Dagblaðið - 02.02.1981, Side 4

Dagblaðið - 02.02.1981, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. RITARAR: Áslaug Cassata, kaupmaður, Björn Björgvinsson bankagjaldkeri ÖLAFUR B. THORS Átöppunarvélin afkastar 24 þúsund flöskum á klukkutima. Við vélina stendur Helgi Kjartansson. DB-mvndir Sigurður Þorri. tíðari og efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar er einmitt ætlað að koma i veg fyrir það. Við teljum að kaup- máttur haldist með hliðarráðstöfunum, þrátt fyrir skerðingu verðbóta. Hve margar krónur eru í launaumslaginu skiptir ekki höfuðmáli.” Einn starfsmaður Vífilfells taldi fátt benda til þess að sala á mjólkur- og ávaxtadrykkjum hefði aukizt og það sé því engin skýring á samdrætti í gossöl- unni. Hann vitnaði í kollega sinn sem vinnur hjá Sanitas og hafði eftir honum að sala á pepsí hefði dregizt saman, en ekki aukizt eins og margir halda fram. Hins vegar að nýi Sanitaspilsnerinn seldist vel og ,,það kæmi í veg fyrir lok- un Sanitas”. Guðmundur G. tók undir þetta og vitnaði I stjórnarformann Sanitas: „Hann sagði mér að söluaukning hjá sínu fyrirtæki gæti ekki verið skýring á heildarsamdrættinum.” Áhugalítið Alþýðubandalag „Alþýðubandalagið er gífurlega áhugalítið um okkar mál. Það virðist bara hafa áhuga á Gervasoni. Ég hlustaði á umræðurnar á þingi um daginn og þá las Guðrún Helgadóttir til dæmis bara Dagblaðið þegar menn töluðu, og rápaði svo fram og aftur um húsið,” sagði starfsmaður. Og annar bætti við: „Coca Cola og Pepsi Cola eru bandarisk stórfyrirtæki sem Alþýðu- bandalagið er á móti. Er það skýring á vörugjaldinu og áhugaleysinu. Ræður Alþýðubandalagið svona miklu í ríkis- stjórninni?” „Alþýðubandalagið er sterkt, en þeir ráða ekki því sem þeir vildu ráða,” svaraði Guðmundur. ,,Við deildum hart um vörugjaldið í þingflokki Framsóknarflokksins en meirihlutinn vildi styðja það. Ég ákvað að sitja hjá en mótmæla frumvarpinu jafnframt. Ef frumvarpið hefði verið fellt, þá hefði afgreiðsla fjárlagafrum- varpsins frestazt og efnahagsaðgerö- irnar sömuleiðis. Ég vildi ekki bera ábyrgð á slíku en er enn sömu skoðunar og fyrr um vörugjaldið. Hins vegar get ég sagt að margir í þingflokknum okkar hafa litla samúö með gos- drykkja- og sælgætisiðnaðinum. Og er ósárt um að skattleggja hann.” Reykvíkingar — Tökum þátt í fundum borgarst/órnarflokksins. —ÁTTHAGASALUR - í KVÖLD - ÁSLAUG KL. 20:30.- BJÖRN Guðmundur G. Þórarínsson f ramsóknarþingmaður f hádegisheimsókn hjá fólkinu sem framleiðir kók og f reska: Þið megið skamma ems og ykkur lystir “1 f V nargiríþing- lokknum nínumhafa 1 1 j itlasamúð neðþessum ðnaði Guðmundur G. Þórarinsson: „Vörugjaldið er allt of hátt, ég get vel hugsað mér að beita mér fyrir þvi að það verði ,,Ég sat hjá viö atkvæðagreiöslu um vörugjaldið í þinginu fyrir jólin. Segja má með réttu að með hjásetunni hafl frumvarpið verið samþykkt, þó að ég lýsti mig andvígan því. Ég ber fulla ábyrgð á vörugjaldinu eins og aðrir stjórnarþingmenn og kem hingað til að ræða málið við ykkur. Þið megið skamma mig eða rikisstjórnina eins og ykkur lystir eða koma athugasemdum á framfæri.” Guðmundur G. Þórarinsson þing- maður Framsóknarflokksins í Reykja- vík gekk um gólf í kaffistofu verk- smiðjunnar Vífilfells í hádeginu á föstudag og talaði til starfsmanna sem sátu og nörtuðu í hádegisbitann. Hjá Vífilfelli eru framleiddir gosdrykkir. Fyrst skal frægt telja kókið margum- talaða, og svo sykursnauða drykkinn freska. Umræðuefnið í matartímanum á föstudaginn var ástand og horfur í framleiðslu gosdrykkja og atvinnumál starfsmanna í gosdrykkjaverksmiðjum. Hjá Vifilfelli hefir 60 starfsmönnum verið sagt upp störfum vegna samdrátt- ar í sölu, sem forráðamenn fyrirtækis- ins segja vera staðreynd — og kenna aðallega 30% vörugjaldi á gosdrykki um. Samþykkt vörugjaldsins var síðasta verk þingmanna fyrir jól. Stjórnarliðið lagði frumvarpinu lið, að undanskildum Guðmundi G. Þórarins- syni sem sat hjá. Það fór samt i gegn. „Grafalvarlegt mál" „Vörugjaldið er allt of hátt, ég get vel hugsað mér að beita mér fyrir að það verði lækkað. Ég hafði ekki gert' mér grein fyrir að gjaldið hefði svo slæm áhrif, ef rétt reynist að fólk missi atvinnu. Það er grafalvarlégt mál,” sagði Guðmundur. Og auðséö var að fleirum en Guð- mundi þótti þetta vera „grafalvarlegt”. Starfsmenn voru margir hverjir þungir á brún og bitrir þegar þeir ávörpuðu þingmanninn. Einn sagði: „Þú mátt eiga það að vera eini þing- maðurinn sem talaði af raunsæi um þessi mál utan dagskrár um daginn og átt skilið þakkir fyrir að koma hingað að tala við okkur. Við höfum ekki gleymt öðrum þingmönnum sem komu Ætliðþið næst aðaflameirí teknafyrir At- vinnuleysis- tryggingasjóð? spurði starfsmaður Vífilfells fyrir kosningarnar til að falast eftir at- kvæðum. Þá þurftu þeir á okkur að halda. Nú þurfum við á þeim að halda en þá sjást þeir ekki.” Guðmundur sagði að þriggja manna nefnd á vegum rikisstjórnarinnar ynni að þvi að safna upplýsingum um hvort gosdrykkjasala hefði dregizt saman í heild undanfarið og reyna að meta ástæðurnar, ef niðurstaða yrði á þann veg. Hann sagði forystumenn gos- drykkjaiðnaðarins kenna vörugjaldinu um hvernig komið væri. Sumir héldu BORGARMÁLIN í BRENNIDEPLI Hverfafundur borgarstjórnarflokks Sjá/fstæðisf/okksins I FUNDUR NES- OG MELAHVERFI, VESTUR OG MIÐBÆJARHVERFI VERÐUR í KVÖLD. DavíO Oddsson og Ólafur B. Thors fíytja ræður og svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurínn verður haldinn / Átthagasal Hótel Sögu og hefstkl. 20:30. DAVtO ODD8S. FUNDARSTJÓRI: ÞórirKr. Þórðarson, prófessor. því hins vegar fram að aukin sam- keppni fyrirtækja um markaðinn ætti sinn þátt í að sala á framleiðslu Vífil- fells hefði dregizt saman. Einnig að neyzluvenjur fólks kunni að hafa breytzt. Fólk hafi ef til vill snúið sér meira að ýmsum ávaxtadrykkjum og mjólkurdrykkjum i stað gosdrykkja. Ennfremur taldi Guðmundur að inn- flutningur gosdrykkja og öls kunni að hafa dregið úr neyzlu innlendrar fram- leiðslu. Viðreisnarstjórnin skattlagði gosið meira Fram kom í máli þingmannsins að hann taldi skattlagningu gosdrykkja nú, þrátt fyrir allt, vera „mun minni en var um 1960 þegar viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lagði sérstakt gjald á gosdrykkí.” Hann kvaðst þó þeirrar skoðunar að óeðlilegt væri að ríkið tæki yfir 50% af framleiðsluverði hverrar gosflösku, stærri hlut en framleiðandinn sem ber kostnaðinn við að búa til vöruna. „ Hvað sem öðru líður, þá er það mín skoðun að þið séuð að framleiða varn- ing sem við þurfum á að halda. Ef þetta er ekki framleitt innanlands, þá verður það bara flutt inn. En um leið missum við atvinnutækifærin við framleiðsluna og til þess máekki koma.” Guðmundur Birgir Ragnarsson, einn af verkstjórum í Vífllfelli, hafði oftast orðið af verkamönnum: „Þið segist vilja efla iðnaðinn og bæta hag láglaunafólksins um leið og þið skerðið vísitölubætur á laun um 7%, hækkið fasteignaskatta, fyrir- framgreiðsluskatta, opinbera þjónustu og setjiö á vörugjald sem hefur til dæmis í för með sér að 60 manns á þessum vinnustað er sagt upp. Ætlið þið næst að afla meiri tekna fyrir At- vinnuleysistryggingasjóð? Eða hvernig ætlið þið yfirleitt að taka á móti at- vinnulausu fólkinu?” Samdráttur f pepsísölunni Ifka „Það er vissulega alvarlegt mál þegar fólki er sagt upp störfum, en ahnennt er atvinnuástandið hjá okkur miklu betra en í nágrannalöndunum þar sem gífurlegt atvinnuleysi ríkir,” svaraði Guðmundur. „I 70—80% verðbólgu á íslandi hefðu uppsagnir orðið mun

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.