur samninga ættu að
liggja fyrir fljótlega. Ég vona 'að
málið verði leyst fyrir mánaða-
mótin.”
Leikarar hafa, sem kunnugt er, átt
i vinnudeilu við útvarpið i langan
tíma. Verkfall hefur staðið yfir frá
þvi í haust þannig að engin leikrit
hafa verið tekin upp eða önnur vinna
leikara við útvarpið verið innt af
hendi.
„Stóra vandamáliö er,” sagði
Hörður að leikurum finnst að ekki sé
hægt aö sinna innlendri dagskrárgerð
nógu mikið. Þetta finnst nú raunar
mörgum öðrum. En málið er að þetta
er mjög dýr framleiðsla og verður_
sennilega alltaf.” -JH.’