Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981.
5
N
Óánægja með Lífeyrissjóð Vestfirðinga:
Fyrirtæki greiða ekki f sjóðinn
—og sjóðurinn gerir ekkert til að innheimta, segir Jón Guð jónsson í Önundarf irði
„Það er kominn tími til að
eitthvað verði að gert i lífeyrissjóðs-
málum hér á Vestfjörðum. í Lífeyris-
sjóði Vestfirðinga eru 13 aðildarfélög
og þau virðast komast upp með það
að greiða ekki það sem tekið hefur
verið af launþeganum svo mánuðum
skiptir,” sagði Jón Guðjónsson á
Veðrará við Önundarfjörð í samtali
við DB. Jón er í stjórn verkalýðs-
félagsins á Flateyri.
„Það hefur komið fyrir oftar en
einu sinni að menn ætli sér að taka
lán en þá hafa fyrirtækin ekki komið
greiðslum til skila til l ífeyrissjóðsins
og hann gerir ekkert til að krefjast
skilagreinar. Síðan er sagt að
aðalfundur eigi að vera í hverjum
mánuði hjá Lifeyrissjóðnum, en
aldrei kemur að því að hann sé
haldinn,” sagði Jón ennfremur.
Hann sagði ennfremur að megn
óánægja væri meðal launþega á Vest-
fjörðum vegna sjóðsins.
Eins og DB skýrði frá í nóvember
komst upp um mikla bókhaldsóreiðu
hjá sjóðnum í haust er reikningar
máli og einnig væri ekki vanþörf á að.
kannað yrði ástand í orlofsmálum.
Fyrirtækin virðast geta dregið að
greiða orlofsfé, ekki síður en lífeyris-
sjóðsgreiðslur,” sagði Jón Guðjóns-!
son. -ELA.I
ELÍN
ALBERTSDÓTTIR
Ekki meiri vanskil hér
en annars staðar
voru endurskoðaðir og vék fram-
kvæmdastjóri sjóðsins úr starfi í
kjölfarþess.
,,Við eigum margt ósagt í þessu
„Það er lokið hjá okkur endur-
skoðun reikninga frá í haust og
fulltrúafundur (aðalfundur) verður
haldinn hér 7. febrúar. Ég held að þið
getið talað við alla lífeyrissjóði
landsins og fengið það svar að
einhverjir menn væru tregir til
greiðslna,” sagði Pétur Sigurðsson,
stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vest-
fírðinga, er hann var inntur eftir
ummælum Jóns. Guðjónssonar á
Veðrará.
„Ég held að það sé ekki meira hér
en annars staðar. Það er ekki við því
að búast að þeir sem ekki stóðu í
skilum þegar fyrirtækin voru í blóma
hér geri það núna þegar hallar undan
fæti hjá þeim. Hins vegar hefur
engum verið neitað um lán úr
sjóðnum, sem á annað borð hefur
réttindi. En vissulega er lengri leið að
fara þegar ekki hefur verið skilað inn
greiðslum, heldur en þegar hægt er
að fletta upp 1 tölvum hjá okkur. Og
það tekur vissulega lengri tíma,”
sagði Pétur.
segir Pétur Sigurðsson
stjómarformaður
„Það er ekki rétt hjá Jóni aðj
sjóðurinn innheimti ekki greiðslur frá!
fyrirtækjunum. Sjóðurinn rekur á
eftir greiðslum eftir eðlilegum leiðum
og ef það ekki gengur er málið sent
lögfræðingi. Hitt er svo annað mál|
að launþeginn er skyldugur til aðj
greiða í lífeyrissjóð samkvæmtj
lögum, en lífeyrissjóðum er hins veg-l
ar ekki tryggður fullkominn
innheimturéttur,” sagði Péturj
Sigurðsson.
-ELA.
Biskupstungur:
Unga fólkið hressir
uppá daufan janúar
— með þriggja daga miðsvetrarvöku
„Okkurhefur þótt janúarmánuður
heldur daufur í skemmtanalífinu og
viljum því hressa upp á hann með
þessari miðsvetrarvöku okkar í
Aratungu,” sagði Sveinn A. Sæland
garðyrkjubóndi á Espiflöt í samtali
við DB í gær.
Ungmennafélagið i Biskupstung-
um gengst um næstu helgi fyrir fyrstu
miðsvetrarvöku Tungnamanna í Ara-
tungu og gera menn sér vonir um að
slík vaka geti orðið árlegur við-
burður i framtiðinni. Miðsvetrar-
vakan hefst á fimmtudagskvöldið i
samkomuhúsinu í Aratungu með
„iþróttaviku” þar sem ýmislegt
verður til fróðleiks og skemmtunar,
m.a. sýndar íþróttakvikmyndir og
farið i ýmsa iþróttaleiki.
Föstudagskvöldið 23. janúar
verður kvöldvaka þar sem Þórarinn
Eldjárn skáld mun lesa upp úr
veritum sínum, tveir félagar úr
Kvæðamannafélagi Reykjavikur
kveðast á og fara með stemmur og
sýndar iverða gamlar kvikmyndir af
mannlífi i sveitinni sem fundust í fór-
um Gisla Bjarnasonar kvikmynda-
tökumanns sjónvarpsins á Selfossi
„en hann er gamall sveitungi okkar,”
sagði Sveinn Sæland., ,Og svo verður
auðvitað kaffi á könnunni eins og
alltaf er við svona tækifæri,” sagði
hann.
Laugardagskvöldið 24. janúar
lýkur svo fyrstu miðsvetrarvöku
Biskupstungnamanna með dansleik,
þar sem Reykjavikurhljómsveitin
Pónik leikur fyrir dansi í Aratungu.
pinnig skemmta þar með söng
nokkrir nemendur úr Söngskólanum
í Reykjavfk.
Sveinn Sæland sagði að upphaf-
lega hefði verið fyrirhugað að sýna á
miðsvetrarvökunni leikritið
Markólfu eftir Dario Fo undir leik-
stjórn Höllu Guðmundsdóttur en
ófærð og illt veður hefði spillt ‘svo
fyrir æfingum að ekki tækist að ljúka
þeim fyrir miðsvetrarvökuna.
Væntanlega yrði hægt að frumsýna
vikusiðar.
-ÓV.
Deitan um VömmariLaOinn a
Forseti bæjarstiomar
biðjist afsökunar
—ettavertil
.Ég hef sVrifað Magnús» fc'Us-
aftur þcsst metöyrö-- v.ert n» »
, ckki innan vikumeg. hann«*» pá„
stefnu og skaöabótamá . a*órodds
a pálsson lögmaöur
Súpiar og JoW’s"f" '
Nesvali » Sclliamarneu i «nit»J> v,ð
DBimorgun. ... vilnar j birt-
Þau ummæli sem PáU t ____
u« i Dagblaftinu þann !!■
S. vaTb.fi efiir Mm»W
syni forsela baijarsljfirnar a Nesinu
Pörtfd?Stap£onar og raag^
ig.rbbMar.liornarerþe.mfflOffU-
l’STSlil' i dagblöðin og
reyndu með blekkingum að gera
bessb káHar'gera^þaöekíi heldur —
™ bwaryfirvöld munu halda srnm
stefnu.” ,|)S.
Magnús Erlendsson:
Meiöyröin gagnkvæm
„Ef álitið er að hér sé um meiðyrði
að ræða þá er það hiklaust gagn-
kvæmt, svo gróf voru ummæli þessara
drengja í garð bæjaryfirvalda í dag-
blöðum á sfnum tíma,” sagði Magnús
Erlendsson forseti bæjarstjórnar á
Seltjarnarnesi í viðtali við DB.
í hluta upplags Dagblaðsins á.
fimmtudaginn var greint frá því að
Þóroddur Skaftason og John W.
Sewell, eigendur Nesvals á Seltjarnar-
nesi, hefðu farið fram á það með
aðstoð lögfræðings síns að Magnús
bæðist afsökunar á ummælum sem
hann hafði í frammi við Dagblaðið 15.
janúar. Þar hafði Magnús sagt að
Þóroddur og John hefðu notið forrétt-
inda á Seltjarnarnesi og ekki launað
það betur en kálfar ofeldi. Flem
ummæli voru í þessum dúr. Þessari
síðari frétt var hins vegar kippt út úr
meginhluta upplagsins vegna fréttar
um bruna hjá Cargolux. í fréttinni kom
fram að ef Magnús ekki bæðist afsök-
unar yrði höfðað mál á hendur honum.
„Á sínum tíma voru notuð stór orð
eins og „svik” og önnur þvíumlík,”
sagði Magnús. „Þeir sem búa í gler-
húsum ættu því ekki að kasta steinum.
Varðandi skreiðarskemmuna sem
málið snýst um er einnig rétt að það
komi fram að þar eru í mesta lagi bíla-
stæði fyrir 5—10 bíla en nútíma stór-
markaðir gera kröfur um að minnsta
kosti 150—200 bíla stæði. Þessi
staðreynd ein myndi nægja til þess að
neita um stórmarkað á þessum stað,”
sagði Magnús Erlendsson. -DS.
Má bjóða þérhrogn oglifur?
Hún Hjördis Þorbjörnsdóttir af- að afgreiða hrogn og lifur sem vafa- stólum og splunkuný ýsa er að sjálf-
greiðslustúlka í fiskbúðinni við laust margir hafa beðið eftir með sögðu fáanleg líka. Og hvað það
Gnoðarvog hafði nóg að gera í gærdag óþreyju. Nú eru þau sem sagt á boð- kostar?. . . . Jú, 20 nýkrónur kilóið.
-ELA/DB-mynd Bj. Bj.
FR0ST ÁFRAM
— en mun
minnka töluvert
Um helgina er spáð austlægum vind-
um um allt land og kulda. Frostið sem
verið hefur undanfarna daga mun
minnka verulega en hvergi mun þó
verða frostlaust nema þá helzt syðst á
landinu. Þá má gera ráð fyrir einhverri
snjókomu eða slyddu sunnanlands og
vestan.
-ELA