Dagblaðið - 02.02.1981, Page 15
15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRUAR 1981.
Iþróttir
Iþróttir
I
£
Iþróttir
Iþróttir
ÁSGEIR REKINN ÚT AF
HILDUR TRYGGÐIFH
SIGURINN GEGN VAL
—FH vann 15-13 í æsispennandi leik í toppuppgjöri 1. deildar
Hildur Harðardóttir var svo sannar-
lega hetja FH-stúlknanna i 1. dcild
kvenna á laugardag er þær lögðu
stöllur sinar úr Val að velli, 15-13, í
æsispennandi leik í Hafnarfirði. Er ein
og hálf minúta var til leiksloka var
Katrinu Danivalsdóttur vikið af leik-
velli í 2 mínútur og staðan þá 14-12
fyrir FH. Ágústa Dúa minnkaði mun-
inn í 13-14 og allt gat gerzt. FH-stúlk-
urnar, leikmanni færri, voru i stökustu
vandræðum með að finna leið i gegn-
um Valsvörnina en nokkrum sekúnd-
um fyrir leikslok reif Hildur sig lausa
og skoraði fallegt mark, 15-13.
Bæði lið voru illa þrúguð af tauga-
spennu fyrst í leiknum og var mikið um
mistök. FH hafði yfirhöndina til að
byrja með en síðan kom góður kafli hjá
Val og þær komust 1 4-2 og nýttu samt
ekki tvö vítaköst 1 röð á þeim tíma.
Erna átti bylmingsskot 1 þverslá og
Höfðu 5-0yfir
íhálfleik
Skagastúlkurnar styrktu stöðu sina á
botnl 1. deildarinnar veruleg er þær
unnu Hauka 9-7 á Akranesi á föstu-
dagskvöld. í hálfleik var staðan 5-0 ÍA
í vil, hvort sem menn trúa þvi nú eða
ekki. Haukadömurnar tóku sig veru-
lega á i siðari hálfleiknum en allt kom
fyrir ekki. FJögur vítaköst fóru for-
görðum hjá þeim og það reið bagga-
muninn.
Harpa í stöng. Markramminn átti eftir
að reynast þeim óþægur ljár í þúfu í
leiknum því 4 sinnum til viðbótar
smullu skot Valsstúlknanna á honum.
Jafnræði var með liðunum fram að
hálfleik og staðan þá 7-7. Margrét
skoraði jöfnunarmark FH mjög glæsi-
lega með þrumuskoti beint úr auka-
kasti eftir að leiktíma var lokið.
FH komst strax i 9-7 með tveimur
mörkum Katrínar en þá kom snjöll ráð-
stöfun hjá þjálfara Vals, Jóni Her-
mannssyni. Hann lét taka þær
Margréti Theodórsdóttur og Kristjönu
Aradóttur úr umferð og spil FH hrundi
saman. Vaiur skoraði þrjú mörk í röð
og komst í 10-9. Þeim tókst þó ekki að
fylgja þessu nógu vel eftir og FH komst
yfir á ný. Sóknarieikur Vals var ekki
nógu yfirvegaður á þessum tíma og var
Harpa þar einna versti sökudólgurinn.
Sóknarleikur FH var þó enn bitlaus-
ari eftir að Margrét og Kristjana voru
teknar úr umferð og það var ekki fyrr
en Hildur kom inn á að ógnun komst
aftur í sóknina. Það var það sem þurfti
og sigurinn lenti hjá FH,
Jafntefli hefði verið sanngjarnast í
þessari viðureign og óheppnin elti Vals-
stúlkurnar í markskotunum. Liðin eru
ákaflega áþekk að getu en líkast til er
íslandsmeistaratitilinn genginn Val úr
greipum að þessu sinni. FH og Fram
eiga eftir að mætast innbyrðis og sá
leikur sker iíkast til úr um hvort iiðið
hlýtur titilinn, Hjá Val voru þær
Magnea og Erna beztar og svo Sigrún
Bergmundsdóttir. Þá varði Jóhanna
vel í markinu. Af FH-dömunum var
Katrín bezt. Geysilega ákveðin á lín-
unni og föst fyrir í vörninni. Margrét
átti erfitt uppdráttar sökum strangrar
gæzlu en skilað sínu. Þá var Hildur
sterk í lokin. Kristín Pétursdóttir vakti
athygli í hægra horninu.
Mörkin: FH: Margrét Theódórs-
dóttir 6/4, Katrín Danivalsdóttir 4,
Hildur Harðardóttir 3, Björg Gilsdóttir
og Kristín Pétursdóttir 1 hvor. Valur:
Erna Lúðvíksdóttir 4/3, Harpa Guð-
mundsdóttir 3, Magnea Friöriksdóttir
3, Ágústa Dúa Jónsdóttir 2, Björg
Guðmundsdóttir 1.
Dómarar voru þeir Grétar Vil-
mundarson og Ævar Sigurðsson og
sluppu ágætlega frá sínu þó vissulega
hafi þeir átt sínar vitleysur. - sSv,
Staðaní
1. deild kvenna
Staðan I 1. deild kvenna er nú þessi
eftir undanfarna leiki:
Akranes —■ Haukar 9-7
FH — Valur 15-13
Fram — KR frestað
FH 9 7 11 178-118 15
Fram 8 6 0 2 151-107 12
Valur 9 5 2 2 125-110 12
Víkingur 9 4 3 2 122-115 11
KR 8 4 13 104-107 9
Akranes 9 2 2 5 102-146 6
Haukar 9 117 103-128 3
Þór 9 10 8 120-174 2
—og Standard tapaði leiknum gegn Anderiecht
Hildur Harðardóttir skorar hérna siðasta mark FH gegn Val og innsiglar sigurinn. Sigrún Bergmundsdóttir fylgist með.
DB-mynd Sig. Þorri.
Heldur betur varð heitt í kolunum i
leik Standard Liege og Anderlecht,
toppliðsins í Belgíu, er liðin mættust á
heimavelli Standard i gær í aðalleik
dagsins í Belgiu. Anderlecht sigraði 1-0
i þessum þýðingarmikla leik og markið
var skorað úr geysilega umdeildri víta-
spyrnu.
Lasonne komst þá inn fyrir vörn
Standard á 37. mínútu og virtist greini-
lega rangstæður. Hann lék á Preud-
’homme í markinu en Dardenne var þá
kominn á marklínu til varnar. Skot
Lasonne hafnaði í læri Dardenne en
dómarinn, sem veifaði gulum og rauð-
um spjöldum eins og vindmylla, dæmdi
umsvifalaust vítaspyrnu, sem Lasonne
skoraði örugglega úr. I sjónvarpi var
þetta atvik margsýnt og kom þá í ljós
að knötturinn hafði aldrei snert hönd
Dardenne. Skömmu fyrir leikhlé var
Lasonne þessum vikið af velli fyrir ljótt
brot á Tahamata og Ásgeir Sigurvins-
son fékk siöan að líta rauða spjaldið í
síðari hálfleik fyrir mótmæli gegn
dómi. Anderlecht hélt fengnum hlut og
meistaravonir Standard eru nú hverf-
andi litlar. Anderlecht mætir Beveren á
heimavelli sinum um næstu helgi og
vinnist sigur í þeim leik má telja titilinn
þeirra. Úrslitin í Belgiu í gær urðu sem
hér segir:
Winterslag — Beringen 2-1
Molenbeek — Beerschot 1 -1
Coutrtrai — Antwerpen 0-0
Gent — Waregem 1-1
Beveren — Waterschei 2-0
Berchem — FC Brugge 1-1
CS Brugge — Lokeren 1-1
Lierse — FC Liege 1-1
Það var Grzegorz Lato sem skoraði
mark Lokeren í f.h. en í þeim síðari
jafnaði CS Brugge.
Staðan í Belgíu er nú þessi:
Anderlecht 20 16 2 2 39-12 34
Beveren 20 13 4 3 35-15 30
Standard 20 11 5 4 39-24 27
Lokeren 20 10 4 6 39-21 24
Molenbeek 20 10 3 7 30-29 23
FC Brugge 19 9 3 7 38-27 21
Lierse 19 7 7 5 30-25 21
Waregem 20 7 6 7 24-25 20
Winterslag 20 9 2 9 25-30 20
Gent 20 7 5 8 34-29 19
Courtrai 20 7 4 9 24-31 18
Antwerpen 19 6 6 7 24-31 18
CS Brugge 20 6 5 9 31-39 17
Berchem 19 4 7 8 19-39 15
Beringen 20 5 3 12 28-44 13
Waterschei 19 5 2 12 33-48 12
FC Liege 19 4 4 II 27-42 12
Beerschot 20 3 4 13 17-33 10
heldur niðurlútur eftir tap
gegn Feyenoord sumarið 1979.
Ekki er óllklegt að fasið hafi verið
svipað er hann varð að yfirgefa völlinn
I leiknum gegn Anderlecht I gær.