Dagblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981.
TRAKTORSGRAFA
TIL SNJÓMOKSTURS
Traktorsgrafa,,mjög vel útbúin.til leigu, einnig
traktor með loftpressu og framdrifstraktorar i
með sturtuvögnum. Upplýsingar í síma 85272 og j
30126.
LAUS STAÐA
Staða styrkþega við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götuö, 101 Reykjavík, fyrir 14. febrúar nk.
Menntamálaráðuneytið,
14. janúar1981.
Torfusamtökin
Með samningi við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 20.,
nóvember 1979 fengu Torfusamtökin umráðarétt yfir
Bernhöftstorfu til 12 ára með fullum framleigurétti.
Um nokkurt skeið hafa staðið yfir endurbætur á gamla
landlæknishúsinu að Amtmannsstíg I. Þeim framkvæmd-
um er að fullu lokið. Þar eru til húsa Veitingastofan
Torfan, Gallerí Langbrók, Listahátíð, auk þess sem Torfu-
samtökin hafa þar aðsetur.
Torfusamtökin vinna nú að heilddaráætlun um frekari
endurbætur og uppb.vggingu þeirra húsa sem hafa orðið
eldi og vanhirðu að bráð. Hér er um að ræða húsnæði á
milli 500 og 600 ferm að gólffleti. Gert er ráð fyrir að!
húsnæði þetta verði tekið í notkun í tveimur til þremur
áföngum og verði næsta áfanga — það er endurbótum áj
liúsi Bernhöfts bakara að Bankastræti 2 — að fullu lokið á
þessu ári.
Torfusamtökin auglýsa hér með eftir aðilum er kynnu
að hafa áhuga á afnotum á áðurnefndu húsnæði og lýsa sig
reiðubúna til viðræðna eftir nánara samkomulagi. Skrif-
legum umsóknum óskast skilað til Torfusamtakanna fyrir
25. janúar. Eldri umsóknir óskast góðfúslega
endurnýjaðar.
Allar frekari upplýsingar veita Torfusamtökin. Amt-
mannsstíg I Reykjavík.sími I I148.
ÞYRILL SF.
Hverfisgötu 84
105 Reykjavík
Sími 29080
platínulausar
transistor-
kveikjur fyrir allar gerðir
bifreiða.
Amerísk gæðavara.
Gamlar krónur eða nVjar? Fimm þúsund eða fimmtiu? Ja, nú er um að gera að rcikna rétt! Myndin er tekin i einu útibúa
Iðnaðarbankans. DB-mynd: F.inar Ólason.
Myntbreytingin hefur gengið mjög vel:
Of háar ávísanir taf-
ariaust leiðréttar
þjóðsögur um hið gagnstæða virðast ekki eiga við
rökaðstyðiast
Ýmsar sögur ganga nú manna á
meðal á höfuðborgarsvæðinu um
fólk sem í gáleysi hafi eftir áramótin
gefið út tékka í gömlum krónum en.
þær síðan verið leystar út sem nýjar.
Sögur þessar eiga yfirleitt að hafa
gerzt í viðskiptum við leigubílstjóra
eða matvöruverzianir og lýkur þeim
venjulega með því að rangsleitnin
sigrar. Sú ólánsama persóna, sem
gefið hefur ávísunina út, situr eftir
með sárt ennið og hálfri eða heilli
milljón gamaila króna fátækari,
meðan þrjóturinn sem við henni tók
hefur auðgazt á að sama skapi.
Sennilega spegla þessar sögur þá
skoðun sem virðist talsvert útbreidd
hjá almenningi, sumsé að þegar slík
ávisun hefur einu sinni verið gefin út
/sé hún óafturkallanleg.
Rannsóknarlögregl-
unni hafa engar kærur
borizt
En þetta er algjör misskilningur.,
Af hálfu yfirvalda og fyrirtækja
verður allt gert til að leiðrétta fljót-
færnisskekkjur í ávísanakerfinu.
DB hefur haft samband við banka-
gjaldkera og bókhaldara á bifreiða-
stöðvum og fullvissuðu þeir okkur
um að öll slík mál yrðu leiðrétt þegar
í stað.
Við töluðum einnig við lögfræði-
kennara í háskólanum sem tjáði
okkur að ólögmæt meðferð ávisana
gæti verið refsiverð, til dæmis fyrir
þann sem gegn betri vitund reyndi að
auðgast á slíkum viðskiptum. Aðai-
reglan í slíkum málum er sú að sá,
sem gefur út ávisunina, á kröfu á
hendur þeim sem hagnazt hefur ólög-
lega á viðskiptunum.
Lögfræðingurinn hvatti þó til var-
úðar. „Þaðgetur farið svo í reynd að
slík bótakrafa nái ekki fram að
ganga. Til dæmis ef sá seki er ekki
borgunarmaður, kannske eignalaus,
eða ef ekki tekst að finnahann.”
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar hefur engin kæra
borizt þangað um svik af þessu tagi.
Þeim var þó kunnugt um eitt tilfelli
þar sem ávísun, hugsuð í gömlum
krónum, var seld i banka sem
nýkrónur. Útgefandi hennar ætlaði
að reyna að fá leiðréttingu sjálfur í
góðu, áður en hann legði fram kæru.
Leigubílstjórar eru
heiðarlegustu menn
Það hefur einnig komið fyrir að
fólk hefur í fljótfærni greitt leigubíl-
stjórum með of háum ávísunum.
Kannske hefur það orðið til að ýta
undir sögusagnirnar. En leigubíl-
stjórarnir hafa jafnan leiðrétt það um
leið og þeir hafa áttað sig á því, enda
heiðarlegustu menn. Okkur er
kunnugt um einn bílstjóra sem þurfti
að standa í miklu þrasi við viðskipta-
vin sem endilega vildi skrifa handa
honum ávísun upp á tíu þúsund
krónur. Það jafngildir milljón sam-
kvæmt gamla genginu og tókst bíl-
stjóranum á endanum að sansa
manninn á að við því fé vildi hann
alls ekki taka.
Á skrifstofu Hreyfils fengum við
þær upplýsingar að örfáar of háar
ávísanir hefðu borizt þangað — en
útgefendur þeirra þurfa engu að
kvíða.
„Við leiðréttum allt slíkt á stund-
inni,” sagði gjaldkerinn.
Sönn saga af slfkum
viðskiptum
Eitt þessara mála var þannig vaxið
að föstudaginn 2. janúar tók ung
kona, af erlendu bergi brotin, leigu-
bíl heim úr vinnu því hún þurfti að
sækja barnið sitt á dagheimili.
Barnið hafði beðið hennar með
óþreyju, fannst vikan orðin meira en
nógu löng, og hlakkaði til að fá
móður sína algjörlega fyrir sig. Hún
var því að flýta sér og þegar bílstjór-
inn sagði að sér væri alveg sama
hvort hún skrifaði ávísun i gömlum
eða nýjum krónum skrifaði hún í
gömlum 4.100 kr. en setti ekki Gkr.
fyrir framan eins og maður á að
gera.
Á mánudeginum fékk hún bak-
þanka og fór í bankann sinn og
sagði frá málinu. Afgreiðslumaður-
inn tók henni eitthvað fálega og hefur
sennilega viljað undirstrika að bank-
inn gæti náttúrlega ekkert gert
í málinu fyrr en ávísunin bærist
þangað. Hugsanlegur möguleiki væri
að einhverjum tækist að innleysa
hana annars staðar og er þó ólíklegt
að nokkur banki mundi greiða sem
samsvarar tæpa hálfa milljón í gömlu
virði, án þess að kanna málið með
upphringingu, þó ekki væri nema til
að vita hvort útgefandi ávisunarintiar
væri borgunarmaður fyrir henni.
Nema hvað, konan hafði samband
við Hreyfil, en þaðan var billinn.
Kom ávísunin þar fljótlega í leitirnar
og hún fékk hana aftur gegn greiðslu
rétts fargjalds, enda var viðkomandi
bilstjóra sízt í hug að hafa af henni
fé, nema síður væri.
Ár nízkunnar
Það er hægt að ruglast á fleiru en
ávísunum. Sumir gefa vitlaust til
baka, færa ekki kommuna nema um
eitt núll. Oftast er það af algjörum
misskilningi. Þannig vitum við um
leigubílstjóra einn sem krafði stúlku,
sem hann ók, um 500 krónur nýjar
fyrir aksturinn. Stúlkunni þótti það
of mikið, en hann sat við sinn keip
þangað til hún dró upp úr tösku sinni
spjaldið góða, sem allir ættu að eiga,
og fæst í bönkunum. Þar stendur
svart á hvítu hvernig krónurnar
breytast. Bílstjóranum varð mikið
um, því hann hafði verið i góðri trú,
en ruglast í núllunum.
Þannig getur allt mögulegt komið
upp á en mistök verða leiðrétt
umyrðalaust. í rauninni hefur þetta
allt gengið furðuvel, miðað við hvað
breytingin er stór.
Er það sjálfsagt því að þakka, að
flestir reyna að hugsa sig vel um. Þeir
gætnustu leggja ávísanaheftin alveg á
hillunaþessa daga.
Margir segjast vera farnir að spara
núna þegar hver seðillinn hefur
hundraðfaldazt í gildi. Ríkisstjórn-
inni verður ef til vili að einhverju
leyti að ósk sinni um að minnka
neyzluna í landinu og þar með verð-
bólguna.
Eða eins og einn vinur minn orðar
það: „Þettaverðurárnískunnar.”
-IHH.