Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 1
... -'.v’ '''-'V'
l
frjálst,
dagblað
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 — 22. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022.
Aurskriða fétt á bæinn Lund íLundarreykjadal:
TÓK MEÐ SÉR FJÓS
HLÖÐU OG TÓLF GRIPI
Skriða féll á gripahús að Lundi í
Lundarreykjadal i Borgarfirði milli
kl. 9 og 10 í gærkvöldi. Tók hún með
sér hliðar fjóssins og hlöðunnar svo
og hesthús sem var hinn gafl hlöð-
unnar. Standa gaflar þessara húsa
einir eftir. í fjósi var 21 gripur, þar af
13 mjólkandi kýr. í hamförunum
drápust eða slösuðust 9 mjólkurkýr
og einn annar gripur og aflífa varð þá
þegar. Tvísýnt er enn um hvort
bjarga megi lífi 10. mjólkurkýrinnar.
Einnig dráðust tvö tryppi sem í hest-
húsinu voru.
Að Lundi býr Þorbjörn Gíslason
með foreldrum sinum en Þorbjörn er
ókvæntur. Átti DB tal við Þorbjörn í
morgun:
„Það voru hér feikilegir vatna-
vextir i gær. Það sem gerðist var nán-
ast að hóll sem verið hefur hér
skammt ofan við bæjarhúsin fór að
miklum hluta af stað með fyrrgreind-
um afleiðingum.
Hóllinn lenti á hliðarveggjum
fjóssins og hlöðunnar og tók þá nán-
ast í heilu lagi með sér. Fylgdi og með
hesthúsið sem reist var við hlöðugafl-
inn. Standa gaflar fjóssins og hlöð-
unnar, sem hvort tveggja voru stein-
steypt hús, einir eftir.
Skriðan var ekki breið og mjólkur-
hús sem stóð við annan enda fjóssins
stendur óskemmt eftir. t hlöðu voru
engin. tæki sem skemmdust. Það eru
því gripirnir og húsin sem skriðan
eyðilagði. Að sjálfsögðu eru einnig
einhverjar skemmdir á túni, en þær
eru ekki ýkja miklar, því skriðan fór
ekki langan spöl.”
Auk þeirra gripa sem að framan
eru taldir á Þorbjörn 270 kindur.
Þær sakaði ekki. Tjónið að Lundi er
mikið. HjáBúnaðarfélaginu fékk DB
þær upplýsingar að dauðu gripina
mætti meta á 65 þúsund nýkrónur og
auk þess eru fjós og hlaða ásamt hest-
húsi horfin.
Þorbjörn sagði að í dag yrði gengið
í að bjarga því heyi sem bjarga mætti
og koma eftirlifandi gripum í varan-
legtskjól.
Þorbjörn kvaðst ekki hafa heyrt
um tjón á öðrum bæjum en víða
hefðu krapaskriður fallið. -A.St.
FOGUR SYN EN ORKUFREK
Fagurtcrotilita að Kjarvalsstöðum. Flóðlýsin/iinglamparósvellglteruna og lýsirupp I frystikistufjtHda landsmanna?Erþað opinbera éftll villað snúa sér I ranga úttþegar
skammdegishimininn. En meðal annurru orða, hvaðfer mikið af okkar dýrmœtu orku almenningur er beðinn að spara orku en hið opinbera er t reynd það sem bókstaflega
I þessa undurfógru lýsingu? Og flóðlýsingu ó Þjóðleikhúsinu, Háskólanum og fleiri eyðir henni?
opinberum byggingum? Er þar efti! vilí samankomin eyðsla sem svarar til gjörvalls \ DS/ DB-mynd Sigurður Þorri.
Sovétmenn hætta hvalveiðum
— sjá erl. f réttir bls. 6-7
/
Vinsældaval Dag-
blaðsinsogVikunnan
Síðasti at-
kvæðaseðill-
innerbirt-
urídag
Síðustu forvöð eru nú að taka
þátt í Vinsældavali Dagblaðsins
og Vikunnar. í dag er atkvæða-
seðillinn birtur í siðasta skiptið.
Til að auðvelda þeim kosninguna
sem veigra sér við að fylla út
seðilinn er einnig birtur nokkurs
konar tossalisti, upptalning á
öllum þeim tónlistarmönnum,
hljómplötum og lögum, sem
höfðu hlotið atkvæði um miðjan
mánuð. Skilafrestur atkvæða-
seðla rennur út um næstu helgi.
Úrslit vinsældavalsins verða
sem kunnugt er kynnt á
Stjörnumessu DB og Vikunnar
þann 12. febrúar. Undirbúningur
hennar er nú I fullum gangi. Til
dæmis var í gær lokið við að
steypa í ál 25 verðlaunagripi, sem
afhentir verða á Messunni. Að
sjálfsögðu er samt enn ekki
endanlcga vitað hversu margir fá
verðlaun, Það kemur ekki í ljós
fyrr en að talningu atkvæða
lokinni.
-ÁT/ÓV,
— Sjánánarábls. 16ogl7.
Vcrðlaunagripir vinsældavalsins
eru steyptir i ál i málmsteypunni
Hellu. Hér er einn starfsmanna
fyrirtækisins að pússa agnúana
af einum gripnum.
DB-mynd: Einar Ólason.
L............■■■ iii ’ , V