Dagblaðið - 17.01.1981, Qupperneq 11
Samtals 27 lönd
Láta mun nærri aö Alþjóðasam-
bandið sendi út alþjóðlega hjálpar-
beiðniá 16 daga fresti.
>að hefur verið nokkurt áhyggju-
efni mörgum hve eigið fé Alþjóða-
sambandsins er lítið og stofnunin því
háð fjársöfnunum. Til að ráða að
nokkru leyti fram úr því hefur verið
stofnaður sjóður sem grípa hefur
mátt til þegar í stað til hjálparað-
gerða og síðan bæta fjárframlagið
upp ef fjársöfnun tekst. Skuldbinda
stofnendur sjóðsins sig til að bæta í
hann hlutfallslega ef/þegar á vantar.
RKl á lítinn hlut í þessum sjóöi og
varð því þátttakandi í hjálparstarfmu
á Ítalíu strax er jarðskjálftinn varð
þar. Ekki verður á þessum vettvangi
farið út i nánari skýringar á ýmsum
þeim atriðum sem hér hefur verið
drepið á.
Um möguleika okkar Íslendinga til
að senda vörur til hjálparstarfa er
þetta aðsegja:
1. Offramleiðsla heimsins á matvæl-
um er gífurleg. Þessi vara stendur
til boða í flestum þeim lönd-
um sem við fæðuskort búa. Of-
framleiðslulöndin hafa þar
gjarnan birgðir til taks, stundum
jafnvel kornvörur sem efnabættar
hafa verið til að gera þær heppi-
legar til neysiu fyrir næringar-
snauða.
2. í þróunarlöndunum er kaup lágt
og þar völ á ódýrum varningi sem
um leið er hentugur til nota þar.
Ábreiður og voðir framleiddar úr
ull í okkar heimshluta eru marg-
falt dýrari en slik vara framleidd í
nágrenni þeirra sem á þeim þurfa
að halda enda margfalt vandaöri.
Með því að kaupa vörur á staðn-
Kjallarinn
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981.
Þörfskalráða
Stærsta trygginga-
félag heimsins
í fyrri kjallaragrein (10.1.) sagöist
ég mundu skýra út hvernig Rauða-
krossfélög 1 126 löndum hafa komið
sér saman um að haga neyðar- og
þróunarhjálparstarfi sínu.
Um starfsemi Rauða krossins á
neyðartlmum, einkum 1 ófriði, gilda
reglur alþjóðlegra sáttmála. Þar er
um að ræða Rauða kross-sáttmál-
ana/Genfar-sáttmálana sem standa á
120 ára gömlum grunni en eru 1 stöð-
ugri endurskoðun. Um þessar mundir
er síðasta viðbót þeirra einmitt að
ganga í gildi.
ísland á fulla aðild að þessum sátt-
málum sem m.a. fjalla um stöðu
Rauða krossins, almannavarna og
fleiri aðila á ófriðartímum.
Á fjögurra ára fresti hittast aðilar
Alþjóða Rauöa krossins, þ.e. Al-
þjóðaráð RK, Alþjóðasamband RK
félaga, RK félög einstakra landa og
fulltrúar þeirra ríkisstjórna sem stað-
fest hafa sáttmálana, ræða reynsl-
una. Þar koma þeir sér eftir atvikum
niður á nýjar og betri reglur m.a. til
að tryggja að hjálparvarningur
komist til skila og annars öryggis sé
gætt. Leitast er við að tryggja 1 senn
hagsmuni þeirra sem fyrir áföllum
hafa orðið og hinna sem leggja fé til
hjálparstarfsemi, einmitt hið sama og
Gunnari Bjarnasyni er umhugað um
eins og fram kemur 1 kjallaragrein
hans2.1.
Eins og gefur að skilja er traust
starf á því sviði undirstaða frekara
starfs. Málið er þó í senn bæði
vandasamt og flókið enda starfssvið
Rauða krossins víðtækt. Hér skal
getið meginþáttanna í hjálparstarfi
samtakanna en þeir skiptast 1 tvennt.
Neyð af
mannavöldum
Hér er átt við ófrið, landamæraerj-
ur, borgarastyrjaldir og pólitíska
fanga. Um þennan þátt í hjálpar-
starfinu sér Alþjóöaráð Rauða kross-
ins, hlutlaust ráð Svisslendinga.
Hvenær sem við heyrum RK getið í
sambandi við fangaskipti, samninga-
umleitanir milli stríðandi aðila eða
sameiningu fjölskyldna erum við að
fylgjast með starfi Alþjóðaráðsins.
Kostnaður við fastastarf ráðsins er
greiddur að mestu leyti af ríkisstjórn-
um og að nokkru leyti af landsfélög-
um Rauða krossins. Langstærstur er
hluti svissneska ríkisins. Skýringuna
á því má rekja til upphafs Rauða
krossins. Ekki skal hér rakin sú
merkilega saga.
Á þessu ári verður samanlögð
greiösla af hálfu ríkisins og RKÍ kr.
29.310,-
Þegar neyð af ofangreindum or-
sökum steðjar að leitar ráðið að-
stoðar þessara sömu aðila. Reyndin
er sú að þaö eru fyrst og fremst RK
félög hinna einstöku landa sem afla
hjálparfjárins. Söfnunarfé fyrir hvert
einstakt verkefni er gert sérstaklega
upp og rennur til þess verkefnis sem í
hlut á. Hér er sem sé um starf að
ræöa sem leiðir af alþjóðlegum sátt-
málum um verndarstarf Rauða
krossins.
Neyð vegna náttúru-
hamfara og sjúkdóma
er hinn hlutinn. Um þennan þátt al-
þjóðastarfsins sér Alþjóðasamband
Rauða krossfélaga. Hjálparstarfið
annast einstök landsfélög RK i lang-
flestum tilvikum, oft með meiri eða
minni aöstoð Alþjóðasambandsins
lsem fylgist með bókhaldi og ýmsum
framkvæmdum öðrum fyrir hönd
gefenda. Hverju sinni sem utanað-
komandi hjálpar er þörf sendist
|landsfélag þaö sem í hlut á hjálpar-
beiðni til Alþjóðasambandsins sem
kemur henni áleiðis. Stundum til ná-
grannalanda en oftast til allra RK
félaga.
Fastan kostnaö við starf alþjóða-
sambands RK félag greiða landsfélög
RK, fast hlutfall af fjárhags og fram-
kvæmdaáætlun sambandsins sem
hlotið héfur afgreiðslu aðalfundar.
Aftðkv i optnverum vettvangi eru
ekld óalgengar I löndum múhameðs-
trúarmanna, en þær tiðkast einnig 1
heimahúsum eins og fram kemur 1
þessari grein.
Eitt morðáviku
Læknismenntaður Gyðingur, sem
vinnur við að smygla þessum stúlkum
úr landi, heldur því sömuleiðis fram,
að meðal hinna 700 þúsund Araba á
vesturbakkanum sé eitt slíkt morð
framið á viku að meðaltali.
Leynihreyfingin, sem vinnur við
að bjarga þessum stúlkum, hefur
aðsetur sitt í Jerúsalem. Hreyfing-
unni stjórnar kona, sem er félagsráð-
gjaft að mennt. Hreyftngunni hefur
þegar tekizt að bjarga lífi að minnsta
kosti tólf stúlkna.
Er kona ein frá Gaza flúði með
manni frá vesturbakkanum elti faðir
hennar hana uppi og er hann fann
dóttur sína sló hann hana 26 högg í
höfuðið í refsingarskyni, eitt högg
fyrir hvert ár, sem hún hafði lifað.
Að svo búnu skar hann af aðra hönd
sina, þá höndina, er hann hafði
banað dóttur sinni með.
Með konuhöfuð í poka
í þorpinu Nablus á vesturbakkan-
um kom maður á lögreglustöðina
Nauðgun er auð-
mýking fyrir
fjölskylduna
„Ef konu 1 þessum samfélögum er
nauðgað, þá er litið á það sem mikla
auðmýkingu fyrir fjölskyldu
hennar,” segir ísraelskur læknirsem
tekurþátt 1 hjálparstarfmu.
Hann segir frá sautján ára
gamalli, foreldralausri stúlku. Þess-
ari stúlku var nauðgað í Austur-
Jerúsalem. Tveimur frændum hennar
barst þessi vitneskja til eyrna og
ákváðu þeir aö við svo búið mætti
ekki standa. Þeir yrðu að endur-
heimta sæmd fjölskyldunnar.
Stúlkunni tókst að flýja áður en
svo mátti verða. Hún hefur nú fengið
fóstureyðingu og býr 1 Evrópu.
(Dagbladet)
Rauði kross íslands greiðir þessa
upphæð af íslands hálfu og var hún
1980 nkr. 63.970.- eða 0.21% af þátt-
tökugjöldum allra aðildarfélaganna.
Auk þessa eru 15% tekjur af eignum
sambandsins. Aðrar tekjur hefur
Alþjóðasamband RK félaga ekki.
Eins og hjá Alþjóðaráðinu eru
einstök hjálparverkefni gerð upp sér-
staklega.
Gunnar Bjarnason spyr um hverjar
séu heildartekjur Alþjóða Rauða
krossins af söfnunum í heiminum.
Upphæð söfnunarfjár Alþjóðaráðs-
ins voru árið 1978 106 millj. nýkróna
en nýrri tölur hef ég ekki handbærar.
Heildarupphæð söfnunarfjár
Alþjóðasambandsins voru hinsvegar
árið 1979 308 millj.nýkr.
Hjálparbeiðni
á 16 daga fresti
Ég hef hér við höndina skýrslu um
starfið áriö 1978. Það ár skipstust al-
þjóðlegar hjálparaðgerðir Alþjóða-
sambands RK félaga sem hér segir:
Flóttafólk ..............8lönd
Þurrkaro.fl..............Slönd
Jarðskjálftar...........2 lönd
Farsóttir ..............2 lönd
Eldar...................1 land
Flóð og fárviðri.........8lönd
Gislar..................1 land
um kemur hjálpin að tvöföldum
notum, ýtir undir vinnu ogfram-
leiðslu. Eins og allir vita geta
undirboð (dumping) verið vara-
söm I heimsviðskiptum. Stórar
gjafir framleiðsluvöru geta haft
sambærileg áhrif.
3. Ef viö kynnum að óska þess að
senda héðan kjöt eða fisk verðum
við að hafa hið sama i huga og
áður var um getið. Dreifingar-
kerfi er gjarnan ófullnægjandi og
hætt viö að matvæli skemmist í
flutningi. Rætt hefur verið um
sendingu skreiðar, en sendingar-
kostnaður til fjarlægra landa er
mikill, íbúar fárra landa kunna að
nota hana og geyma.
4. Eins og áður er sagt er sendingar-
kostnaður á neyðargögnum gífur-
legur og þarf í lengstu lög að var-
ast aö leggja i slfkt, nema sérstak-
ar ástæður séu fyrir hendi. Svo
getur hagað til að varan sé ekki
fyrir hendi í grenndinni og auðvelt
að fá hana aðsenda. Hér getur
verið einkum um að ræða lyf sem
eru létt og ódýr í fiutningi.
RKÍ hefur reyntl áranna rás ýmsar
flutningaleiðir. Hann hefur komist
að raun um að peningar eru auðveld-
asta og fijótlegasta leiðin til að koma
hjálp til nauðstaddra. Þá telur RKÍ
að vel þjálfað fólk sem taki þátt í
hjálparstarfi sé eitt okkar besta fram-
lag. Undanfarin 2 ár 15 íslendingar
farið til hjálparstarfa og þróunar-(
starfs á vegum RKÍ og hafa getið sér'
þarafar gott orð.
Með fólki getum við fylgst með
gangi mála, viö lærum hvað rétt sé að
gera. Því er þjálfun efst á baugi hjá
RKÍ. Raunar er það líka á dagskrá
hjá ýmsum grönnum okkar og því
bjóðum við fram fólk í samkeppni
við aðra.
Þá eru menn einnig fullvissir um að
þjálfað fólk kemur að miklu gagni ef
til neyðar dregur í okkar eiein landi.
Um Alþjóða Rauða krossinnhefur
verið sagt: Hann er stærsta
tryggingafélag heimsins. Föst
iðgjöld eru þar engin.
Eggert Ásgeirsson
framkvæmdastjórl
Rauöa kross íslands
með konuhöfuð í poka. „Þetta er
systir mín,” sagði hann. Lögreglan
áttaði sig strax á, hvað átt hafði sér
stað.
í ísraelskum lögum er litið á þetta
sem manndráp. Á vesturbakkanum,
þar sem notazt er viö lög Jórdaníu, er
litið mildari augum á málið.
Maðurinn frá Nablus, sem drap
systur sína, var látinn laus strax að
einu ári liðnu frá verknaðinum.
Algeng refsing fyrir að drepa
þungaða konu er tveggja til þriggja
ára fangelsisvist.
Eggert Asgeirsson