Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981. 10 hjálst, úháð dagblað lltgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvnmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aóstoðarrítstjórí: Haukur Holgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skríf stofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóKsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hibríar Karfsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Stelnarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttk, EKn Albertsdótdr, Gisli Svan Elnarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttk, Krístján Mér Unnarsson, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndin Bjarnleifur éjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Slgurflsson, Sigurður Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstbfustjórí: ólafur Eyjólfsspn. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeKsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreífingarstjörí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, ásjtríftaðelkly-ffUÖTýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er Í7Ö22 (10 Hnur). Sotning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl I lausasölu kr. 4,00. 12 „skattiausir" mánuðir Fólk talar gjarnan um janúar og júlí sem „skattlausu” eða „skattfrjálsu’ mánuðina. Þá mánuði er ekki tekið af kaupi manna upp í tekjuskattinn eða út- svarið. Fólk hefur úr mun meira að spila en aðra mánuði ársins. í rauninni ætti að gera alla mánuði ársins ,,skatt- lausa”, að minnsta kosti að því er tekjuskattinn varðar. Einnig gæti fólk losnað við þá miklu vinnu og umstang, sem nú nálgast, þegar gera þarf skatta- skýrslurnar. í athyglisverðri kjallaragrein í Dagblaðinu í gær gerir Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðingur grein fyrir þeim skoðunum, að skattheimta hér á landi sé komin út fyrir mörkin. „Eyðileggingaráhrif skatt- heimtunnar hafa meðal annars komið fram í því, að þjóðartekjur hafa varla aukizt svo nokkru nemi í heilan áratug. Það virðist svo sem launþegar hafi verið að semja um sömu krónurnar aftur og aftur síðan 1970,” segir Vilhjálmur. ,,Við getum því verið viss um, að ef ekki verður spyrnt við fótum og ríkisumsvifin minnkuð, þá drögumst við enn frekar aftur úr öðrum þjóðum i framleiðni og lífskjörum. Ríkið hefur sínu hlutverki að gegna í þjóðarbúskapnum, en ef reynt er að gera of mikið í einu þýðir það einungis, að skattþoli hag- kerfisins er ofboðið, hagvöxtur stöðvast og þjóðar- tekjur dragast jafnvel saman.” Þessari skoðun verður ekki í móti mælt með skynsamlegum rökum. Ríkisstjórnin hefur nú heitið að lækka skatta á fólk með lágar og miðlungstekjur. Hún verður að sjá til þess, að þeim skattalækkunum verði mætt með niðurskurði ríkisútgjalda, minnkun ríkis- umsvifa, en ekki með hallarekstri, sem eykur verð- bólgu. Fagna má sérhverju skrefi í þessa átt. Jafnframt ber að undirstrika þá skoðun, að tekjuskattinn ber að afnema með öllu. í því fælist æskilegur niðurskurður ríkisbáknsins. Með því væri unnt að bæta lífskjör landsmanna, svo að um munaði. Tekjuskatturinn var fyrr á tímum talinn æskilegur til að jafna kjör manna. Síðan hafa tímar breytzt og æ fleiri orðið til að krefjast afnáms hans, að minnsta kosti á almennar launatekjur. Tekjuskatturinn er fyrst og fremst launþegaskattur. Fáir munu öllu lengur halda fram, að hann sé réttlátur eða jafni lífskjör landsmanna, svo að einhverju skipti. Öllum er ljóst, að ýmsir hinna betur settu notfæra sér smugur á skattalögum og framkvæmd til að komast undan skattinum. Óbeinir skattar eru æskilegri. Þá ráða skatt- greiðendur í talsverðum mæli, hvernig þeir verja tekjum sínum, það er að segja, hversu mikinn skatt þeir greiða. Óbeinir skattar örva sparnaðarviðleitni. Háir tekjuskattar á launafólk skapa þjóðfélagslegt ranglæti. Þeir draga úr sparnaði og hafa lamandi áhrif á vinnuvilja. Lýsing Vilhjálms Egilssonar á neikvæðum áhrifum skattheimtunnar á mjög vel við um tekjuskattinn. Þessar skoðanir hafa notið vaxandi fylgis hér á landi meðal manna í öllum flokkum. Alþingi hefur á stundum virzt komast nálægt því að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur, en herzlumuninn vantað. Af framansögðu má vera ljóst, að rök hníga að því, að „skattlausir” mánuðir ársins verði tólf í stað tveggja, að minnsta kosti að því er tekjuskattinn varðar. Ein þunguð stúlka drepin á viku hverri: ÞUNGUN FYMR HJÓNABAND ERSAMAOG DAUÐADÓMUR — leynihreyf ing í ísrael reynir að b jarga líf i arabískra stúlkna, sem orðið hafa þungaðar fyrir hjúskap Jerúsalem, borgin helga. Innan veggja hennar kemur það fvrir, að þungaðar stúlkur verði að láta lifið til að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Hópur kristinna manna, Gyðinga og Araba vinnur að því með mikilli leynd og með því að tefla lífi sínu í tvísýnu, að bjarga arabískum stúlk- um, sem hafa orðið þungaðar og eru í lífshættu af þeim sökum. Þessar stúlkur eiga það á hættu að verða drepnar af fjölskyldum sínum. Stúlkunum er smyglað frá heimilum sínum og úr landi af leynilegum sendimönnum. Flestar þeirra gangast síðan undir fóstur- eyðingu. Heim geta þær ekki snúið á ný, því þar bíður dauðinn þeirra. Stúlkurnar verða að deyja til að fjölskyldur þeirra fái uppreisn æru. Þannig er litið á málin í einstökum arabískum bæjum, þar sem „rétt- trúnaður” er í heiðri hafður. Slíkan hugsunarhátt er einnig að finna innan landamæra ísraels á stöku stað svo og á Gaza-svæðinu 03 á vestur- bakkanum. Fjölskylduógæfa Fyrir venjulega arabíska stúlku táknar missir meydómsins fyrir hjú- skap mikla fjölskylduógæfu og enn verra er það ef stúlkan verður þung- uð. Á „rétttrúuðum” svæðum jafn- gildir þungun fyrir hjúskap dauða- dómi. Stúlkan hefur með þungun sinni kveðið upp dauðadóm yfir sjálfri sér og ef fjölskyldan á að fá uppreisn æru verður stúlkan að deyja. Það er engan veginn vitað, hve margar arabískar stúlkur láta lifið af þessum sökum, þvi reynt er að halda því leyndu, sem gerzt hefur eða dauðarefsingin er látin líta út sem slys eða sjálfsmorð. ísraelskur háskólakennari er kannað hefur þetta mál telur, að ein stúlka láti lífið á þennan hátt að meðaltali i hverri viku, meðal þeirra 600 þúsund Araba, sem búa í fsrael. Úr kvikmyndinni Dauði prinsessu, sem lýsti harmleik prinsessu, er reyndi að hlaupast að heiman með elskhuga sinum. Þau náðust bæði og urðu að láta lifið.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.