Dagblaðið - 02.02.1981, Síða 2

Dagblaðið - 02.02.1981, Síða 2
Við eigum Mikla- túnslóðimar DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. / „1920” skrifar: Nú heyri ég að til standi að úthluta lóðum fyrir nýbyggingar víða í borg- inni og að „þétta” byggðina sem fyrir er. Þessu er ég að mestu leyti fylgjandi því í raun hef ég aldrei skilið hvers vegna við Reykvíkingar höfum þurft að dreifa byggðinni svona um nálæg fjöll eins og gert hefur verið undanfarin 15til 20 ár. Breiðholtið hefur alltaf verið mér hulin ráðgáta og ég skil ekki hvers vegna þeir sem skipulögðu það hverfi og hrintu 1 framkvæmd skuli enn ganga lausir og jafnvel vera enn í for- svari fyrir skipulagsmálum borgar- innar. Núna fyrir skömmu heyrði ég nokkuð í útvarpi sem fyllti mig virki- legum óhug. Þar kom í ljós í viðtali við einn þeirra, sem unnið hefur að könnun á búferlaflutningum fólks hér innan borgarinnar, að í Breið- holtið flytur nú einhleypt fólk og gamalt, en barnafólkið leitar á ný út úr hverfinu, enda búið að koma undir sig fótunum. Mig grunar að hér megi sjá væntanlega þróun fyrir. Það er sem sé ætlunin að við gamla fólkið flytjum í Breiðholtið þegar halla tekur undan fæti. Maður er nú orðinn vanur algjöru skeytingarleysi islenzks nútímaþjóðfélags i garð eldra fólksins en að beinlinis ætti að ofsækja það og koma þvi fyrir í gettóum hélt ég að ég ætti ekki eftir að upplifa. Það er kominn tími til að við gamla fólkið, sem búið er að leggja sinn skerf og hann verulegan í þjóðarsjóð, tökum höndum saman og stöndum fast á þeim siðferðilega rétti okkar að að okkur sé hlúö á enda æviskeiðsins og okkur séð fyrir mannsæmandi kjörum. Því legg ég meðal annars til að í stað þess aðeinhverjum pólitískum gæðingum verði úthlutað lóðum við Miklatún, Rauðarárstígsmegin, fái gamalt fólk þær lóðir, eða að borgin sjái sóma sinn í að reisa þar ibúðir fyrir gamalt fólk með ýmiss konar sameiginlegri þjónustu. Það er ákjósanlegur staður , mikill gróður í garðinum og stutt til allra átta, svo að við ættum að geta farið gangandi allra okkar ferða. Þar er fyrir íbúða- kjarni gamals fólks sem svo sannar- lega myndi þiggja það með gleði að fiÉÍÍ ' Aldraður bréfritari stingur upp á þvi, að borgin reisi íbúðir fvrir gamalt fólk á lóðum þeim við Rauðarárstfg, sem fyrirhugað er að úthluta. Styrkið og fegríð fíkamann a Dömur og herrar! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem em slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. JúdódeildÁrmanns Ármúla 32. Orlofsparadís fyrirþlgog fjölskyldu þína Eigum nú fyrirliggjandi hin vinsælu ÁR-orlofshús. Falleg í útliti, þægileg ( allri umgengni. Húsin eru tirnburhús, smíðuð á stálgrind. Stáötj^öpr stærðir eru 42,5 m2 og 34 m2. Öll vinna unnin af fagmönnum. Getum afgreitt nokkur hús fyrir sumarið. Nánari upplýsingar og tei^ningar á staðnum. >ÍRHÚS Ástþór Runólfsson, byggingameistari, Gnoöarvogi 60,104 Reykjavík Sími: 33910 minnka við sig og láta íbúðir sínar eftir ungu fólki með börn. Því legg ég einnig til að Alþingi breyti nú þegar skattalögum til hags- bóta fyrir okkur eldra fólkið. Það er nánast furðulegt og ómanneskjulegt í meira lagi að við getum ekki minnkað við okkur íbúðarhúsnæði sem við höfum ekkert við að gera og getum varla einu sinni gert sæmilega hreint án þess að ríkið ætli að seilast í okkar vasa og hirða allt i skatta. Það kann að vera, að slík lög hafi verið sett til þess að koma í veg fyrir brask með ibúðir en ég kannast ekki við að mín kynslóð eða eldri hafi haft fjármagn til þess að standa i braski. Það hlýtur að vera kynslóð þeirra sem nú sitja á Alþingi og þeir verða að finna ein- hver önnur ráð til þess að gæta sín. Því legg ég einnig til að við gamla fólkið ræðum þessi mál við yngra fólkið í landinu sem virðist einhverra hluta vegna hafa gleymt því að það á líka eftir að verða gamalt. Við kennd- um ekki börnum okkar að níðast á gamalmennum. Þar eru einhver önnur öfi að verki sem við þurfum í sameiningu að uppræta. Raddir lesenda Okkur vantar höfðingja Siggi flug skrifar: Ótrúlegur fjöldi manna á íslandi, með kommúnista í fararbroddi rembist sífellt við það að koma á launajöfnuði. Þetta er orðið svo mikið kappsmál komma að þeir gera þetta að slagorði I kosningabarátt- unni. Sjálfstæðismenn og svo hinir fiokkarnir þora svo ekki annað en að dingla með og dilla rófunni framan i þessa svokölluðu lægstlaunuðu. Þetta eru leifar af gamla baráttu- slagorðinu öreigar allra landa sam- einist. Um hvað á að sameinast þegar öllum hefur verið jafnað niður á flat- neskju meðalmennskunnar? Þegar enginn stendur öðrum ofar. Ég held að Milton Friedmann segi einhvers staðar að „fátæktin sé ekki afieiðing auðlegðar eða kapítal- isma”, þvl fátæktin hefur alltaf fylgt mannkyninu frá örófi alda og mun gera. Þessi kenning um allsherjarjöfnuð á öll kjör manna er gömul lumma sem hugmyndfræðingar Rússa eru löngu búnir að afleggja sem ófram- kvæmanlega, kenningu, sem heyrir fortíðinni til. Það eru aðeins kommar sem dagað hefur uppi, nokkurs kon- ar nátttröll sem eru að reyna að halda til streitu úreltum kenningum. Sumir þessara hugmyndafræðinga eru ungir menn sem drukku í sig ógerjaðan mjöð hreyfingarinnar í kringum 1930 er Kommúnistaflokk- urinn var stofnaður upp úr einhverju flokksbroti Alþýðuflokksins. Héðinn Valdimarsson og fylgis- menn hans brutu sig út úr Alþýðu- flokknum og stofnuðu Kommúnista- flokk íslands sem ég held að hann hafi heitiö þá. Á Islandi voru þá til höfðingjar, sannir íslendingar sem tekið var eftir. í öllum landshlutum áttu þessir menn atvinnufyrirtæki og afkoma heilla byggðarlaga gat oltið á því hvernig þessum höfðingjum reiddi af. Menn þessif þöfðu mikil umsvif, greiddu mjög há opinber gjöld, og í einu tilfelli héldu þessir menn, þótt Englendingar væru ’(eða Skotar) heiíú bæjárfélagi uppi um hríð en það voru Hellyer bræður í Hafnarfirði en þar kom líka við sögu höfðinginn Éinar Þorgilsson. En Adam var ekki lengi í Paradís. Skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina fóru nokkrir menn að láta bera á sér i íslenzkum stjórnmálum. Þessir nienn kölluðu sig Vormenn Islands, aldir upp í ungmennafélögunum víðs vegar um landið. Þessir menn fóru fijótlega að láta bera á sér og sérstaklega voru þeir á móti öllu sem líktist höfðing- skap og öllu sem erlent var, því skyldu menn vara sig á. Þessir Vormenn íslands linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið flest- um höfðingjunum okkar fyrir kattar- nef. Allt átti að vera smátt í sniðum, engin stórútgerð, engin stóriðja en allt miðað við nokkurs konar heim- ilisiðnað. Eina bankanum, íslandsbanka, sem hafði verið komið á fót til þess að lyfta útgerðinni á hærra plan og hafði flutt inn I landið gull (að visu danskt), sem var mikill þyrnir i aug- um vormannanna, komu þeir bein- línis á hausinn sem kallað er, alger- lega að nauðsynjalausu. Á íslandi eru ekki til neinir höfð- ingjar en þá vantar okkur illilega nú. Einn af þeim síðustu sem nú er dáinn var Óskar Halldórsson, sem sagt var að hefði farið 4—5 sinnum á höfuðið' en alltaf getað staðið upp aftur. Við eigum enn Tryggva Ófeigsson og Ingvar Vilhjálmsson svo aðeins tveir séu nefndir úr útgerðarmannastétt. Þeirra útgerð er að visu rekin eins og önnur útgerð, innan styrkjakerfisins, en það fargan, styrkja- og uppbóta- kerfið, hefur gersamlega eyðilagt alla sjálfsbjargarviðleitni höfðingjanna. Hvað skyldu vera margir starfs- mennistjórnarráðinu sem ekkert gera annað en að veita leyfi fyrir alls kyns hlutum sem leyfi þarf fyrir? Þeir eru margir og alltaf fjölgar leyfunum. Rikið er líka farið að hafa dágóðar tekjur af alls kyns leyfisveitingum. Það var endur fyrir löngu að uppá- stunga kom fram á Alþingi að stofna þjóðskóla. Ein deild, líklega eins konar lærdómsdeild, átti að vera fyrir höfðingjasyni. Þetta þótti heppilegt þá, og þetta er enn heppi- legt. En ef þjóðin á að ala upp ein- tóma skussa sem „Ijakkaðir” eru upp á fiatneskju meðalmennskunnar og þeim sem einhvers mega sin „þrýst” niður á sömu fiatneskju þar til enginn skarar fram úr öðrum, þá er takmarki komma náð og við höfum framleitt nýja tegupd manna, vélmenni, eða eitthvað verra. Þ,. Halldórsson í Luxembourg skrifar ágæta grein í Morgunblaðið 16. janúar þar sem hann varar við að- ferðum komma að grafa undan þjóð- félaginu innan frá. Útgáfufyrirtæki þeirra, Mál og menning, er staðið að því að flytja inn handbók, nokkurs konar kennslubók eða leiðbeiningar- rit um ræktun eiturjurta. Hann varar við ýmsu öðru i skólamálum okkar. Hann telur að 80—90% íslenzks kennaraliðs sé kommúnistar. Kommúnistar hafa einn þjóðsöng: Það sem ekki tekst í dag, tekst á morgun. Kommúnistar hafa nógan tíma, en það hefur okkur ekki skilizt enn. Mér datt þetta (svona) í hug. V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.