Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981. ORKUSPARNAÐURINN KEMUR EKKINIDUR Á ALMENNINGI „Orkusparnaðarvikan í næstu viku er einungis hvatning til fólks að spara rafmagn vegna vatnsörðugleika Landsvirkjunar. Þessi orkusparnaður mun engan veginn koma niður á almenningi og það er ekki verið að skylda fólk til að spara,” sagði Guðjón Guðmundsson rekstrarstjórihjáRARIKí samtali við blaðamann DB í gær vegna fyrir- hugaðrar orkusparnaðarviku. „Það hefur verið keyrt á varma- aflsstöðvum víða um landið og þess vegna fullnægjum við algjörlega hinni almennu þörf. Þá er reiknað með að tíðarfarið versni ekki. Þetta mun hins vegar breytast ef við fáum einstaklega kalt vor. Orkuþörfin eykst árlega og tíðar- farið undanfarið hefur gert það að verkum að orkuskorturinn er nú miklu meiri en undanfarin ár. Við höfum keyrt gufuaflsstöðina við Elliðaár á 10 MW. afli, á Akureyri hefur verið keyrt á 6,5 MW„ á West- fjörðum 1 —2 MW. og á Þórshöfn og Raufarhöfn, samanlagt á 1 — 1,5 MW. og á Austfjörðum hefur verið keyrt á 3,5 til 5 MW. Þá hefur Keflavíkurflugvöllur 6 MW. Þetta afl nægir algjörlega. Þetta er allt byggt á spádómum og til að spara vatnið verður keyrt á þessu fyrst um sinn, en um mánaðamótin janúar-febrúar verður þetta endur- skoðað,” sagði Guðjón Guðmunds- son. Guðjón var spurður um, hvernig færi með stóriðjufyrirtækin og sagði hann að þau fyrirtæki væru sér- stakir samningsaðilar. „Stóriðjufyrirtækin kaupa for- gangsorku. Fyrirtækin fá umframorku og í samningum við þau eru ákvæði um að ef komi til sparnaðar verði hún dregin af þeim, enda fá þeir orku á mun lægra verði en almennar sveitir,” sagði Guðjón. Þá sagði hann einnig að Hrauneyja- fossvirkjun yrði tekin í notkun í október í haust og verður það til að nægjanleg orka fæst. Þess má geta að síðustu 2—3 árin hafa verið vatns- minnstu ár í langan tima á há- lendingu, eða frá því mælingar hófust. -ELA. Hvers vegna minna vatn? Kaldari vetur undanfarin ár — eftir hlýindaskeið í um 40 ár „Meginskýringin er kannski sú að vetur hafa verið kaldari undanfarin ár. Einnig sú að úrkoma hefur verið lítil og það hefur sýnt sig að það hefur áhrif,” sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur er hann var inntur eftir hvers vegna mun minna vatn væri nú á hálendinu en áður, sem aftur kemur niður á orku lands- manna. „Þessi vetur hefur verið sérstak- lega kaldur og veturinn fyrir tveimur árum var einnig mjög kaldur. Snjór- inn hefur ekki náð að bráðna og hann bráðnar ekki á veturna. Eftir því sem frostin eru meiri minnkar í ánum. Orkuverin leita þá í Þórisvatn og vatnsbirgðirnar minnka eftir því sem hraðar er gengið á vatnið. Veðrið er mjög sveiflukennt. Það var hlýindaskeið í um 40 ár, eftir 1920 til 1960. Síðan kólnar verulega um 1965 og síðan þá hefur hitinn verið mun lægri, en breytilegur frá ári til árs. Veðurfræðingar geta ekki sagt fyrir um hvernig veðrið verður frá ári til árs, en telja að það haldist svipað og það hafi verið að jafnaði. Það er því ekki gott að segja um þennan kulda í vetur. Það er mikið um hafís í norðri og það tekur tíma að eyða honum. Þar ofaná koma sveiflur sem við getum alls ekki sagt um,” sagði Páll Bergþórsson. -ELA. Stundum er talað um að það sé kalt eins og 1 frystikislu innandyra — ekki sí/t el' miðstöðin, hvort heldur hún er kvnt með oliu eða notar aðra orku, hættir að starfa. Ekki á að vera hætta á að það verði almennt þótt minni orka sé aflögu í vetur en stundum áður. DB-mynd: Linar Olason. Ómar og Jón Ragnarssynir keppa í sænsku alþ jóðlegu ralli í næsta mánuði: 0KKAR EINA MARKMIÐ ER AÐ UÚKA KEPPNI — við hörðustu rallara heimser aðetja „Við fljúgum til Sviþjóðar 3. febrúar og ættum því að hafa viku til að kortleggja leiðina áður en rallið hefst,” sagði Ómar Ragnarsson í sam- tali við blaðamann Dagblaðsins. Hann og Jón bróðir hans taka þátt í alþjóð- ASGEIR TÓMASSON legri rallkeppni í Svíþjóð dagana 13.— 15. febrúar. Með því verða þeir fyrstu íslendingarnir, sem keppa í þessari íþrótt á erlendri grund. Rallið nefnist Swedish International. Búizt er við að um það bil 150 bílar taki þátt í því. Keppnin er mjög erfið og er talið að ekki ljúki henni nema um fjórðungur bílanna. Rallið gefur öku- mönnunum stig til Svíþjóðarmeistara, Norðurlandameistara, Evrópumeistara og heimsmeistara. Bifreiðaumboðin keppa um þrjá fyrsttöldu titlana. Með ólympísku hugarfari „Við förum til keppninnar með mjög ólympísku hugarfari,” sagði Ómar Ragnarsson. „Við ætlum bara að vera með og setjum okkur það eina takmark að ljúka keppninni. Þarna er við að eiga marga heimsþekkta öku- Ómar Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson lesa sér til um þátttökureglurnar i Swed- isch lnternational. Ólafur fer með Ómari og Jóni sem fulltrúi Landssambands íslenzkra akstursiþróttamanna. DB-mynd: Einar Olason. Aðstæður i erlendum röllum eru að mörgu leyti giörólikar því sem þekkist á Islandi. Til dæmis eru áhorlendur mjög rnargir og þarf oft að gæta fvllstu varúðar þeirra vegna. Þessi mynd er úr sænska alþjóðarallinu við Karlstad. menn, þar á meðal heimsmeistarann Walter Röhrl frá Þýzkalandi. Þá er á það að líta að Renaultinn sem við keppum á er aðeins 130 hestöfl, og aðeins með allra nauðsynlegasta út- búnað. Hinir eru á 260—300 hestafla bílum með topp útbúnað og fjölda aðstoðarmanna. Þeir frægustu mæta með 200—400 varadekk og tíu, tuttugu eða þrjátíu tonn af varahlutum. Við fáum aðstoð frá nokkrum kunningjum okkar í Osló, sem komu hingað síðast- liðið sumar og unnu Ljóma-rallið. Það er því hætt við að við fáum ekki nema reykinn af réttunum þarna úti.” Gjörólíkt fyrirkomulag Swedish International rallið er 1350 kilómetra langt. Keppnin fer fram nálægt bænum Karlstad og byggist upp þannig að 650 kílómetra langur hringur er ekinn tvisvar. Rallið er með allt öðru fyrirkomulagi en íslenzku keppnirnar. Hér heima fá þátttakendurnir ekki að vita um leiðirnar, sem eknar verða fyrr en rétt áður en leikurinn hefst. í sænska rallinu er leiðin gefin upp þremur vikum áður en keppnin hefst. Bílstjórarnir geta síðan ekið hana eins oft og þá lystir og búið til sitt eigið kort. Þeir mega þó ekki fara í þessar kynnisferðir á keppnisbílunum, þeir mega ekki fara upp fyrir fimmtíu kiló- metra hraða og þeir mega ekki gera meiri hávaða en sem svara 83 deci- belum! Óvíst um kostnaðinn „Það eru mjög strangar reglur þarna varðandi útbúnað bíla og ökumanna,” sagði Ómar. „Við höfum unnið að því undanfarið að gera bílinn löglegan. Okkur tókst að safna á hann auglýsing- um, — verst að hann skuli ekki vera stærri! Kostnaðurinn? Það veit enginn fyrr en upp er staðið, en það verða áreiðanlega talsverðar fúlgur. En við erum að fara í þessa keppni til þess að brjóta ísinn fyrir okkur íslendinga. Þetta er frekar stutt rall miðað við þær keppnir sem gefa stig til heimsmeistara. Þá vonumst við til að munurinn á kraftinum í okkar bíl og hinna komi ekki svo mjög að sök, því að rallið fer nær eingöngu fram í snjó og ís.” Nokkur hópur íslendinga fer utan til að fylgjast með Swedish International. Þar á meðal er Ólafur Guðmundsson, sem verður fulltrúi Landssambands íslenzkra akstursíþróttamanna. Einnig verða nokkrir rallökumenn í förinni, og fleiri eru að athuga, hvort þeir eigi heimangengt. -ÁT- Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN l'Tcyjuuötu 14

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.