Dagblaðið - 02.02.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRUAR 1981.
17
Iþróttir
Iþröttir
Iþróttir
Iþróttir
ísland vann Frakkland 19-16 ígærkvöldi í Laugardalshöll
Enstaklingsfranitak Sigga
og Þorbergs bjargaði s|gri
—Skoruðu 16 af 19 mörkum í leik sem einkenndist af alltof mörgum mistökum
íslenzka landsliðið i handknattleik
sigraði það franska öðru sinni í gær-
kvöld i Laugardalshöll í þriðja lands-
leik þjóðanna í keppnisför Frakka
hingað. Þriggja marka sigur í lokin, 19-
16. Það var ekki beint sannfærandi
sigur. B.vggðist eingöngu á einstaklings-
framtaki þeirra Þorbergs Aðalsteins-
sonar, sem var óstöðvandi í fyrri hálf-
leik og skoraði þá sjö mörk, og
Sigurðar Sveissonar. Siggi tók sig
skemmtilega á í síðari hálfleiknum.
Skoraði þá sjö mörk og þessir tveir
leikmenn skoruðu sextán af nítján
mörkum íslands i leiknum. Hinir
aðeins þrjú. Auk þessara tveggja áttu
þeir Jens Einarsson, markvörður, og
Guðmundur Guðmundsson ágætan
leik í íslcnzka liðinu. En eitt er vist að
islenzka liðið verður — og getur það
örugglega — að gera betur ef það ætlar
sér mikinn hlut í B-keppninni. Þær
þrjár vikur sem eftir eru. verða að
nýtast vel í „slipingu” liðsins.
Það var mikið um mistök í þessum
leik hjá báðum liðum. Rangar sending-
ar allt of margar og flestir leikmenn lið-
anna gerðu sig seka um villur. Sóknar-
leikur íslenzka liðsins allt of einhæfur.
Þar réð einstaklingsframtakið rikjum.
Siggi Sveins náði sér ekki á strik í fyrri
hálfleiknum en þá var Þorbergur
óstöðvandi, þó hann væri i mjög
strangri gæzlu. Skoraði þá sjö af tíu
mörkum íslands. í síðari hálfleiknum
tók Siggi hins vegar upp merkið og
skoraði þásjöaf niu mörkum íslands. í
varnarleiknum var vinstra hornið
mikið vandamál. Frönsku leikmenn-
irnir léku oft illa á Stefán Halldórsson
en honum var þó ekki skipt út af fyrr
en tólf mín. fyrir leikslok. Eftir það
fékk ísland aðeins á sig tvö mörk —
staðan breyttist úr 14-13 fyrir Frakk-
land i 19—16 fyrir Island. En það urðu
.fleirum á mistök en Stefáni. Ólafur H.
Jónsson var hvað eftir annað „dauða-
frir” á línunni en skoraði þó ekki nema
eitt mark. í vörninni var hann hins
vegar sterkur. Páll Björgvinsson og
Axel Axelsson, þeir leikreyndu kappar,
náðu sér ekki beint á strik í leiknum.
Þó byrjaði Páll svo vel. Skoraði eftir
aðeins 10 sekúndur og skoraði annað
mark nokkru síðar. Það var hins vegar
dæmt af og víti dæmt í staðinn.
nstri Helgi, Ólafur Haukur, Ómar, sigur-
larhafi, Sigurjón, Guðmundur Ólafsson
DB-mynd Þorri.
igraði í
glímunni
Hjálmur — skjaldarhafinn — varð í
þriðja sæti með 4 v. Tapaði fyrir
Ómari. Guðmundur Freyr, Á, varð
fjórði með 3.5 v. Helgi Bjarnason, KR,
fimmti, með 2 v. 1 sjötta sæti varð
Guðmundur Ólafsson, Á, með 1 v. og
sjöundi Sigurjón Leifsson, Á. Kepp-
endur voru sjö. Þrír heltust úr lestinni.
-hsím.
ísland byrjaði mjög vel. Páll skoraði
strax og á 3ju mín. skoraði Siggi Sveins
úr vítakasti. Átti áður snjalla línusend-
ingu á Óla H. og viti dæmt. Á sjöundu
mín. var Óli H. aftur frír á línu. Varið
frá honum. Páll sendi knöttinn í netið á
9. mín. en víti dæmt, sem Þorbergur
skoraði úr. 3-0 fyrir ísland. Frakkland
skoraði rétt á eftir sitt fyrsta mark.
Knötturinn sleginn í markið eftir að
Jens hafði varið. Það hefði hann átt að
geta hindrað, svo og vörnin. Eftir
ranga sendingu skoruðu Frakkar aftur
og Óli H. var síðan frír á línu, hitti ekki
markið. Varið frá Þorbergi og Frakkar
jöfnuðu i 3-3 á 13. mín. Þetta var
slakur kafli. Þorbergur kom íslandi í 4-
3 en svo urðu Jens á mistök eftir að
hafa varið. Kastaði knettinum beint til
Frakka og Axel fékk á sig víti, þegar’
hann reyndi.að verja innan vítateigs. 4-
4. Þorbergur, 2 mörk, og Steindór
komu Islandi í 7-4 með fallegum mörk-
um og þegar fimm mín. voru eftir af
f.h. var staðan 9-6 fyrir Island. Þor-
bergur skoraði aftur tvívegis. Þennan
mun tókst Frökkum að minnka i eitt
mark. Staðan var 10-9 i hálfleik fyrir
ísland.
Framan af síðari hálfleiknum hélzt
eins til tveggja marka munur fyrir
Island og þó misnotaði Þorbergur víti.
Skaut yfir markið. Frakkar jöfnuðu í
13-13 og komust svo yfir 14-13 þegar 13
min. voru til leiksloka.
Talsverð spenna en Sigurður Sveins-
son innsiglaði sigur íslands með fjórum
mörkum í röð. Breytti stöðunni í 17-14
og sjö mínútur eftir. Hægt var að auka
þann mun. ÓIi H. hitti ekki markið frir
á línu og dæmdur var ruðningur á.
Sigga. Frakkar minnkuðu muninn, 17-
15 og rúmar þrjár mín. eftir. En Þor-
bergur svaraði með marki, 18-15 og
tvær mín. til leiksloka. Frakkar skor-
uðu sitt fallegasta mark rúmri mín.
fyrir leikslok. Hinn svarti Couriol sveif
inn í teiginn, fékk knöttinn og skoraði.
Ólafur fyrirliði átti svo síðasta orðið í
leiknum. Skoraði eftir fallega línusend-
ingu Þorbergs.
Mörk íslánds skoruðu Þorbergur
8/3, Siggi Sveins 8/4, Páll, Steindór og
Óli H. eitt hver. Mörk Frakka skoruðu
Serinet 3, Geoffroy 3, Couriol 2,Casa-
grande 2, Cailleaux 2, Perzichetti
2,Cicut 1 og Germain 1/1.
Island fékk 8 vítaköst i leiknum —
Frakkar aðeins eitt. Við sltkri dóm-
gæzlu getum við ekki búizt í Frakk-
landi. Fjórum leikmönnum Islands var
vikið af velli, Páli, Axel, Sigga Sveins
og Þorbirni. Þremur Frökkum. - hsím.
„Stefnum á fyrsta
sæti f Frakklandi”
,,Ég er alls ekki ánægður með leikinn
en það er þýðingarmikið að sigra,"
sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf-
ari eftir sigur islenzka landsliðsins i
handknattleik á þvi franska 1 gær-
kvöld.
„Það vantaði i sóknina að láta
knöttinn „vinna” — það gekk ekki
nógu vel i spilinu. Frakkar spila langar
sóknarlotur — lengri en við erum
vanir. Það fór talsvert i taugarnar á
strákunum. Vörnin var þokkaleg þó
svo einstaklingar innan hennar hafi á
stundum brugðizt.
Það þarf geysimikið til að sigra
franska liðið i Frakklandi en það er
hægt. Eins og staðan er nú stefnum við
að fyrsta sæti i B-keppninni i Frakk-
landi.”
Hefur landsliðið endanlega verið
ákveðlð?
„Nei, það verður gert siðar i vikunni
en endanleg skipan liðsins liggur þó
nokkuð Ijós fyrir,” sagði Hilmar enn-
fremur. -hsim.
MANNFAGNAÐUR
ÞARFT ÞÚAÐ HALDA:
stjómarfund, kokkteil-
partí, blaðamannafund,
aðalfund, brúðkaup,
fermingu?
Þá skaltu halda hann á
HLÍÐARENDA í hádegi.
Við leigjum út salinn frá
kl 10.00 fh.—17.00.
Munið: Hjá okkur eru
allar veitingar.
^LlÐARENDl
FERMING
huhla bor<)i<) frá
I Uídarcmht cr ödruvísi.
I i<) bcrum /tadfram u
fotum of> í skáhun
hönnuöum uf lluuki l)ór
Vcrökr. 96,-
HLlÐARENDI
OPNARKL. 18.00
ÖLL KVÖLD.
BORÐAPANTANIR
FRÁ KL. 14.00
í SÍMA 11690.
BRAUTARHOLTI 22.
Sigur h já
La Louviere
„Við unnum Racing Mechelen 2-1
hér heima i dag og gerðum 0-0 jafntefli
við Boom á útivelli um síðustu helgi.
Það voru hins vegar tvö töp i leikjunum
þar á undan sem slógu okkur út af
laginu,” sagði Karl Þórðarson er við
slógum á þráðinn til hans í gærkvöid.
Karl lagði bæði mörk La Louviere upp
gegn Racing og hefur átt mjög góða
leiki með liði sínu undanfarið.
Tongeren erefst í 2. deildinni með 26
stig, síðan kemur KV Mechelen með
25, þá Aalst 23 , Charlcroi 23, Seraing
22, Harelbeke 20, Oudenarde 19,
Hasselt 19 og síðan La I.ouvicre með 18
ásamt Boom.
-SSv.
Punktamót á
skíðum
Fyrstu punktamótin á skíðum voru
háð á Siglufirði og Akureyri um lielg-
ina. Árni Þór Árnason, Reykjavik, var
þar fremstur í flokki. Sigraði bæði i
svigi og stórsvigi í Hlíðarfjalli og því
einnig samanlagt. í stórsvigi kvenna
sigraði Ásdis Alfreðsdóttir, Reykjavik,
en Nanna Leifsdóttir, Akureyri, i
svigi.
Norrænar greinar voru á Siglufirði.
Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði, sigraði
í göngu en Jakob Árnason, Siglufirði, í
stökki.
Tvö heimsmet
ískauta-
hlaupunum
Kanadamaðurinn Gaetan Boucher
kom heldur betur á óvart i Davis í Sviss
á laugardag, þegar hann bætti tvö
heimsmet skautahlauparans fræga,
Eric Hcidcn, USA. Heiden varð fimm-
faldur ólympiumeistari fyrir ári i Lake
Placid.
Fyrst hljóp Boucher 1000 m á
1:13,39 min. en heimsmet Heiden var
1:13,60 min. Þá fékk hann samanlagt á
spretthlaupunum 148,785 stig sem er
heimsmet. Heiden átti það gamla,
150,250 stig.
Stenmark
skauzt úr 11.
sætiífyrsta!
„Auðvitað vonast ég til að sigra í
heimsbikarnum og ég mun berjast fyrir
þeim sigri. Hins vegar keppi ég ekki
oftar i bruni," sagði Ingemar Sten-
mark, eftir að hann sigraði f svigi i
keppni heimsbikarsins í St. Anlon i
Austurriki i gær. Glæsilcgur sigur
Svfans.sem var i cllefta sæti eftir fyrri
umferðina. í sfðari umferðinni var
hann langbeztur og það nægði lil
sigurs. Stenmark var mcðal þeirra
fyrstu sem renndi sér niður brautina og
það merkilega var að hún varð fljótlega
miklu betri. Alls konar kappar náðu þá
betri tima en Stenmark.
Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre,
sem er helzti keppinautur Stenmark um
heimsbikarinn, varð í öðru sæti i svig-
inu í-gær. I 20. sæti í bruninu á laugar-
dag. Vann þvi samanlagt og hlaut fyrir
það 10 aukastig. Nú aðeins 32 stigum á
eftir Stenmark. Úrslit i gær.
1. I. Stenmark, Sviþjóð, 1:40.94
2. Phil Mahre, USA, 1:41.06
3. Jarle Halsnes, Noregi, 1:41.62
4. V. Andreev, Sovét, 1:41.64
5. W. Ortner, Austurr. 1:41.95
6. Odd Sörli, Noregi, 1:41.97’
Staðan í heimsbikarnum er nú þann-
ig, að Stenmark er efstur með 200 stig.
Phil Mahre hefur 168 stig. Peter Miill-
er, Sviss, 140 stig. Harti Weirather,
Austurríki, og Steve Podgorski,
Kanada, hafa 105 stig.
Weirather sigraði í bruninu á laugar-
dag í St. Anton á 1:59.67 mín. rétt á
undan landa sínum Peter Wirnsberger
1:59.73 mín. Þriðji varð Podgorski á
2:00.15 sek.
-hsim.