Dagblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
FÓLK
Vor- og sumartízkan í fyrsta skipti sýnd hér fram í
tímann:
„ Gœti orðiö til þess að
módelin kœmu afturhingað9
— segir Marta Bjarnadóttir um vel heppnaða sýningu
„Sýningarnar gengu alveg ægilega
vel og allir mjög ánægðir, bæði við
sem stóðum að sýningunum og þeir
sem hafa talað við mig. Fólki fannst
þetta góð tilbreyting í skammdeginu,
eins og við bjuggumst við,” sagði
Marta Bjarnadóttir eigandi verzlan-
anna Evu og Galleri, en sýning vor-
og sumartízkunnar frá IN WEAR og
matinique voru einmitt haldnar í til-
efni af tiu ára afmæli verzlunarinnar
Evu.
„Sýningarfólkið var ákaflega
ánægt með að koma hingað, fannst
því mjög vel tekið. Það hafði jafnvel
orð á því hve íslendingar væru opnir
fyrir svona sýningu,” sagði Marta.
Sýningarfólkið hélt til Danmerkur á
sunnudagsmorgun, þar sem sýningar
biðu þess strax í gærdag.
Þessi sýning mun halda áfram hjá
því fram í marz, en þá verður byrjað
að kynna haust- og vetrartízkuna.
„Það er mikill spenningur fyrir því
að þau komi hingað aftur einhvern
tíma og það yrði mjög gaman að því.
Við verðum bara að sjá til,” sagði
Marta.
Það er óhætt að fullyrða að
sýningin hafi heppnazt vel og vakið
mikla athygli, viðbrögð gesta í Holly-
wood leyndu þvi ekki. Eins og þeir
þekkja sem keypt hafa fatnað frá IN
WEAR og matinique leggur fyrir-
tækið mikið upp úr frjálslegum
fatnaði. Svo verður einnig næsta
sumar. Tízkan eða línan, eins og
sagt er, ber nafnið „High tech
safarí”.Hún ryður sér mjög til rúms
erlendis um þessar mundir.
-ELA.
Fatnaðurinn var misjafnlega léttur, allt
frá sundbolum og bikini upp í úlpur.
Hér er ein af mörgum gerðum af sund■
bolum sem sýndir voru á sýningunni.
Karipeningurinn I dönsku sýningar-
samtökunum þótti óvenju hressilegur.
Til dcemis létu þeir sig ekki muna um
að koma með látbragðsleik um leið og
þeir sýndu fótin. Þessi hafði ekkert
fyrir þvl að brosa allan tímann meðan
á sýningunni stóð og einhver lét það út
úr sér að llklega hefði hann brosað er
hann kom út úr vélinni á Keflavíkur-
flugvetli og það siðan frosið í öllum
kuldanum.
Fatnaðurinn sem sýndur var í llollywóod erjafnt fyrir karimenn og kvenmenn.
Frjálslegur sumariegurfatnaður I safarí-stíl.
Og eftir að dömurnar höfðu dansað
fyrir áhorfendur á sundbolum kom
hann þessi eins og skrattinn úrsauðar-
leggnum, I anorakk með hettu svo
varia sást í andlitið á honum. Að
vonum vakti hann gifurlega athygli
kvenna i salnum.
m---------------------»
Þannig verða líklega pörin á skemmti-
stöðunum i sumar, þ.e.a.s. ef veðrið
verður hagstœtt.
Finfaldur, sportlegur og þcegilegur
sumarfatnaður. Herrahuxurnar eru í
Ijósum litum og samfestingur sem
daman klœðist í „High tech safari"
stll.