Dagblaðið - 17.01.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Brauð í koltvísýríngsumbúðum:
GEYMIST MÁNUÐ EÐA LENGUR
—án þess að harðna eða mygla
Brauð hefur þann leiða galla að við
langa geymslu vill það mygla og/eða
harðna. Því er það stundum að við:
ætlum að fá okkur brauösneið en
verðum að hætta við þar eö brauðið
er orðið illa grænt eða glerhart. Anna|
Bjarnason fann eitt sinn að því hérna
á síðunni og taldi bezta ráðið til þess
að koma í veg fyrir þetta að setja rot-
varnarefni í brauð. Vitnaði hún til
þess að víða erlendis væri til brauð
með rotvarnarefnum og skemmdust
þau ekki við langa geymslu. Margir
risu upp til að andmæla Önnu og
sögðu rotvarnarefni hinn mesta
óþverra sem safnaðist fyrir í líkam-
anum og ylli skaða.
Nú þykjast menn hins vegar hafa
fundið ráð til þess að koma í veg fyrir
að brauðin mygli eða harðni án rot-
varnarefna. Brauðgerðin Krútt á
Blönduósi setur á næstunni á markað
brauð sem pakkað er í umbúðir
fylltar með koltvísýringi. Segir Óskar
Húnfjörð eigandi bakarísins að þessi
brauð eigi að geymast mánuð eða
jafnvel lengur i þessum umbúðum
alveg jafn fersk og daginn sem þau
voru bökuð.
Koltvísýringur er notaður í gos-
drykki og hættulaus með öllu nema
menn andi honum að sé í stórum stíl.
Koltvísýringurinn hefur þá náttúru
að hann hrekur burtu súrefnið. Það
er einmitt það sem menn notfæra sér
við þessa nýju pökkunaraðferð. Því
að án súrefnis lifir ekki heldur smá-
verugróður sá sem veldur skemmdum
á brauði. Reyndar er það fleira en
brauð sem hægt er að pakka inn á
þennan hátt og við éf|um nú völ á
að minnsta kosti tveim kaffitegund-
um, sem pakkað er með þessari
aðferð.
Brauðinu er pakkað í mjög þykkar
plastumbúðir sem hindra að raki eða
loft komist út. Því helzt brauðið
alltaf jafn mjúkt.
En eins og þeir hjá Krútti ráku sig á
stafar hins vegar nokkurt vandamál
af þessum raka. Þegar hann gufar
upp leysist hann upp í frumeindir
sínar, vetni og súrefni. Og þá er aftur
komið að sama vandanum með gerla-
gróðurinn. Þetta vandamál er aðeins
hægt að leysa með því að setja nógu
mikinn koltvísýring þannig að rakinn
haidist í brauðinu en gufi ekki upp.
Tilraunir hafa staðið í 9 mánuði hjá
Krútti við að finna þetta rétta jafn-
vægi.
Fyrst verða sett á markað síróps-
brauð og ristað brauð. Þessi brauð
eru næsta lík því sem við venjulega
köilum heilhveiti- og franskbrauð en
allt efni í þau er flutt tilbúið til
landsins. Brauðið er bakað í sérstök-
um ferhyrndum formum þannig að
allar sneiðar verða jafnstórar. Seldar
verða 10 og 5 sneiðar í pakka.
Brauðið verður stimplað með
síðasta söludegi einn mánuð fram í
timann og mun það að öllum líkind-
um verða í fyrsta sinn sem síðasti,
söludagur er stimplaður á brauð hér á
landi.
Þegar búið er að opna umbúðirnar
góðu til þess að fá sér brauðsneið
verður helzt að borða það sem eftir er.
innan tveggja daga. Bezt er að geyma
brauðið við venjulegan stofuhita
fram að opnun en í kæli eftir að
pakkinn hefur veriö opnaður.
Þetta brauð kemur til með að
verða nokkru dýrara en annað brauð
vegna mikils vinnslukostnaðar. En
endanlegt verð er ekki komið á það
ennþá. -DS.
Óvelkomnirgestir:
MAÐKAÐ HEILHVEITI
„Ég ætla svo sem ekki að kvarta
neitt sérstaklega yfir þessu, aðeins
að koma aðvörunum til fólks,” sagöi
Svanhildur sem sendi okkur poka af
heilhveiti. Hún hafði keypt pokann i
haust til sláturgerðar. Á dögunum
hugðist hún nota það sem eftir væri í
honum en þá var það ekki heilhveitið
einsamalt. Fjörugir maðkar af einni
til tveim tegundum voru komnir í
heimsókn.
,,Ég hafði orðið fyrir svipaðri
reynslu fyrir mörgum árum og síðan
sigta ég alltaf allt hveiti. Það gerði ég
einnig núna, annars hefði ég eflaust
bakað úr hveitinu með möðkum og
öllu,” sagði Svanhildur.
Þetta er vandamál með ormana er
nokkuð sem allir hveitisalar kannast
við. Hveiti er aðallega ræktað í
löndum þar sem mikið er af hvers
konar skordýrum og þó að ^lltaf sé
reynt að koma í veg fyrir 'að þau
komist saman við matvöruna fer oft
svoaðeitt ogeitt skordýrsegg kemst
í gegnum nálaraúgað. Það ungast
síðan út í mjölinu sem er tilvalinn
staður til þess að fjölga sér í og eftir
það er ekki að sökum að spyrja.
Sirópsbrauó og ristað brauð frá Krútti í hinurn nýju umbúðum.
DB-mynd F.inar.
Ormamir sem leyndust i heilhveitinu hennar Svanhildar voru svo fjörugir að srfttt rayndbt að
mynda þé. Því er myndin örlítið óskýr. Viö gátum greint að minnsta kosti tvœr tegundir.
DB-mynd Einar.
Það sem neytendur geta helzt gert
til þess að koma í veg fyrir að
ormarnir láti á sér bæra, er að geyma
alla mjölvöru í sem þéttustum dósum
eða þá í frosti. Mjölpoki sem geymd-
ur er í eldhússkápnum er hrein
gróðrarstía hvers konar kvikinda,
sem valda lítilli skemmtun þegar þau
láta, á sér kræia. Með því að sigta
mjölið fyrir notkun má siöan tryggja
að ekki fari með kvikindi sem hafa
þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir
náð að lifna. Því þó að ef til vill megi
deila um hvort þessi kvikindi valda
líkamlegum skaða verður ekki
deilt um það að þau eru heldur
óskemmtileg ábót.
-DS.
Gjafir fyrir
400 þúsund
Ragnheiður skrifar:
Vegna óvenju hárra útgjaldaliða
(88.306 g. kr. á mann í mat og
hreinlætisvörur, 1.180 þús. í annað),
sendi ég hér smá skýringu. í
mánuðinum voru keyptar gjafir og
þess háttar fyrir tæplega 400.000
HeLmilisbókhald vikuna:
tQ
Mat- og drykkjarvörur, hremlætisvörur ogþ.h.:
Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud FLuimtud Föstud Laugard
Samt Samt Samt Samt Sarnt Samt Samt
Örniur útgjöld:
Suimud Mánud Þriöjud Miövikud Funmtud Föstud Laugard
/
Samt Samt Ramt- Samt Samt Samt Ramt.
(jóla-, afmælis- og sængurgjafir).
Fatnaður fyrir um 160 þúsund, af-
borganir af láni 138 þúsund, víxill 95
þúsund, bensin og fleira á bílinn
157.350 og margt fleira.
Það sem hleypti matar-
kostnaðinum svona hressilega upp
var að keypt var nautakjöt fyrir
130.000 (en það væntanlega lækkar
heldur kostnaðinn næstu mánuðina).
Húsráö
Til þess að spara arku við húsvcrkin cr
áf’œtt að vinna til skiptis auðveld verk
of; erftð. Eftir að hafa stritað í garðin-
) um er til dcemis );ott að setjast við að
stoppa ísokka.
Þepar unnin eru sérlepa erfið verk sem
mikil hœtta eráað óhreinka sig við má
húa sér til ftóða hlifðarsvuntu sem
slðan má henda. Klippið göt fyrir
höfuð og hendur á stóran ruslapoka og
klceðið ykkur I.
Svunta með stórum vasa sparar mikla
vinnu við tiltekt. Þá er htegt að tína í
vasann laust smádót og ganga svo frá
þvi á sínum stað þegarfarið erþaíum.
Notið tauhanzka innan undir gímmi-
hanzka. Þeir taka við svita og
auðvelda að klceða sig í og úr
gúmmíhönzkunum.
Sé allt I „drasli” og gestir hringja og
segjast vera á leiðinni er hœgt að
hreiða yfir allt á ótrúlega skömmum
tlma. I stofunni má stinga öllu lauslegu
undir púða og stóla. Hristið lausu
motturnar og breiðið þœr yfir
skitugustu blettina á gólfinu.