Dagblaðið - 02.02.1981, Side 14

Dagblaðið - 02.02.1981, Side 14
DB á ne ytendamarkaði —réttarstaða óljós Sigrún Erlendsdóttir i Búðardal hafði samband við blaðið. Hún hafði í apríl 1978 keypt 120 m' grenigóif í húsið sitt sem hún var að flytja inn í. Kaupfélagið á Búðardal sá um að panta gólfið sem átti að vera það þurrt að hægt væri að leggja það samstundis. Þegar gólfefnið kom var það látið standa í búntum innivið i hálfan mánuð en að því loknu lagði trésmiður það. Siðan var lakkað yfir viðinn. Nokkru siðar fer að bera á því að viðurinn rýrnar, vindur sig og springur. Sigrún sagðist þá hafa haft, samband við Húsasmiðjuna og þar hefði verið lofað öllu fögru um endurbætur. Á því hafi gengið upp .undir ár og alltaf hafi skemmdirnar í gólfmu versnað. Á endanum segist Sigrún hafa gefizt upp á að bíða eftir að loforðin yrðu efnd enda fengið: þau svör í annað hvert skipti sem hún hringdi að gallarnir væru á hennar ábyrgð. Næsta skref hennar var því að hafa samband við Neytendasamtökin þar sem eiginmaður hennar er aðili að þeim. Hjá stúlku sem hún segist hafa talað við hjá samtökunum segist hún hafa fengið þau svör að samtökin & gætu ekkert gert þar eð hún væri ekki j félagi í Húseigendafélagi Reykja- víkur, sem hún var auðvitað ekki, bú- andi í Búðardal. Hafi stúlkan að öðru leyti bent henni á að fá sér lög- fræðing, sem hún gerði. Stefán Pálsson í Reykjavík tók málið að sér. Eftir að hafa eytt tugum þúsunda í símtöl við hann og mat á gólfinu segist Sigrún hins vegar vera orðin vondauf um einhvem árangur þó alltaf sé verið að vinna í málinu að sögnStefáns. Matsmenn sem sýslumaður skipaði til að kanna ástand gólfsins sögðu í skýrslu sinni að gólfið hefði greini- lega verið lagt úr of rökum viði. Því væri með 5—7 borða millibili allt upp í 13 millimetra breiðar rifur en minni á milli. Timbrið sé undið en þó nokkuðheiltá köflum. BLÓMAHORNIÐ Raddir neytenda DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. Hörgull á sniðblöðum Jón segir að um slikt timbur hafi verið beðið. Því hafi trésmiðnum sem lagði gólfið verið ráðlagt af hálfu Húsasmiðjunnar að láta timbrið þorna meira áður en það væri lagt. Sagði Jón trésmiðinn hafa lagt að Sigrúnu og hennar manni að leggja ekki timbrið strax en þar sem fyrir dyrum stóð fermingarveizla hafi þau verið hörð á því að fá gólfið fljótt. Hafi hann látið undan þrýstingi þeirra. Jafnvel þó timbrið hefði verið ofn- þurrkað hefði ekki verið óhætt að leggja það á strax. Ráðlegt sé að láta það standa þannig að vel lofti um það í einar þrjár vikur. Tré fari alltaf eftir rakastigi umhverfisins og geti jafnvel þanist út og skroppið saman eftir veðráttu. Þegar hins vegar timbrið væri lagt strax og síðan lakkað yfir væri ekki að sökum að spyrja. Hér væri því eingöngu bráðræði um að kenna og bæri Húsasmiðjunni ekki aðbæta það. Taldi timbrið fullþurrt Benedikt Jóhannesson trésmiður lagði gólfið fyrir Sigrúnu. Hann segist hafa tekið timbrið sem góða og gilda vöru og talið það fullþurrt. Þannig hafi það verið pantað en síðan hafi annað komið á daginn. Hann sagðist hafa lagt timbrið í góðri trú um að það væri fullþurrt og hvorki veitt né fengið upplýsingar um annað. Pantað sem fullþurrt Kristinn Jónsson fyrrverandi starfsmaður í byggingarvörudeild Kaupfélagsins sá um að panta timbrið og taka á móti því. Hann segist hafa pantað þurrkað timbur. Ef til vill megi deila um hvað við sé átt með því en þar hafi hann að minnsta kosti átt við það að for- svaranlegt væri að leggja það fljót- lega. Oft hafi áður verið pantað hjá Húsasmiðjunni og sagði Kristinn þetta vera eina dæmið í þau 14 ár sem hann hefði verið hjá Kaupfélaginu um vandræði með það fyrirtæki. Verð á ofnþurrkuðu timbri er um það bil 20% hærra en á húsþurru og var Kristinn spurður að þvi í hvorum verðflokknum timbrið sem Sigrún fékk hafi verið. Hann gaf það svar að það hefði vcrið svona mitt á milli. Kristinn sagði að gólfið væri meira en slæmt, það væri hroðalegt. Einhver misskilningur örn Bjarnason á skrifstofu Neyt- endasamtakanna sagði það hljóta að hafa verið einhvern misskilning að samtökin vildu ekkert fyrir Sigrúnu gera þar eð hún væri ekki félagi í Húseigendafélagi Reykjavíkur. Hann sagði að líklegt hefði verið, þó hann myndi það ekki, að henni hefði verið vísað á lögfræðing Húseigendafélags- ins til upplýsinga. En þar sem hringt væri daglega svo tugum skipti væri útilokað að muna svona mál eða hvernig það hefði verið afgreitt. Oft væri freistandi að vísa þeim til ann- arra aðila þar sem Neytendasamtökin kæmust ekki yfir öll mál sem til þeirra bærust. Erf itt mál Stefán Pálsson lögfræðingui Sigrúnar sagði þetta mál vera erfitt viðureignar. Engin_ skjalleg gögn lægju fyrir i því, ekki væri einu sinni til á pappír hvað pantað var. Það fyndist ekki hjá Kaupfélaginu þrátt fyrir leit. Málið væri því alls ekki á hreinu og ekki bætti úr skák að mat á gólfinu væri ekki fullnægjandi. Því hefði verið ákveðið að reyna fremur að komast að samkomulagi við Húsasmiðjuna en að fara í mál og væri ekki fullreynt enn hvernig það gengi. - DS Aralia Japonica Áralía, skógarbúi Áralían er ættuð frá Japan þar sen hún getur náð fimm metra hæð í sínu náttúrulega umhverfi. Hún er ein af algengustu inniblómunum. Venju- lega er áralían með djúpgrænum blöðum, en til eru afbrigði með hvít- flekkóttum blöðum. Það er afar. sjaldgæft að hún blómstri innanhúss, en þó kemur það fyrir. Blómgunin á sér stað á haustin og fræið myndast sumarið eftir. Áralíuna þarf að hafa á skuggsæl- um stað, ekki í brennandi sól. Hún þarfnast ríkulegrar vökvunar yfir sumarmánuðina og reglulegrar áburðargjafar. Á veturna er bezt að vökva hana minna. Áralian þarf kalkrikan jarðveg og skipta á um mold á hverju vori. Fyrr eða seinna verður áralían það umfangsmikil áð nauðsynlegt er að skera hana niður f u.þ.b. 30 sm hæð. Þetta verður þó að gerast snemma vors. Áralian myndar rótarsprota sem annaðhvort er hægt að leyfa að vaxa upp og gera plöntuna þá þéttari eða losa þá var- lega burt og nota sem græðlinga til fjölgunar. -JSB/VG Þarf að vera á skugg- sælum stað, þolir ekki brennandi sól. Þarf mikla vökvun yfir sumarmánuðina en minni yfir veturinn. Áburðarupplausn gef- in reglulega, meira yfir sumarmánuðina. Þolir ekki of mikinn bita. Kona úr Kópavogi hringdi: . Ég hugðist um daginn verða af- skaplega myndarleg og sauma föt á heimilisfólkið. Lagði ég því leið mína niður í bæ og ætlaði að kaupa snið- blöð að fara eftir. En svo brá við að í hverri búðinni á fætur annarri var ekkert til af blöðum. í einni búðinni var mér reyndar sagt að þau kæmu aðeins tvisvar á ári og kláruðust þá upp á nokkrum dögum. Nú langar mig að vita hvað veldur. DB hafði samband við Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og spurðist fyrir um þetta mál. Þar var okkur sagt að til landsins kæmu annars vegar sniðblöð mánaðarlega með ýmsum sniðum. Hins vegar kaému sérblöð vor og haust með nýj- ustu tízkunni. Þau seldust fljótt upp og væri þá ekki hægt að fá meira af þeim. Jón Þ. Árnason í Kópavogi var sagður flytja blöðin inn. Yfirleitt væri hægt að fá eitthvað af mánaðar- blöðunum, t.d. hjá Eymundsson. í þeim væru ýmis grunnsnið, t.d. af buxum og skyrtum en nýjustu tízku- línunni ekki fylgt eins vel eftir. Þar sem tizkan breytist eins oft og árstíð- irnar og þær taka hver við af annarri, þýðir hins vegar lítið að vera með sér- blöðin mánuðum saman. -DS. Kvitt um áramót I.K. skrifar: Ég biðst afsökunar á því hvað þetta fer seint af stað til þín. Mín eina afsökun á liðnum annað er að borg- aðar voru tvær stórar skuldir (samtals rúm milljón) til að vera kvitt um áramótin. Sem betur fer gefið þið ekki upp tölurnar fyrir annað. Ég hygg að margir sleppi hinu og þessu og komij þá betur út. Ég sleppi engu og hef bóndann og börnin mér til hjálpar og við komum illa út að þessu leyti. Svar: Það er ugglayst rétt hjá þér aí margt fer ekki inn í dálkinn annað. Margir senda okkur meira að segja aldrei neinar tölur um það. Enda ei sá liður fyrst og fremst ætlaður fólki til glöggvunar á eigin eyðslu. Þegar nýju sænsku og dönsku blöðin með sögum af kóngafólki og nýju sniðblöðin koma i búðirnar er oft handagangur i öskjunni við að ná sér ilesefni. DB-mynd HV. Ráðlagt að leggja ekki strax Jón Snorrason framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar sagði um þetta mál að timbrið sem Sigrúnu var sent hefði verið það sem kallað er húsþurrt. Það þýðir að timbrið hefur verið látið standa í húsi fyrst erlendis en síðan hér en ekki þurrkað að öðru leyti. Gólfið sprakk og vatzt BRÁÐRÆÐIHÚSÐGENDA EÐA MISTðK HJÁ TIMBURSALA

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.