Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.02.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 02.02.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. 9 Erlent Erlent Erlent Erlent D Shirley Williams Boðar kosn- ingabandalag með Frjálslyndum Shirley Williams, einn uppreisnar- mannanna í Verkamannaflokknum brezka, sagði í gær að hinn nýi sósíal- demókratíski hópur í Bretlandi kynni að mynda kosningabandalag við Frjáls- lynda flokkinn. Hún sagði að kosningabandalag væri nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að atkvæði ónýttust, ,,en ég tel ekki, að það muni leiða til samruna flokkanna,” sagði hún. Enn barizt á landamærum Perú ogEquador Perústjórn hefur skipað hersveitum sínum að hætta bardögum þar sem þær hafi nú endurheimt öll þau landsvæði sem Perústjórn telur sig eiga á landa- mærum Equador eftir fimm daga bar- daga milli hersveita Perú og Equador i fjalllendi og skógum á landamærum þjóðanna. Equadormenn segja að her- sveitir Perú haldi enn uppi árásum við landamærin og sé yfirlýsing stjórn- valda í Perú um að bardögum hafi verið hætt blekking ein. íranir fordæma ákvörðun Frakka íranir hafa fordæmt þá ákvörðun Frakka að selja frökum tíu Mirage-orr- ustuþotur. Búizt er við að þoturnar komi til íraks í dag og á morgun og verði þær sendar beint í orrustur I styrj- öld írans og íraks. Þær geta flogið með tvöföldum hraða hljóðsins og eru taldar geta haft mikil áhrif á gang styrj- alda þjóðanna. Arabískurlæknir njósnari KGB Arabískur læknir, dr. Jahar Sayege, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í fsrael fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna. Dr. Sayege, sem starfaði á sjúkrahúsi í austurhluta Jerúsalem, var sakaður um að hafa látið sovézku leyniþjónustunni KGB í té upplýsingar. Íranslíturstjórn- málasambandi viðJórdaníu ogMarokkó fran hefur slitið stjórnmálasambandi við Jórdaniu og Marokkó að því er ír- anska ríkisútvarpið greindi frá í gær. Behxad Nabavi, dómsmálaráðherra írans, sagði að ástæðan væri fullur stuðningur þessara þjóða við stjórn íraks og fjandskapur þeirra i garð islömsku byltingarinnar í íran. Óeirðirí Londonderry Til óeirða kom i Londonderry á Norður-írlandi í gær er hópur kaþól- ikka réðst á lögreglu og var barizt i þrjár klukkustundir. Brezkir hermenn komu lögreglunni tíl aðstoðar. Fyrírhuguð verkföll Einingar afboðuð í Póllandi: Samkomulag varó um tvö aðaldeiluefnin Enn hef ur ekki tekizt samkomulag um viðurkenningu st jómvalda á dreifbýlisdeild Einingar Eining, samtök hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í Póllandi, hefur af- boðað fyrirhugað klukkustundar allsherjarverkfall sem koma átti til framkvæmda í morgun. Hið fimmtíu manna landsráð Ein- ingar lýsti því jafnframt yfir að sá möguleiki væri ekki útilokaður að allsherjarverkfall yrði boðað siðar ef stjórnvöld viðurkenndu ekki sjálf- stæð verkalýðsfélög bænda. Talsmaður Einingar, Karel Modzelewski, sagði i gærkvöld að Eining hefði ákveðið að falla frá fyrirhuguðu verkfalli eftir að stjórn- völd hófu viðræður við bændur í Rzeszow, höfuðstöðvum baráttunnar fyrir sjálfstæðum verkalýðsfélögum bænda. Landsráð Einingar lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur bænda og sagðist líta á þær sem sínar eigin kröfur. Fyrr um helgina náðist samkomú- lag milli stjórnvalda og Einingar um tvö af meginágreiningsefnunum. Samkomulag varð um að verkamenn mættu til vinnu einn laugardag í hverjum mánuði fyrst um sinn þó Eining haldi enn fast við, að 40 stunda vinnuvika verði leidd í lög með nýrri vinnumálalöggjöf. Einnig varð samkomulag um aukinn aðgang Einingar að fjölmiðlum. Átökum hefur þannig verið skotið á frest en Lech Walesa, leiðtogi Ein- ingar, sagði í sjónvarpi í gærkvöld að verkamenn hefðu enn verkfallsvopn- ið í sínum höndum og myndu ekki hika við að beita því ,,ef ráðizt verður á okkur eða bændur.” Pólskir verkamenn hafa að þvi er virðist unnið enn einn sigurinn við samningaborðið og ætti þvi að vera friðvænlegra í landinu á næstunni þó enn sé eitt aðalágrciningsefnið óleyst, það eru kröfur bænda um að fá að stofna sjálfslæð verka- lýðsfélög. Stjórnvöld hafa enn ekki viljað fallast á það en samningaviðræður eru hafnar við bændur. Flvturöu inn vörur f rá Svíþjóð? „FOB VASTERVIK" Gæti það lækkað innkaupsverðið ? HAFSKIP HF. hefur um sextán ára skeið haldið uppi reglubundnum siglingum til Svíþjóðar, nú vikulega til Gautaborgar og hálfsmánaðarlega til Halmstad. HAFSKIP HF. hefur nú bætt við nýjum viðkomustað, nú á austurströnd Svíþjóðar, VÁSTERVIK, og verður viðkoma þar á 25 daga fresti. Borgin er staðsett miðja vegu milli Stokkhólms og Helsingborgar, en á því svæði eru f jölmargar verksmiðjur, sem selja þekktar vörutegundir til íslands. Tilgangur okkar með því að bæta VÁSTERVIK við aðra viðkomustaði HAFSKIPS í Svíþjóð, er að sjálfsögðu að bæta þ jónustuna. Þannig geta nú innflytjendur, sem kaupa vörur frá VÁSTERVIK svæðinu gert samanburð á verði á innfluttri vöru frá Svíþjóð. Athugið hvort hagkvæmara sé að kaupa vöruna „EX FACTORY" eða „FOB VÁSTERVIK' Allar frekari upplýsingar eru fúslega veittar í Markaðsdeild Hafskips hf. í síma 21160. HAFSKIP HF. Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu,Sími 21160 M.S.LANGÁ 13. febrúar1981 13. mars 1981 Umboðsmaður í VÁSTERVIK: Knut Sjögren A/B S 59301 VÁSTERVIK P.O. Boxll, Telex: 3912 Sími: 0490-301 30

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.