Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 5

Dagblaðið - 27.01.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981. 5 Nálægt40 maimsafvimulausir á Djúpavogi: Heimilisfeður leita til Homafjarðar f vinnu Afar slæmt atvinnuástand hefur verið á Djúpavogi siðan um áramót og láta mun nærri að um 40 manns séu atvinnulausir. Heimilisfeður hafa þurft að leita til Hornafjarðar eftir atvinnu. Eitt frystihús er starfrækt á Djúpavogi, Búlandstindur. Að sögn Ingólfs Sveinssonar verkstjóra þar eru núna um 13—14 manns í vinnu og þá einungis karlmenn. Eru þeir að ganga frá síld til útflutnings, en þegar þvi verki er lokið má gera ráð fyrir að enn fleiri missi atvinnu sína. Búlandstindur er eina framleiðslu- fyrirtækið á Djúpavogi og þegar mest er eru þar á milli 60 og 70 manns í vinnu. „Við seldum tvo báta og keyptum loðnuskip í staðinn. Núna fara fram viðræður um hvort hægt sé að fá keyptan bát en það hefur ekki reynt á það ennþá hvort það verður hægt. íbúar hér eru að vonum mjög óhressir með þetta ástand, en ég held að allir voni að þetta lagist. Að minnsta kosti er fólk ekki alvarlega farið að hugsa um að flytja burt. Við erum með einn rækjubát hérna, en það hefur ekki gefið á sjó fyrir hann. Frá Djúpavogi. Til hægri á myndinni má sjá nýja frystihúsið þeirra, Búlandstind, sem nú hefur orðið að segja upp öitu þvi kvenfólki sem þar starfaði og frekari uppsagnir blasa við. Það er næg atvinna á Hornafirði og á fjörðunum hér fyrir norðan. Þá eru Breiðdælingar ágætlega settir líka svo það er aðeins hér sem ástandið er svona slæmt. Ég á raunar von á að ef ekkert verður gert blasi enn frekara atvinnuleysi við,” sagði Ingólfur Sveinsson. Á Djúpavogi búa um 400 manns. -ELA. Verðaað borga vatnsskatt — þóekkertsévatnið Hér er næg orka ennþá frá Lands- virkjun og dísilstöðvum en aftur á móti er orðið lítið um vatn. Helgina 17.-18. jan. komu hingað þrjú loðnuskip með 2000 tonn alls. Byrjað var að bræða loðnuna 20. jan. en fljótlega varð aö hætta bræðslu vegna vatnsleysis. Þann 21. var byrjað að bræða aftur en að sögn Þórðar Jónssonar rekstrarstjóra verður að stöðva bræðslu þá og þeg- ar. Við full afköst eru brædd 700— 1000 tonn á sólarhring. Byggðin hér á Eskifirði er að mestu leyti í fjallshliðinni og eru mörg efstu húsin nær alveg vatnslaus og eru búin að vera það um nokkurt skeið. Vegna vatnsleysis hafa þeir sem búa ofarlega í bænum þurft að sæta lagi við útvegun vatns til matar og þvotta. Segir mér fólk sem býr ofar- lega í bænum að helzt sé möguleiki að fá svolitið vatn um hánóttina eða þegar mesti hamagangurinn er úr at- vinnulífi bæjarins. Sumir eiga ekki einu sinni þvi láni að fagna að fá vatn þá, þeir verða að fara í næstu hústil aösækjavatn. Þrátt fyrir þetta vatnsleysi verða allir að borga hinn háa vatnsskatt og þykir að vonum mörgum það súrt i brotiö. -Regína, Eskifirði. Draugagangur í kring- um Gunnar Thoroddsen? Svavar Gestsson og Benedikt Gröndal deildu íMorgunpósti um stuld á ættjardarást, kommúnisma og stjómarskiptin „einanóttímaf’ „Ríkisstjórn án þátttöku Alþýðu- bandalagsins er kjarni málsins,” sagði Benedikt Gröndal þingmaður og fyrrum alþýðuflokksformaður í Morgunpósti útvarps á mánudags- morguninn. Þar var hann nættur ásamt Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra og alþýðubandalagsformanni til að ræða efni greinar eftir Benedikt sem Alþýðublaðið birti i liðinni viku. Bene- dikt segir þar m.a. að sér virðist „sýni- lega grundvöllur fyrir nýja stjórn allra aðila nema Alþýðubandalagsins. Bendir margt til þess, að mál stefni í þessa átt, og er spurningin- fyrst og fremst, hvort það gerist þegar í sumar eða síðar á kjörtímabilinu.” Og síöar í greininni: „Ættu forystumenn stjórnarand- stöðu og ýmsir aðilar í núverandi stjórn að gera sér þetta ljóst, undirbúa málið í kyrrþey og skipta um stjórn á einni nóttu í maí.” „Áður sögðu alþýðuflokksmenn að verðbólgan væri mesta vandamálið á íslandi og beita yrði róttækum aðgeröum gegn henni. Nú er það Alþýðubandalagið sem er mesta vanda- málið. Spurningin er bara sú, Benedikt, hvers vegna þið dragið það fram í maí að skipta um stjórn. Eða ræddu menn ekki myndun Stefaníustjórnar á sinum tíma (stjórn með aðild Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, aths. DB)?” spurði Svavar Getsson. Og Benedikt svaraði: „Jú, víst var Stefaníustjórnar- formið rætt en kannski hefur strax þá verið byrjaður einhver draugagangur í kringum núverandi forsætisráðherra eins og var .í sjónvarpinu í gærkvöldi (vísar til þess að í Þjóðlífsþætti Sigrúnar Stefáns á sunnudagskvöldið komu m.a. fram Gunnar Thoroddsen og djákninn á Myrká afturgenginn, aths. DB). Kommúnisminn er útbreiddasta stjórnmálaskoðun á jörðinni. í Alþýðubandalaginu er sterkur hópur manna í forystu sem vill sjá kommúnismann í framkvæmd. Því er sá flokkur varhugavert afl. Alþýðu- bandalagið er á móti öllum mögulegum samningum íslendinga við helztu lýðræðisþjóðir sem næst okkar eru.” Svavar Gestsson sagði að flokkur sinn heföi „alls engin flokksleg sam- skipti við flokkana í Austur-Evrópu sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu.” íslenzkir sósíalistar hafi alltaf viljað að Islendingar héldu sjálfstæði sínu gagnvart öllum stór- veldum. „Þið reynið alltaf að stela ætt- jarðarástinni af okkur hinum,” sagði þá Benedikt Gröndal. Þrætu A-flokkaforingjanna í Morgunpósti lauk með því að Benedikt vonast til að landsmenn fái birtu og sól með vorinu i pólitískum og veðurfræði- legum skilningi. Ekki mætti taka of bókstaflega að kaflaskil yrðu* í póli- tíkinni í maí þó hann nefndi þann mánuð í Alþýðublaðsgreininni. Hann vonaðist þó til að málin yrðu rædd með það i huga að mynda sem fyrst ríkisstjórn án Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson sagði að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ættu rætur að rekja til verkalýðs- hreyfmgarinnar. Alþýðuflokkurinn hefði breytzt undanfarið með tilkomu nýrra manna í forystuna, til dæmis væri markaðshyggja allsráðandi í skrifum ritstjóra Alþýðublaðsins. Ef hins vegar væri þingmeirihluti fyrir myndun annarrar rikisstjórnar en nú situr, kallaði hann það „ræfildóm” að láta dragast að koma þeim stjórnar- skiptum í kring. -ARH. Mun meira smygl gert upptækt á síðasta ári Töluverð aukning varð á þvi smygli sem tollgæzlan gerði upptækt á síöasta ári frá árinu á undan. Tollgæzlan lagði hald á 3.479 flöskur af áfengi, sem er rúmlega helmingi meira en árið áður, 281.570 vindlinga, en árið 1979 voru þeir aðeins 38.800. Þá var lagt hald á 13.727 flöskur/dósir af áfengum bjór sem er rúmlega þúsund fleiri en árið áður. Heldur minna hass fannst á siðasta ári en árið á undan eða 150 gr á móti 500 árið 1979. Tæplega tvö þúsund kg af hráu kjöti voru gerð upptæk á síðasta ári en það er aðeins meira en 1979. Tollgæzlan lagði einnig hald á ýmsan annars konar varning sem fluttur var óleyfilega til landsins. Þessar tölur eru fyrir utan það sem fundizt hefur á Keflavíkur- flugvelli. Þá leiddi rannsókn tollgæzlunnar á röngum aðflutningsskjölum innflytjenda til hækkunar aðflutningsgjalda um rúmlega 81 milljón gkr. og er það heldur meira en árið ’79. Þar af voru rúmar 78 m. gkr. vegna rangrar tollflokkunar. Eitt mál kom upp vegna vöntunar vörureiknings, rúmlega 279 þús., eitt vegna rangs EBE skírteinis, rúml. 762 þús., og tvö vegna rangra upplýsinga í sambandi við búslóðainnflutning, rúml. 1.682 þús. Alls var 181 mál um ólöglegan innflutning þar sem tollgæzlan sektaði og nam sú sektarfjárhæð rúml. 14.299 þús. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1979 voru málin 151 og nam sektargreiöslan þá rúml. 5.618 þús. Tollgæzlan sektar einungis í minni háttar málum, stærri mál eru send öðrum yfirvöldum. Á síðasta ári voru upptækar vörur seld- ar fyrir 2.883 þús. -ELA. Uie uxydclLit þneód .... ONMC* AS-470 200-Watt 4-Way 5-Speaker System Eru líka til 70 w, 100 w og 150 w ■ TECHNICAL SPECIFICATIONS Enclosure: Bass Reflex Type Frequency range: 25 to 23,000 Hz Speaker complement: Crossover 700 Hz, 4,000 Hz, Woofer 38cm 115”) cone type frequencies: 8,000 Hz Midrange 13.5cm (5 1/4") Sensitivity: 97 dB (at 1m distance) cone type Dimension: 416mm (W) 16-3/8” X Tweeter 7.5cm (3") cone type 672mm (H) 26-1/2” X with diffuser x 2 280mm (D) 11-1/16” Super Tweeter Horn type Weight: 20.0 kg (44.0 1bs) Net. Nominal impedance: 8 ohms Accessory: L.E.D. Power Level Power handling 200 Watts (Maximum) Display 4 Green, capacity: 100 Watts (Nominal) 1 Yellowand 1 Red LED.s ■ FREQUENCY RESPONSE

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.