Dagblaðið - 02.02.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981.
19
KJÖTBUÐ
SUÐURVERS
STIGAHLIÐ - SÍMI35645
Grunnvara allt árið
í stað skammtíma
tilboða
Lækkað verð á mörgum
helstu neysluvörum
AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS
Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag
með afsláttar- og tilboðsvörur,
sem leiða mun til varanlegrar
lækkunar vöruverðs í matvöru-
*
búðunum. I þeim stóra hópi,
sem mynda Grunnvöruna, en
þannig eru þær einkenndar í
búðunum, eru margar helstu
neysluvörur, sem hvert heimili
þarfnast svo sem hveiti, sykur,
grænmeti, ávextir og þvottaefni.
Þessi nýbreytni mun fela í sér
umtalsverða lækkun á matar-
reikningum þeirra, sem við kaup-
félagsbúðimar skipta, félags-
menn sem og annarra jafnt.
Það býður engin önnur verslun
Gmnnvöm á gmnnverði.
$ Kaupfélagið
Fréttabréffrá Hellu:
Skuggalegt atvinnu-
ástand f Rangárþingi
SKÓLAVÚRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
Munio
þorra-
matinn
Tiarti
verö
DB-mynd ARH. -
Tími þorrablótanna
kominn
Nú þegar þorri er genginn í garð hefj-
ast þorrablótin í hverri sveit. Eru þau
mjög svo vinsælar skemmtanir og
sækja þau allir sem vettlingi geta
valdið. í vikunni var þorrablót í Brúar-
lundi í Landsveit og síðan koma þau
hvert af öðru.
Ekki bjart yf ir
atvinnumálunum
Atvinnumálin í héraðinu eru í
skuggalegu standi. Vinna liggur nú
niðri við Hrauneyjafossvirkjun. Á sl.
sumri unnu á þriðja hundrað manns
héðan úr sýslunni við virkjunina og má
&
UTMYNDIR1^^
Mr/A
_____
3= 'f
KVIKMYNDA f||
■m-
FILMU
LEIGA s
/
—andvaraleysi
Almannavama
Mikla snjókomu gerði á Hellu fyrir
síðustu helgi með skafrenningi og var
mikill snjór í plássinu eins og reyndar í
allri sýslunni. Torfært var um götuf
bæjarins helgina á eftir, enda ekki talið
að það borgaði sig að moka vegna þess
að bæta mundi í þetta fljótlega.
Andvaraleysi
Almannavarna
Ófært er að vanda á efstu bæi á
Rangárvöllum og síminn í óstandi
sömuleiðis að venju. Það má heita
furðulegt andvaraleysi Almannavarna
að kanna ekki ástandið í öryggismálum
þeirra bæja og gera þar á úrbætur.
Þarna er um fimm bæi að ræða sem
iðulega verða oft á vetri hverjum gjör-
samlega sambandslausir við umheim-
inn, bæði vega- og símalausir. Svæði
þetta, efst á Rangárvöllum og alveg við
rætur Heklu, er eitt virkasta eldgosa-
og jarðskjálftasvæði landsins. Þar búa
um 30 manns og hefur það engin tök á
að koma frá sér neinum boðum þegar
vegur og sími lokast því þar eru engin
loftskeytatæki né vélsleðar.
nærri geta að þetta atvinnuleysi kemur
illa við margan manninn. Að vísu er
um tímabundið atvinnuleysi að ræða
því búast má við að vinna þar innfrá
hefjist aftur í apríl. Samt er hér um að
ræða a.m.k. fjögurra mánaða stopp.
Má nærri geta að ekki fær þetta fólk
neina atvinnu hér um slóðir þennan
tíma. f Rangárþingi eru engar aðrar
opinberar framkvæmdir en virkjunin.
Næsta haust lýkur framkvæmdum þar
og verður þá hluti virkjunarinnar tek-
inn í notkun. Engar ráðstafanir hafa
verið gerðar til þess að sjá þeim
Rangæingum, sem þá missa atvinnuna,
fyrir vinnu annars staðar. Og hver
verður þá framvinda atvinnumálanna?
Ekki verður komið auga á annað en at-
vinnuleysisbætur taki þá við. Ríkis-
valdið virðist vera alveg staurblint og
hefst ekki að.
Atvinnuleysi víðar en í
sjávarplássum
Okkur þykir svolitið öfundsverð um-
hyggja hins opinbera fyrir sjávarpláss-
unum þar sem allt kapp er lagt á að allir
hafi atvinnu. Á meðan rekur það á
reiðanum hvort kauptúnin í sveitum
landsins hafa nokkra atvinnumögu-
leika upp á að bjóða fyrir sína íbúa.
Yfir tvö hundruð manns hér um slóðir
er nú aðgerðaiiausir og eftir fáeina
mánuði tekur fyrir alla atvinnu fyrir
þetta fólk á heimaslóðum. Forystu-
menn atvinnumála hér í sýslu hafa nú
um langt skeið reynt að opna augu
valdamanna landsins á því ástandi sem
hér mun skapast þegar Hrauneyjafoss-
virkjun lýkur. Það sem þá tekur við er
hreint sagt ógnvekjandi. í afrekaræð-
um alþingismanna er mikið gortað af
því að ekki sé til atvinnuleysi á íslandi.
Ætli sá hreini tónn verði ekki svolítið
holur í miðjunni þegar næsti vetur
gengur í garð?
Það er skýlaus krafa Rangæinga að
atvinnumál okkar verði tafarlaust tekin
til athugunar og gerðar raunhæfar
áætlanir um framtíðarlausn þeirra.
- HT, Hellu. Vinna við Hrauneyjafossvirkjun.